Morgunblaðið - 04.05.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.05.1995, Blaðsíða 4
SKYLMINGAR Kári Freyr sigraði á Opna NM Sigrún í öðru sæti Dino Baggio skoraði og Bucci varði meistaralega Pamna stendur betur að vígi en Juventus í úrslitum Evrópu- keppni félagsliða MARK frá Dino Baggio og snilldarmarkvarsla Luca Bucci dugðu Parma til sigurs á Ju- ventus ífyrri leik liðanna í úr- slitum Evrópukeppni félagsliða sem leikinn var á heimavelli Parma í gærkvöldi. |ark Parma kom á 5. mínútu þegar Gianfranco Zola sendi glæsilega fyrirgjöf á Dino Baggio sem lyfti knettinum yfír markvörð Juventus og í netið. Ravanelli var nálægt því að jafna fyrir Juventus á 17. mínútu og Parma fékk einnig sín tækifæri í fyrri hálfleiknum. Það besta þegar Zola skallaði rétt yfír þverslá. Tórínóliðið sem er nálægt sínum fyrsta Ítalíumeistaratitli í níu ár lagði allt í sölumar í síðari hálf- leiknum en varalandsliðsmarkvörð- ur Itala, Luca Bucci, sem stóð á milli stanganna hjá Parma varði tvívegis glæsilega skot frá Gianc- arlo Marocchi og Gianluca Vialli. Parma sem tapaði úrsiitaleiknum í Evrópukeppni bikarhafa í fyrra treysti hins vegar á skyndisóknir og á snilli Kólumbíumannsins Faustinos Asprillas í fremstu línu. Juve ón lykilmanna Juventus lék án fjögurra fasta- manna vegna meiðslna og leik- banna og ljóst er að Parma mun leika án þriggja lykilmanna í síðari leiknum. Luigi Apolloni, ieikstjórn- andinn Gabriele Pin og Argentínu- maðurinn Nestor Sensini voru allir bókaðir í leiknum og taka út leik- bann í síðari viðureign liðanna. „Þjálfari Parma, Nevio Scala sagðist ánægður með sigurinn en liðinu hefur gengið illa gegn Ju- ventus í vetur. „Þessu er ekki lokið en við léttum af okkur álögunum með þessum sigri.“ „Mér fannst við ekki eiga skilið að tapa. Við fengum tvö dauðafæri og ég er fullur sjálfstrausts fyrir síðari leikinn," sagði þjálfari Ju- ventus, Marcello Lippi sem hrósaði Bucci fyrir frábæra frammistöðu í marki Parma Liðin mætast aftur í Mílanó 17. maí. Lið Parma: Luca Bucci, Antonio Benarrivo (Roberto Mussi 8.), Alberto Di Chiara, Lorenzo Minotti, Luigi Apolloni, Femando Couto, Gabriele Pin, Dino Baggio, Nestor Sensini, Gianfr- anco Zola (Stefano Fiore 89.), Faustino Asprilla. Lið Juventus: Michelangelo Ramp- ulla, Luca Fusi (Alessandro Del Piero 72.), Robert Jami, Alessio Tacchinardi, Massimo Carrera (Giancarlo Marocchi 46.), Paolo Sousa, Angelo Di Livio, Didier Deschamps, Gianluca Vialli, Roberto Baggio, Fabrizio Ravanelli. DINO Bagglo fagnar markl sínu fyrlr Parma gegn Juventus í gærkvöldl. Reuter KÁRI Freyr Bjömsson sigraði í unglingaflokki á Opna NM í skylm- ingum með höggsverði, en keppnin fór fram í Kaupmannahöfn um sl. helgi. Ragnar Ingi Sigurðsson hafnaði í þriðja sæti og Kristleifur Daðason í því fímmta. Þijár ís- lenskar stúlkur tóku einnig þátt á mótinu. Sigrún Ema Geirsdóttir hreppti annað sæti, Þórdís Krist- leifsdóttir það þriðja og Guðríður Ásgeirsdóttir varð fjórða. Þetta er í fyrsta sinn sem íslendingar senda keppendur á Opna NM mótið. I opnum flokki var Kári Freyr Björnsson hársbreidd frá því að keppa til úrslita en tapaði með 14 stigum gegn 15 fyrir Sebastian Usiewicz frá Danmörku í undanúr- slitum. Kári varð því að gera sér fimmta sætið að góðu. Reynir Örn Guðmundsson varð áttundi. A — sveit íslands náði öðru sæti í sveitakeppni og B — sveitin hafnaði í fímmta. íslenska kvenna- sveitin keppti einnig í opna