Morgunblaðið - 27.05.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.05.1995, Blaðsíða 2
2 B LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA Gassi til Glasgow Rangers EKKEET virðist geta koroið í veg fyrir að enski kuaí tspy rnu- mað uriim Paul Gaseoigne yf ir- gefí herbúdir Lazio á ítalíu að ioknu þessu tímabili og gangi til iiðs við skoska liðið Glasgow iííingers. „Máiið er frágengið og við munum ekki sjá Gascoignc í Róm f ramar nema þá sem ferða- mann," hafði ítalskt dagblað eft- tr Sergio Cragnotti stjórnaform- anni Lazio ! gær. Skoska liðið þarf að að greiða sem svarar 450 miHjónir fyrir kappann. Leeds, Aston Villa og Cheisea hafa iíka verið að bera víurnar í ieíkmann- inn. Ðvöl kappans á Italíu sl. þrjú ár hefur veríð þyrnum stráð og hann hefur átt við stöðugt meiðsii að striða og leikið stop- ult með Lazio af þeim sðkum. Auk þess hefu r hann lá tið skapið h laupa með sig í gönur nokkrum sinnum, síðast í síðustu viku þeg- ar hann átti að leika æfingaieík með varalidi Lazio en iét ekki sjásig. í framhaldiaf því var ákveðið að gefa honum ekkí fieíri tækifæri og á fundi sl. mid- vikudag var honum tiikynnt ákvörðun félagsins. Gassi mœtti of seínt á fundinn og varð þess vaidandi að Dino Zoff þjáifarí og Cragnotti stjórnarformaður- misstu af flugi til Vfnar á úrslit- ieik Ajax og AC Miian. UMHELGINA Knattspyrna Laugardagur: 1. deild karla: Kaplakriki: FH - Grindavík..-..............kl. 14 Keflavík: Keflavík-fA.......................kl. 14 Yalbjarnarv.: Fram-ÍBV..................kl. 14 Ólafsfjörður: Leiftur-KR..................kl. 14 Kópavogsvöllur: Breiðabl. - Valur......kl. 16 1. deild kvenna: Ásvellir: Haukur-KR........................kl. 14 Stjörnuvöllur: Stjarnan - ÍBV............kl. 14 Valsvöllur: Valur-ÍA........................kl. 14 Akureyri: ÍBA - Breiðabl...................kl. 17 3. deild karla: ísafjörður: Bl-Höttur.......................kl. 14 Sunnudaguc 2. deild karla: Akureyri: KA-Stjarnan....................kl. 14 Borgarnes: Skallagr. - Fylkir.............kl. 14 ÍR-völlur: ÍR-Víðir...........................kl. 14 Kópavogsvöllur: HK-ÞrótturR........kl. 14 Víkingsvöllur: Víkingur - Þór A.........kl. 14 3. deild karla: Dalvik: Dalvík - Haukar.....................kl. 14 Neskaupst: Þróttur - Völsungur.......kl. 14 Fjölnisvöllur. Fjölnir-Ægir...............kl. 20 Selfoss: Selfoss - Leiknir....................kl. 14 4. deild: Gervigras: Léttir - Hamar..................kl. 20 Ólafsvík: Vfkingur - Framherjar.......,kl. 14 Varmárvöllur: UMFA - Víkverii........íkl. 14 Gervigras: TBR-Ármann.................kl. 17 Vestm'eyjar: Smástund - Bruni.........kl. 14 Sandgerði: Reynir - Grótta................kl. 14 Leiknisvöllun Ökkli - Njarðvík...........kl. 16 MelarHörgardal: SM-Hvöt.......,......kl. 16 Sauðárkrókur: Þrymur - Tindast.......kl. 12 Siglufjörður. KS-Neisti....................kl. 14 Djúpavogsv.: Neisti - KVA.................kl. 14 Seyðisfjörður: Huginn - Sindri...........kl. 16 Frjálsíþróttir Vormót UMFA verður haldið að