Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
KORFUKNATTLEIKUR
JN*trgtntMaMfe
1995
MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL
BLAÐ
Nökkvi Már er með
sprvinginn hryggjaiiið
Morgunblaðið/Kristinn
Lárus Orri
hetja Stoke
Leikmaður mánaðarins
hjá félaginu og gerði sig-
urmarkið gegn Watford
Nökkvi Már Jónsson,
körfuknattleiksmaður
úr Grindavík, verður frá
keppni það sem eftir er af
þessari leiktíð, og gott betur
því læknar telja að sprunga
sé komin í einn hryggjarlið
hans. „Ég fór í sneiðmynda-
töku og læknarnir telja að
Nökkvl Már sprunga sé komin í einn
hryggjarliðinn, nánar tiltek-
ið fimmta lið,“ sagði Nökkvi
Már við . Morgunblaðið í
gærkvöldi.
„Ég á að fara í annars
konar myndatöku á föstu-
daginn og ef þessi grunur
læknanna reynist réttur
þýðir það að ég þarf að vera
með einhveija bakspelku í
eina þijá mánuði,“ sagði
Nökkvi.
Þú ert sawt ekkert að
hugsa um að hætta í körfu-
knattleik?
„Nei, nei, ég er ungur
ennþá og læknamir gefa
mér góða batavon þannig
að það er engin ástæða til
að hætta. Þeir segja að þetta
eigi að geta gróið fullkomn-
lega. Ég held að þeir setji
einhverskonar fyllingarefni
í þetta og þá muni ég ná
mér fullkomlega,“ sagði
Nökkvi. Hann meiddist und-
ir lok annars úrslitaleiks
Grindavikurliðsins við
Njarðvíkinga í Grindavík á
fimmtudag í síðustu viku.
■ Nýllðarnir / F4
Lárus Orri Sigurðsson skoraði fyrsta mark sitt
fyrir Stoke í gærkvöldi, er liðið sigraði Watford
1:0 á heimavelli í ensku 1. deildinni. Sigurinn var
geysilega mikilvægur, Stoke hefur verið í mikilli
fallhættu en með stigunum þremur sem liðið fékk
í gær er nokkuð öruggt
að það heldur sæti sínu
í deildinni.
„Þetta var meirihátt-
ar dagur — en markið
var reyndar hálfgerður
grís! Ég skallaði að
marki eftir horn, einn
vamarmannanna
reyndi að hreinsa frá á
línu en mistókst og
boltinn fór inn. Þetta
var ekkert glæsimark
— en mark engu að síð-
ur. Ég fer yfírleitt ekki
fram í homum, en fyrir-
liðinn rak mig fram í
þetta eina skipti. Og þó
ég hefði skorað var ég Lárus Orrl
ekkert að fara aftur'
fram þó við fengjum hom,“ sagði Lárus Orri í sam-
tali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Fyrir leikinn tók
hann á móti viðurkenningu frá aðal styrktaraðila
félagsins, en hann var valinn leikmaður mars mánað-
ar af fyrirtækinu.
„Ég hef spilað síðustu 12 eða 13 leiki, en treysti
mér samt ekki til að segja að ég sé kominn með
fast sæti í liðinu. Ég hef verið heppinn vegna þess
að menn hafa verið meiddir og í banni,“ sagði Lár-
us Orri. Hann hefur leikið í stöðu vinstri bakvarðar
í síðustu leikjum, en kvaðst vonast til að verða færð-
ur aftur í stöðu miðvarðar í næstu leikjum, þar sem
fyrirliðinn sem þar leikur er á leið í tveggja eða
þriggja leikja bann. „Mér hefur gengið vel — betur
en ég þorði að vona — í bakvarðarstöðunni en kann
alltaf betur við mig inni á miðjunni."
Þorvaldur melddur
Þorvaldur Örlygsson hefur misst af tveimur síð-
ustu leikjum Stoke vegna meiðsla. Er tognaður í
læri. „Ég spilaði tvo leiki meiddur og versnaði fyrir
vikið, þannig að ég ætla ekki að þyija aftur fyrr en
ég verð orðinn góður af þessu. Ég get hugsanlega
spilað gegn Middlesboro á útivelli á laugardaginn,
en á þó ekki von á að ég verði með fyrr en næsta
miðvikudag," sagði Þorvaldur í gærkvöldi.
Samningur hans við Stoke rennur út í vor og
landsliðsmaðurinn sagði öruggt að hann færi frá
félaginu. Japanskt félag falaðist eftir honum fyrr á
árinu, hann vildi slá til en Stoke vildi ekki leyfa
honum að fara. Hann sagðist í gær ekki vita hvort
félagið hefði enn áhuga á honum, og vildi ekki tjá
sig nánar um framhaldið hjá sér eftir að samningur-
inn við Stoke rennur út. Þess má geta að keppnis-
tímabilið í Japan hefst 7. maí, að sögn Þorvaldar,
sama dag og Stoke spilar síðasta leikinn í 1. deildinni.
BREIÐABLIK úr Kópavogi varð
í gærkvöldi íslandsmeistari
kvenna í körfuknattleik, eftir að
hafa sigrað Keflvíkinga í þriðja
úrslitaleiknum í röð, 66:53, í
Keflavík. Blikastúlkur urðu þar
með íslandsmeistarar í fyrstu til-
raun, því þetta er fyrsta keppnis-
tímabilið sem þær leika í 1. deild.
„Það kom aldrei annað til
greina en að vinna til Islands-
meistaratitilsins í okkar huga og
eftir þijá erfiða leiki gegn KR
urðum við enn ákveðnari hvort
sem við yrðum að leik þijá eða
fimm leiki við Keflavík. Þetta er
búið að vera ævintýri líkast og
tilfinningin að taka við og hampa
bikarnum var stund sem ég mun
seint gleyma," sagði Penni Pepp-
as hinn bandaríski fyrirliði
Breiðabliks, við Morgunblaðið
eftir að sigurinn var í höfn. Hún
er á myndinni hér til hliðar með
bikarinn. Peppas hefur leikið
mjög vel í vetur með Breiða-
bliki, sérstaklega í síðustu leikj-
um úrslitakeppninnar. Hún gerði
17 stig í gær, þar fjórar 3ja stiga
körfur á upphafsmínútunum.
Á myndinni hér fyrir ofan er
Hanna Kjartansdóttir, sem var
stigahæst í liði Breiðabliks í gær-
kvöldi, með 22 stig. Þess má geta
að Hanna og Olga Færseth, sem
fögnuðu meistaratitli í gær-
kvöldi, urðu íslandsmeistarar
með liði Keflvíkinga í fyrra, og
Olga er að auki íslands- og bikar-
meistari í knattspymu með
Breiðabliki.
Breiðablik
meistari
ífyrstu
tilraun!
KRISTINN BJÖRNSSON STEFNIR Á HEIMSBIKARKEPPNINA NÆSTA VETUR / F2