Morgunblaðið - 31.05.1995, Síða 2
2 D MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ
ÚRSLIT
Ísland-San Marínó 90:62
Smáþjóðaleikamir í Lúxemborg, 30. maí
1995.
Gangnr leiksins: 2:6, 2:10, 12:17, 18:19,
23:21, 23:28, 25:32, 33:34, 35:36, 41:39,
60:41, 75:59, 82:55, 86:60, 90:62.
Stig íslands: Guðmundur Bragason 26,
Falur Harðarson 14, Valur Ingimundarson
12, Hinrik Gunnarsson 9, Guðjón Skúlason
8, Herbert Amarson 7, Marel Guðlaugsson
5, Hermann Hauksson 4, Jón Amar Ing-
varsson 3, Teitur Örlygsson 2.
Villur: 16.
Stig San Marínó: Rossini 13, Terenzi 13,
Terenzi 12, Molinari 10, Bonini 8, Lettoli
4, Terenzi 2.
Villur: 18.
Áhorefndur: 350.
B-ríðill:
Malta-Kýpur......................87:73
Skotfimi
Loftskammbyssa
1. Jean-Paul Schroeder, Lúxemb..659,4
2. David Chiarazzi, San Marínó....654,6
3. Jea-Paul Hurt, Lúxemb..........653,6
4. Hannes Tómasson................653,1
5. Vidal Isidoro Sanchez, Andorra.649,7
6. Ólafur Jakobsson..............648,9
7. Irena Panteli, Kýpur.........645,6
8. Nadia Marchi, San Marínó.....644,9
Opna franska mótiö í tennis:
Karlar, 1. umferð: Fernando Meligeni
(Brasilíu)sigraði Petr Korda(Tékklandi)6-4,
6-4, 6-4.
Marcelo Rios (Chile) sigraði Vincent Spadea
(Bandaríkjunum)6-4, 6-4, 6-7,(8-10)6-3.
Todd Woodbridge (Ástraliu) sigraði Marcelo
Filippini (Úrúgvæ)6-3,4-6,6-4,l-6,6-4.
Mikael Tillstrom (Svfþjóð) sigraði 4-Goran
Ivanisevic (Krótatíu)7-5,6-3,6-4.
6- Michael Chang (Bandaríkjunum) sigraði
Diego Nargiso (Italíu) 6-3, 6-4, 6-1.
Jacco Eltingh (Hollandi) sigraði Carl-Uwe
Steeb (Þýskalandi) 6-4, 6-2, 6-0.
16-Marc Rosset (Sviss) sigraði Richard
Fromberg (Ástralíu) 7-5, 5-7, 7-5, 7-6,
7- Sergi Braguera (Spáni) sigraði Patrick
Rafter (Ástralíu) 6-3, 6-1, 7-6, (7-3).
Adrian Voinea (Rúmeníu) sigraði Karol
Kucera (Slóvakíu) 6-2, 6-2, 6-3.
3-Boris Becker (Þýskalandi) sigraði Javier
Frana (Argentínu) 7-6, (8-6), 6-4, 6-3.
Byron Black (Zimbabve) sigraði Jan Apell
(Svíþjóð) 6-3, 3-6, 7-6, (7-5). 4-6, 10-8. -
Johan Van Herck (Belgfu) sigraði Olivier
Delaitre (Frakklandi) 6-1, 6-4, 7-6, (7-4).
Jared Palmer (Bandaríkjunum) sigraði Jak-
ob Hlasek (Sviss) 4-6, 3-6, 7-6, 6-4, 8-6.
Brett Steven (Nýja Sjálandi) sigraði Carsten
Arriens (Þýskalandi) 6-7, (6-8), 6-2, Arriens
hætti vegna meiðsla.
Marc Goellner (Þýskalandi) sigraði Andrea
Gaudenzi (Ítalíu) 6-3, 6-7, (4-7), 7-6, 6-4.
Emilio Alvarez (Spáni) sigraði Jean-Philippe
Fleurian (Frakklandi) 7-6, (7-4), 6-2, 7-6,
Amaud Boetsch (Frakklandi) sigraði Thom-
as Enqvist (Svíþjóð) 6-4, 6-3, 6-2.
Konur 1. umferð: 16-Naoko Sawamatsu
(Japan) sigraði Nathalie Herreman (Frakk-
landi) 6-4, 6-1.
