Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 1
| BRANPARARfc LEIKIRÍ I------immmmmmmmmm [ÞRAUTIR^ Heimilisfang: MYNDASÖGUR MOGGANS Morgunblaðinu Kringlunni 1 103 Reykjavík PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS i MIÐVIKUDAGUR 10. MA11995 Ljóðið um veðrið Miskunnarlaus veturinn vefur kulda, snjó og verkföllum um sig. Svo tekur sumarið við þar sem sólin skín og krakkar hoppa og skoppa og eru yfir sig glöð að skólinn sé búinn. A vorin þiðnar snjórinn rétt eins og börnin í höndum kennara. Á haustin falla laufin eins og flugvél sem hrapar niður til jarðar. Þetta vel orta ljóð er eft- ir 10 ára gamalt skáld úr Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi, Örn Er- lendsson, Skerjabraut 7. Veturinn sem kveður okkur á morgun, sumar- daginn fyrsta, er fyrir margra hluta sakir minnis- stæður, veður hafa verið válynd, kennarar fóru í margra vikna verkfall til þess að reyna að fá betri laun fyrir að kenna ykkur, grislingar, og hann Örn segir okkur þetta meðal annars í ljóðinu sínu. Og takið eftir, ljóð þurfa ekki að ríma, ef ort er bara til þess að láta ríma, verður hugsunin oftar en ekki ansi rýr. Að láta ríma er svo sem ágætis æfing, mörg snilldarljóð hafa verið ort þar sem rím er í hávegum haft, en rímið eitt og sér gerir ljóð ekki að ljóði. Hafið þetta í huga, sjáið bara h'óðið hans Arnar, þar er heilmikil hugsun og tak- ið eftir hvernig hann er alveg óháður endarími (það er að síðustu orð í Ijóðlínu ríma hvert við annað). Ég skora á ykkur að skoða ljóð með annað í huga en bara að læra þau vegna skólans. Mörg núlif- andi skáld hafa ort falleg ljóð um. t.d. veturinn, hvernig væri að leita í bókahillunum heima hjá ykkur, ef ekkert er þar að finna, farið þá bara á bóka- safnið í ykkar heimabyggð. Gangi ykkur vel og góða skemmtun. lUEarmarakúlur GERIÐ honum Gísla greiða, hann veltir fyrir sér hverjar kúlanna eru eins, en hann er eitthvað viðutan í dag, blessaður, og einbeiting- in ekki upp á marga fiska. Svar fyrir ykkur og Gísla er að finna í Lausnum á blaðs- íðu númer - segi ykkur það ekki! &V050JX& KeuTWr, Brosandi heimur HALLÓ! Við erum tvö systkin og lesum alltaf Mynda- sögur Moggans, og nú langar okkur að senda myndir til ykkar. Við eigum heima í Melhæð 1, Garðabæ. Bless, bless. Huld og Hlynur. Huld Hafsteinsdóttir, 10 ára, og Hlynur Haf- steinsson, 5 ára, okkur er sönn ánægja að birta myndirnar ykkar, og þökkum hjartanlega fyr- ir. Myndin hans Hlyns heitir Brosandi heimur - 6, hvað við yrðum öll glöð ef allir í heiminum gætu brosað með okkur. Við erum heppin að vera íslendingar, krakk- ar, því hér er ekkert stríð, með öllum þeim hörmungum sem því fylgja. Hér ríkir ekki hungursneyð, við búum ekki í hreysum, börn eru ekki notuð sem vinnu- dýr. Finnst ykkur ekki gott að búa á þessari eyju langt norður í hafi, þótt vindar blási stund- um meira en vjð vildum og sólin skíni ekki alla daga? Sendið okkur nú línu og segið okkur hvað þið eruð að gera, íslensku börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.