Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 2
2 C FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT ÍÞRÓTTIR UMFN-UMFG 97:104 íþróttahúsið í Njarðvík, fimmti úrslitaleikur um íslandsmeistaratitilinn, fimmtudaginn 6. apríl 1995. Staðan er nú 3:2. Gangur leiksins: 0:9, 2:14, 13:30, 17:42, 22:48, 30:51, 36:60, 52:66, 61:74, 70:81, 85:93, 85:96, 90:96, 93:97, 93:100, 97:100, 97:104. Stig Njarðvíkur: Rondey robinson 32, Valur Ingimundarson 25, Teitur Örlygsson 16, ísak Tómasson 8, Frirðik Ragnarsson 8, Jóhannes Kristbjömsson 4, Ástþór Inga- son 2, Kristinn Einarsson 2. Stig Grindavfkur: Marc Mitchell 23, Guð- jón Skúlason 21, Marel Guðlaugsson 15, Helgi Jónas Guðfmnsson 14, Pétur Guð- mundsson 14, Guðmundur Bragason 12, Unndór Sigurðsson 5. Dómarar: Leifur Garðarsson og Kristinn Óskarsson. Höfðu mjög góð tök á leiknum. Áhorfendur: 1.000, troðfullt hús. NBA-deildin Atlanta - Cleveland...........96:87 ■Andrew Lang gerði 18 stig og tók 13 fráköst fyrir Atlanta og þeir Steve Smith og Grant Long gerðu einnig 18 stig hvor. Charlotte - Philadelphia......84:66 ■Alonzo Mourning gerði 16 stig fyrir Hor- nets og Shawn Bradley gerði 21 fyrir 76ers. Skorið í öðrum leikhluta var það næst lægsta í sögu NBA, en sá leikhluti endaði 11-8 fyrir Charlotte. Lægsta skor í leik- hluta var þegar Fort Wayne Pistons og Syracuse Nationals skoraðu 18 stig í fyrsta leikhluta árið 1956. Indiana - Washington..........102:90 ■Rik Smits gerði 29 stig og tók 10 fráköst fyrir Pacers en hjá Bullets var Calbert Cheaney stigahæstur með 19 stig og Chris Webber gerði 18. New Jersey - Chicago..........101:108 ■Jordan gerði 37 stig, þar af aðeins 7 í fyrri hálfleik en þá hitti hann aðeins I tveim- ur af 13 skotum utan af velli. B.J. Arm- strong gerði 16 og Pippen 15. Armon Gill- iam gerði 27 stig fyrir Nets og tók 16 frá- köst og Kenny Anderson gerði 21 stig og átti 15 stoðsendingar. Derrick Coleman og Chris Morris léku ekki með vegna meiðsla. Orlando - Detroit.............128:125 ■O’Neal gerði 40 stig og tók 19 fráköst og Dennis Scott bætti við 30 stigum fyrir Orlando. Joe Dumars gerði 41 stig fyrir Detroit og Allan Houston 28. Dallas - LA Lakers............130:111 ■Jason Kidd fékk fyrstu þrefoldu tvennuna sína á ferlinum þegar hann gerði 19 stig, átti 12 stoðsendingar og tók 10 fráköst fyrir Dallas, sem vann Lakers í fyrsta sinn í átta leikjum. Jamal Mashbum gerði 32 stig og Lorenzo Williams 19, sem er per- sónulegt met, og tók 15 fráköst. Dallas hefur nú sigraði í tíu af síðustu 13 leikjum. Nick Van Exel gerði 24 stig fyrir Lakers og Eddie Jones 22. Milwaukee - New York..........94:114 ■Patrick Ewing gerði 34 stig fyrir Knicks en Glenn Robinson 22 fyrir Bucks og Vin Baker 18 auk þess sem hann tók 12 fráköst. US Masters Bandariska meistarakeppnin í golfi, US Masters, hófst í gær. Leikið er á vellinum í Augusta í Georgíu eins og undanfarin ár. Staðan eftir fyrsta hring af fjórum er þessi - keppendur bandarískir nema annað sé