Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 2
2 C FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1995 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ + Morgunblaðið/Þorkell SVEINN Áki Lúðvíksson, formaður ólympíuráðs ÍF, tekur hér við ávís- un frá Skorra Alkman, sölustjóra Ásgeirs Sigurðssonar h/f. Afreksfólk ÍF fær styrk Asgeir Sigurðsson h/f umboðsaðili Un- ilever vara á íslandi hefur gert sam- starfsamning við íþróttafélag fatlaðra um stuðning við þátttöku fatlaðs íþróttafólks á stórmót. Samningurinn er áætlaður að jafnvirði um tvær milljónir króna á tímabil- inu sem er frá 22. nóvember í fyrra og fram yfir Ólympíumót fatlaðra sem fram er íAtlanta í ágúst á næsta ári. í gær var ÍF afhent afrakstur fyrsta hluta átaks- ins, 267.000 krónur, en IF fær 5% af sölu LUX sápuvörum fyrirtæksins á samnings- tímanum sem er undir kjörorðinu: „Hreint - frábært - afreksfólk". Skorri Aikman, sölustjóri Ásgeirs Sig- urðssonar h/f, sagði að söluátakjð hafi byrjað í janúar og fullyrti að salan hafi aukist um 30% á tímabilinu og væri það meira en hann hafí gert ráð fyrir. „Fyrir- tækið er hundrað ára á árinu og við viljum minnast þess með því að láta gott af okk- ur leiða;" sagði Skorri. Morgunblaðið/Frosti HANNES Guðmundsson, formaður GSÍ tekur við Golfhandbóklnni úr hendi Páls Ólafssonar, eins að- standenda bókarinnar. Fyrsta golf- handbókin komin út Eflaust á eftir að færast bros yfir and- lit margra kylfinga á næstu dögum þegar þeir fá í hendurnar Golfhandbókina ¦¦BHBi sem geymii' upplýsingar um Frosti m°t sumarins, klúbba auk Eiðsson teikninga af nær öllum skrifar golfvöllum landsins og kannski rúmlega það því bókin hefur einnig að geyma teikningar af völlum sem ekki hafa verið teknir í notkun. Bókin er öll í lit, 268 síður í þokkalega handhægu broti og leysir mótaskránna af sem helsta uppflettirit kylfinga í sumar. Henni verður dreift endurgjaldslaust til félagsbundinna kylfinga um allt land. Óhætt er að hrósa þessu framtaki, bók- in er vel unninn, og allar upplýsingar sett- ar fram á skýran og aðgengilegan hátt. Helsta afrekið er kannski að ná saman öllum upplýsingum um golfvelli, það hefur ekki verið létt verk, margir smærri klúb- bar hafa ekki yfir að ráða heilsteyptum myndum og ónákvæmum mælingum. Bókinni er ætlað að koma út árlega og eflaust verður það léttara verk fyrir að- standendur að gera ritið enn betra að ári nú þegar mesta grunnvinnan er að baki. í stuttu máli má segja að lofa beri þetta framtak, bókin lýsir metnaði þeirra sem að henni stóðu. Hins vegar mun eflaust mörgum kylfingnum þykja bókin fulleigu- leg til að velkjast um í golfpokanum eða bílnum en það er önnur saga. HANDKNATTLEIKUR Svíar ætla að vinna Akureyringa á sitt band SÆNSKA landsliðið í " hand- knattleik kemur til íslands vegna heimsmeistarakeppninn- ar laugardaginn 6. maí og held- ur hópurinn þegar til Akureyrar þar sem liðið leikur í riðlakeppn- imii. Sænsku landsliðsmennirnir ætla að vinna að því að fá áhorf- endur á sitt band og liður í því er að selja sænskar áritaðar landsliðstreyjur á nýjum veit- ingastað, Café Olsen, sem verð- ur opnaður 4. maí á Ráðhústorgi 7, en