Lea Ghirardi (Frakklandi) sigraði Mercedes
Paz (Argentfnu) 7-5, 6-1.
Conchita Martinez (Spáni) sigraði Sabine
Hack (Þýskalandi) 6-0, 6-0.
6-Magdalena Maleeva (Búlgariu) sigraði
Nicole Arendt (Bandaríkjunum) 6-3, 6-4.
Katarzyna Nowak (Póllandi) sigraði Kim-
berly Po (Bandaríkjunum) 6-2, 6-4
Paola Suarez (Argentínu) sigraði 13-Mary
Joe Fernandez (Bandaríkjunum) 6-4, 6-3.
Sabine Appelmans (Belgíu) sigraði Sandra
Cecchini (ltalíu) 6-3, 6-4.
Meike Babel (Þýskalandi) sigraði Stephanie
Rottier (Hollandi) 6-3, 6-4.
Catherine Mothes (Frakklandi) sigraði Mari
Werdel Witmeyer (Bandaríkjunum) 6-4.
6-1.
3-Mary Pierce (Frakklandi) sigraði Nicole
Bradtke (Ástralíu) 6-1, 6-3.
Julie Halard (Frakklandi) sigraði Alexandra
Fusai (Frakklandi) 2-6, 6-4, 6-3.
Miriam Oremans (Hollandi) sigraði Caroline
Dhenin (Frakklandi) 7-6, (7-2), 7-6, (7-4).
Catalina Cristea (Rúmeníu) sigraði 10-Nat-
asha Zvereva (Hvíta-Rússl.) 1-6, 7-5, 6-3.
Veronika Martinek (Þýskalandi) sigraði
Angelica Gavaldon (Mexíkó) 6-4, 6-4.
Nathalie Tauziat (Frakklandi) sigraði Yone
Kamio (Japan) 6-1, 6-2.
Joannette Krager (Suður Afríku) sigraði
Karin Kschwendt (Þýskalandi) 6-3, 6-4.
14-Amy Frazier (Bandaríkjunum) sigraði
Natalia Medvedeva (Úkraínu) 6-1, 6-0.
Knattspyrna
Spánn
Fyrri úrslitaleikur bikarkeppninnar:
Sporting Gijon - Deportivo Corana..0:2
- Javier Manjarin (20.), Julio Salinas (54.).
Tré varð að trú
í grein undirritaðs, RÖKRÉTT, í
blaðinu í gær var prentvilla. Þar
stóð, að af íslensku leikmönnunum
á HM í handknattleik, hefði aðeins
Geir Sveinsson, fyrirliði, haft í fullu
trú við andstæðingana. Þó Geir
hafí augljóslega haft mikla trú á
því sem hann var að gera í keppn-
inni, átti að standa i greininni:
...hafði í fullu tré við andstæðing-
ana. Beðist er velvirðingar á þess-
um klaufalegu mistökum.
Skapti Hallgrímsson.
1995
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1995 D 3
IÞROTTIR
IÞROTTIR
SMAÞJOÐALEIKARNIR I LUXEMBORG
Hrafnhildur Hannesdóttir braut blað í sögu tennis á íslandi á fyrsta degi í Lúxemborg
Fyrsti sigur íslands
á Smáþjóðaleikum
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar frá
Lúxemborg
HRAFNHILDUR Hannesdóttir
braut í gær blað i sögu tennis-
íþróttarinnar á íslandi er hún
varð fyrst til að sigra i tennis
á Smáþjóðaleikunum. Hrafn-
hildur sigraði stúlku frá Kýpur
í þremur settum og mætir sig-
urvegaranum frá síðustu leik-
um í dag.Hinir þrír keppend-
urnir frá íslandi töpuðu sínum
leikjum.
Hrafnhildur tapaði fyrsta settinu
6:7 og var 4:5 undir í því
næsta og staðan 0:30 í síðasta
leiknum og útlitið
því allt annað en
bjart því mótherjinn
þurfti aðeins að
vinna tvo bolta til
að hafa sigur. Þá hrökk allt í gang
og Hrafnhildur var kominn á hrað-
brautina. Hún sigraði 7:5 í settinu
og 6:1 í því næsta. En hvað gerð-
ist? „Ég veit það ekki. Mér fannst
ég leika vel allan leikinn, ég var
ekkert stressuð og lék af öryggi,
sótti mikið fram að netinu og það
gekk vel. Svo fékk ég mér banana,
kanski hann hafí gert útslagið!",
sagði Hrafnhildur alsæl eftir sigur-
inn.
