Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 4
BLAK Nýliðamir fögnuðu meistaratitlinum Blikastúlkur sigraði meistara Kefla- víkur örugglega í þremur leikjum „ÞETTA er skemmtileg stund því þetta er fyrsti íslandsmeistara- titillinn sem Breiðblik vinnur íefsta flokki og góður endir á keppn- istímabilinu. Leikurinn í kvöld þróaðist líkt og ég hafði átt von á, við lentum í smá erfiðleikum með þær í lok fyrri hálfleiks en settum fyrir þann leka i þeim síðari og dæmið gekk upp,“ sagði Sigurður Hjörleifsson þjálfari Breiðabliks úr Kópavogi eftir að lið hans hafði tryggt sér íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna með sigri, 66:53, gegn Keflavík í Keflavík í gærkvöldi. Þetta var þriðji leikur liðanna og sigrðu Blikastúlkur — nýliðarnir í 1. deild — afar sannfærandi íþeim ölliim. Blöndal skrifarfrá Keflavík Blikastúlkumar komu mun ákveðnari til leiks og eftir 10 mínútur höfðu þær náð 10 stiga forskoti 13:23. Á Björn þessum mínútum var bandaríska stúlkan Penni Pepp- as, sem hefur án efa verið leikmaður úrslitakeppninnar, í miklum ham og setti 14 stig í fímm tilraunum. Þar af voru fjórar 3ja stiga körfur. Á eftir fylgdi besti leikkafli Keflavíkurstúlkna sem náðu að minnka muninn í eitt stig, 27:28 áður en flautað var til hálf- leiks. En stuðningsmenn Keflavíkur urðu fyrir miklum vonbrigðum með sitt lið í síðari hálfleik því leikur þess var hrein hörmung fyrstu 15 mínútumar og segja þau 4 stig sem liðið setti á þessum tíma allt sem segja þarf. Þegar 5 mínútur voru til leiksloka var staðan 31:51 og því nánast formsatriði fyrir þær að ljúka leiknum. „Það var alveg sama hvað við reyndum, það gekk ekkert upp og svona hefur þetta verið í þessum leikjum gegn Breiðabliki. Keflavík- urliðið hefur verið nær ósigrandi í fjögur ár og það hlaut að koma sá tími að illa færi að ganga,“ sagði Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur. „Blikastúlkurnar eru greinilega uppi á réttum tíma og þær áttu sigurinn verðskuldaðan og ég vil óska þeim til hamingju með þennan glæsilega árangur. Keflavíkurstúlk- umar náðu sér ekki á strik í úrslita- keppninni að þessu sinni. Þær náðu aldrei að leika af þeim krafti sem þær hafa verið að gera í vetur,“ sagði Kolbeinn Pálsson formaður Körfuknattleikssambands íslands sem fylgdist með leiknum. Um leik Keflavíkur þarf ekki að fara mörgum orðum - iiðið náði sér aldrei á strik ef frá er talinn 10 mínútna kafli í fyrri hálfleik. Leikur þess var lengstum máttleysislegur og ómarkviss. Leikkerfín gengu ekki upp og illa gekk að leika upp á þær Önnu Maríu Sveinsdóttur og Björgu Hafsteinsdóttur sem hafa verið lykilmenn liðsins. Blikastúlkumar léku vel í vöm þá sérstaklega þær Erla Hendriks- dóttir og Penni Peppas sem gættu þeirra Bjargar og Önnu Maríu. Hanna Kjartansdóttir, Olga Fær- seth og Elísa Vilbergsdóttir voru einnig góðar. Morgunblaðið/Kristinn ERLA Hendriksdóttlr úr Breiðablikl smeygir sér hér framhjá Júlíu Jörgensen en Erla lék mjög vel f gær og hafðl góðar gætur á Björgu Hafstelnsdóttur, stórskyttu