Morgunblaðið - 03.06.1995, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ1995 C 3
aine Paige, sem verður í hlutverkinu
langt fram á haust, var kölluð upp
hvað eftir annað enda sannkölluð
stórstjama.
Grease og fleiri
söngleikir
í Albery við St Martin’s Lane
er verið að sýna söngleikinn Five
Guys Named Moe.
I Cambridge Theatre verður
söngleikurinn Fame sýndur frá 16.
júní.
Grease hefur gengið nokkuð
lengi í Dominion á horni Totten-
ham Court Road og Oxford Street.
Miss Saigon og Vesalingarnir
(Les Misérables) eftir Boublil og
Schönberg hafa gengið árum saman
í Drury Lane Theatre og Palace
við enda Shaftesbury Avenue. Ves-
alingamir voru sýndir fyrir örfáum
ámm í Þjóðleikhúsinu.
The Rocky Horror Showhefur
nýhafið göngu sína í Duke of
York’s en uppfærslan er of mannfá
og of lítið lagt í hana til að ég
mæli með henni við íslenska ferða-
menn í London. Enda verður Rocky
Horror sett upp í Borgarleikhúsinu
í júlí í sumar.
Oliver er hins vegar meira en
þess virði að sjá í London Pallad-
ium rétt við Oxford Street. Hin
nýja uppfærsla Cameron Mackint-
osh er jafnvel betri en gamla upp-
færslan sem gekk ámm saman í
London eftir að myndin var gerð.
Einnig má nefna Blóðbræður
(Blood Brothers), söngleik sem
sýndur var hér nýlega og söngleiki
um tónlistarmenn, Buddy um
Buddy Holly, sem óhætt er að
mæla með, og Only the Lonely
um Roy Orbison, sem er aðeins
fyrir harða Orbison-aðdáendur.
Ain’t Misbehavin’ er með tónlist
Fats Wallers, svo eitthvað er á boð-
stólum fyrir djassista. Um Copaca-
bana eftir Barry Manilow er best
að hafa sem fæst orð.
Áhersla á
Verdi-óperur
í sumar verður lögð mikil áhersla
á óperur eftir Verdi í Konunglegu
óperunni (Royal Opera House) í
Covent Garden. Settar verða upp
eftirfarandi óperur eftir hann: Stiff-
elio, Un ballo in maschera, I due
Foscari, La traviata, Simon Bocc-
anegra og Aroldo (konsertupp-
færsla). Helstu ballettar sem verða
á íjölunum em Giselle og Þyrnirós
(The Sleeping Beauty). Konunglegi
danski ballettinn er með tvær sýn-
ingar á Caroline Mathilde og Hin
konunglega danska ópera með eina
sýningu á The Love for Three Or-
anges eftir Prokofiev um mánaða-
mótin ágúst-september.
Kristján í
Grímudansleik
Það sem hlýtur að vekja áhuga
íslendinga sérstaklega er að Krist-
ján Jóhannsson syngur í Grímu-
dansleik (Un ballo in maschera)
14., 17., 19. og 22. júní. Það er oft
uppselt á óperusýningar og best að
tryggja sér miða með góðum fyrir-
vara. Samt er venjulega hægt að
ná í einhveija miða samdægurs,
annaðhvort ódýra miða á efri svöl-
um eða í stæði niðri, sérstaklega
ef fólk er tilbúið að standa í röð
snemma að morgni sýningardags
við miðasöluna sem opnar kl. 10
(venjulega þarf að mæta í röðina
mun fyrr). Aðeins er hægt að fá
einn miða fyrir hvern sem er í röð-
inni.
Enska þjóðaróperan (The Engl-
ish National Opera - Coliseum)
er einnig með óperusýningar en
ókosturinn er sá að allt er sungið
á ensku. Þeir bjóða iðulega til sölu
miða á hálfvirði á Leicester Square
samdægurs. Meðal gesta í Colise-
um í sumar verða Hinn konunglegi
sænski ballett, sem mun dansa Don
Quixote eftir Rudolf Nureyev 4.-8.
júlí og hinn heimsfrægi Kirov-ball-
ett frá Rússlandi sem verður í Lond-
on 10. júlí-12. ágúst. Þeir dansa
átta balletta, marga þeirra þekkt-
ustu í danssögunni.
