Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 4
KORFUBOLTI
SKIÐI / ALÞJOÐLEGT MOT A AKUREYRI
Ásta skaut norsku
stúlkunum ref fyrir rass
„Ssett að vinna þær“
ÁSTA S. Halldórsdóttir, skíðadrottning íslands frá ísafirði, beið spennt eftir
að Trude Gimle kæmi í mark og fagnaði vel þegar sú norska fékk lakari
og varð að sætta sig við silfurverðlaun í stórsviginu á Icelandair Cup.
„Jú, það var virkilega sætt að vinna þær,“ sagði Ásta um sigurinn yfir
hinum sterku skíðakonum frá Noregi. „Þetta var rosalega erfitt. Færið var
þannig að skíðin límdust við brautina og létu illa að stjórn. Ég keyrði eins og
ég gat í seinni ferðinni, það var ekki um annað að ræða. En þetta var mjög
gaman og við vorum heppnar að lenda ekki í þokunni eins og strákarnir. Svo
er svigið eftir og auðvitað reyni ég að gera mitt besta,“ sagði Ásta sem sér
fram á enn eina baráttuna við þær norsku í dag.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
ÁSTA S. Halldórsdóttlr slappar af ó milli ferða.
ALÞJÓÐA skíðamótinu lcelandair Cup var framhaldið í Hlíðar-
fjalli ofan Akureyrar í gær. Þá var keppt í svigi karla og stór-
svigi kvenna. Ásta S. Halldórsdóttir sigraði glæsilega í stórsvig-
inu og skaut norsku keppinautunum, sem reyndust henni erfið-
ar á ísafirði, ref fyrir rass. Erlendir keppendur röðuðu sér í
þrjú efstu sætin í svigi karla og varð Uros Pavlovicic frá Slóve-
niu hlutskarpastur.
Aðstæður til keppni í Hlíðarfj alli
voru dálítið köflóttar. Þoka
gerði keppendum nokkra skráveifu,
sérstaklega körlun-
Stefán Þór um, og færið hefur
Sæmundsson oft verið betra. Mik-
skrifar frá j| afföll voru í svigi
Akuæyn karla og féllu sterk-
ustu skíðamenn íslands úr keppni
með margvíslegum tilþrifum.
Akureyringurinn Vilhelm Þor-
steinsson hafði góða forystu eftir
fyrri ferðina í sviginu og átti ríflega
sekúndu á Pavlovicic. Amór Gunn-
- -arsson fylgdi fast á eftir og síðan
komu Matjaz Stare frá Slóveníu,
Aslak Ottar frá Noregi og Gunn-
laugur Magnússon frá Akureyri.
Skíðakóngurinn Kristinn Björnsson
frá Ólafsfírði datt í fyrri ferðinni
og svipaða sögu er að segja af
Hauki Arnórssyni og fleiri keppend-
um.
Seinni ferðin var söguleg. Vil-
helm, Amór og Gunnlaugur féllu
allir úr keppni og eftirleikurinn var
auðveldur fyrir erlendu skíðamenn-
ina. Pavlovicic sigraði örugglega
og fékk 37,49 FlS-stig, landi hans
Stare varð annar og Óttar þriðji.
Sigurður M. Sigurðsson frá Reykja-
vík varð fjórði og Eggert Óskarsson
frá Ólafsfirði fimmti.
Stúlkumar voru duglegri að
standa niður brekkuna en hins veg-
ar mætti um helmingur keppenda
ekki til leiks í stórsviginu. Þijár
stúlkur vom afgerandi fremstar
eftir fyrri ferðina. Trude Gimle frá
Noregi var fyrst, Ásta S. Halldórs-
dóttir önnur og Trine Bakke þriðja.
Það ríkti töluverð spenna þegar
seinni ferðin hófst. Bakke var með
besta tímann þegar Ásta var í
brautinni. Hún gerði betur og beið
síðan með öndina í hálsinum eftir
Gimle. Sú norska keyrði vel en
náði ekki eins góðum tíma og Ásta
og varð samanlagt 15 sekúndubrot-
um á eftir henni. Þar með var ís-
lenskur sigur í höfn. Gimle varð
önnur, Bakke þriðja og síðan komu
Theodóra Matthiesen, Brynja Þor-
steinsdóttir og Hrefna Óladóttir.
í dag verður keppt í stórsvigi
karla og svigi kvenna og má búast
við skemmtilegri baráttu skíða-
fólksins sem hefur verið að etja
kappi saman í þessari alþjóðlegu
mótaröð.
Morgunbiaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
UROS Pavlovielc Hri Slóveniu slgraM í svlglnu
á Akurayri f gaer.