Keflvíkinga. Keflavík - Breiðablik 53:66 íþróttahúsið í Keflavík - íslandsmótið í körfuknattleik 1. deild kvenna - úrslit - þriðji leikur. Breiðablik sigraði 3:0 og hlýtur Islandsmeistaratitilinn. Gangur leiksins: 0:2, 4:13, 13:23, 19:28, 27:28, 31:51, 39:53, 43:56, 48:59, 53:66. Stig Keflavíkur: Anna María Sveinsdóttir 16, Erla Þorsteinsdóttir 12, Björg Haf- steinsdóttir 7, Júlla Jörgensen 6, Anna María Sigurðardóttir 6, Erla Reynisdóttir 4, Ingibjörg Emilsdóttir 2. Stig Breiðabliks: Hanna Kjartansdóttir 22, Penni Peppas 17, Olga Færseth 12, Elfsa Vilbergsdóttir 8, Erla Hendriksdóttir 7. Dómarar: Jón Bender og Kristján Möller - voru ágætir. Villur: Keflavík 1/20 - Breiðablik 4/4. Áhorfendur: Um 400. Kohler bjargaði Juve KNATTSPYRNA Titillinn í augsýn CHRIS Sutton gerði 22. mark sitt í ensku úrvalsdeildinni í gær þegar hann tryggði Blackburn 0:1 sigur á QPR í London. Black- burn færðist skrefí nær meistar- atitlinum, sem félagið hefur ekki unnið síðan 1914. Manchester United er í öðru sæti, átta stigum á eftir Blackburn, og eiga bæði sex leiki eftir. Knattspyrnufræðingar segja að Blackburn eignist ekki marga aðdáendur þó svo liðið verði meistari, ef það leikur eins og í gær. Liðið lék illa gegn Everton um helgina en sigraði samt og í gær var greinilegt að liðið kom á Loftus Road til að ná í eitt stig, en heppnin var með því. JUVENTUS og Borussia Dort- mund, efstu liðin á Ítalíu og í Þýskalandi, gerðu 2:2 jafntefli í fyrri leik iiðanna í UEFA- keppninni í gærkvöldi en liðin áttust við f Mílanó. Á sama tíma vann Parma lið Leverkus- en 1:2 í Þýskalandi og stendur vel að vígi fyrir síðari leikinn. að var þýski vamarmaðurinn Jiirgen Kohler sem tryggði Juventus jafntefli gegn Dortmund skömmu fyrir leikslok; fékk send- ingu inn á teiginn, tók knöttinn niður og þmmaði honum í netið með vinstra fæti. Þessi lið mættust í úrslitum UEFA-keppninnar 1993 og þá vann Juve 6:1 samanlagt. í gær voru það fyrmm ieikmenn Juv- entus, Þjóðverjarnir Stefan Reuter og Andy Möller sem gerðu hin dýr- mætu mörk Dortmund á útivelli, Reuter á 7. mínútu en Möller á þeirri sjötugustu og var það sérlega glæsilegt, þmmuskot af 25 metra færi. Roberto Baggio jafnaði á 25. mínútu með marki úr vítaspymu sem dæmd var á Martin Kree fyrir að fella Fabrizio Ravanelli. Moreno Torricelli, vamarmanni Juventus, var vikið af leikvelli á síðustu mínútu leiksins fyrir að á gula spjaldið öðm sinni. „Leikmenn Dortmund sýndu hversu góðir þeir eru. Við misnotuð- um of mörg færi eftir að okkur tókst að jafna 1:1, en ég er nokkuð sáttur við úrslitin,“ sagði Marcello Lippi þjálfari Juventus eftir leikinn og bætti því við að leikmenn sínir gætu komið fullir sjálfstrausts til síðari leiksins. Parma gerði góða ferð til Þýska- lands og vann Leverkusen 1:2. Það var ekki neinn glæsibragur á mörk- um Parma, þau komu bæði eftir vamarmistök í síðari hálfleik, með fímm mínútna millibili. Brasilíumaðurinn Paulo Sergio kom Leverkusen í 1:0 á 20. mínútu en þeir Dino Baggio og Faustino Asprilla gerði mörk Parma. Það er því ljóst að