í dag mætir hún stúlku frá Món-
akó, þeirri sömu og sigraði í tennis
á siðqstu leikum. „Ég hlakka mikið
til að leika við hana og ætla að
gera mitt besta,“ sagði Hrafnhildur.
íslandsmeistarinn Einar Sigur-
geirsson átti fyrsta leik fyrir íslands
hönd. Hann mætti Vicini frá San
Marínó og tapaði í tveimur settum,
6:1 og 7:6. Einar var að vonum
dálítið vonsvikinn, sérstaklega með
frammistöðuna í fyrsta settinu. „Ég
komst aldrei inn í leikinn. Ég er
ekki vanur að leika á svona velli
og hann nýtti sér það, lék hratt
þannig að ég átti ekki möguleika í
fyrsta settinu. í síðara gekk mér
mun betur og er ánægður með að
ég skildi ná að koma til baka og
ég var nærri því að vinna. Ég var
1:3 undir en komst í 5:4 og 6:5 og
var með settbolta. Ég setti ekki
nógu mikla pressu á hann þannig
að hann náði að svara öllu sem ég
gerði og því miður ö ■ ekki að sigra,“
sagði Einar.
Einar var kominn á mikið skrið
í síðara settinu og það hefði allt
getað gerst í oddasettinu hefði kom-
ið til þess. „Það hefði verið gaman
að fá þriðja sett því það var sterkt
hjá mér að koma sterkur í annað
settið eftir stórtapið í því fyrsta,
en því miður...“
Atli Þorbjörnsson tapaði einnig i
einliðaleiknum í gær og er úr leik,
en fyrirkomulagið er með þeim
furðulega hætti að sá sem tapar
leik er úr leik þannig að okkar
menn fengu aðeins einn leik, en
keppa reyndar einnig í tvíliðaleik.
Atli tapað fyrir Schembri frá Möltu
2:6 og átti aldrei möguleika enda
er kappinn talinn annar besti í þessu
móti. „Þetta sýnir okkur að við
verðum að fá fleiri tækifæri til að
keppa erlendis. Ég er búinn að æfa
mjög vel, en það dugar ekki að
koma á mót erlendist annað hvert
ár því leikreynslan skiptir svo miklu
máli í svona mótum,“ sagði Atli.
Stefanía Stefánsdóttir náði sér
ekki á strik frekar en strákarnir
og tapaði 1:6 og 2:6 fyrir stúlku
Guðmundur í
aðalhlutverki
Island sigraði San Marínó með 28 stigum
ISLENSKA karlaliðið i körfu-
knattleik sigraði slakt lið San
Marínó með 28 stiga mun,
90:62, í fyrsta leik sínum á
Smáþjóðaleikunum í Lúxem-
borg í gær. Það tók íslenska lið-
ið allan fyrri hálfleik að finna
rétta taktinn, var einu stigi und-
ir í hálfleik, 35:36. Guðmundur
Bragason var langbesti leik-
maður íslenska liðsins, gerði 26
stig í þær 20 mfnútur sem hann
var inn á vellinum.
Fyrri hálfleikur var afspymu slak-
ur að hálfu íslenska liðsins.
Leikmenn hittu illa og náðu ekki
saman sem liðsheild
ValurB. °R 'jést um van'
Jónatansson mat var að ræða.
skrifar frá Það var aðeins einn
Lúxemborg leikmaður sem héit
haus, Guðmundur Bragason. Þegar
tíu mínútur voru liðnar var staðan
18:19 og hafði Guðmundur þá gert
16 stig. Hann fór síðan útaf og þá
kom enn meiri losarabragur á leik
liðsins og San Marínó náði 7 stiga
forskoti þegar fjórar mínútur voru
tii leikhlés, 25:32. Guðmundur kom
aftur inn á og ísland náði að minnka
muninn niður í eitt stig fyrir hlé,
35:36, með því að spila pressuvöm.
í síðari hálfleik sýndi íslenska liðið
sitt rétta andlit, lék stífa pressuvöm
og hreinlega keyrði yfir andstæðing-
inn. Eftir fjórar mínútur var munur-
inn orðinn 10 stig, 49:39 og aldrei
spurning eftir það hvoru meginn sig-
urinn lenti. Þegar upp var staðið var
munurinn orðinn 28 stig, 90:62.
