Morgunblaðið - 26.04.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.04.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26.APRÍL 1995 C 3- HANDKNATTLEIKUR istrákamir létu mistökin gegn Svíum ífyrrakvöld sér að kenningu verða if góður í horninu ittlnn, stóA sig mjög vel gegn Dönum. Hann gerði fimm mörk úr íinu, en þaðan var lítil ógnun í leiknum gegn Svíum í fyrrakvöld. Duishebajev fór á kostum TALANT Duishebajev, hand- knattleiksmaðurinn frábæri og fyrrum landsliðsmaður Rúss- lands, lék í fyrsta skipti með spánska landsliðinu í fjögurra landa keppni í Sviss um sl. helgi, en leikmaðurinn, sem nú leikur með Teka á Spáni, öðlaðist ný- lega spánskan ríkisborgarrétt. Duishebajev lék mjög vel með sínum nýju félögum og sýndi gamalkunnug tilþrif. Hann varð annar markahæsti maður keppn- innar ásamt Rússanum Oleg Kul- akov með tuttugu mörk í þremur leikjum. Svisslendingurinn Marc Baumgartner skoraði flest mörk allra, 22 talsins. Spánverjar urðu sigurvegarar á mótinu í Sviss, lögðu alla and- stæðinga sína, þrátt fyrir að í lið þeirra hafi vantað nokkra lykil- menn sem voru að leika á sama tíma með félagsliðum sínum í úrslitaleikjum Evrópukeppninn- ar. Ljóst er því að Spánverjar mæta með sterkt lið til leiks á heimsmeistaramótið hér í næsta mánuði — og það er ekki síst Duishebajev að þakka. „Þetta var í fyrsta skipti sem hann leikur með landsliðinu, en hann stjórn- aði samt öllu eins og herforingi. Stóð úti á miðju gólfi og skipaði félögum sínum fyrir eins og börnum," sagði Viggó Sigurðs- son, þjálfari Stjörnunnar, í sam- tali við Morgunblaðið í gær, en Talant Dulshebajev, hand- boltamaðurlnn frábæri. hann fylgdist með mótínu í Sviss. Viggó var í Sviss með landsliði heimsmeistara Rússa, en hann fylgist með lokaundirbúningi liðsins fyrir heimsmeistara- keppnina í boði Maksimovs þjálf- ara, eins og fram kom í Morgun- blaðinu á sínum tíma. Rússar töpuðu tveimur leikjum á mótinu um helgina og gerðu eitt jafntefli, 19:19, gegn Þjóð- verjum. Þeir mættu heldur ekki með sinn sterkasta hóp til leiks i Sviss. I hópinn hjá þeim vantaði m.a. Vasílíj Kudinov, Vyacheslev Atavín, Oleg Kiselev og Grebnev. Samhentir og sam- stíga í frábæmm leik gegn Dönum ÍSLENSKU landsliðsmennirnir gengu ánægðir af velli í höllinni í Nyköbing í gærkvöldi og það máttu þeir svo sannarlega. Strák- arnir tóku sig saman í andlitinu eftir skellinn gegn Svíum í 1. umferð Bikubenmótsins í handknattleik ífyrrakvöld og lögðust allir á eitt að standa sig gegn Dönum. Leikgleðin vartil staðar og menn voru samtaka í því sem þeir voru að gera. Samhentir og samstíga tóku þeir á verkefninu og þeir luku því með sæmd. Tveggja marka sigur, 22:20, gefur ekki rétta mynd af gangi leiks- ins, því sigurinn var mun öruggari en tölurnar gefa til kynna. Sóknarleikurinn var í molum í fyrri hálfleik gegn Svíum, markvarslan sæmileg en vörnin sterk þegar á heild- ina er litið. Strák- arnir héldu áfram á sömu braut hvað varnarleikinn varð- ar og bættu sig reyndar á því sviði. Bergsveinn Bergsveinsson kom hungraður í markið og greip tækifærið, varði erfið skot og var frábær. Helsta breytingin var í sóknarleiknum en munurinn á honum nú og í fyrra- kvöld var sem svart og hvítt. Allir voru með á nótunum, allir voru tilbúnir, allir lögðu sitt af mörkum. 