Morgunblaðið - 13.05.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.05.1995, Blaðsíða 2
2 C LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1995 Heimsókn í bókasafn Vatíkansins MORGUNBLAÐIÐ FLESTIR halda líklega að bókasafn páfastóls í Vatík- aninu sé fullt af bókum um kaþólsku og kristna trú. En svo er ekki og þeir sem hafa áhuga á að rannsaka nútímalistasögu geta til dæmis nýtt sér að á bókasafninu er stærsta safn sýningarskráa um nútíma listastefnur. En safnið er ekki opið hverjum sem er, heldur ætlað fræðimönnum með góð með- mæli og ærna ástæðu til að sækja safnið heim. Nú er safnið hins vegar að. opnast öllum, eða alla vega upplýsingar um það, því það er tengt Internetinu. Fyrst er að fínna hlið heilagrar Önnu á hliðarvæng Péturskirkj- unnar, því þar er aðalinngangurinn inn í Páfagarð. Lykla-Pétur stend- ur reyndar ekki sjálfur við hliðið, heldur veraldlegir fulltrúar hans og framhjá honum kemst enginn óverðugur, fremur en framhjá Lykla-Pétri. Gesturinn þarf að framvísa gögnum um að hann eigi lögmætt erindi í Páfagarð og svo fæst stimplaður pappír upp á að erindið sé viðurkennt, eftir að hringt hefur verið í þann, sem tek- ur á móti heimsókninni. Með stimp- ilinn sleppur gesturinn inn fyrir hliðið og þar með er hægt að leita að réttum áfangastað, sem í þessu tilfelli var bókasafn Páfagarðs, Vatíkan-bókasafnið. En sá sem getur látið sér nægja að skoða í spjaldskrá safnsins, eða sem hefur áhuga á að skoða lýsingar úr mið- aldahandritum þess þarf ekki leng- ur að basla við að verða sér úti um heimsóknarleyfi. Hann getur kynnt sér safnið hvaðan sem er úr heiminum, með því einu að hringja inn á Intemet og fara það- an inn á safnið. Paul Weston er í forsvari fyrir því risastóra verkefni að koma bókaskránni með upplýs- ingum um 1,5 milljón bóka, hand- rita og skjala inn á netið og hann tekur ljúflega á móti forvitnum blaðamanni. Popplist, nútímasaga og klassísk fræði Frá örófí alda hafa páfamir sank- að að sér bókum, enda þekking þá líkt og nú uppspretta valds. Fram- an af var bókasafnið einkabóka- safn páfanna. En einnig þarna blésu ferskir vindar öðru hverju og árið 1415 ákvað Nikulás 4. páfí að heimila aðgang að hluta bókasafns síns. Öld seinna bætti Sixtínus 5. enn um, lét koma upp lestrarherbergi og réð bókaverði til að þjóna utanaðkomandi gestum safnsins. Sixtínus hefur því lengst af verið talinn stofnandi safnsins og hlutur Nikulásar 4. hefur aðeins nýlega verið leiddur í Ijós. A þess- um tíma var þó ekki enn hægt að tala um almenningsbókasafn, held- ur komu þama háttsettir kirkjunn- ar menn og aðrir pótentátar. Og enn er varla hægt að tala um að safnið sé almenningsbóka- safn, því það er ætlað fræðimönn- um. Arlega fá um þrjú þúsund fræðimenn fast aðgangsbréf, en 3.500 fá tímabundinn aðgang að safninu. Þar sem safnið tilheyrir Páfagarði dettur víst flestum í hug að safnið geymi aðeins kirkjuleg rit og annað er snerti sögu kirkj- unnar og starfsemi. Svo er þó öld- ungis ekki. Safnið er byggt upp eins og háskólabókasafn að því leyti að það miðaðst við fræðileg not og einstakar greinar, en þar á móti kemur að um er að ræða margvís- leg svið. Þó góður hluti bókakosts safnsins snúist um hverskyns kirkjuleg efni, er þó fjarri því að það gildi um allar bækur safnsins. Innan þess eru mörg einkasöfn, sem Páfagarður hefur keypt eða sem hafa verið gefin þangað. Þau eru látin halda sér, en ekki innlim- uð inn í aðalsafnið. Eitt sérsafnið hefur að geyma sýningarskrár list- sýninga. Innan þess eru um fjöru- tíu