Margt býr í þokunni
Slóvensku keppendumir Uros Pavlovicic
og Matjaz Stare mættu ekki til að
taka við gulí- og silfurverðlaunum sínum
fyrir svig karla við verðlaunaafhendingu
eftir mótið. Norðmaðurinn Aslak Ottar
hampaði hins vegar bronsinu með ánægju.
Eftir verðlaunaafhendinguna var ■keppend-
um og starfsmönnum boðið til veislu í
Skíðastöðum.
Sigurður M. Sigurðsson sló öðrum ís-
lendingum við og náði fjórða sæti. Sigurður
keppir fyrir Reykjavík en hann er sonur
Sigurðar Sigurðssonar sem rak Sjallann á
Akureyri hér á árum áður og kannast því
hugsanlega við brekkurnar í Hlíðarfjalli.
Vilhelm Þorsteinsson var svekktur þegar
Morgunblaðið tók hann tali eftir svigmótið.
Hann var með góða forystu eftir fyrri ferð-
ina en krækti í þeirri seinni og draumurinn
um gullið var fyrir bí. Vilhelm missti líka
af gulli í sviginu á ísafirði þegar hann var
dæmdur úr leik fyrir að sleppa hliði. Sann-
arlega vonbrigði fyrir þennan snjalla skíða-
mann.
Gunnlaugur Magnússon sló hins vegar á
létta strengi eftir að hafa verið dæmdur
úr keppni fyrir að sleppa hliði í seinni ferð
svigkeppninnar. „Það var svo mikil þoka
að ég vonaði að enginn tæki eftir því,“
sagði Gunnlaugur glottuleitur.
Charlotte
batt enda á
sigurtjöngu
Boston
Charlotte Homets batt enda á
fimm leikja sigurgöngu Bos-
ton Celtics í fyrri nótt, 119:95. Al-
onzo Mourning gerði 25 stig og tók
11 fráköst fyrir Hornets. Hersey
Hawkins kom næstur með 23 stig
og Larry Johnson gerði 15 og átti
auk þess 11 stoðsendingar sem er
persónulegt met hjá honum. Sher-
man Douglas var stigahæstur í liði
Boston með 21 stig. Þetta var fjórði
sigur Hornets í síðustu fimm leikj-
um. „Vörnin var góð hjá okkur all-
an tímann og það gerði gæfumun-
inn,“ sagði Allan Bristow, þjálfari
Hornets.
Dikembe Mutombo rétt missti af
þrefaldri tvennu er Denver lagði
Minnesota á útivelli, 107:114. Hann
gerði 14 stig, tók 15 fráköst og
varði níu skot. Mahmoud Abdul-
Rauf og Reggie Williams gerðu 20
stig hvor fyrir Denver. Tom Gugli-
otta gerði 30 stig og setti persónu-
legt met í vetur og tók auk þess
11 fráköst fyrir Minnesota, sem
hefur tapað átta leikjum af síðustu
níu.
Chris Mullin gerði 26 stig og þar
af 13. í þriðja leikhluta er Golden
State vann Dallas á útivelli,
112:123. Latrell Sprewell var með
30 stig og Clifford Rozier 20 stig.
Jamal Mashburn var stigahæstur í
liði heimamanna með 29 stig og
Popeye Jones gerði 21 stig og tók
11 fráköst.
750. sigur-
inn hjá
Pat Riley
PAT Riley þjálfari New York
Knicks stjórnaði liði til sigurs í
750. skipti í NBA-deildinni er lið
hans sigraði Detroit aðfararnótt
sunnudagsins. Riley er nú í
niunda sæti yfir sigursælustu
þjálfara allra tima, hefur sigrað
í 750 leilgum en tapað 297 í þau
þrettán ár sem hann hefur verið
þjálfari. Hann vantar ennþá 36
sigra til að skjótst upp fyrir Gene
Shue í áttunda sætið.
KNATTSPYRNA
Klinsmann
var hetja
Tottenham
Jurgen Klinsmann var hetja Tott-
enham með því að skora sigur-
markið gegn Manchester City í
ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.
Þjóðverjinn Uwe Rosler kom City
yfir í upphafi síðari hálfleiks en
Howells jafnaði á 53. mínútu. Klins-
mann skoraði síðan sigurmarkið
þegar aðeins fjórar mínútur voru
eftir og var það 26. mark hans á
tímabilinu. Hann skallaði knöttinn
í netið eftir aukaspyrnu Darrens
Antertons. Klinsmann, sem átti
mjög góðan leik, átti stóran þátt í
fyrra markinu.
Les Ferdinand gerði sigurmark
Q.P.R. í 1:0 sigri gegn Ipswich á
68. mínútu eftir sendingu frá Trevo-
er Sinclair. Q.P.R. var betra liðið
og sigurinn verðskuldaður.