60% sóknamýting Það er ljóst að til að ná árangri á þessum vettvangi verða flestir hlutir að ganga upp. Strákarnir vissu upp á sig skömmina eftir Svíaleikinn og þeir gerðu sér grein fyrir að það kemst enginn neitt með 25% sóknarnýtingu. Þeir ætl- uðu sér að sýna að þeir gætu gert mun betur og gerðu það með stæl. 60% sóknarnýting í fyrri hálfleik segir sína sögu en sóknarleikurinn var ekki aðeins markviss og yfir- leitt öruggur heldur ijölbreyttur, ógnandi og skemmtilegur. Þannig vilja menn hafa það og leikurinn er til vitnis um það að leikmennirn- ir geta það sem þeir hafa verið að æfa. Léttleikinn var alls ráðandi en fyrir hópinn var örugglega ánægjulegast að sjá að allir tóku virkan þátt í dæminu. Allir leik- menn skoruðu og sterkur varnar- leikur og góð markvarsla gerðu það að verkum að færi gafst á mörgum hraðaupphlaupum. í því sambandi er athyglivert að fimm leikmenn skoruðu eftir hraðaupp- hlaup sem sýnir góða breidd. Danir skrefi á eftir íslendingar hafa verið með ákveðið tak á Dönum undanfarin ár og Danir virðast eiga erfitt með að losna úr þeim greipum. Þeir spiluðu hraðan sóknarleik en kom- ust lítt áleiðis og voru í raun ekki mjög ógnandi. Þeir fengu lítinn frið til athafna en nýttu hraðaupp- hlaupin ágætlega þó mistökin væru einnig mörg auk þess sem lánið lék ekki við þá. Vörnin var ekki mjög sannfærandi og markvarslan langt því frá að vera góð. Gústaf ógnandi I gærkvöldi kom enn einu sinni SÓKNAR- NÝTING Bicuben-mótið i Danmörku ÍSLAND | DANMÖRK Mörk Sóknir % / Mðfk Sóknir % 12 20 60 F.h 10 21 48 10 25 40 S.h 10 25 40 22 45 49 Alls 20 46 43 5 Langskot 6 1 Gegnumbrot 0 6 Hraðaupphlaup 7 5 Horn 3 2 Lína 1 3 Vfti 3 í ljós hvað leikgleði, sjálfstraust og samvinna hafa mikið að segja. Þetta var sigur sterkrar liðsheildar en tveir menn voru fremstir meðal jafningja. Áður hefur verið minnst á frammistöðu Bergsveins en Gú- staf Bjarnason kom líka ferskur inn og var óstöðvandi í sókninni, gerði fimm mörk úr sex tilraunum, þar af fjögur úr vinstra horninu sem nýttist illa gegn Svíum. Allt annað var að sjá til Patreks sem skoraði úr öðru hveiju skoti og var með góð langskot. Og svo má áfram telja, en þess ber að geta að þáttur Geirs fyrirliða verður vart ofmetinn. Þetta var leikur en engu að síð- ur æfing fyrir átök næsta mánað- ar. Menn geta glaðst yfir sætum sigri en Svíaleikurinn er samt víti til varnaðar. Það má ekkert út af bregða þegar í HM er komið og því er varasamt að gleyma sér í hæstu hæðum en það er gaman á meðan er. Ókeypis í Höll- ina á síðasta æfingaleikinn ÍSLENSKA landsliðið í hand- knattleik kemur heim frá Dan- mörku á föstudaginn og leikur þá strax um kvöldið landsleik gegn Austurríkismönnum 1 íþróttahúsinu í Kaplakrika kl 20. Daginn eftir mætast þjóð- imar aftur og að þessu sinni í Laugardalshöll. Leikurinn hefst kl. 16. Þetta verður fyrsti leik- urinn í