Morgunblaðið - 31.05.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.05.1995, Blaðsíða 1
B L A ALLRA LANDSMANNA fKmcgmilA^St^ 1995 MIÐVIKUDAGUR31. MAI BLAÐ D SMAÞJOÐALEIKARNIR í LUXEMBORG Piltarnir tilbúnir í slaginn gegn Svíum ÍSLAND og Svíþjóð mætast í Evrópukeppni U-2 ls árs landsliða í Sunds val l í dag og var gott hljóð i Herði Helgasyni, þjálfara íslenska liðsins, þegar Morgunblaðið rætldi við hann f gærkvöldi. „ Við erum t ilbúnir í slaginn og eigum mögu- leika ef við náuin góðri stemmningu þó Sviar séu alltaf sterkir," sagði hann. íslenska liðið tapaði þremur fyrstu leikjum sínum undir stiórn Gústafs Bjðrnssonar og Ásgeirs Elíassonar sl. haust en Hörður stjórnar st rákunum í fyrsta sinn í Evr ópukeppninni í dag. Hann sagðist lítið vita um sænska liðið en sér hefði verið sagt að það væri að mestu skipað sömu m önnu m og léku gegn Íslandi í Hafnarfirði í f yr ra haus t. Hörður tilkynnti byrjunarliðið í gærkvöldi og leggur upp méð leikaðfer ðina 4-3-8 en þessir hefja I eikiun: MarkvSrður: Árni Gautur Arason. Vamar- menn: Sturlaugur Haraldsson, óskar Hrafn Þor- valdsson, Pétur Marteinsson, Hermann Hreið- arsson. Miðjumenn: Auðun Helgason, Páhni Haraldsson, Lárus Orri Sigurðsson. Sóknar- menn: Kári Steinn Reynisson, Eiður Smári Guðjohnsen, Rútur Snorrason. Varamenn: Atli Knútsson, Sigurður Orn Jónsson, Tryggvi Guð- mundsson, Kristinn Lárusson og ívar Bjarklind. Kvennalandsliðið í handknattleik á mót í Kanada KRISTJÁN Halldórsson landsliðsþjálfari hefur valið hópinn sem fer til Kanada 19. júní næst- komandi og tekur þátt í alþjóðlegu móti með Kanada, Bandarikjunum, Frakk tandi og liklega Dönum. Mótið er mikið til hugsað sem imdirbún- ingur fyrir lið Bandar í kjanna og Kanada fyrir Ólympí uleikana í Atlanta og heimsmeistara- keppnina í Austurríki. Eftirfarandi leikmenn skipa liðið: Fanney Rúnarsdóttir, Gróttu, Hjördís Guð- mundsdóttir, Vikingi, Sóley Haraldsdóttir, St jörnunni, Svava Sigurðardóttir, Víkingi, Þór- unn Garðarsdóttir, Fram, Halla Maria Helga- dóttir, Víkingi, Laufey Sigvaldadóttir, Stiðrn- unni, Auður Hermannsdóttir, Haukum, Brynja Steinsen, KR, Herdís Sigurbergsdóttir, Stjörn- unni, Andrea Atladóttir, ÍBV, Inga Fríða Tryggvadóttir, St jörnunni, Heiða Erlingsdóttir, Víkingi, Hulda Bjarnadóttir, Haukum, Berglind Ómarsdóttir, Fram og Guðný Gunnsteinsdottir, Stjörnunni. Þórunn Garðarsdóttir er ný í I íópmun og einnig koma inn nýjar frá Danmör ku Auður Hermannsdóttir og Hulda Bjarnadóttir úr Haukum. Með liðinu fara einnig dómararnir frá Akranesi, Sigurgeir Sveinsson og Gunnar Viðarsson, sem eru alþjóðlegir dómarar og fá þarnagoðareynslu. Sigursælir júdómenn ÍSLENSKU júdómennirnir voru í sviðsljósinu á Smáþjóða- leikunum í Lúxemborg í gær, sigruðu í fimm greinum, urðu í öðru sæti í einni og í þriðja sæti í annarri. Á myndinni er Eiríkur Kristinsson annar til vinstri á verðlaunapallinum en hann sigraði í -71 kílóa flokki. í úrslitum mætti hann manni frá Möltu og var glíman löng og ströng. Eiríkur náði að skora kuko tvívegis en mót- herjinn aðeins einu sinni. Undir Jokin sótti hann nokkuð en Ei- ríkur varðist og hafði sigur. „Það var mikill pressa á manni að standa sig af því að hinir höf ðu staðið sig svo vel og maður varð að fá gull," sagði Eiríkur. KNATTSPYRNA Þórður frá í sex vik- ur vegna meiðsla Fimm guil...3D ÞÓRÐUR Guðjónsson, landsliðsmaður í knatt- spyrnu, missir enn úr vegna meiðsla. Þórður Guðjónsson fór í upp- skurð í gær vegna meiðsla á hægra hné en sparkað var í hann á 90. mínútu í leik Bochum og Uerdingen um helgina. Boc- hum tapaði 2:1 og gerði Uerding- en sigurmarkið þegar Þórður lá utan vallar en úrslitin gerðu það að verkum að Bochum er fallið úr efstu deild. Þórður fékk mjög góða dóma fyrir umræddan leik rétt eins og fyrir leikinn þar á undan sem var gegn Stuttgart en í bæði skiptin lék hann á miðjunni. „Þetta eru tveir bestu leikir mínir með liðinu og það er svekkjandi að lenda í þessu enn einu sinni," sagði Þórð- ur við Morgunblaðið í gær. Hann meiddist á vinstri ökla á páskadag í fyrra, átti í meiðslunum allt árið og fór í aðgerð í desember. Hann æfði vel og virtist vera búinn að ná sér en meiðslin tóku sig upp í æfingaferð á Spáni um mánaðar- mótin janúar febrúar. Nýtt endur- hæfingartímabil hófst og um síð- ustu mánaðarmót var hann til í slaginn á ný en náði aðeins fjórum leikjum. „Eg hlýt að vera búinn að taka út kvótann," sagði Þórður sem var valinn til að leika með U-21s árs landsliðinu í Evrópu- keppninni gegn Svíum í kvöld en gat ekki farið til Svíþjóðar og ligg- ur þess í stað heima hjá sér í Þýskalandi. Hann sagði samt að ekki þýddi að örvænta og næsta skref væri að byggja sig upp fyr- ir komandi tímabil en hann yrði frá í sex vikur. „Bochum á eftir að leika tvo leiki í deildinni en svo kem ég heim til íslands í þriggja vikna frí áður en undirbúningur- inn fyrir næsta tímabil hefst 10. júlí. Ég var fyrsti leikmaðurinn til að ganga frá samningi við fé- lagið fyrir næsta ár en ákveðið hefur verið að byggja upp nýtt lið og er gert ráð fyrir að 12 leik- menn fari frá Bochum." KNATTSPYRNA: LANDSLEIKURINN GEGN SVÍUM í STOKKHÓLMIÁ MORGUN / D4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.