Eins og áður segir var Guðmundur
Bragason besti leikmaður íslands.
Auk þess að skora 26 stig tók hann
8 fráköst og stal boltanum tvisvar.
Falur Harðarson var heitur í seinni
hálfleik og' gerði þá fjórar þriggja
stiga körfur úr jafn mörgum tilraun-
um. A eðlilegum degi á íslenska liðið
að vinna San Marínó með fímmtíu
stiga mun og það má ekki við þvf
að vanmeta andstæðing sinn.
„Ég held að ferðaþreytan hafi
setið í okkur í fyrri hálfleik. Við
komum í gær úr níu tíma rútuferð
frá Lugano," sagði Guðmundur
Bragason. „Fyrri hálfleikur var mjög
slakur en við sýndum það í síðari
hálfleik að það er „karakter" í lið-
inu. Ég fann mig ágætlega í þessum
leik, enda er San Marínó ekki með
hávaxið lið og ég nýtti mér það
undir körfunni."
Torfi Magnússon, þjálfari, sagði
að strákamir hafi vanmetið San
Marínó í fyrri hálfleik. „En við kom-
um einbeittari til leiks í síðari hálf-
leik og þá var þetta aldrei spurning.
Það má kannski segja að við vorum
heppnir að fá svona léttan andstæð-
ing í fyrsta leik til að ná úr okkur
ferðaþreytunni.“
frá Möltu.
Keppt verður í tvíliðaleik í dag
og sagði Einar að hann teldi sig
og Atla eiga góða möguleika á að
ná lengra þar. „Atli er örvhenntur
og það setur dálitla pressu á mót-
heijana, sem ég veit reyndar ekki
enn hverjir veða. Við höfum náð
ágætlega saman að undanförnu og
ætlum okkur að standa okkur vel,“
sagði Einar. Stelpurnar eru einnig
bjartsýnar á að þeim takist að kom-
ast áfram enda er sjáifstraustið nú
komið í lag.
FOLK
■ TENNISKEPPNIN fer fram á
glæsilegum völlum rétt utan við
Lúxemborg. Þar eru fimm leirvellir
úti og inni eru einnig fimm vellir
með gerviefni á. Atli Þorbjörnsson
beið eftir því í gær að það færi að
rigna því hann vildi miklu frekar
leika á gerfiefninu en á grúsinni,
sagðist miklu sterkari og vanari
gerfiefninu.
■ TENNISFÓLKIÐ fór til Þýska-
lands 20. maí og æfði þar og keppti
einnig á móti hér í Lúxemborg og
þar náði Atli í aðra umferð.
■ EINAR Sigurgeirsson starfar
sem þjálfari í Malsch í Þýskalandi
og var landsliðið þar við æfíngar
fyrir Smáþjóðaleikana.
■ KÖRFUBOLTALIÐ karla kom
til Lúxemborgar rétt fyrir kvöldmat
á mánudaginn eftir langa og stranga
rútuferð frá Lúganó í Sviss. Fjaðra-
búnaður rútunnar bilað á Ieiðinni
þannig að bíllinn hallaði og var þá
gripið til þess ráðs að láta alla sitja
vinstra megin í bílnum. í þokkabót
varð bílstjórinn að aka varlega og
því tók ferðalagið níu klukkustundir
og bíllinn var mjög óþægilegur.
Menn voru því þreyttir við komuna
og slepptu setningarathöfninni.
■ BLAKARAR lentu í fyrsta æv-
intýrinu, því við komuna til Lúxem-
borgar lentu menn í miklum vand-
ræðum með að koma þjálfurum lið-
anna inn í landið. Tollverðir töldu
uppáskrift frá fulltrúum Búlgaríu
og Kína á Islandi fölsuð og vildu
ekki hleypa þeim Shao Zhanwen
og Zdravko V. Demirev inn í land-
ið. Eftir eina og hálfa klukkustund
fengu þeir þó að fara inn og landslið-
in verða því með þjálfara á bekknum.
■ JÓN Arnar Ingvarsson, körfu-
boltamaður meiddist á fingri í leikn-
um gegn San Marínó í gær. Hann
fór á sjúkrahús strax eftir fyrri hálf-
leikinn og kom þar í ljós að það
hafði sprungið bein í vísifíngri. Hann
keppir ekki meira á mótinu og er
væntalegur til Islands í dag.
