Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 2
2 D LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ URSLIT SMAÞJOÐALEIKARNIR I LUXEMBORG Smáþjóðaleikarnir ísland - Lúxemborg 86:95 Undanúrslitin í körfuknattleik, föstudaginn 2. júní 1995. Gangur leiksins: 0:2, 4:9, 11:16, 19:18, 24:27, 36:29, 42:36, 42:41, 44:49, 46:55, 50:63, 54:67, 62:72, 69:76, 69:82, 78:84, 84í85; 86:90, 86:95. Stig Islands: Teitur Örlygsson 23, Guðjón Skúlason 16, Guðmundur Bragason 15, Falur Harðarson 12, Valur Ingimundarson 6, Hermann Hauksson 6, Herbert Amarson 3, Jón Kr. Gíslason 3, Hinrik Gunnarsson 2. Stig Lúxemborgar: Wilson 24, Schiltz 19, Horsmans 15, Wolter 11, Maas 8, Feyder 8, Adam 6, Boever 4. Dómarar: Hainaut frá Belgíu og Micaleff frá Möltu. Sá fyrmefndi var ágætur en hinn ömurlegur. Villur: ísland 22 - Lúxemborg 23. ■Kýpur vann San Marínó 87:51 í hinum undanúrslitaleiknum þannig að við leikum um þriðja sætið við San Marínó en Kýpur og Lúxemborg leika til úrslita. Ahorfendur Tæplega 1.000 ísland - Lúxemborg 54:81 Úrslitaleikur kvenna: Gangur leiksins: 6:9, 19:24, 32:35, 36:45, 40:52; 44:62, 47:69, 54:81. Stig Islands: Olga Færseth 13, Anna Dís Sveinbjörgsdóttir 9, Anna María Sveinsdótt- ir 8, Björg Hafsteinsdóttir 7, Helga Þor- valdsdóttir 6, Hanna Kjartansdóttir 4, Elísa Vilbergsdóttir 3, Inga Dóra Magnúsdóttir 2, Lánda Stefánsdóttir 2. Sund KONUR: 50 m skriðsund: 1. Eydís Konráðsdóttir...........28,39 2. Boucouillon, Mónakó...........28,75 3. Zeig, Lúxemborg...............28,79 200 m bringusund: 1. Grulms, Lúxemborg......... 2.47,60 2. Ioannou, Kýpur..............2.47,85 3. Bima Bjömsdóttir............2.50,13 4. Lára Hmnd Bjargardóttir.....2.50,98 200 m skriðsund: 1. Michaelidou, Kýpur..........2.10,80 ■Mótsmet. 2. Zarma, Kýpur................2.10,88 3. Hildur Einardóttir..........2.11,34 7. Sigurlín Garðarsdóttir......2.16,37 4x100 m fjórsund 1. ísland......................4.32,15 ■íslandsmet og mótsmet. Sveitina skipuðu Eydís Konráðsdóttir, Berglind Daðadóttir, Elín Sigurðardóttir og Hiidur Einarsdóttir. 2. Lúxemborg...................4.41,03 3. Kýpur.......................4.41,89 KARLAR: 50 m skriðsund: 1. Michaelides, Jýpur............24,42 2. Logi Jes Kristiánsson.........24,52 3. Magnús Már Olafsson...........24,75 200 bringusund: 1. Verdino, Mónakó.............2.21,60 2. Magnús Konráðsson...........2.24,78 ■Persónulegt met. 3. Ruiz, Andorra...............2.26,34 4. Óskar Guðbrandsson..........2.26,51 200 m skriðsund: 1. Amar Freyr Ólafsson.........1.53,96 ■Persónulegt met. 2. Stoltz, Lúxemborg...........1.54,49 3. Magnús Már Ólafsson.........1.55,26 4x100 m fjórsund: 1. ísland......................3.55,82 ■íslandsmet og nýtt mótsmet. Sveitina skipuðu Logi Jes Kristjánsson, Magnús Konráðsson, Magnús Már Ólafsson og Am- ar Freyr Ólafsson. 2. Lúxemborg....................4.01,08 3. Mónakó.......................4.03,49 Frjálsíþróttir 5.000 m hlaup kvenna: 1. Martha Emstsdóttir..:.......16.19,31 2. Daniele Kaber, Lúxemborg....16.29,67 3. Carol Galea, Möltu..........16.47,30 7. Fríða Rún Þórðardóttir......18.09,42 110 m grindahlaup karia: Prodromos Katsantonis, Kýpur......13,97 ■Mótsmet. 