Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 4
Íw6mp SKIÐAMOT ISLANDS Gísli EinarÁrnasonfrá ísafirði Islandsmeistari ígöngu karla Fór framúr og gaf svo allt sem ég átti Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson DANÍEL Jakobsson fer fram úr Einari Ólafssyni — sem fór af stað tvelmur mínútum á undan honum — er 6 km voru búnlr. Gísli Einar er þar fyrir aftan, en hann fór af stað hálfrl mín. á eftir Daníel. Qísll tók á sig rögg er líða tók á gönguna, fór fram úr Daníel og stakk hann svo af. ÍSFIRÐINGURINN Gfsli Einar Árnason sigraði óvænt f 15 km göngu karla á Skíðamóti ís- lands i Tungudal við ísafjörð i gær. Fyrirfram var búist við að Daníel Jakobsson, sem keppti í fyrsta sinn fyrir Ólafs- fjörð, og lærifaðir hans, Einar Ólafsson frá ísafirði, myndu berjast um sigurinn. ísfirðing- urinn ungi Gisli Einar var ekki á því og stal senunni, átti frá- bæran endasprett og kom tæplega mínútu á undan Daní- el i mark. Einar Ólafsson vann síðan bronsverðlaunin eftir harða keppni við Hauk Eiríks- son frá Akureyri. Mikil spenna og „dramatík" var í göngunni. Daníel hóf keppnina af miklum krafti og fór fljótlega framúr ValurB. Gísla Einari, sem Jónatansson var ræstur út hálfri skrífarfrá mínútu áður. Eftir Isafirði seX kílómetra náði Daníel Einari Ólafssyni, sem fór tveimur mínútum á undan af stað. Daníel hélt forystunni næstu tvo kílómetra en náði ekki að losa sig við Gísla sem fylgdi honum sem skugginn. Þegar sex kílómetrar voru eftir leiddist Gísla þófið og tók framúr Daníel. „Ég ákvað að prófa að taka framúr og sá fljótlega að það dró í sundur með okkur. Þá var ekkert annað að gera en að gefa allt sem ég átti í þetta — ísafjarðar- stoltið reif mig áfram,“ sagði Gísli Einar, sem jók forskotið jafnt og þétt og sigraði örugglega. Haukur Eiríksson frá Akureyri var lengst af í þriðja sæti, eða allt þar til þrír kílómetrar voru eftir að hann varð að gefa það frá sér til Einars Ólafssonár. „Ég er mjög ánægður með þetta, við fengum sigurvegarann og það er fyrir öllu. Gísli gekk rosalega vel og frábært að hann náði gullinu,“ sagði Einar Ólafsson. Daníel átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum er hann kom í markið. Hann lagðist niður og reis síðan fljótlega á fætur aftur og renndi sér í burtu án þess að tala við nokkum mann. Hann sagði fyrir keppnina að hann hefði verið veikur meira og minna í allan vetur og það gæti hafa haft þau áhrif að hann náði sér ekki á strik að þessu sinni. Gísli Einar sagðist ekki hafa átt von á sigri, „en ég var ekki búinn að útiloka neitt. Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Ég hef verið að vinna á hóteli í Svíþjóð í vetur og reynt að æfa vel samfara því. Ég hef ekki keppt mikið og vissi því ekki alveg hvar ég stæði. Svo var ég búinn að vera með ein- hveija flensu og þess vegna var þessi keppni algjört spurningar- merki fyrir mig. Brautin var mjög góð, erfíð og krefjandi og þannig eiga þær að vera. Nú eru það 30 kílómetrarnir á sunnudaginn. Þegar maður er kominn á bragðið er erf- itt að hæþta, það er svo góð tilfinn- ing að sigra og ég vil halda því áfram," sagði Gísli Einar, sem er 19 ára og varð íslandsmeistari í piltaflokki í fyrra. Veður á ísafirði í gær var ekki eins og best verður á kosið, norðan kaldi og skafrenningur. í dag verð- ur keppni haldið áfram á Skíðamóti íslands og verður keppt í stórsvigi karla og kvenna og boðgöngu. Skídamót íslands 5 km ganga kvenna, fijáls aðferð: 1. Svava Jónsdóttir, Ólafsfirði.......20,14 2. Auður Ebenezerdóttir, ísafirði.....21,09 3. Helga Margrét Malmquist, Ak........23,26 10 km ganga pilta 17-19 ára: 1. Gísli Harðarson, Akureyri..........34,56 2. Þóroddur Ingvarsson, Akureyri........35,21 3. Hlynur Guðmundsson, ísafirði.......36,43 4. Arnar Pálsson, ísafírði............36,54 5. Jón Garðar Steingrímsson, Sigluf...37,07 6. Helgi Heiðar Jóhanness., Ak........37,44 7. Haukur Öm