þúsund skrár um popplist, sem er mesta safn þeirra í heimi, auk skráa tengdum mínimalisma og póstmódernisma, svo eitthvað sé Lokað af götunni, opið á Internetinu Bókasafn Vatíkansins sem áður var flestum lokað er að opnast. Sig- rún Davíðsdóttir lagði nýlega leið sína á safnið og hitti þar fyrir Paul Weston, sem hefuryfir- stjóm tölvuvæðingar- innar á sinni könnu. nefnt. Safnið er því gósenland fyr- ir listfræðinga, hvort sem þeir leggja stund á eldri list eða nútíma- listir. Einnig er góður bókakostur þar um nútímasögu og myntfræði, Egyptaland til foma, auk bóka um klassísk grísk og latnesk fræði. Merk heimild um iðnhönnun í upphafi aldarinnar Heimsóknin í Vatíkanbókasafnið var einkum og sérílagi farin til að forvitnast um tölvuvæðingu þessa mikla og merkilega safns og Paul Weston er fús til að leiða forvitinn gest í allan sannleik um það mikla fyrirtæki, sem tölvuvæðingin er. Verkefnið hófst fyrir ári en undir- búningurinn hefur átt sér nokkum aðdraganda og það þótti saga til næsta bæjar að Weston skyldi fenginn til verksins. Hann er þó ekki nema að hálfu útlendingur, því hann átti ítalska móður og hefur búið á Ítalíu síðan hann var bam að aldri. Þessi hægláti, en brosmildi maður hefur verið viðloð- andi safnið síðan 1983 að hann lauk námi frá bókasafnsskóla Vatíkansins, auk þess sem hann hafði lagt stund á grísk og latnesk fræði. En áður en hann tók þá stefnu hóf hann nám í verkfræði, svo hann hefur bæði þekkingu á bókasafninu sjálfu og tæknilegu hliðinni. Hann þótti því kjörinn til að leiða tölvuverkefnið, þó hann sé í hópi yngstu starfsmanna safnsins. Safnið er í þeim hluta Páfa- garðs, sem einu sinni var skrúð- garður páfa. Eins og fleiri hús inn- an Páfagarðs hefur bygging safns- ins vaxið smátt og smátt, var fyrst í gömlum sölum, síðan var byggt yfír garðinn, sem lá í stöllum, meðan aðrir hlutar eru grafnir nið- ur. Safnbyggingin er því frá ýms- um tímum og Iiggur upp og niður í ranghölum. Spjaldskrársalurinn er fallega skreyttur, gamall salur og innviðir hans eru ekki síður merkilegir. Á þriðja áratugnum var ákveðið að koma spjaldskrá safns- ins í nútímalegt horf og til þess var fenginn hópúr sérfræðinga undir stjóm norsks prófessors frá Tækniháskólanum í Þrándheimi. Fyrirmyndin var hið mikla bóka- safn í Washington Library of Congress og þangað fór hópurinn í námsferð, sem þykir kannski sjálfsagt nú á tímum, en var sjald- gæft þá. En það var ekki nóg með að flokkunarkerfi Library of Congress væri tekið til fyrirmyndar, heldur fékk Vatíkansafnið leyfi til að inn- rétta spjaldskrárdeildina eftir bandaríska safninu í stóru og smáu. Síðan hefur bandaríska safninu verið umbylt, en banda- ríska hönnunin stendur enn óhögg- uð í bókasafni Páfagarðs og er því merkileg heimild um iðnhönnun þessarar aldar. Áður höfðu bækur PAUL Weston bókavörður og Luciano Ammenti verkfræðingur standa hér með nýju tölvu Vatíkanbókasafnsins, svarta kassann, á milli sín. Næsta móðurtölva verður kannski bara í úri Westons ... Séð yfir tölvusalinn, þar sem unnið er við að yfirfara og leið- rétta spjaldskrána, eftir að hún hefur verið slegin inn á tölv- una. Salurinn hýsti áður bóka- safn Barberini-ættarinnar, sem var ein af voldugustu aðaísætt- um Ítalíu á 17. öld og áhrifa hennar gætti einnig í Páfagarði. Lampi og skápur í spjaldskrár- salnum, þar sem allt er eins og innviðirnir voru áður fyrr í Li- brary of Congress í Washing- ton. Bandaríska safninu hefur verið breytt, svo salurinn í Vat- ikansafninu er merk heimild um iðnhönnun í