flokkn- um og náði sjöunda sæti. I vikunni fyrir Opna NM mótið kepptú nokkrir Islendingar í skylmingum með höggsverði á Eystrasaltsmótinu. Á því móti átt- ust við 30 einstaklingar frá 6 lönd- um. Kári Freyr Bjarnason hafnaði í þriðja sæti, Ólafur Bjarnason varð fjórði og fimmta sætið féll Ragnari Inga Sigurðssyni í skaut. Sjöunda og áttunda sæti kom í hlut þeirra Reynis Arnar Guð- mundssonar og Davíðs Þórs Jóns- sonar. Kristmundur Bergsveinsson hafnaði í 16. sæti, Guðjón Ingi Gestsson varð nítjándi og Sigrún Erna Geirsdóttir í 22. sæti. Sigrún Erna var eina konan sem tók þátt í opna flokknum og hlaut sérstaka viðurkenningu vegna þess. A — sveit íslands hlaut gullverð- laun í opnum flokki á Eystrasalts- mótinu og B — sveitin hafnaði í 3. - 4. sæti. Islenska A — sveitin sigr- aði A — sveit Finna í úrslitum með yfírburðum, 45:36, í úrslitleik. Sig- rún Ema keppti með fmnskum stúlkum í sveit og hafnaði hennar sveit í sjöunda sæti. Eystrasaltskeppnin er haldin tvisvar a ári og kepptu íslendingar einnig síðast, en það var í desem- ber. Samanlagður árangur ís- lensku skylmingamannanna nú og þá kemur íslandi í fyrsta sæti í samanlagðri keppni. Staða Crystal Palace versnar enn í ensku botnbaráttunni Staða Crystal Palace í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar versnaði enn í gærkvöldi þegar liðið tapaði 3:1 fyrir Southampton. Á sama tíma náðu West Ham, Everton og Aston Villa, sem einnig eru í fallhættu, að krækja sér i stig. Mathew Le Tissier var maður leiksins hjá Southampton gegn Crystal Palace í gærkvöldi. Hann skoraði fyrsta markið á upphafs mínútu leiksins með langskoti af 40 m færi. Le Tissier lagði upp mark fyrir Gordon Watson á 9. mínútu leiksins. í síðari hálfleik átti hann síðan tvö skot í stöng áður en hann bætti við öðru marki sínu á 86. mín- útu. Mark Crystal Palace skoraði Careth Southgate á 26. mínútu. Þrátt fyrir að miðvallarleikmann- inum Martin Allen væri vísað af lei- kvelli um miðjan seinni hálfleik og leikmenn West Ham léku einum færri eftir það tókst þeim að krækja í jafn- tefli gegn QPR á heimavelli í gær- kvöldi. Talsverð harka var í leiknum og voru níu leikmenn bókaðir. Ugo Ehiogu skoraði fyrsta mark Aston Villa í fjórum leikjum þegar það gerði jafntefli við Manchester City. Þjóðveijinn Uwe Rosler jafnaði fyrir Machester City á 63. mínútur. Á St. James Park í Newcastle, var hörkuleikur þegar heimamenn fengu Tottenham í heimsókn. Loka- tölur urðu 3:3. Bæði lið misstu leik- mann af leikvelli með rautt spjald. Tékkneska markverði Newcastle, Pavel Smicek, var vísað af leikveUi á 54. mínútu fyrir leikbrot. í hans stað kom Mike Hooper. Hooper gerði sér lítið fyrir, einni mínútu eftir að hann kom inn á, og varði vítaspymu frá Jiirgen Klinsmann. Á 65. mínútu var skoska landsliðsmanninum Colin Calderwood í liði Tottenham vísað af leikvelli og þar með var jafnt í liðum. Newcastle komst 2:0 yfir eft- ir tíu mínútna leik, en Tottenham svaraði með þremur mörkum, áður Newcastle jafnaði fyrir leikslok. Everton, virtist hafa sigurinn í hendi sér gegn Chelsea. Nígeríski leikmaðurinn Daniel Amokachi kom sínum mönnum yfír 3:2 þegar 20 mínútur voru til leiksloka. En gestim- ir á Goodison Park, leikmenn Chelsea, voru ekki á sama máli og Paul Ful- ong jafnaði fyrir þá sjö mínútum síð- ar og þar við sat, jafntefli, 3:3. VIKINGALOTTO: 1 12 13 15 20 47 + 5 11 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.