Morgunblaðið - 27.05.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.05.1995, Blaðsíða 4
KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN Stórieikur Hakeems bar Spurs ofurliði HOUSTON og Orlando leiða bæði með tveimur vinningum að loknum tveimur leikjum gegn andstæðingum sínum, San An- tonio Spurs og Indiana Pacers. í öðrum leik lagði Orlandi liðs- menn Indiana 119:114 og Hous- ton sigraði San Antonio 106:96. Hakeem Olajuwon átti stórleik skoraði 41 stig og tók 16 frá- köst þegar meistararnir lögðu San Antonio af velli. Clyde Drexler lék einnig mjög vel gerði 23 stig og Robert Horry 21 stig og hann hitti m.a. úr fimm af níu þriggja stig skotum. Þetta var fímmti sigur Hos- ton í röð í úrslitakeppninni, þar sá fjórði á útivelli. Nýkjörinn leikmaður ársins í NBA deildinni, David Robin- son, lék vel en íéll þó í skugga Hake- ems. David skoraði 32 stig og tók 12 fráköst, Doc Rivers kom næstur með 16 stig og Sean Elliot gerði 12. Eftir að hafa leitt 49:41 að loknum tveimur leikhlutum þá voru leikmenn Houston ekkert að slá af í upphafi þess þriðja og skoruðu ellefu stig gegn fjórum á upphafskaflanum. Spursmenn bitu frá sér og minnkuðu forskotið í tvö stig, 82:80. Leikmenn Houston voru yfir þann tíma sem eftir var oft var mjótt á mununum. Sam Cassel skoraði þriggja stig körfu fyrir Houston og kom þeim 99:92 yfir. San Antonio svaraði með körfu en Hakeem Olajuwon tryggði hinsvegar sigur Houston í næstu sókn þegar fimmtíu og þrjár sekúnd- ur voru eftir. „Við ætlum að ljúka þessu sem fyrst," sagði Hakeem Olajuwon, hjá Houston að leíkslokum, en tveir næstu ieikir eru á heimaveli Houston. Reuter CLYDE Drexler, t.v. og Sam Cassell leikmenn Hoston höfðu ástæðu tll að fanga að loknum öörum sigri á San Antonio. Lelkmenn Houston standa vel að vígl og eiga næstu tvo leiki heima. Anderson tryggði sigurinn Þriggja stiga karfa Nicks Ander- sons þrettán sekúndum fyrír leikloka kom Orlando 116:111 yfir og tryggði sigurinn. Reggie Millers svaraði að vísu af bragði með þriggja stiga körfu 116:114, en Horace Grant inn- sigalði sigurinn rétt áður en loka- flautið gall. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Nick skorar úr þriggja stiga körfu á lokakaflanum," sagði Shaquille O'Neal að leikslokum, „hann skoraði líka í Boston og Chicago svo ég var þess fullviss að hann kláraði þetta nú," bætti Shaq við. Shaquille O'Neal fór hamförum í liðið Orlando gerði 39 stig, þar af 17 stig í fjórða leikhluta, þá tók hann 10 fráköst. Dennis Scott kom næstur með 23 stig og Nick Anders- son gerði 17. Dennis hitti úr sjö af tíu þriggja stiga skotum sínum. Regie Miller var langbestur í liðið Indinana með 37 stig, Rik Smiths skoraði 19. Þá tók Dale Davis 13 fráköst. Leikurinn var jafn á lokakaflanum og oftast munaði ekki nema einu til þremur stigum en Orlandomenn voru þó ævinlega með forystuna og létu hana ekki af hendi. Larry Brown þjálfari Indinana var nokkuð ánægður með leik sinna manna þrátt fyrir tapið og hann sagði að þeir hefðu verið í svipaðri stöðu gegn New York, tapaði tveimur fyrstu leikjunum en síðan rétt úr kútnum og sigrað í þremur næstu. Skráning Innritun hófst mánudaginn 22. maí kl. 13.00 á skrifstofu Vals að Hlíðarenda. Framhaldsskráning verður svo fyrir hádegi alla virka daga. Allar nánari upplýsingar verða veittar í síma 551-2187 og 562-3730. Námskeiðin verða sem hér segir: í júní verður boðið upp á tveggja vikna námskeið. Þetta eru okkar vinsælu námskeið sem hafa verið starfrækt mörg undanfarin ár. í 1. námskeið 6. júní - 16. júní kr 8.800. í 2. námskeið 19. júní - 30. júní kr 9.800. i júlí verður boðið upp á viku námskeið. Þessi námskeið eru nýjung hjá okkur og hér erum við að koma til móts við alla þá sem geta ekki bundið sig tvær vikur í senn. I 3. námskeið 3. júlí - 7. júlí kr 4.900. í 4. námskeið 10. júlí -14. júlí kr 4.900. í 5. námskeið 17. júlr- 21. júlí kr 4.900. í 6. námskeið 24. júlí - 28. júlí kr 4.900. • Fjölbreytt íþróttanámskeið fyrir stráka og stelpur • Samfelld dagskrá frá kl. 9-16 • Gæsla frá kl. 8-9 og 16-17 • HEITUR MATURINNIFALINN í VERÐI • Góðir leiðbeinendur • 10% systkinaafsláttur • 10% afláttur ef farið er á fleiri en eitt námskeið • Visa - Eurocard • Allir fá sumarbúðaboli Xvíw--C Hartlaway leggur knöttinn í körfuna Anfernee að leggja í körfuna að hafa McKey í lando og lando s Hardaway er hér knöttinn léttilega hjá Indiana, eftlr snúið á Derrick ödrum leik Or- Indlana, sem Or- igraði 119:114. HJOLREIÐAR Einar vann með tveimur sek. Einar Jóhannsson sigraði í Þingvallakeppninni í hjólreiðum sem fram fór á dögunum. Hjólað var frá Mosfellsbæ til Þingvalla, meðfram Þingvalla- vatni og Gjábakkaveg til baka og síðan Mosfellsheiði og endað á sama stað í Mosfellsbæ, alls 83 km. Einar og Kristinn Morthens náðu að losa sig við félaga sína, Sölva Þór Bergsveinsson og Bjarna Má Svavarson eftir 20 km, en eftir því sem leið á keppnina nálguðst þeir Sölvi og Bjarni og þegar um tveir kílómetrar voru eftir í mark náðu þeir Kristni og Einari. Endaspretturinn var því æsispennandi. Einar kom fyrstur í mark á 2.27,18 klst. og var meðalhraði hans 33,8 km á klst. Hann var aðeins tveimur sekúndum á undan Sölva og Bjarni einni sek- úndu á eftir Sölva, svo keppnin gat varla verið meira spennandi. Kristin Morthens kom síðan níu sekúndum á eftir Bjarna í markið. Morgunblaðið/Jón Ingi Sigvaldason HJÓLREIÐAKAPPARNIR á Mosfellsheiðl. Frá vlnstrl: Kristinn Morthens, Einar Jóhannsson, sem sigraði, BJarni Már Svav- arsson og Sölvl Þór Bergsveinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.