Morgunblaðið - 12.04.1995, Page 1
KORFUKNATTLEIKUR
Margir sérfræð-
ingar vilja ekki
viðurkenna að
hann er bestur
1995
MIÐVIKUDAGUR 12. APRIL
BLAÐ
„ÞAÐ var mjög gott að þjálfa Rondey. Hann
er rosalega samviskusamur og duglegur, leggur.
sig hundrað prósent fram á öllum æfingum og
svo rúmlega það i leikjum. Alveg eins og hugur
manns,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari
Grindvíkinga, er Morgunblaðið leitaði álits hann
á Rondey Robinson, leikmanni íslandsmeistaral-
iðs Njarðvíkur, sem blaðið útnefndi í gær sem
besta leikmann úrvalsdeildarinnar í vetur. Frið-
rik tók einmitt við þjálfun UMFN fyrir fimm
árum af Rondey, sem var upphaflega ráðinn
sem þjálfari og leikmaður, en hætti fljótlega
sem þjálfari.
„Því miður er ekki hægt að segja þetta um
alla atvinnumennina sem hingað koma, sumir
eru full latir. Ég nota Rondey oft sem
viðmið því hann er mikil fyrirmynd
á þessu sviði. Hann er auk þess mjög
sterkur, harður af sér, mikill dugnað-
arforkur og í raun einstök persóna.
Það eru margir körfuboltasérfræð-
ingarnir sem sætta sig alls ekki við
að hann er bestur. Hvernig stendur
á því að hann leikur alltaf vel og skil-
ar sínu? Málið er að Rondey gerir sér
grein fyrir þvi sem hann getur og
vinnur upp galla sína með vinnu og
viðhorfi til leiksins. Hann hittir frekar
illa af vítalínunni, og það er stundum
sagt að hann gæti staðið á bryggj-
unni og myndi samt ekki hitta sjóinn.
Samt stendur hann oftast uppi sem
sigurvegari. Þó hann sé ekki hávaxinn
þá er hann mjög sterkur og bætir það
þannig upp,“ segir Friðrik.
ÍSIeikurviðHK
í bikarúrslitum
ÍS leikur til úrslita við HK f bikar-
keppni karla 22. apríl. Eins og kunn-
ugt er mætti ÍS liði Stjörnunnar í
undanúrslitum keppninnar og tapaði.
Síðan kærði ÍS lið Stjörnunnar fyrir
að tefla fram ólöglegu liði í umrædd-
um leik til dómstóls UMSK. Dómstóll
UMSK dæmdi í málinu og var niður-
staðan sú að liði ÍS var dæmdur sigur
3:0. Stjarnan áfrýjaði síðan þessu úr-
skurði til dómstóls Blaksambands ís-
lands, sem tók málið fyrir og stað-
festi í gær úrskurð dómstóls UMSK.
GUÐMUNDUR og Rondey.
Veit sín takmörk
„RONDEY er mjög sterkur inni í
teignum og hans helsti kostur er
hversu Iíkamlega sterkur hann er.
Maður má aldrei slappa af gegn hon-
um, ekki eitt augnablik," segir Guð-
mundur Bragason leikmaður Grind-
víkinga, sem hefur þurft að fást við
Rondey hin síðari ár.
„Rondey skorar ekki mikið af færi,
enda er það sjálfsagt ekki hans hlut-
verk, en hann er alveg eitraður undir
körfunni. Það er slæmt fyrir mann
eins og hann, sem mikið er brotið á,
að vera ekki með betri vítanýtingu.
Annar mikill kostur við Rondey er
að hann virðist nákvæmlega vita sín
takmörk," sagði Guðmundur.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Robinson leikmaður Islandsmótsins
RONDEY Roblnson, leikmaður íslandsmeistaraliðs Njarðvíkur, var í gær útnefndur lelkmaður íslandsmótsins í vetur
af Morgunblaðlnu. Af því tilefni tók hann við vlðurkenningunni sem hann hampar á myndinni.
Eðlislægt að leggja mig alltaf elns vel fram og ég get / B2
KNATTSPYRNA / SVIÞJOÐ
Rúnar í sviðsljósinu
Glæsileg frammistaða Rúnars Kristins-
sonar í fyrsta leiknum með liði sínu,
Örgryte, í sænsku úrvalsdeildinni í fyrra-
kvöld, hefur vakið mikla athygli í Svíþjóð og
■■■■■ fá íslensk knattspyrna og knatt-
Grétar Þór spyrnumenn mikla umfjöllun á
Eyþórsson síðum blaðanna í gær. Express-
skrifar frá en, stærsta dagblað Svíþjóðar,
Sviþjóð segir; „Fyrst var það Teitur
Þórðarson, síðan Arnór Guðjohnsen og hér
er nýja íslenska stjarnan, Rúnar Kristinsson"
segir í texta undir mynd af Rúnari undir
hálfrar síðu stórri mynd í blaðinu.
Þá segir einnig; „Það þarf næstum eitt-
hvað yfímáttúrulegt til þess að maðnr með
IFK Gautaborg greypt í hjartað, standi upp
og öskri ÁFRAM ÖRGRYTE! af öllum kröft-
um, en þetta gerði þó P-0 Johansson vallar-
stjóri á Ullevi í gær. Hann sagði: „Það er
óratími síðan ég hef séð jafnfallegt mark,“
og átti hann þar við einleiksmark Rúnars
gegn Norrköping á mánudagskvöldið.
Aftonbladet segir í fyrirsögn; „Afsakiði í
Örebro, en Rúnar er besti íslendingurinn!"
Arnór Guðjohnsen, sem kjörinn var leikmað-
ur ársins í fyrra eftir frábært tímabil, leikur
sem kunnugt er með Örebro.
iDAG segir: „Rúnar er heitasti hverinn í
Örgryte." Sigurinn var Rúnari að þakka,
segir blaðið og í spjalli við Rúnar eftir leik
lýsir hann marki sínu þannig, að hann hafi
sett boltann inn með stóru tánni, en þannig
var það skrifað í blaðinu.
Jan Hansson hjá Göteborgs Posten fjallar
um íslenska knattspyrnumenn og telur það
hafa sýnt sig að bestu kaup á knattspyrnu-
mönnum séu í þeim íslensku. Sænskir þjálfar-
ar hafí þá reynslu að Islendingar séu dugleg-
ir harðjaxlar, ósérhlífnir og láti vel að stjórn
þjálfaranna auk þess að vera öðrum fremur
fljótari að aðlagast nýjum aðstæðum og leik-
aðferðum.
Öll blöðin gefa Rúnari 4 stjörnur af 5,
einum leikmanna enda er hann útnefndur
maður leiksins í öllum blöðunum.
SKKM: ASTA HALLDORSDOTTiR VANN ÞÆR NORSKU / B4