eigendur eru landsliðsmað- urinn Valdimar Grímsson og Júlíus Geir Guðmundsson. Valdimar sagði við Morgun- blaðið að sjúkraþjálfari Svíanna, Cerry Holmgren, hefði átt hug- Svíar hafa valið HM- liðiðsitt Bengt Johansson, landsliðs- þjálfari Svía, tilkynnti liðið sem hann kemur með á HM á ís- landi. Ekkert kemur á óvart í vali hans, enda hefur hann keyrt meira og minna á sömu leikmönnunum undanfarin ár. Liðið verður skipað eftirtöldum leikmönnum: Markverðir: Mats Olsson, Tomas Svensson og Peter Gentzel. Aðrir leikmenn: Robert Hedin, Magnus Wislander, Ola Lindgren, Per Carlén, Erik Hajas, Thomas Sivertsson, Stefan Löfgren, Robert Andersson, Pierre Thorsson, Staffan Olsson, Magnus Andersson, Johan Petterssen og Martin Frándesjö. myndina. „Svíarnir óskuðu eftir samvinnu um þetta og mér fannst sjálfsagt að vera með," sagði Valdimar. „Hugmyndin er að sænsku leikmennirnir verði á fyrirfram auglýstum tímum á Café Olsen og áriti peysurnar en tilgangurinn með þessu er að efla stuðninginn við liðið." Til stóð að stofna sérstakan stuðningsmannaklúbb fyrir sænska landsliðið fyrir norðan og stóð til að Staffan Olsson færi til Akureyrar í síðustu viku af því tilefni. Hann sagði við Morgunblaðið að hann hefði ver- ið tilbúinn að fara en þjálfari sinn hjá þýska liðinu Niederw- urzbach hefði tekið fyrir það vegna mikilvægra leikja liðsins en það varð Evrópumeistari um síðustu helgi. Island - Pólland Valbyhöllin i Kaupmannahöfn, 3. umferð í Bikubenmótinu í handknattleik, fimmtu- daginn 27. aprfl 1995. Gangur leiksins: 1:0, 1:2, 2:2, 2:3, 6:3, 6:4, 9:5, 12:8, 14:9, 14:10, 17:10, 17:13, 18:13, 18:16, 19:16, 20:17, 20:19, 21:19, 21:20, 22:20, 22:21, 23:21. Mörk íslands: Gústaf Bjarnason 6, Sigurður V. Sveinsson 5/1, Valdimar Grímsson 5/1, Dagur Sigurðsson 4, Geir Sveinsson 2, Patrekur Jóhannesson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 13 (þar af 6 til mótherja). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Póllands: P. Badowski 5/1, R. Lis 5, M. Stopczynski 4, R. Judycki 3, J. Olejnik 2, G. Gowin 1, K. Wroblewski 1. Varin skot: A. Dudaref 3 (þar af eitt til mótherja), A. Goral 11/3 (þar af 3 til mótherja). Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Kjeld Lövqvist og Per Elbrönd frá Danmörku voru afleitir. Áhorfendur: Um 300 í byrjun en fjölgaði ört eftir því sem á leikinn leið — vegna leiks Danmerkur og Svíþjóðar sem fram fór á eftir. Ikvöld "L Handknattleikur A-landsleikur Kaplakriki: ísland - Austurríki ......20 Skvass íslandsmótið í skvassi hefst f kvöld kl. 20 í Veggsporti við Stórhöfða. Á morgun Frjálsíþróttir Víðavangshlaup UMSE fer fram á morgun Dalvík. Um er að ræða götu- hlaup og hefst það kl. 11 við Víkur- röst. ' VALDIMAR Grímsson kom inn í I; hvílt sig á móti Dönum á þriðjuda var í aöalhlutverki ásamt Gústaf Lið 21 árs og yngri tapaði fyrir Austurríki íæfingaleik Landsliðshópurinn er jaf n og til alls vís Eg er nokkuð sáttur við leikinn í heildina. Þetta var annar æfingaleikur okkar á undirbún- ¦^¦^¦1 ingstímanum fyrir ívar forkeppni heims- Benediktsson meistaramótsins. skrifar þag var nokkuð mikið um mistök hjá okkur, en þetta lagast vonandi allt á