■ KOLBEINN Pálsson, aðalfar-
arstjóri íslenska hópsins, afhenti
verðlaun í júdókeppninni í gær. Það
var vel við hæfi að hafa íslending
í því hlutverki vegna þess að ís-
lensku júdómennirnir unnu fimm af
átta gullverðlaunum sem í boði voru.
■ ÍSLENDINGAR hafa unnið flest
gullverðlaun eftir fyrsta keppnisdag-
inn á Smáþjóðaleikunum, eða fimm
talsins. Lúxemborg, Kýpur, Lic-
htenstein og Andorra hafa unnið
ein gullverðlaun hver þjóð.
■ HALLDÓR Hafsteinsson vann
fyrstu guilverðlaunin sem voru af-
hent á leikunum er hann sigraði í
-86 kg flokki. Islenski þjóðsöngurinn
var fluttur fimm sinnum í júdóhöll-
inni en í styttri útgáfu en við eigum
að venjast.
HRAFNHILDUR Hannesdóttir er fyrsti íslendingurlnn sem
sigrar í tennisleik á Smáþjóðaleikunum. Hún sigraðl stúlku
frá Kýpur og mætir sigurvegaranum frá síðustu lelkum í dag.
Fimm gull, eitt silf-
ur og eitt brons
jr
Islendingar í sviðsljósinu á júdókeppni leikanna
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar frá
Lúxemborg
ISLENDINGAR voru svo sann-
arlega í sviðsljósinu í júdó-
keppni Smáþjóðaleikanna í
gær. Þegar síðasta viðureignin
var búin var Ijóst að ísland hafði
hlotið fimm gullverðlaun, ein
silfur og ein brons, en keppt var
f átta flokkum. Strákarnir kom-
ust allir í úrslit og unnu allar
viðureignirnar nema eina og
Gígja Gunnarsdóttir hlaut
bronsverðlaun.
Halldór Hafsteinsson reið á vaðið
í gær er hann vann heima-
manninn Frana Rudi á stigum í -86
kílóa flokki. Halldór
skoraði vel á hann
og hafði betur þegar
tíminn rann út, sigr-
aði sem sagt á stig-
um. Árangur hans er góður því hann
meiddist fyrr í vetur og þetta var
„fyrsta æfingin í fimm vikur og ég
er því ekki í nokkru formi,“ eins og
Halldór orðaði það. „Það var gott
að vinna hann því þetta er eini
heimamaðurinn sem var í úrslitum
og dómararnir voru svona heldur
hliðhollir honum, en það kom ekki
að sök núna,“ sagði Hafsteinn, sem
var að vinna sín þriðju gullverðlaun
á Smáþjóðaleikum, en hann hefur
einnig fengið ein brosverðlaun og
ein silfurverðlaun.
Gígja Gunnarsdóttir var næst í
röðinni, en hún hafði tapað tveimur
glímum gegn stúlkunum sem kepptu
um gullverðlaunin. Húm glímdi því
um bronsið gegn stúlku frá Möltu
og hafði yfirhöndina allan tímann
og lagði hana að lokum á ippon. „Ég
hefði viljað gera betur í glímunni
Vernharð Þorlelfsson
gegn stelpunni frá Lichtenstein því
þá var ég yfir en tapaði svo á ipp-
on, en þetta er í lagi, ég fékk brons
núna eins og á Möltu,“ sagði Gígja.
Freyr Gauti Sigmundsson skoraði
grimmt á keppinaut sinn frá San
Marínó í -78 kílóa flokki og eftir
tæpar þijár mínútur hafði hann
fullnaðarsigur. „Þegar ég fór í gang
var þetta tiltölulega auðvelt,“ sagði
Freyr Gauti sem sagði gaman og
nauðsynlegt að taka þátt í svona
mótum þó svo sigurinn hefði verið
auðveldur.
Vernharð Þorleifsson kom gríð-
arlega ákveðinn í úrslitaglímuna og
hafði fullnaðarsigur eftir aðeins 28
sekúndur. „Það er gaman að taka
þátt í þessu móti þó það sé ef til
vill léttara en A-mótin sem maður
verður að keppa á. Það er gaman
að vinna og það lyftir manni dálítið
upp,“ sagði Vernharð sem bókstaf-
lega réðist að mótheija sínum og
náði strax á honum fastataki sem
hann losnaði ekki úr.