Varmár- velli I Mosfellsbæ á morgun, sunnudag. ¦Hið árlega Neshlaup Trimmklúbbs Sel- tjarnarness verður haldið f dag, laugardag. Hlaupið héfst kl. 11.00. Vegalengdirnar sem boðið er upp á eru; 3, 5, 7 og 14 km og eru verðlaun veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í öllum flokkum karla og kvenna. Körfubolti Körfuknattleikssamband íslands og Pizza 67 standa fyrir götukörfubolta í Keflavík, Hafnarfirði og í Reykjavík um helgina. Mótið hefst í dag kl. 13.00. Tennis Tennishelgi verður hjá Tennisklúbbi Víkings í Fossvogi um helgina. Ókeypis aðgangur að völlunum allan helgina og verða leiðbein- endur á staðnum til að kenna og kynna almenningi íþróttina frá kl. 12 - 15 báða dagana. Keila Laugardagsmót í Keiluhöllinni, fyrir byrjend- ur og þá sem lengra eru komnir, hefst kl. 20. Skagaliðið skemmtilegt - segirGu'ðni Kjartansson, sem spáir í spilin í 1. deildarkeppni karla EG trú ekki öðru en að Reykja- víkurfélögin rétti úr kútnum og minnsta kosti eitt ef ekki tvö Reykjavíkurfélög vinni leik í annari umferð. Ef ekki þá þurfa þau að skoða sinn gang," sagði Guðni Kjartansson, fyrrum landsliðsþjálfari í knattspyrnu, ísamtali við Morgunblaðið. Skagaliðið er sterkt og að öllum líkindum munu þeir bera sigur- orð á Keflvíkingum í aðalleik umferð- arinnar. Miðað við vorleikina þá eiga Skagamenn að vera sterakri þrátt fyrir að Keflvíkingar séu með gott lið. Skagaliðið er þrælskemmtilegt og á meðan lykilmenn sleppa við meiðsli sé ég ekkert lið stöðva þá. Þar að auki eru ungu strákarnir mjög góðir og koma sterkir inn til dæmis Kári Steinn." sagði Guðni. „Ég veðja á að Framarar leiki betur en síðast og spái þeim jafn- tefli gegn ÍBV á Valbjarnarvelli. Þeir hljóta að gera það því annars verða þeir að setjast niður og skoða sitt mál. Þrátt fyrir að KR-liðið sé með nokkra menn í meiðslum þá þarf liðið að sigra Leiftur. Það verð- ur erfitt því leikurinn er fyrir norðan og þar verður gríðarleg stemmning. En ef KR leikur af eðlilegri getu og ætlar að keppa að því marki sem þeim hefur verið spáð verða þeir að sigra." „Valur verður að vinna og sama er að segja um Breiðablik og því er þar um jafnan leik að ræða. Breiða- blik verður án sins sterkasta manns, Arnars Grétarssonar sem er í leik- banni, en þeir munu selja sig dýrt. Leiðin hjá Valsliðinu getur ekki ann- Sparisjóðsmót Opið Golfmót verður haldið á golfvelli GKG við Vífilsstaði Garðabæ sunnudaginn 28 maí n.k. Keppnisfyrirkomulag: Höggleíkur með og án forgjafar. Verðlaun verða veitt fyrir 1. 2. og 3. sæti með og án forgjafar. Happdrætti: Dregið úr skorkortum við verðlaunaafhendingu. Ræst út frá kl. 9:00 Skráning er í síma 565-7373 SPARISJODURINN GARÐABÆ Guðni KJartansson. að en legið_ upp á við eftir slæma útreið gegn ÍBV í fyrstu umferð. Lið- ið getur leikið betri vörn og leikmenn verða að gera sér grein fyrir að það þýðir ekki að leika reitafótbolta þegar komið er í fyrstu deild. Lið FH og Grindavíkur eru svipuð að styrkleika. Bæði leika sterkann varnarleik og því reikna ég ekki með að mikið verði skorað