Morgunblaðið - 11.05.1995, Síða 12

Morgunblaðið - 11.05.1995, Síða 12
12 D FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ SJÓNVARPSÞÆTTIR koma og fara og með þeim sjónvarpsleikararn- ir. Þeir eru aldrei jafn hátt skrifaðir og kvikmyndastjörn- urnar, sem heimspressan eltir á röndum, en í ófáum tilfellum eru þeir mun merkilegri og betri leikar- ar og þættimir þeirra skemmtilegri en nokkrar bíómyndir. Þannig þætt- ir em sakamálasögumar um Tagg- art lögreglufulltrúa og þannig leik- ari var Mark McManus, sem lék Taggart fram í andlátið. Fáir glæpa- þættir hafa skemmt íslendingum betur hin seinustu ár og jafnvel al- veg frá því Dýrlingurinn var og hét. Rétt eins og nafn Roger Moore mun að eilífu tengt Simon Templar em Taggart og McManus eitt og hið sama. Taggart hverfur af sviðinu Ríkissjónvarpið hefur haft sýn- ingarréttinn á Taggart og nú eru eftir ein sjónvarpsmynd um lög- reglumanninn úrilla frá Glasgow, Vítiseldur eða „Hellfire" sem verður á dagskrá nk. laugardagskvöld, og ein þáttaröð, „Prayer for the Dead“, sem sýnd verður í júní nk. Það eru síðustu þættimir með McManus í hlutverki Taggarts. Fljótlega þar á eftir verður sjón- varpsmyndin Svarta orkídean eða „The Black Orchid“, sýnd undir Taggart-heitinu en í þeim þáttum lætur Taggart lífið og útför hans fer fram. McManus kemur ekki fram í henni. Vinsældir Taggarts eru slíkar, ekki aðeins í Skotlandi heldur víða um heim, að ákveðið hefur verið að halda áfram með Taggart án McManus og er Svarta orkídean fyrsta myndin í flokki mynda og þáttaraða sem framleiddar hafa ver- ið og halda að líkindum áfram að vera gerðar undir heitinu Taggart, þar sem nánustu samstarfsmenn glæparannsóknarmannsins skap- stirða, Jardin lögreglufulltrúi, yfir- maður hans, McVitie, ásamt lög- reglukonunni Reid, era í aðalhlut- verkum. Þeir þættir munu einnig verða sýndir hér 4 landi og hefur hin annálaða skapvonska og kald- hæðni Taggarts færst yfir á sam- starfsfólkið. Auk áðurnefndrar myndar hafa tvær raðir verið fram- leiddar nú þegar án McManus; „Legends" og „Devil’s Advocate". Víst mun þó að Taggartþættir án Taggarts verða varla annað en svipur hjá sjón þótt reynt verði að halda sömu gæðum í handritsgerð og framleiðslu. McManus er svo samgróinn þáttunum, krumpað and- lit hans, eitrað skeytin sem hann sendir starfsfólki sínu og skapillsk- an sem allir í kringum hann fá að kynnast óspart og er ekki síst það sem skemmtir sjónvarpsáhorfend- um. Laugardaginn 13. maí kl. 23.40 sýnir ríkissjónvarpið síðustu sjón- varpsmyndina með McManus í hlut- verki Taggarts. Hún heitir Vítiseld- ur eins og áður sagði og í henni granar lögreglan sterklega að ungur maður hafí myrt föður sinn. Einstakir þættir Nefna má margar ástæður fyrir velgengni og vinsældum þáttanna. Þeir skera sig að ýmsu leyti úr öðr- um breskum sakamálamyndaflokk- um. Frásagnarstíllinn er t.d. mjög svo frábragðinn hinu akademíska andrúmslofti sem einkennir þættina um menningarvitann Morse í Ox- ford. Hann er laus við sveitabraginn í þáttunum um Wexford í Kings- markham, sem byggja á spennandi sögum Ruth Rendells og rekja skyldleika til Agöthu gömlu Christie. Og stíllinn er ekki eins fágaður og í þáttunum um ljóðskáld- ið og ljóðaunnandann Adam Dalgli- esh. Heimaslóðir Taggarts er sú Glasgow sem túristar í innkaupa- ferðum fá sjaldnast að líta en þætt- irnir einkennast af hráslagalegu stórborgarraunsæi og svörtum húm- or, sem á einkar vel við persónurnar og umhverfið. Ofbeldið er miskunn- arlaust án þess að vera misnotað og uppbygging spennunnar er oft ekkert síðri en í vandaðri spennu- tryllum kvikmyndahúsanna enda tekst höfundum þáttanna einatt að koma á óvart með frumlegum hand- ritum. Skoskan sem töluð er í þáttunum Taggart hinn urilli Ein sjónvarpsmynd og ein þáttaröð er ósýnd um skoska lögreglufulltrúann Taggart með Mark heitnum McManus í aðalhlutverki og er ljóst að margir munu sakna hans af skján- um. Sjónvarpsmyndin, Vítiseldur, verður sýnd í ríkissjónvarpinu á laugardagskvöldið. Arnaldur