Eiríkur Kristinsson sigraði í -71
kílóa flokki. í úrslitum mætti hann
manni frá Möltu og var glíman löng
og ströng. Eiríkur náði að skora
kuko tvívegis en mótheijinn aðeins
einu sinni. Undir lokin sótti hann
nokkuð en Eiríkur varðist og hafði
sigur. „Það var mikill pressa á manni
að standa sig af því að hinir höfðu
staðið sig svo vel og maður varð að
fá gull,“ sagði Eiríkur sem vonast
til að krækja sér í fjórða gullið á
næstu Smáþjóðaleikum, á íslandi.
Vignir Stefánsson keppti til úr-
slita í 65 kg flokki en varð að játa
sig sigraðan þegar mótheijinn, sem
var frá Kýpur, skellti honum í gólfíð
eftir að Vignir hafði reynt fjórða
sinni að taka sama takið án árang-
urs. Kýpurbúar fögnuðu ógurlega
enda bjuggust þeir við sigri Vignis,
en hann féll harkalega á höfuðið í
glímu fyrr um daginn og var með
mikinn höfuðverk þegar í úrslitin var
komið.
Höskuldur Einarsson steig næstur
á stokk og keppti til úrslita vð Kýp-
veija í 60 kílóa flokki. Höskuldur
hafði sigur á ippon eftir þijár mínút-
ur. „Hann byijaði vel og skoraði
fljótlega á mig, en eftir að ég fann
veiku hliðina á honum og náði taki
þá var þetta í höfn,“ sagði Höskuld-
Hannes 0,5 stigum
frá bronsverðlaunum
Valur B.
Jónatansson
skrifar frá
Lúxemborg
Hannes Tómasson hafnaði í 4.
sæti í keppni með loftskamm-
byssu á Smáþjóðaleikunum í Lúx-
emborg í gær og var
aðeins 0,5 stigum frá
verðlaunsæti. Hann
var í sjötta sæti inn
í úrslit þar sem hann
náði besta skori allra átta keppend-
anna sem voru í úrshtum og hækkaði
sig upp í 4. sæti. íslandsmethafinn,
Ólafur Jakobsson, náði sér ekki á
strik og hafnaði í sjötta sæti. Þeir
hafa báðir lokið keppni á leikunum.
„Ég er ekki nógu ánægður með
árangurinn. Þessi árangur er meira
en tíu stigum lægri en ég hef verið
að ná á mótum heima. Ég er ánægð-
ur með frammistöðuna í úrslitunum
en það var bara aðeins of seint, en
það munaði ekki miklu að ég næði á
pall en að því stefndi ég,“ sagði Hann-
es Tómasson. „Ég byijaði að æfa
skotfinii fyrir þremur árum og þess
vegna get ég vel við unað. Eg hef
æft nánast daglega frá því í nóvem-
ber. Nú er bara að æfa meira og
koma enn sterkari til leiks næst,“
sagði Hannes.
Ólafur var ekki ánægður enda langt
frá sínu besta. „Þetta var lélegur
árangur og einn af þessum dögum þar
sem ekkert gengur upp. Þetta er mun
lægra en ég hef náð á mótum undanf-
arið. Það er bara að bíta á jaxlinn og
gera betur næst,“ sagði Ólafur.
Skotkeppnin fer þannig fram að
fyrst eru sex umferðir þar sem hver
keppandi fær 10 skot í hverri umferð
þar sem mest er hægt að fá 100 stig.
Átta bestu eftir undankeppnina halda
áfram í úrslit þar sem hver keppandi
fær tíu skot og er þá mest hægt að
fá 10,9 stig fýrir hvert skot. Eftir
undankeppnina var Hannes í 6. sæti
með 556 stig, en besti árangur hans
er 569 stig. I úrslitunum náði hann
96,1 stigi og samtals 652,1 stigi.
Hann var með besta skorið í úrslitun-
um ásamt Davide Chiaruzzi frá San
Marínó, en hann varð í 2. sæti. Ólaf-
ur var með 553 stig eftir undankeppn-
ina, en til samanburðar er íslandsmet
hans 576 stig. Hann var áttundi inn
í úrslit og fékk þar 95,9 stig og hopp-
aði upp um tvö sæti í það sjötta með
samtals 648,9 stig.