tekið fram. • er fyrir framan nöfn áhuga- manna sem taka þátt. 66 David Frost (Suður Afríku), Phil Mickel- son, Jose Maria Olazabal (Spáni) 67 Jack Nicklaus, David Gilford (Bret- landi), Corey Pavin 68 Chip Beck, Mark O’Meara 69 Scott Hoch, Hale Irwin, David Edw- ards, Ian Woosnam (Bretlandi), Wayne Grady (Ástralíu), Lee Janzen, Davis Love 70 Craig Stadler, Masashi Ozaki (Japan), Mark Calcavecchia, Ben Crenshaw, Paul Azinger, Brian Henninger, Nick Faldo (Bretlandi), John Huston 71 Miguel Angel Jimenez (Spáni), Jay Haas, Dan Forsman, Bill Glasson, Payne Stewart, Raymond Floyd, Tom Lehman, Bemhard Langer (Ifyskalandi), Fred Couples, Colin Montgomerie (Bretlandi) 72 Mike Sullivan, Fuzzy Zoeller, Brace Lietzke, Ernie Els (Suður Afríku), Loren Roberts, »Tiger Woods, Curtis Strange, Peter Jacobsen, Tsuneyuki Nakajima (Japan) 73 Mike Heinen, Jeff Sluman, Clark Denn- is, John Cook, Bob Estes, Steve Elking- ton (Ástralíu), Kenny Perry, Greg Nor- man (Ástralíu), Mark McCumber, Tom Watson 74 John Morse, Charles Coody, Duffy Waldorf, Lanny Wadkins, Tom Kite, Neal Lancaster 75 Steve Lowery, Sandy Lyle (Bretlandi), John Daly, Seve' Ballesteros (Spáni), Mark McNuity (Zimbabwe) 76 Rick Fehr, Brad Faxon, Gary Player (Suður Afriku), Mark Brooks, Larry Mize, Nick Price (Zimbabwe) 77 Jim McGovem, •Lee James (Bret- landi), Vijay Singh (Fiji), Mike Sprin- ger, Hal Sutton, Brad Bryant Leiðrétting í umQöllun biaðsins af Fram-leikunum á skíðum í blaðinu á þriðjudaginn var sagt að Gunnar Egilsson hafi orðið þriðji í leikja- braut 6 ára pilta, en hið rétta er að Arnar Freyr Lárusson úr Ármanni varð þriðji, en hann var með rásnúmer Gunnars, sem mætti ekki í keppnina. Þá var farið rangt með nafn eins af ís- landsmeisturum Vlkings f 7. flokki. Hann var sagður heita Óskar Hillers en heitir Óttar Hillers. KNATTSPYRNA / EVRÓPUKEPPNI BIKARHAFA Sampdoría betra en Arsenal vann REAL Zaragoza sigraði Chelsea örugglega, 3:0, á Spáni og Arsenal sigraði Sampdoria 3:2 í London, ífyrri undanúrslitaleikjum Evrópu- keppni bikarhafa íknattspyrnu í gærkvöldi. Spænska liðið er því komið með annan fótinn í úrslitaleikinn en ómögulegt er að segja til um það hvort Arse- nal eða Sampdoria mætir Real, þó ítaiska félagið sé vissulega sigurstranglegra þar sem það á heimaleikinn eftir. Arsenal er handhafi Evrópubik- ars bikarhafa og ljóst er að róðurinn gæti orðið þungur í síðari leiknum gegn ítalska stórliðinu, en leikmenn Lundúnaliðsins eru þekkt- ir fyrir allt annað en að gefast upp þegar Evrópukeppnin er annars vegar, þannig að spennandi verður að sjá hvað gerist á Ítalíu eftir hálfan mánuð. Það hljómar ef til vill sérkenni- lega, en Sampdoria — sem lenti undir 2:0 og 3:1 — hafði talsverða yfírburði á löngum köflum á High- bury í gærkvöldi. Varnaijaxlinn Steve Bould — sem hafði aðeins gert fimm mörk í 238 leikjum fyrir Arsenal, skoraði tvívegis í fyrri hálfleik (34. og 36. mín.) og staðan í hléi var 2:0. Júgóslavneski lands- liðsmaðurinn Vladimir