2. Thierry Eischen, Lúxemborg.....14,27 3. Prokopis Georgiou, Kýpur.......14,28 6. Ólafur Guðmundsson.............15,26 Þrfstökk Karla: 1. M. Hadjiandreou, Kýpur.........16,04 2. P. Meletiou, Kýpur.............14,78 3. X. Montane, Andorra............14,63 4. Óiafur Guðmundsson.............13,27 800 m hlaup kvenna: 1. Tania Fransissi, Lúxemborg...2.09,66 2. Magali Guedon, Mónakó........2.14,08 3. Laufey Stefánsdóttir.........2.14,22 6. Fríða Rún Þórðardóttir.......2.21,08 Spjótkast karla: 1. Sigurður Einarsson.............73,92 2. C. Telonis, Kýpur..............65,96 3. A. Coedert, Lúxemborg..........64,70 Kúluvarp karla: 1. E. Louca, Kýpur................18,46 2. L. Iacovou, Kýpur..............16,47 3. Sigurður Einarsson.............14,25 4. Ólafur Guðmundsson.............12,91 400 m hlaup karla: 1. Manilo Molinari, San Marínó....48,94 2. Costas Pochanis, Kýpur.........49,35 3. Ingi Þór Hauksson..............49,50 4. ÓmarKristjánsson...............49,52 ■Persónulegt met. 400 m hlaup kvenna: 1. Daniela Vogt, Lichtenstein.....56,32 2. Helga Halldórsdóttir...........57,22 3. Guðiaug Halldórsdóttir.........58,07 ■Persónulegt met. Langstökk kvenna: 1. M. Marxer, Lichtenstein.........5,84 2.1. Characqambogsi, Kýpur.........5,73 3. C. Czerwonka, Lúxemborg.........5,69 5. Sigrfður Guðjónsdóttir..........5,62 9. Sunna Gestsdóttir...............4,05 200 m hlaup karla, undanrásir: 1. Thierry Eischen, Lúxemborg... 21,95 2. Yiannis Zisimides, Kýpur 21,97 4. Hörður Gunnarsson 22,17 ■Persónulegt met. 5. Jóhannes Marteinsson 22,19 ■Persónulegt met. 200 m hlaup karla, undanrásir: 1. Sunna Gestsdóttir 24,42 ■Mótsmet og persónulegt met. 2. Manuela Marxer, Lichtenstein.. 24,52 4. Geirlaug Geirlaugsdóttir 24,59 ■Persónulegt met. ■Úrslitin fara fram í dag. Verðlaunaskipting Þegar einum degi er ólokið á leikunum skiptast verðlaunin þannig (gull, silfur og brons): ísland 25 12 23 Kýpur 14 21 15 Lúxemborg 13 17 6 Liehtenstein 4 2 1 Mónakó 3 3 11 San Marínó 2 3 2 Andorra 2 2 7 Malta 1 4 6 Knattspyrna 2. deild karla Þór-HK 1:0 Árni Þór Ámason (45.). 2:0 Guðmundur Steinsson (18. og 66.), Baldur Bjamason (43.) Víðir-KA 0:0 Fylkir - ÍR Óíafur Stfgsson (59.), Aðalsteinn Víglunds- son (62.), Ingvar Ólason (78.), Guðmundur Torfason (86.) - Guðjón Þorvarðarson (35. og 75.). Þróttur - Skallagrfmur............2:3 Gunnar Gunnarsson (9.), Heiðar Siguijóns- son (85.) - Hjörtur Hjartarson (48., 59. 70.) Fj. lelkja U J T Mörk Stig FYLKIR 3 3 0 0 7: 3 9 STJARNAN 2 2 0 0 6: 0 6 þrotwr 3 2 0 1 7: 4 6 SKALLAGR. 3 2 0 1 6: 4 6 KA 2 1 1 0 3: 0 4 VIÐIR 3 1 1 1 2: 2 4 VÍKINGUR 3 1 0 2 2: 6 3 ÞORAk. 3 1 0 2 1: 5 3 HK 3 0 0 3 1: 4 0 IR 3 0 0 3 2: 9 0 3. deild 3. deild Leiknir - íjölnir...................3:0 Völsungur - Seifoss.................7:2 4. deild A-riðill yfkveiji — Léttir...................2:6 Ármann - Afturelding................3:0 GG-TBR..............................6:0 B-riðill: Njarðvík-ÍH.........................2:3 C-riðill: Hvöt-Þrymur........................14:1 Magni - SM..........................2:0 D-riðiII: Tindastóll - KS.....................1:2 KBS-Huginn..........................6:1 UMFL-Neisti.........................2:0 Körfuknattleikur Úrslitakeppni NBA Aðfaramótt fóstudag, Vesturdeild