Smáþjóðleikarnir á Islandi 1997
Siglingar
og fimleikar
Smáþjóðaleikar Evrópu verða
næst á íslandi, eftir tvö ár.
Nú þegar er undirbúningur að leik-
unum hafinn og hefur sérstök nefnd
verið skipuð til að undirbúa leikana.
Sex manna sendinefnd frá Reykja-
víkurborg er hér í Lúxemborg til að
fylgjast með framkvæmd og skipu-
lagningu leikanna. Þeir eru: Steinunn
V. Óskarsdóttir, formaður ÍTR,
Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri
ÍTR, Jóhannes Óli Garðarsson, vall-
arstjóri Laugardalsvallar, Jón Magn-
STEPANÍA Stefánsdóttir, ís-
landsmeistari í tennis, er meðal
keppenda á Smájþjóðaleikunum
í Lúxemborg. Hún kemur úr
mikilli íþróttafjölskyldu. Hún
er dóttir Stefáns Eggertssonar,
formanns Tennissambandsins
og fyrrum knattspymumanns
úr Fram. Systkini hennar þijú
eru einnig í landsliðum íslands
en ekkert þeirra í sömu íþrótta-
g'ein eða sama íþróttafélag-i.
Stefanía er í Þrótti, Ólafur
bróðir hennar (22 ára) er
landsliðsmaður í handknattleik
og leikur með Val, Eggert (16
ára) er í Fram og er í unglinga-
landsliðinu í knattspymu og
Jón (12 ára) er í KR í körfu-
knattieik og hefur verið valinn
i sérstakan úrvalshóp unglinga
„Það er mikill íþróttaáhugi í
fjölskyldunni og það er fátt
annað sem kemst að og íþróttir
eru aðal umræðuefnið á heimil-
inu. Foreldrar okkar, Stefán
og Ingigerður Jónsdóttir, hafa
mikinn áhuga á íþróttum og
hafa þvi hvatt okkur til að æfa
íþróttir,“ sagði Stefanía. „Ég
veit ekki hvers vegna við fórum
öll í sitt hvora íþróttagreinina,
það bara æxlaðist svona. Ég
hefði alveg eins getað hugsað
mér að fara í handbolta eða
fótbolta, en tennis er spennandi
grein og ég sé ekki eftir að
hafa vaíið hana,“ sagði Stefan-
ía.
ússon, starfsmaður Laugardalsvall-
ar, Pétur Kristjánsson, tæknistjóri
ÍTR og Stefán Konráðsson, skrif-
stofustjóri ÍSÍ.
Venjan er að mótshaldarar fá að
velja tvær greinar á Smáþjóðaleikum
og hefur nú þegar verið ákveðið að
á íslandi verði keppt í í siglingum
og fimleikum og koma þær greinar
í staðinn fyrir hjólreiðar og skotfími.
Lichtenstein, sem heldur leikana
1999, er búið að ákveða að þar verði
keppt í skvassi í stað körfuboltans.
Tap gegn
San Marínó
Kvennalandsliðið í blaki tapaði
naumlega, 2:3, fyrir San Marínó
í fyrsta leiknum í gær. íslensku stúlk-
umar unnu fyrstu hrinuna 16:14, töp-
uðu þeirri næstu 3:15 en höfðu 15:13
sigur í þeirri þriðju. San Marínó vann
fjórðu hrinuna 7:15 og oddahrinuna
12:15.
íslenska karlaliðið tapaði illa fyrir
Kýpur í fyrsta leik sínum í gær. Kýp-
ur vann 3:0 og tók leikurinn aðeins
57 mínútur. Fyrsta hrinan endaði
1:15, sú næsta 10:15 og síðasta 4:15
og áttu íslensku strákamir varla
nokkra möguleika gegn Kýpur.
Kvennalandsliðið í
knattspyrnu gegn
Svíum í kvöld
KRISTINN Björnsson landsliðsþjálfarí
hefur valið lið til að leika vináttuleik
gegn Svíum, sem fram fer á Kópavog-
svelli klukkan 20 í kvöld. Það voru
Sviar sem fóru fram á að fá leik gegn
islenska liðinu og buðust'til að borga
fyrir sig allan kostnað. KSÍ tók því
boði með þökkum enda góður undir-
búningur fyrir 20 ára og yngri landslið-
ið sem fer á Norðurlandamótið í knatt-
spyrnu í Finnlandi I ágúst.
Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir:
Markverðir: Sigríður F. Pálsdóttir,
KR, Lovísa Hilmarsdóttir, Grindavík,
Aðrir leikmenn: Margrét Ólafsdóttir,
Breiðabliki, Helga Ósk Hannesdóttir,
Breiðabiiki, Ásthildur Helgadóttir,
Breiðabliki, Erla Hendriksdóttir,
Breiðabliki, Ásgerður H. Ingibergs-
dóttir, Val, Hjördís Símonardóttir, Val,
Kristbjörg Ingadóttir, Val, Gréta
Guðnadóttir, Stjörnunni, Katrin Jóns-
dóttir, Sljörnunni, Guðlaug Jónsdóttir,
KR, Anna Lovísa Þórsdóttir, KR, Erla
Dögg Sigurðardóttir, Maridal Svíþjóð,
Ingibjörg H. Ólafsdóttir, ÍA, Áslaug
Ákadóttir, í A. Breytingar eru á hópn-
um þar sem nokkrir leikmenn eru að
keppa með körfuboltalandsliöinu á
Smáþjóðaleikunum í Luxemborg, til
dæmis Olga Færseth og Inga Dóra
Magnúsdóttir úr KR.
Erla Dögg er ný í hópnum en að
sögn Kristins hefur enginn frá KSÍ séð
hana þar sem hún hefur spilað í Sví-
þjóð og ekki vitað til þess að hún hafi
leikið hér á landi. Það var hinsvegar
aðstoðarþjálfarí sænska landsliðsins
sem sá hana spila og mælti með henni
en sjálfsagt þótti að athuga þetta efni.
Ivanisevic úr leik
á Opna franska
KRÓATINN Coran Ivanisevic sem er
fjórði á heimslista tennismanna féll úr
leik í fyrstu umferð fyrir óþekktum
Svía, Mikael Tillstrom, 7-5,6-3 og 6-4.
„Ef ég ætti þess kost að hætta tennisiðk-
un þá myndi ég gera það núna,“ sagði
Ivanisevic og bætti við: „Þetta er versta
tap mitt á ferlinum.“ Tillström var fyr-
ir mótið í 131. sæti heimslistans. Annar
þekktur kappi, Peter Sampras, lenti í
kröppum dansi í viðureign sinni við
minm spámann í íþróttinni Cilbert
Schaller frá Ástralíu, en bjargaði sér
fyrir horn á mistökum Shallers í lokin.
NBA beint á Stöð 2
BEINAR einar útsendingar frá úrslita-
keppni NBA deildarinnar í körfuknatt-
leik hefjast á Stöð 2 í nútt kl.01:00 með
leik San Antonio Spurs og Houston
Rockets og sólarhring síðar með leik
Orlando Magic og Indiana Pacers. Er
þar um að ræða sjöttu viðureignir I
báðum tilfellum. En dagskráin er sem
hér segir:
Vesturdeild:
6. leikur fímmtudaginn l.júní kl.01:00
7. leikur laugardaginn 3.júni óvisstími
Austurdeild:
6. leikur föstudaginn 2. júní kl.01:00
7. leikur sunnudaginn 4.júní kl. 23:00
Úrslitaleikir:
l.leikur miðvikudaginn 7.júní kl.01:00
2.1eikur föstudaginn 9.júní kl.01:00
3. leikur sunnudaginn ll.júní kl.ll:30
4. leikur miðvikudaginn 14.júní kl.01:00
5. leikur föstudaginn 16.júní kl.01:00
6. leikur sunnudaginn 18.júní kl.ll:30
7. leikur miðvikudaginn 21. júní kl.01:00
Úrslitaleikirnir geta hugsanlega aðeins
orðið íjórir, en mest sjö eins og getið er
um að ofan því það lið sigrar sem fyrr
vinnur ijóra leiki.
Péturkeppirekki
á Smáþjóðaleikunum
PÉTUR Guðmundsson, íslandsmeistari
i kúiuvarpi, keppir ekki á Smáþjóða-
leikunum i Lúxemborg eins ogtil stóð
en keppni í fijálsíþróttum á leikunum
hefst í dag. Pétur, sem hefur æft í
Bandaríkjunum að undanförnu, er
meiddur á fingri og verður frá í óá-
kveðinn tíina.