Auðvelt að panta
Ef þið hafið áhuga á að fá miða
í leikhús í London er auðveldast að
panta í gegnum síma og borga með
greiðslukorti. Handbærar þurfa að
vera upplýsingar um tegund korts-
ins, númer, gildistíma, nafn þess
sem skráður er fyrir kortinu og
heimilisfangið sem reikningurinn
er sendur á. Jafnframt þarf sá sem
pantar símleiðis að geta stafað
þessar upplýsingar á ensku fyrir
sölumanninum á hinum enda lín-
unnar.
Það er auðveldara að fá miða á
sýningar í miðri viku en um helgar
og sennilega erfíðast að fá miða
þegar ferðamannatímabilið í Lond-
on stendur sem hæst, en ég hef
sjaldan lent í vandræðum með að
fá miða, jafnvel samdægurs, nema
á allravinsælustu söngleiki. Upplýs-
ingar um símanúmer fást í London
Theatre Guide sem er gefin út viku-
lega og fæst ókeypis á stærri hótel-
um og í flestum leikhúsum, í Time
Out og svipuðum tímaritum og svo
í upplýsingabæklingum frá miða-
söluaðilum (dæmi er The Independ-
ent Guide to London Shows gefinn
út af Rakes á Shaftesbury Avenue).
Einnig bjóða mörg hótel upp á þá
þjónustu að panta miða fyrir gesti,
en það er auðvitað dýrara og þann-
ig hafa gestir minni áhrif á val á
sætum.
Ódýrir miðar
Miðar geta verið mjög misdýrir
á sömu sýningu og fer það eftir
hvar setið er í salnum. Oftast bæt-
ist við eitthvert bókunargjald ef
greitt er með greiðslukorti í gegn-
um síma. Einnig eru í boði betri
miðar á hálfvirði á sýningar sam-
dægurs í smáhýsi á syðri kanti
Leicester Square. Opið er mánu-
daga til laugardaga frá 2.30 til 6.30
og frá kl. 12.00 þá daga sem leik-
rit eru sýnd eftir hádegi (venjulega
annað hvort miðvikudaga, fimmtu-
daga eða laugardaga). Athugið að
afsláttarmiðana verður að greiða
með reiðufé og á þá leggst tveggja
punda þjónustugjald. Athugið að
algjör undantekning er að sýnt sé
á sunnudögum.
Fleiri greinar um einstaka höf-
unda, leikrit, leikara og sýningar
munu birtast á næstu vikum.
Fagrnannlegur
flutningur
TONLIST
Fclla- og Hólakirkja
EINSÖNGSTÓNLEIKAR
John Speight og Sveinbjörg Vil-
hjálmsdóttir fluttu verk eftir Schu-
bert, Vaughan-Williams og fjóra
negrasálma. Fella- og Hólakirkja
miðvikudaginn 31. maí, 1995.
TÓNLISTARDÖGUM Fella- og
Hólakirkju lauk með þessum tón-
leikum, en hugmyndin, að kirkjan
sjálf hafi frumkvæði að tónleika-
haldi er góð og þó aðsókn væri
minni en æskilegt væri, þá má
ekki leggja árar í bát, því Fella-
og Hólakirkja er gott tónleikahús.
Listamennirnir hófu tónleikana
með átta ljóðasöngvum eftir Schu-
bert (1797-1828), fjórum við kvæði
eftir Mayrhofer og jafnmörgum við
kvæði eftir Goethe. I efnisskrá eru
lögin merkt með ópusnúmeri en sú
merking er ekki rétt, sé miðað við
hvaða ár Schubert samdi þessi
snilldarverk sín. Op. 1, Álfakóngur-
inn, er saminn 1815 síðla árs en
til eru lög samin á vordögum 1811
og þá var Schubert á 15. ári. Fyrsta
Goethe-lagið sem John Speight
flutti, Scháfers Klagelied, er samið
1814. Næturljóð ferðamanns er til
í tveimur útgáfum eftir Goethe og
er það fyrra samið 1815 en Uber
allen Gipfeln ist Ruh níu árum síðar
(1824). Rastlose Liebe er op. 51
(ekki 5 nr. 1, eins og stendur í efnis-
skrá) og er samið 1815. Flest lögin
eftir Schubert, sem John Speight
flutti að þessu sinni, teljast því til
æskuverka Schuberts og mörg
þeirra eru frekar lítt þekkt. John
Speight og Sveinbjörg Vilhjálms-
dóttir fluttu þessi frábæru verk vel
og a'f kunnáttu.