Houston Rockets - San Antonio 100:95 Houston sigraði í einvíginu 4:2. Með þessum sigri tryggði Houston sér sæti Vesturdeild- ar í úrslitleiknum um NBA titilinn. UM HELGINA Knattspyrna 1. deild karla Mánudagur 5. júnf: Akranesvöllur: ÍA - FH..............20 Grindavíkurvöllur: Grindavík - Leiftur....20 Vestm.eyjavöllur: ÍBV - Breiðablik..20 KR - völlur: KR - Fram..............20 Þriðjudagur 6. júní: Hlfðarendi: Valur - Keflavfk.........20 3. deild karla Laugardaginn 3. júní: Ásvellir: Haukar - Þróttur N.........14 Egilst.völlur: Höttur - Dalvík.......14 Þorláksh.völlur: Ægir - BÍ...........14 4. deild karla Laugardaginn 3. júní: Grýluvöllur: Hamar - Vfkingur Ó......14 Akranesvöllur: Bruni - Ökkli.........14 Vopnafj.völlur: Einherji - Neisti....14 1. deild kvenna Þriðjudagun Akranesvöllur: ÍA - Haukar...........20 Akureyrarvöllur: ÍBA - Valur.........20 Kópavogsvöllur: Breiðablik - ÍBV.....20 ~KR - völlur: KR - Stjaman............20 2. deild kvenna Þriðjudagur 6. júní: Kaplakr.völlur: FH - Selfoss.........20 Sandg.völlur: Reynir - Aftureldingu.20 Dalvíkurvöllur: Dalvík - Leiftur.....20 Siglufj.völlur: KS - Tindastóll......20 Golf Flugleiðamótið, sem er opið stigamót tii landsliðs, verður f Vestmannaeyjum um helgina og hefst 9 á laugardag. Hestar Hvftasunnumót Fáks heidur áfram í dag með forkeppni í fiokki bama og unglinga, forkeppni f tölti, yfirlitssýningu kynbóta- hrossa og kappreiðum þar sem keppt verð- ur f brokki og 150 metra skeiði en átta efstu í a- og b-flokki gæðinga keppa f úr- slitum á mánudag. Martha og Sigurður í sérflokki Miklir yfirburðir MARTHA Ernstsdóttir og Sig- urður Einarsson sigruðu með nokkrum yfirburðum í sínum greinum, 5.000 metra hlaupi og spjótkasti, á Evrópuleikum smáþjóða í Lúxemborg í gær. Auk þess unnust ein silfurverð- laun og fern bronsverðlaun á Josy Barthel frjálsíþróttavellin- um. Helga Halldórsdóttir varð önnur í 400 metra hlaupi, Lauf- ey Stefánsdóttir varð þriðja í 800 metra hlaupi, Guðlaug Hall- dórsdóttir 1400 metra hlaupi, Sigurður Einarsson f kúluvarpi og Ingi Þór Hauksson í 400 metra hiaupi. Martha hafði forystu í 5.000 metra hlaupinu frá byijun og hljóp ein og án keppni síðustu ggggggggg 2.000 metrana og Valur B. var mjög létt og sig- Jónatanson urinn án fyrirhafnar. skrifar frá Hún var komin ein- Lúxemborg um ^ring á undan Fríðu Rún Þórðardóttur, sem varð sjöunda, þegar einn hringur var eft- ir. Martha hljóp á 16.19,31 mínútu sem er nýtt mótsmet, en íslandsmet hennar er 15.55,91 mín. „Þetta var nú frekar létt hlaup fyrir mig enda er ég að spara mig fyrir sterkt mót í Hollandi á mánu- daginn. Ætli ég reyni ekki við ís- landsmetið þar, enda fæ ég þá meiri keppni. Þessi tími segir mér að ég á að geta bætt metið fljótlega. Ég er í mjög góðri æfingu, en er aðeins seinni inn í formið en á sama tíma í fyrra og er það vegna þess að ég ætla mér að toppa á HM í Gauta- borg í ágúst,“ sagði Martha. Sigurður Einarsson hafði mikla yfir í spjótkastinu, kastaði lengst 73,92 metra. Öll köst Sigurðar voru yfir 70 metra. „Þetta var allt í lagi. Ég var svolítið hræddur við brautina vegna þess að það var nýtt efni á henni og eins hafði rignt og því var hún svolítið hál. Ég hef kastað lengst 77 metra í ár