næstu vikum," sagði Guð- mundur Guðmundsson, þjálfari 21s árs landsliðsins að loknum leik liðsins gegn A—liði Austurrík- is í Víkinni í gærkvöldi, lokatölur urðu, 19:25 fyrir Asturríkismenn. íslenska liðið hélt í við gestina í fyrri hálfleik og lék það oft á tíðum vel saman og vörnin barðist vel með góðan markvörð, Hlyn Jóhannesson, sér að baki. Staðan í hálfleik, 9:9. í upphafí síðari hálfleiks náði íslenska liðið tveggja marka for- ystu, 11:9, en þá sigu Austurn'kis- menn á, jöfnuðu og í framhaldi af því komast þeir yfir. Forystu sína gáfu Austurríkismenn ekki eftir. Guðmundur þjálfari lét alla leik- menn liðsins reyna sig í leiknum, misjafnlega mikið þó. Margt gott var í leik liðsins en auðvitað á eftir að ganga frá mörgum atrið- um, en rúmur mánuður er þar til undankeppni heimsmeistaramóts leikmanna 21 árs og yngri hefst. Hópurinn er jafn og til alls vís. Austurríska liðið er langt frá því að vera topplið, eins og marg- ir eflaust vita. Þeir sem ekki vissu það fyrir sáu það í gærkvöldi. Fyrrum Júgóslavi, Zoltan Cordas var yfirburðarmaður í liðinu. Danir sigruðu Svía léttilega Danir komu á óvart í síðast leik alþjóða mótsins í handknatt- leik og unnu Svía 31:27 í Valbyhöll- inni í gærkvöldi. Heimamenn byrj- uðu mjög vel og voru með sjö marka forskot í hléi, 18:11. Þegar skammt var til leiksloka var munurinn enn sjö mörk, 28:21, og sigur Dana á mótinu blasti við en til að svo mætti fara urðu þeir að sigra með sjö marka mun. Hins vegar tókst þeim ekki að halda fengnum hlut og Svíar minnkuðu muninn og fögn- uðu sigri í 19. sinn á móti síðan 1988. Magnús Andersson var með 8 mörk fyrir Svía, en Staffan Olsson og Erik Hajas snr fimm mörkin hvor. Leikmenn GOG voru allt í öllu í danska landsliðinu, Claus Jakoc Jenssen var með 9 mörk, Nikolaj Jakobsen 8 og René Bo- eridhs með 4 mörk. 15 manna hóp- ur verður tilkynntur hjá Dönum í dag en Jakobsen, sem var í heims- liðinu með Bjarka Sigurðssyni, sagði við Morgunblaðið að þungu fargi væri af sér létt. „Með þessari frammistöðu held ég að ég sé.ör- ugglega í fimmtán manna hópn- ¦ ¦Blll W M ¦ ¦¦ Miðinn a urslrta- leik HM kost- ar 7.900 krónur Corsölu aðgöngumiða á leiki heimsmeistarakeppninnar í hand- ¦ knattleik lýkur á mánudaginn, 1. maí. Miðaverð á Ieikina í keppn- inni er nokkuð mismunandi. A leiki íslands í riðlakeppninni í Laugar- dalshöll kostar stúkumiði 3.300 krónur en 1.990 krónur í stæði. Á leikina í riðlunum sem spilaðir eru í Kópavogi og á Akureyri er sama verð og í Laugardalshöll, en 1.000 krónur á leikina sem fara fram í Kaplakrika í Hafnarfiðri. Þegar komið er í 16-Iiða úrslit hækkar verðið og kostar stúkumið- inn þá 3.900 krónur en 2.200 krónur í stæði. Sama verð er á leiki í 8-liða úrslitum. Verð aðgöngumiða á leikina í undanúrslitum er 5.500 krónur í stúku og 3.500 krónur í stæði. Þeir sem vilja sjá úrslitaleik keppninnar í Laugardalshöll 21. maí þurfa að greiða 7.900 krónur í stúku og 3.900 í stæði. Ekki er sérstakt verð fyrir börn á leikina í HM. le sf ai a< ¦ dí & K ki vi la ví in ¦ & si di fr ið la el k< ¦ d; ír, Þ< hi Vi ¦ rr rr S ¦ rr ai ir sl b le H s;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.