Davíðsson, Reykjavík ....45,06 8. Þorsteinn Hymer, Reykjavík.........49,04 15 km ganga karla: 1. Gísli EinarÁmason, ísafirði........45,12 2. Daníel Jakobsson, Ólafsfirði.......45,54 3. Einar Ólafsson, ísafirði...........49,26 4. Haukur Eiríksson, Akureyri.........50,03 5. Kristján Hauksson, Ólafsfirði......51,04 6. Ólafur H. Bjömsson, Ólafsfirði.....55,42 7. Kári Jóhannesson, Akureyri.........56,32 8. Sigurgeir Svavarsson, Ólafsfirði...56,50 Gísli Harðarson frá Akureyri sigraði í piltaflokki Small alRt saman Akureyringarnir Gísli Harðarson og Þóroddur Ingvarsson voru í tveimur efstu sætunum í flokki pilta 17-19 ára og Hlynur Guð- mundsson frá ísafirði í þriðja á landsmótinu í gær. Þetta var fyrsti sigur Gísla í vetur og má segja að hann hafi komið á réttum tíma. Gísli, sem er 17 ára, var ræstur síðastur af stað í gönguna sem var 10 kílómetrar með frjálsri aðferð. Hann var með 10 sekúndna forskot á félaga sinn, Þórodd, eftir fyrri 5 km, en bætti svo um betur síðari hringinn og endaði með 25 sek- úndna forskot. Þóroddur er aðeins 16 ára og vann allar göngurnar á Gísll Harðarson unglingameistaramótinu. Hann var því að keppa uppfyrir sig og greini- legt að þar er mikið efni á ferð. „Ég er búinn að stefna að því í allan vetur að toppa á landsmótinu og ég held að ég hafi hitt á það. Það samall allt saman hjá mér,“ sagði Gísli í sjöunda himni eftir sig- urinn. „Það hefur gengið frekar illa hjá mér á mótunum í vetur og ég vann ekki eitt einasta bikarmót. Brautin var nokkuð erfíð, líklega sú erfiðasta á íslandi — margar brattar brekkur. Ég hef æft vel í vetur, nánast daglega. Verkfallið kom sér vel því ég er í Menntaskólanum á Akureyri," sagði sigurvegarinn. Morgunblaðið/Gunnlaugur SVAVA Jónsdóttlr frá Ólafs- firði hafði ástæðu til að brosa f gær; varð íslands- melstari í 5 km skíðagöngu. Svavaí fótspor föðurins SVAVA Jónsdóttir, 16 ára stúlka frá Ólafsfirði, sigraði ífyrstu grein Skfðamóts íslands sem hófst á ísafirði í gær er hún kom fyrst í mark í 5 km göngu kvenna með frjálsri aðferð. Auður Ebenezerdóttir frá ísafirði, sem hefur verið ósigrandi undanfar- in ár, varð að sætta sig við ann- að sætið. Svava var tæplega mínútu á und- an Auði að ganga þessa 5 km. „Ég átti alls ekki von á sigri,“ sagði sigurvegarinn eftir að úrslitin lágu fyrir. „Eg er mjög ánægð. Ég var svolítið taugaóstyrk fyrir keppnina og ég ætlaði aldrei að geta sofnað kvöldið áður, svaf á rásnúmerinu og það hafði góð áhrif á mig í dag,“ sagði Svava sem varð þrefaldur meistari á unglingameistaramótinu á Seyðisfirði um síðustu helgi. „Ég er búin að æfa mjög vel í vetur og þá sérstaklega fyrir Ólympíumót æskunnar sem fór fram í Andorra og bý enn að því.“ Svava segist hafa valið gönguna vegna þess að pabbi hennar, Jón Konráðsson, var svo mikill göngumaður, en hann varð m.a. íslandsmeistari í 15 og 30 km göngu 1980. „Skíðagangan er svo mikið í fjölskyldunni. Ég var í sviginu líka þegar ég var yngri, en gangan heillar mig meira og ég fór alfarið í hana fyrir fjórum árum.“ Þetta er í fyrsta sinn sem hún keppir í fullorðinsflokki, en segist harðákveðin í því að æfa á fullu næstu árin og er draumur hennar að gerast gönguþjálfari í framtíð- inni. Auður Ebenezerdóttir hefur verið drottning kvennagöngunnar síðustu árin og engin ógnað sigurgöngu hennar fyrr en nú. En hvernig er að þurfa að sætta sig við annað sætið? „Jú, það er öðruvísi. En ég er mjög sátt við það þrátt fyrir allt. Svava er búin að æfa mjög vel gg á það vissulega skilið að vinna. Ég er ekki í mjög góðri æfingu núna og það hefði verið ósanngjarnt ef ég hefði unnið. Eins og þessi braut var lögð verður maður að vera í góðri æfingu. Það skiptir líka máli að ég er að skauta í fyrsta sinn í vetur. Síðari gangan á sunnudaginn verður með hefðbundinni aðferð og ég held að hún henti mér betur og ég geri mér vonir um sigur þar,“ sagði Auður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.