Næst á efnisskránni var laga-
flokkurinn Song of Travel, eftir
Vaughan-Williams, við kvæði eftir
skoska skáldið Robert Louis Stev-
enson. Þessir frábæru söngvar
voru sérlega vel fluttir og þarna
var John Speight heima, sem hvað
best kom fram í fyrsta laginu The
Vagabond og ekki síður í hinu
myndræna The Roadside Fire, svo
tvö af frægustu lögum þessa laga-
flokks séu nefnd.
Tónleikunum lauk með fjórum
negrasálmum og eins og fyrri verk-
in voru þeir fagmannlega fluttir.
Til að finna að, var píanóið oft nokk-
uð sterkt og er þar líklega mest um
að kenna sterkri enduróman kirkj-
unnar, frekar en að ógætilega hafi
verið farið um nótur píanósins, en
Sveinbjörg lék mjög vel, sérstaklega
í lagflokki Vaughans-Williams.
Jón Ásgeirsson
GUNNAR R. Bjarnason við eina mynda sinna, Bleikan jökul
Olía og pastel í SPRON
UM þessar mundir stendur yfir
málverkasýning Gunnars R.
Bjarnasonar í Sparisjóði
Reykjavíkur og nágrennis að
Álfabakka 14 í Breiðholti.
Á sýningunni eru 26 verk,
olíu og pastelmyndir. Gunnar
er löngu kunnur sem leik-
myndahönnuður og hefur
hannað fjölda leikmynda fyrir
Þjóðleikhúsið og önnur leik-
hús.
Jafnframt starfi sínu við
hönnun hefur Gunnar ávallt
unnið að myndlist og er þetta
fimmta einkasýning hans á mál-
verkum, Gunnar hefur einnig
tekið þátt í nokkrum samsýn-
ingum myndlistarmanna.
Sýningin er opin frá mánu-
degi til föstudags kl. 9.30-16.
Nú fer í hönd síðasta sýningar-
vika og lýkur sýningunni föstu-
daginn 9. júní.
Sumartónleikar
Vox Feminae
SUMARTÓNLEIKAR Vox Feminae verða haldnir á annan í hvítasunnu kl.
20.30 í Seltjamareskirkju. Einsöngvarar á tónleikunum eru Guðrún Jónsdótt-
ir sópran, Björk Jónsdóttir sópran og Jóhanna V. Þórhallsdóttir alt.
Ásta Páls í
Bláa lóninu
MÁLVERKASÝNING Ástu Páls
verður opnuð á hvítasunnudag kl.
14 í Veitingahúsinu við Bláa lónið.
Þetta er fímmta einkasýning
hennar en hún hefur einnig tekið
þátt í mörgum samsýningum,
heima og erlendis. Sýningin stend-
ur fram eftir sumri.
Vox Feminae er hópur sem starf-
ræktur er innan Kvennakórs Reykja-
víkur og hefur einbeitt sér að eldri
tónlist, sérstaklega kirkjutónlist. Á
tónleikunum verður flutt messa eftir
Mozart fyrir fjögurra radda kvenna-
kór, einsöngvara og strengjasveit,
auk veraldlegra verka eftir Mozart.
Hljóðfæraleikarar em Hildigunnur
Halldórsdóttir 1. fiðla, Ágústa Jóns-
dóttir 2. fíðla, Ólöf Sesselja Óskars-
dóttir knéfiðla og Svana Víkingsdótt-
ir píanó/orgel.
Stjómandi á tónleikunum er Mar-
grét J. Pálmadóttir.