Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 3
+ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ1995 D 3 ! I Villtur töffari í vestrinu UPP með hendur og niður með brækur var sagt í mínu ungdæmi (fyrir mörg- um, mörgum árum) og þótti fyndið. Þetta svona rifjast upp fyr- ir mér þegar ég sem þennan texta við myndina af kúrekan- um, þessum gífurlega töffara. Reyndar mætti halda að annar hver töffari á íslandi haldi sig vera kúreka, a.m.k. ef mið á að taka af fótabún- aði þeirra, támjóum kúreka- stígvélum (úff, svalur maður, svalur!), breiðum leðurbeltum, svörtum með silfurbólum. Allt er þetta hið besta mál svo lengi sem þeir taka ekki upp á þeim ósið að bera byssu á sér líkt og kúrekarnir gerðu hér í eina tíð í henni Ameríku. Drengur að nafni Stefán Örn Kristjánsson, 9 ára, Sæ- vangi 33, 220 Hafnarfirði, kom þessari hugsanaskriðu af stað með myndinni sinni góðu úr villta vestrinu. Svo er það kallað tímabil kúreka, indíána, nautgripa, glæpa- manna stórra og smárra, og síðast en ekki síst landnem- anna, almúgafólksins sem fór yfir Norður-Ameríku þvera á síðustu öld og í byrjun þessar- ar sem er að líða, 20. aldarinn- ar. Það hélt í vestur til fyrirhe- itna landsins að það hélt og það gekk á ýmsu, villt var þar og í vesturátt... villta vestrið. Stefán Örn, þú ert lista- teiknari. Sól skín í heiði - með sól- gleraugu! Mikið er gott að sjá að sólin er líka töffari. Við skulum öll vera töffarar, krakkar. Kærar þakkir, vinur. Pennavinir HALLÓ! Ég heiti Árni og bý f sveit. Við eig- um 2 hesta, margar kindur og lömb og svo kýr. Áhugamál eru: sund, íþróttiroghjól- reiðar. Ég vil eignast pennavin. Ég er 7 ára og vil helst eignast pennavin á aldrinum 7-10 ára. Bless, Árni Helluvaði 4, Rangárvöll- um 850 Hella Kæru Mynda- sögur Moggans. Mig langar að eignast pennavini á aldr- inum 9-13 ára. Ég er sjálf 10 ára. Ég vil helst stelp- ur, en það mega vera strákar. Ef þið fáið ekki bréf um það bil hálf- um mánuði síðar hlýtur það að vera á leiðinni. Sigríður Bjarney Guðnadóttir Hlíðarendavegi 3 735 Eskifjðrður Kæri Moggi! Ég heiti Elín Lóa og langar að eign- ast pennavini á aldrinum 10-13 ára, er sjálf að verða 11 ára. Áhugamál margvísleg, td. dýr, surid, skfði, útivera, skemmtileg tón- list, diskótek og margt fleira. Pennavinir gjarnan utan af landi og mynd fylgi fyrsta bréfí ef hægt er. Svara öllum bréfum. Elín Lóa Baldursdóttir Reykjabyggð 39 270 Mosfelisbær Kæru Myndasögur Moggans. Ég óska eftir pennavinum, bæði strákum og stelpum, á aldririum 12-100 ára. Sjálf er ég 13 ára. Áhugamál mín: Fótbolti, diskótek, hardcore tónlist og rave tónlist, hestar, dýr allskonar, skautar, skíði o.fl. Bless, bless. Kristjana Erlingsdóttir Drápuhlíð 27 105 Reykjavík Hæ, hæ Moggi. Ég óska eftir pennavinkonum, sem fæddar eru '82 og '83! Ég er að verða 12 ára. Áhugamál eru: Handboiti, fiðla, barna- pössun, dýr, góð tón- list og margt, margt fleira! Eleonora Berg- þórsdóttír Brattholtí 1 220 Hafnar- fjorður Halló! Ég heiti Heiðdís Ósk og er 7 ára. Ég vii skrifast á við stelpur og stráka. Heiðdís Ósk Leifsdóttir Framnesvegi 32 101 Reykjavík Halló! Ég heiti Kristín ogmiglang- ar að eignast pennavini á aldrinum 9-11 ára. Sjálf er ég 8, verð 9 í júní. Áhugamál mín eru: Að vera með vinkonum mínum á iínuskautum og margt fleira. Krístín Stefánsdóttír Búhamri 9 900 Vestmamuteyjum Hæ, hó, kæri Moggi. Ég óska eftir pennavinum á aldrin- um9-12 ára. Sjálf er ég nýorðin 10 ára. Áhugamái mín eru sfa'ði, skautar, dýr og að fá bréf. Nfna Dís Ólafsdóttir Urðarvegi 15 400 ísafírði Mig langar að eignast pennávinkonu á aldrinum 10-11 ára, ég er að verða 10 ára. Ahugamál: Píanó og dýr' og margt fleira. Sendið mynd með. Ingveldur Kristíánsdóttír Bollagðrðum 1 170 Seltjarnarnes STOFA snOluj (^EGGA 'A TVO K&TTl, pk &/NNA 0& TÍMHA. ÞöTT p e-j j? séo bweðw?. l£> eN TINNV 'A HlAOPOABZPiý^JJ /NN OÖ p^VL^-^v ór ALiAá¦%£-} >- fe-í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.