Laugardalshöllinni eftir endurbætur sem staðið hafa þar yfír á undanfömum mánuð- um. Auk stækkunarinnar á húsinu hefur verið skipt um gólfeöii og verður fróðlegt að sjá hvernig ísienska liðið kann við sig á nýja gólfinu. Á þennan leikur verður ókeypis aðgangur fyrir alia sem vilja koma en það kostar kr. 500 fyrir 16 ára og eldri á fyrri leikinn í Kapla- krika. ÚRSLIT Knattspyrna Reykjavíkurmótið A-deild: Fram - Víkingur..................2:0 Ágúst Ólafsson, Atli Einarsson. Undankeppni EM U-21s árs liða 3. riðill: Debrecen, Ungvcrja.la.ndi: Ungveijaland - Svíþjóð...........2:1 Karoly Szanyo (43. - vsp.), Gabor Egressy (69.). - Mattias Thylander (22.). 10.000. Neucbtal, Sviss: Sviss - Tyrkland.................0:2 - Eser Sertan (48.), Ozer Hasan (83.). 1.100. Staðan Ungveijaland.......4 4 0 0 6:2 12 Tyrkland...........5 2 2 1 7:3 8 Svíþjóð............5 2 1 2 7:3 7 Sviss......;......5 1 1 3 3:10 4 ísland.............3 0 0 3 1:6 0 ■Næsti leikur: 31. maí - Svíþjóð - ísland. Undankeppni EM landsliða 1. riðill: VarsjA, Póllandi: Pólland - ísrael.................4:3 Piotr Nowak (1.), Andrzej Juskowiak (50.), Wojciech Kowalczyk (55t., Roman Kosecki (62.) - Ron Rosenthal (37.), Haim Revivo (42.), Itzik Zohar (77.). 5.000. Staðan Rúmenta............5 3 2 0 9:4 11 ísrael..............6 2 4 0 10:8 9 Frakkland..........5 1 4 0 2:0 7 Pólland............5 2 1 2 7:7 7 Slóvakía...........4 1 2 1 8:6 5 Aserbaidsjan.......5 0 0 5 1:12 0 Lauflétt hjá Svíum SVÍAR hreinlega rúlluðu yfír slaka Pólveija i 2. umferð Bikubenmótsins í Nyköbing í gærkvöldi. Evrópumeistararnir voru sem einir í heiminum í fyrri hálfleik og náðu þá 12 marka forskoti, 17:5, en slökuðu á eftir hlé. 34:17 sigur segir samt meira um Pólverja en Svía sem hvíldu fjóra lykil- menn frá leiknum við íslendinga, þá Staffan Olsson, Erik Hajas, Ola Lind- gren og Pierre Thorsson. Steinþór Guöbjartsson skrifar frá Danmörku Danmörk — ísland 20:22 íþróttahöllin f Nyköbing í Falster í Danmörku, 2. umferð Bikubenmótsins í hand- knattleik, þriðjudaginn 25. apríl 1995. Gangur léiksins: 1:0, 1:1, 8:1, 4:3, 5:5, 6:6, 8:6, 8:8, 10:8, 10:10, 12:10, 12:11, 16:11, 16:14, 18:14, 20:15, 20:18, 22:18, 22:20. Mörk fslands: Gústaf Bjarnason 5, Patrekur Jóhannesson 4, Sigurður V. Sveins- son 4/3, Geir Sveinsson 2, Bjarki Sigurðsson 2, Gunnar Beinteinsson 1, Jón Krist- jánsson 1, Dagur Sigurðsson 1, Einar-G. Sigurðsson 1, Ólafur Stefánsson 1. Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 15/1 (þar af 6 til mótheija). Utan vallar: 8 minútur. Mörk Danmerkur: Nikolaj Jacobsen 5/2, Morten Bjerre 3, Claus Jacob Jensen 3, Kenneth Thrane 2, Ian M. Foc 2, Jan E. Jörgensen 2, Kim K. Christensen 1, Frank Jörgensen 1, Rene Boeriths 1. Varin skot: Peter Nörklit 4 (þar af eitt til mótherja), Christian S. Hansen 6 (þar af eitt til mótheija). Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Manfred Bulow og Wilfried Lubker frá Þýskalandi voru frábærir og dæmdu óaðfinnanlega. Áhorfendur: Um 1.000 í um 1.200 manna höll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.