róðurinn verður þýskum erfiður í síðari leiknum, en Lever- kusen hampaði UEFÁ-bikamum árið 1988. Parma virðist á góðri leið með að komast í úrslitaleik í Evrópukeppni þriðja árið í röð því fyrir tveimur ámm sigraði liðið í Evrópukeppni bikarhafa en tapaði í úrslitum í fyrra fyrir Arsenal. HK á titil að veija | Irslitakeppnin í blaki karla hefst í kvöld í íþróttahúsi Hagaskóla og hefst leikurinn kl. 20. Það em Þróttur og HK sem leika til úrslita að þessu sinni, en HK-menn em íslandsmeist- arar og heija því titilvörnina í kvöld. Það lið sem fyrr sigrar í þremur leikjum hampar íslands- meistaratitlinum. Liðin hafa mæst íjómm sinn- um í vetur. HK vann fyrsta leik- inn í haust 3:2 en síðan hafa Þróttarar farið með sigur af hólmi, 3:0 í einum leik og 3:1 í tveimur. „Þetta er tvö bestu lið- in á landinu," sagði Haukur Valtýsson sem leikið hefur með KA í vetur og þjálfað liðið auk þess. „Það er ekki alveg hægt að líta á leiki liðanna í vetur því HK hefur ekki náð að vera með sitt sterkasta lið gegn Þrótti. Ég hef gmn um að HK geti reynst Þrótti erfitt en ef Þróttar- ar leika eðlilega eiga þeir að vinna. Eigum við ekki að segja að þetta fari 3-1 fyrir Þrótt,“ sagði Haukur. Hann segir HK með sterkt lið, miðjuskellirnir hafí reynst KA mönnum erfiðir en það sem vanti helst á hjá Kópavogsliðinu sé hávörnin. „Hún gæti riðið baggamuninn því Þróttur er með sterkari hávörn. HK er sterkara sóknarlið en Þróttur leikur af meira öryggi og það hefur geng- ið og auk þess er Þróttur með meiri breidd. Við í KA hefðum frekar viljað fá Þrótt í undanúrslit en HK því það hefði hentað okkur betur held ég, en ég spái samt Þrótti sigri. Eg vona líka að Þróttur vinni því HK hefur ekki komið vel fram í vetur að mínu mati,“ sagði Haukur Valtýsson. KEILA Oddaleikir í úrslitunum ODDALEIK þarf í undanúrslitum fyrstu deildarinnar í keilu þar sem Þrestir unnu KR-a, 2223:2055, í gær og Keilulandssveitin vann PLS 2254:2250. Leikur KR og Þrasta verður í Keiluhöllinni en hinn leikur- inn í Mjóddinni og hefjast þeir báð- ir kl. 20. ÚRSLIT Knattspyrna Reykjavíkurmótið Fylkír-KR.....................0:3 - Hilmar Bjömsson, Guðmundur Bene- diktsson, Mihajlo Bibercic. Evrópukeppnin Fyrri leikir undanúrslita UEFA-keppninnar: Bayer Leverkusen - Parma......1:2 (Paulo Sergio 20.) - (Dino Baggio 48., Faustino Asprilla 53.) 21.500 Juventus - Borussia Dortmund..2:2 (Roberto Baggio 25. vsp., Jurgen Kohler 88.) - (Stefan Reuter 7., Andy Möller 70.) 80.000 England Crystal Palace - Aston Villa...0:0 12.606 QPR - Blackburn................0:1 (Sutton 67.) 16.508 1. deild: Bumiey - Charlton..............2:0 Luton - Wolves.................3:3 Stoke-Watford..................1:0 Skotland Partick - Hearts...............3:1 Handknattleikur Undanúrsiitin hófust f Svíþjóð f gær en þau lið sem fyrr sigra í tveimur leikjum komast í úrslit, en þar þarf að sigra 1 þremur. Drott - Savehof..................34:32 ■Eftir tvær framlengingar Redbergslid - Skovde.............23:20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.