upphafi aldarinnar. Vatíkansafnsins staðið í tréhillum og það fussuðu margir og sveiuðu yfir þeim nútímastæl að láta bæk- urnar standa á járngrindarhillum, eins og enn þykir sjálfsagt. Lamp- arnir á spjaldskrárskúffunum eru úr efni, sem var forveri plastsins og loftljósin hönnuð þannig að þau skinu ekki í augu gestanna. í einu orði sagt er hönnunin slík að unun er að skoða hana í smáatriðum. Og hveijir eru það svo, sem leggja leið sína á bókasafnið? Wes- ton segir það vera fjölbreyttan hóp sérfræðinga og fræðimanna, enda safnið fjölbreytt. Þannig má hugsa sér að arkitekt, sem fæst við að gera upp gamla höll, geti haft gagn af að fá leyfi til að kanna hvort ekki séu til í safninu gamlar teikningar af viðkomandi höll, til að hann geti til dæmis kannað hvort gluggar hennar hafí verið öðruvísi í upphafí. Fyrsta tölvan eins og fataskápur, sú næsta eins og hljómtækjasamstæða En þó allir vegir hafí forðum legið til Rómar gera þeir það ekki lengur og það eiga heldur ekki allir kost á að stunda rannsóknir við bókasafn Páfagarðs. Þá kemur tölvuvæðingin til sögunnar, því hún felur í sér að spjaldskrá safns- ins verður ekki aðeins aðgengileg þeim sem koma í safnið, heldur geta allir „flett“ í henni í gegnum Internet. Spjaldskráin er þó aðeins hluti af gagnabanka, sem bóka- safnið stendur að, ásamt bókasöfn- um nokkurra annarra stofnana í Róm, þar á meðal sænsku og dönsku menningarstofnunum í Róm. Saman mynda þær hóp, sem kallar sig Unione romana bibliotec- he scientifiche, eða Samtök róm- verskra fræðibókasafna, URBS. Gagnabanki URBS er hugsaður fyrir fræðimenn, sem geta þá ekki aðeins flett upp bókum þar, heldur einnig fengið upplýsingar um gisti- staði, skemmtistaði í Róm, tón- leika, íþróttaiðkun og annað sem námsmenn og fræðimenn kunna að hafa hug á. En samstarfið innan URBS hef- ur einnig víðtækari þýðingu. Það er ekki aðeins dýrt' að kaupa bæk- ur, heldur fylgir því einnig kostn- aður að skrá þær og geyma. Söfn- in innan URBS hafa því einnig í huga að samræma bókakaup þegar fram í sækir, þannig að söfnin myndi eitt safn, þó það sé ekki undir einu þaki. Hver bók verður þá aðeins keypt í eitt safn. Tölvuvæðing Vatíkanbóka- safnsins hefur átt sér nokkurn aðdraganda. Paul Weston var fenginn til að undirbúa hana 1984, ásamt Luciano Ammenti verkfræð- ingi, sem líkt og Weston starfar enn við safnið. Ári síðar var fyrsta móðurtölvan sett upp og við hana voru svo tengdar 25 tölvui. Móð- urtölvan var á stærð við stóran og myndarlegan fataskáp. Nú er verið að ganga frá uppsetningu nýrrar tölvu, sem er tólf gígabæti að stærð og allmiklu öflugri en sú gamla, enda 220 tölvur tengdar henni. Samt er hún aðeins á stærð við góða hljómtækjasamstæðu. Weston bætir við að eftir tíu ár verði móðurtölvan Iíklega í úrinu hans... En það verður þó ekki inn á þessa tölvu, sem Intemet-not- endur hringja. Weston hristir höf- uðið og segir það alltof áhættu- samt að margra ára vinna liggi opin, því snjallir hakkarar gætu hugsanlega rústað þeirri vinnu á nokkram mínútum. Internet- aðgangurinn er því í gegnum aðra tölvu, þaðan sem ekki er innan- gengt á tölvuna, sem unnið er á. Spjaldskrá safnsins hefur eðli- lega vaxið jafnt og þétt með safn- inu og er því bæði handskrifuð, vélrituð og yngsti hlutinn í tölvu. Til að koma henni allri á tölvutækt form voru um 1,5 milljónir korta, bæði yfir handrit og bækur, ljós- mynduð á örfilmur, með sömu tækni og bankar nota til að geyma ávísanir. Síðan voru örfilmurnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.