Jugovic minnkaði muninn á 51. mín., Ian Wright gerði þriðja mark Arsenal á 69. mín. en Jugovic minnkaði muninn á ný á 77. mín. Þess má geta að Ian Wright hefur skorað í öllum Evrópuleikjum Arsenal í vet- ur og hefur nú gert átta mörk í sjö leikjum. Arsenal: 1-David Seaman; 2-Lee Dixon, 3-Nigel Winterbura, 4-Stefan Schwarz, 5- Steve Bould, 6-Tony Adams, 7-David Hilli- er, 8-Ian Wright (15-Chris Kiwomya 84.), 9-John Hartson, 10-Paul Merson (13-Steve Morrow, 84.), 11-Ray Parlour. Sampdoria: 1-Walter Zenga; 2-Moreno Mannini, 3-Michele Serena, 4-Giovanni In- vemizzi (14-Riccardo Maspero 72.), 5-Stef- ano Sacchetti, 6-Marco Rossi, 7-Attilio Lombardo, 8-Vladimir Jugovic, 9-Fausto Salsano, 10-Roberto Mancini, 11-Alberigo Evani. Hasar í Zarazoza Áhangendur Chelsea létu illa meðan á leik liðs þeirra við Real Zaragoza stóð á Spáni í gærkvöldi. Fljótlega eftir að heimaliðið komst Reuter Markamaskína IAN Wright, enski landsliAsmaðurinn hjá Arsenal, fagnar marki sínu gegn Sampdoria í gær. Hann hefur skorað í öllum Evrópuleikjum Arsenal í vetur — gert 8 mörk í 7 leikjum. Reuter PAUL Furlong, framherji Chelsea, í barðttu við spænska varnarmanninn Santiago Aragon gær. í 3:0, snemma í seinni hálfleik, hófu Englendingarnir — sem voru alls 300 — að rífa sessur af sætum og kasta þeim inn á völlinn og ögra spænskum lögregluþjónum. Spænsk útvarpsstöð greindi frá því að þrír lögregluþjónar, hið minnsta, hefðu slasast og sýnt var í sjón- varpi þar sem Chelsea áhangendur voru bornir af leikvanginum í börum og ekið burt í sjúkrabifreiðum. Marokkóbúinn Nayim, sem lék með Tottenham á Englandi fyrir nokkrum árum, var frábær í spænska liðinu fyrsta hálftímann og lagði grunninn að sigrinum. Fyrirliðinn Miguel Pardeza gerði fýrsta markið með skalla af stuttu færi eftir hornspymu Nayims á 7. mín., og argentínski framheijinn Juan Esnaider skoraði síðan tvíveg- is, sitt hvorum megin við leikhléið — annað eftir undirbúning Ma- rokkómannsins. Real Zaragoza: 1-Juanmi Garcia, 2- Alberto Belsue, 3-Jesus Solana, 4-Femando Cacares, 5-Mohamen Nayim, 6-Javier Agu- ado, 7-Miguel Pardeza (Oscar Celada 63.), 8- Santiago Aragon (Jesus Garcia Sanjuan 79.), 9-Juan Esnaider, 10-Francisco Higu- era, 11-Gustavo Poyet. Chelsea: 1-Kevin Hitchcock, 2-Steve Clarke, 3-Scott Minto, 4-Nigel Spackman, 5-Erland Johnsen, 6-Frank Sinclair, 7-John Spencer (Mark Stein 59.), 8-Andy Myers, 9- Paul Furlong, 10-Gavin Peacock, 11- David Rocastle (14-Glenn Hoddle 62.) BLAK Vel sloppið hjá meist- araefnum Víkings VÍKINGSSTÚLKUR skelltu HK, 3:0, í fyrsta úrslitaleiknum um íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki íblaki íVíkinni í gærkvöldi. HK-stúlkur virtist vanta neistann til að kveikja bálið. Fyrsta hrinan fór rólega af stað en um miðbik hrinunnar skildu leiðir og Víkingsstúlkur klámðu dæmið mjög sann- færandi, sérstak- lega var Oddný Er- lendsdóttir skæð undir lokin með kröftugum skellum. I annari hrin- unni lifnaði yfír HK liðinu og allt lék í lyndi