og leikurinn verði markalaus, í mestalagi að annað liðið geri eitt mark." sagði Guðni þegar hann var inntur eftir leikjum dagsins í dag í 1. deild. „Fyrsta umferðin og þau óvæntu úrslit sem þar voru sýna að í sumar getur ekkert Jið verið öruggt fyrir fram. Leiftur til dæmis getur unnið hvaða lið sem er og þrátt fyrir menn segi að þeir komi á fullum krafti í hvern leik þá er það ljóst að alltaf er hugsað að þessi og hinn leikurinn sé léttari en annar. Deildin verður það jöfn og skemmtileg í sumar að íiðin geta ekki leyft sér að hugsa svoleiðis." sagði Guðni Kjartansson að lokum. KVARTMILA Breiðabliki spáð sigri 1. deildarkeppni kvenna hefst ídag KNATTSPYRNUKONUR ásamt þjálfurum komu saman ígær til að spá fyrir um úrslit í 1. deild kvenna í knattspyrnu í sumar og er það ífyrsta sinn sem leikménn og þjálfarar taka þátt í slíkri spá. Skemmst er frá að segja að Breiðablik trón- ir á toppnum með 149 stig og KR fékk 142 en næsta liðfékk 119 stig. Á botninn fóru Haukar og ÍBA en Vestmannaeyingar ráku lestina með 20 stig. Spáin ætti ekki að koma mikið á óvart. Breiðablik hefur um ára- bil sýnt og sannað getu sína og ætti ekki að vera mikil breyting þar á þó að nokkrir leikmenn hafi yfir- gefið Kópavoginn. Vesturbæingar hafa fylgt Blikum fast eftir og unnu þá 1:0 í Meistarakeppninni. Róður- inn hjá neðstu liðunum, sem bæði eru nýliðar í deildinni, verður eflaust erfiður enda bæði af landsbyggðinni og ferðalög geta sett mark sitt á leiki þeirra. Sigrún Óttarsdóttir fyrirliði Breiðabliks sagði að sumarið yrði erfitt. „Það er mjög stutt á milli okkar og KR en við ætlum auðvitað að taka titilinn. Við sáum í meistara- keppninni að það verður ekki auð- velt. Við misstum til dæmis Olgu Færseth til KR, Katrínu Jónsdóttur í Stjörnuna og^Ásta B. Gunnlaugs- dóttir er hætt. í staðinn fengum við meðal annars Ásthildi Helgadóttur yfir úr KR og Margrét Sigurðardótt- ir verður með að nýju." „Spáin er ekki falleg, það er gott fyrir okkur en við ætlum ekki að fara eftir henni," sagði írís Sæ- mundsdóttir fyrirliði ÍBV. „Markm- iðið hjá okkur er ekki sett hátt, við ætlum að halda okkur uppi. Við erum með mjög ungtlið og eru flest- ar stúlkurnar úr öðrum og þriðja flokki." FRJALSAR Met hjá Hauki HAUKUR Gunnarsson, Ármanni, sló íslandsmet fatlaðra í langstökki þeg- ar hann stökk^5,02 metra á fyrri hluta vormóts ÍR, sem fram fór á Laugardalsvelli. Fyrra metið var 4,98 metrar, sett 1993, og tvíbætti Hauk- ur það á mótinu. Fyrstu tvö stökk Hauks voru ógild, næst komu 4,64 og 4,96 metrar en síðan féll íslands- metið með 5,01 og Haukur bætti svo sentimetra við. Spá leikmanna ogþjáifara Lið stíg Breiðablik.........................149 KR....................................142 .....119 ÍA............................... .....111 ..., 109 .......50 ÍBA............................ .......46 ÍBV............................ .......20 . Að sögn Eggert Magnússonar formanns KSÍ er mesti vaxtabrodd- urinn í íslenskri knattspyrnu hjá kvenfólkinu og nauðsynlegt að styðja betur við bakið á landsbyggð- inni. „Gæði kvennaknattspyrnunnar hafa aukist á hverju ári og ljóst að mikið af ungum stúlkum eru að koma frá landsbyggðinni. Því er nauðsynlegt styðja við bakið þar og stórir kjarnar úti á landi verða að taka sig saman til að stúlkurnar fari ekki allar til Reykjavíkur." Einnig var í gær endurnýjaður styrktarsamningur við Mizuno, sem gerði þriggja ára samning i fyrra. Að sögn Halldórs Kjartanssonar framkvæmdastjóra Kj. Kjartansson- ar, umboðsfyrirtækis Mizuno, er verðmæti samningsins um þrjú til fjögur hundruð þúsund. GUÐMU í lelkjun er liölð Valur spilar og þjálfar í Danmörku VALUR lngimuiularson, iandsleikja- hæsti körfuknattleiksmaður íslands, og þjálfari og Ieikmaður Njarðvíkinga, hef- ur ákveðið að fiytja til Danmerkur þar sem honum bauðst vúma við að þjálfa og leika með 2. deildar liðið frá Oð- insvé. Vaiur fer utan í ágúsí. og mun fyrsta árið fara í að læra donskuna en síðan ætlar hann í skóia. Að sögn Vals er þetta gott tækifæri til að breyta um umhverfi og komast utan. Valur hefur spilað 16 ár i Úrvalsdeild- inni ogþaraf einuigþjalfaðí 8ár. Hann hefur leikið 159 leíki fyrir ísland og nær 160. gegn Skotum í dag. Þrjú íslandsmet Þrjú íslandsmet voru sleginn á fyrsta mótinu til íslandsmeist- ara í kvartmílu, sem fram fór á uppstigningardag. Keppt var í sex fiokkum og voru sett Islandsmet í öllum mótorhjóla flokkum, en það gerðu Unnar Már Magússon, Sigurð- ur Gylfason og Jóhann Jóhannsson, sem óku mismunandi útfærðum Suzuki mótorhjólum. Flokkur útbúinna götubíla var fjöl- mennur, en þar lagði Gunnlaugur Emilsson Grétar Jónsson að velli í úrslitum, en Brynjar Gylfason náði þriðja sæti. Ómar Norðdahl vann Eggert B. Samúelsson í flokki götu- - bíla og Torfi Sigurbjörnsson lagði Halldór Björnsson í flokki bfla með forgjöf. Sextán móthjólaökumenn mættu til leiks og kepptu í þremur mismunandi vélarflokkum. Keppt var eftir nýjum reglum um útbúnað hjólanna og voru öll eldri tekin af skrá, þannig að besti aksturstími í keppninni skapaði nýt met. Karl Gunnlaugsson og Jón Kr. Gunnars- son, báðir alvanir keppendur mætt- ust í úrslitum í flokki kraftmestu hjólanna. Þurfti aukaspyrnu til að knýja fram úrslit og sigur féll Karli í skaut. í sama flokki náði Sigurður Gylfason bronsverðlaunum og setti íslandsmet á tímanum 10.530 sek- úndum.. í flokki 750 cc mótorhjóla vann Jóhann Jóhannsson, en Arnar Árnarsson varð annar eftir að hafa sett íslandsmet á tímanum 11.02 sekúndum. í flokki 600 cc mótor- hjóla vann Unnar Már Magnússon og setti íslandsmet á tímanum 11.277. Hann vann Valgeir Péturs- son í úrslitum. „Nýju reglurnar urðu þess vald- andi að við settum íslandsmet, þó ég hafi t.d. átt betri aksturstíma áður í sama flokki", sagði Unnar Már í samtali við Morgunblaðið. „Það er búið að banna ýmsan bún- að, m.a. nítró innspýtingu fyrir öll hjól nema sérútbúinn. Þá má ekki vera með spyrnugrind né stífða fjöðrun. Þá verða mótorhjólin að vera í útliti eins og þau koma frá framleiðanda." Lái ÞESSIR •f-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.