Indriða- son fjallar.um Tagg- art en til stendur að halda framleiðslu þáttanna áfram með aðstoðarmenn hans í aðalhlutverki. er hreinasta eymakonfekt og aldrei skemmtilegri en þegar Taggart læt- ur í sér heyra um hvaðeina sem honum þykir verðugt að hafa að háði og spotti og það er fátt sem hann hefur ekki áhuga á í þeim efnum. Fáir njóta sín betur en Tagg- art í hlutverki andhetjunnar, hins miðaldra Skröggs sem virðist að eilífu úrillur og kallar hvergi á sam- úð hvorki starfsfélaga né áhorfenda en nýtur kannski takmarkalausrar virðingar fyrir bragðið. Hann van- rækir eiginkonu sína, sem bundin er í hjólastól, hreytir slíkum ónotum í undirmenn sína að það hálfa væri nóg, gantast með morðmálin - jafn- vel fórnarlömb - þegar færi gefst og hefur ekki mikið álit á samborg- uram sínum yfir höfuð. Hann er sumsé mannlegur, raunveralegur, einhver sem við tökum trúanlegan nú þegar innantómar glansmyndim- ar vaða uppi sem aldrei fyrr í banda- rískum sakamálaþáttum og sjón- varpsþáttum almennt. Byrjaði að leika í Ástralíu Og það er erfitt að ímynda sér einhvern annan en McManus í hlut- verki Taggarts, sem á einum áratug hefur náð að skapa einhverja eftir- minnilegustu og skemmtilegustu sjónvarpspersónu síðari tíma. Hann lést fyrir skemmstu rúmlega sextug- ur að aldri, var fæddur í Hamilton nálægt Glasgow. Faðir hans var námumaður. Mark flutti snemma á þrítugsaldrinum til Ástralíu þar sem hann bjó um langan tíma. Hann vann fyrir sér sem hafnarverkamað- ur og hnefaleikari áður en hann tók að leika hjá litlu leikfélagi og ákvað að leggja leiklistina fyrir sig. Hann ferðaðist um Ástralíu, lék með Mick Jagger í mynd sem hét „Ned Kelly“ og kom fram í bamaþáttunum „Skippy", sem fjallaði um athafna- sama kengúra eins og þeir sem eru að nálgast fertugsaldurinn muna glöggt eftir úr íslenska sjónvarpinu. Þegar McManus snéri aftur til Bretlands vann hann meðal annars við Þjóðleikhúsið þar sem hann lék á móti stórleikurum eins og Sir John Gielgud og Sir Ralph Richardson. Fljótlega fór hann að leika í breskum sjónvarpsþáttum lítt kunnum hér á landi og árið 1983 tók hann að sér hlutverk lögregluforingjans Jim Taggarts í þriggja þátta sakamála- mynd eftir Clenn Chandler sem hét „Killer." Skoska sjónvarpið fram- leiddi þættina og þeim var ekki ætl- að að verða fleiri en aðalpersónan reyndist svo vinsæl á meðal áhorf- enda í Bretlandi að Skotar ákváðu að framleiða sjónvarpsþætti um hana. Þannig varð Taggart til og fyrsta þáttaröðin, „Dead Ringer." var frumsýnd hjá ITV sjónvarpsstöðinni árið 1985. Vinsældirnar létu ekki á sér standa og hefur fátt efni Skoska sjónvarpsins átt viðlíka velgengni að fagna. McManus lék í 30 myndum og þáttum um Taggart. Hann missti konuna sína í lok árs 1993 og það leið ekki langur tími þar til hann var allur. Eftirsjá Það verður mikil eftirsjá að Tagg- art/McManus. Sjónvarpsleikarar og þættir eiga það sífellt yfir höfði sér að fólk fær leið á þeim heima í stofu ef þeir verða of langlífir og ganga árum saman. Þeir eiga ákveðin tíma- bil þar til áhugi áhorfenda tekur að dala. Um þetta eru til mýmörg dæmi því sjónvarp endurnýjar sig í sífellu. Það sem var ómissandi í dag er orð- ið óþolandi á morgun. Eða nennir einhver að horfa á „Derrick" lengur. Þetta upplifði McManus aldrei á þeim tíu árum sem hann lék Tagg- art, að hluta til af því við fengum aldrei nóg af honum; Taggart var ekki vikuleg þáttaröð heldur koni á skjáinn annað veifið og útvatnaðist aldrei í fjöldaframleiðslu. Þættirnir héldu alltaf sömu gæðum, fóru batn- andi ef eitthvað var eftir því sem á leið og voru bornir uppi af góðum sögumönnum. Vinsældirnar voru þó mest vegna þess að McManus var Taggart og leyfði sér að vera leiðindapúki, nei- kvæður og viðskotaillur skaphundur, þegar samskonar persónur lögreglu- þáttanna kepptust við að sýna hvergi neina bresti. McManus þorði að gera sér mat úr Taggart hinum úrilla. Þess vegna verður þeirra félaga sárt saknað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.