þar til í lokin, er þær höfðu náð góðu forskoti, 14:8, og allt virtist stefna í að þær myndu klára hrinuna örugglega og komast Guðmundur Helgi Þorsteinsson skrifar þannig inn í leikinn. Víkingsliðið var þó ekki á sama máli og Björg Erlingsdóttir uppspilari var með hreint „eitraðar" uppgjafír sem móttaka HK-liðsins réð ekkert við. Hrinan snerist algjörlega og Vík- ingsstúlkur sem náðu sínum besta kafla í leiknum refsuðu gestunum grimmilega með því að skora átta stig í röð og unnu hrinuna 16:14. Þriðja hrinan var keimlík þeirri annarri — HK liðið náði snemma góðu forskoti, 10:2 en leikmönnum liðsins virtist fyrirmunað að klára hlutina og það virtist sem meistara- efnin úr Víkingi þefuðu uppi veik- leikana eftir því sem lengra leið á hrinuna og sérstaklega í lokin þeg- ar móttakan brást illilega hjá HK. Víkingsstúlkur áttu ágæta spretti í gærkvöldi en þó bar mest á Björgu Erlingsdóttur uppspilara og Oddnýju Erlendsdóttur kant- smassara, en hún hefði að ósekju mátt fá fleiri sendingar til að vinna úr. Anna G. Einarsdóttir, uppspilari HK, náði sér aldrei vel á strik í leiknum og það hafði sín áhrif en Ragnhildur Einarsdóttir sýndi þó oft stórgóð tilþrif í sókninni. Næsti leikur verður í Digranesi á morgun, laugardag, kl. 14. Karlarnir keppa í kvöld Annar leikurinn í úrslitakeppni karla, þar sem HK og Þróttur eig- ast við, verður í kvöld í Digranesi en hann hefst kl. 20. Það má búast við fjörugum leik og ljóst er að hart verður barist því deildarmeist- arar Þróttar verða að vinna svo lið HK verði ekki búið að tryggja sér íslandsmeistaratitilinn á sunnudag- inn. Hvert ert | TEITUR Örlygsson virðist steinhis sé að sleppa framhjá honum. My fékk Teitur það erfiða hlutver Viðfu rétta 1 Eg er þakklátur bæði leikmönnum mínum og stuðningsmönnum liðsins fyrir þennan sigur. Við vorum komnir í erfiða stöðu eftir tapið á heimavelli um daginn og því var að duga eða drep- ast í kvöld. Við fundum .rétta tóninn í leik okkar og liðið sýndi virkilega hvað í því býr. Flestir voru búnir að afskrifa okkur en núna erum við komnir inn í myndina að nýju og það er svo undir okkur komið hvernig við vinnum úr framhaldinu,“ sagði Friðrik Rúnarsson þjálfari Grind- víkinga eftir leikinn. „Við mættum einfaldlega ekki með það hugarfar sem þarf til að vinna lið eins og Grindavík. Það er ákaflega erfitt að vinna upp svona mikinn mun eins og þeir náðu á okkur, en við gerðum þó heiðarlega tilraun og reyndar munaði ekki miklu að okkur tækist það sem enginn átti von á í hálfleik. Hversvegna okkur gekk svona hrapalega illa í fyrri hálfleik veit ég ekki en ég held að menn hafi verið búnir að vinna þennan leik fyrirfram og verið farnir að hugsa um hvað kæmi á eftir. En Grindvíkingar komu okkur niður á jörðina aftur og við ætlum okkur svo sannarlega að hefna ófaranna í næsta leik í Grindavík," sagði Valur Ingimundarson þjálfari og leik- maður Njarðvíkinga. Björn Blöndal skrifar frá Njarövík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.