og er að koma úr erfið- um æfingum og er að fara að létta núna og vonandi kemur lengra kast fljótlega. Ég er að fara að keppa á móti í Grikklandi á sunnudag og síðan í Evrópubikarnum í Tallin. Ég er líkamlega í mínu besta formi og þetta er bara spurning um að ná því út úr sér og smella tækninni saman. Ég er bjartsýnn á sumarið,“ sagði Sigurður. Þráinn Hafsteinsson, landsliðs- þjálfari, var ánægður með árangur- inn. „Við höldum áfram á þessari siglingu sem við höfum verið. Það voru sett átta persónuleg met í dag og verðlaunapeningarnir voru sjö. Unga fólkið var að koma á óvart. Laufey í 800 metrunum og Guðlaug í 400 og Helga sýndi líka góða takta í 400 þar sem hún er að keppa í fyrstu landskeppni sinni í mörg ár. Martha var mjög létt í 5.000 metr- unum. Allir bættu sig í undanrásun- um í 200 metra hlaupi og við ættum að eiga möguleika á verðlaunsæti þar. Sunna Gestsdóttir náði lág- markinu fyrir Evrópumeistaramót unglinga í undanrásunum í 200 metra hlaupi. Þannig að ég get ekki annað en verið ánægður með dag- inn,“ sagði þjálfarinn. Keppni á leikunum lýkur á morg- un. Þá verður keppt í fijálsíþróttum, sundi og hjólreiðum og íslenska karlalandsliðið í körfubolta leikur um bronsverðlaunin við San Marínó. MARTHA Ernstsdóttir hafði mikla yfirburöi í 5.000 m hiaupi. Utséð með gullið hiá strákunum Islenska karlalandsliðið í körfuknatt- leik leikur um þriðja sætið við San Marínó á Smáþjóðaleikunum, en það fór með sigur á leikun- SkúH Unnar um fyrir tveimur árum Sveinsson í Möltu og Andorra fyr- skrifar frá jr fjórum árum. Lúxem- Lúxemborg borg lék betur í gær og verðskuldaði sigurinn, 86:95, og liðið leikur til úrslita við Kýpur. Leikurinn var í jámum allan tímann, heimamenn oftast með frumkvæðið en okkar strákar komust nokkrum sinnum yfir og meðal annars undir lok fyrri hálfleiks er þeir breyttu stöðunni úr 24:27 í 36:29, mest fyrir það hversu miklu stuði Guðjón Skúlason var í, en hann hitti mjög vel eftir að hann kom inná. En svo hætti Guðjón að fá bolt- ann þannig að hann gæti skotið og heimamenn, sem léku mjög góða svæð- isvörn, breyttu stöðunni í 44:49 fyrir hlé. Eftir slakan fyrri hálfleik bjóst mað- ur við einhveijum breytingum á liðinu eftir leikhléið, en Torfi Magnússon landsliðsþjálfari gerði litlar breytingar. Falur, Guðjón og Hermann, sem léku einna skárst í fyrri hálfleiknum voru allir á bekknum og Marel vermdi enn bekkinn en hann kom ekkert inná í fyrri hálfleik. Lúxemborg hélt forystunni allan síð- ari hálfleikinn og miðað við leik strák- anna okkar var lítil von um að þeim tækist að sigra. Menn virtust hálf rag- ir í sókninni og það vantaði allt frum- kvæði þannig að menn skutu úr vonlitl- um færum og stundum gengu móther- jamir hreinlega í gegnum vörnina. Slíkt er ekki líklegt til árangurs eins og kom í ljós. Torfí Magnússon þjálfari var að vonum allt annað en hress og hann átti eiginlega engin svör við því hvers vegna liðið hefði leikið svona illa. „Lúxemborg er komið með miklu betra lið en það hefur nokkru sinni átt og það er greinilegt að þjálfarinn er að gera góða hluti með liðið, svo munar auðvitað miklu fyrir þá að hafa Derek Wilson [þann bandaríska]. Við spiluðum illa og menn hittu ekki vel. Teitur byijaði þó vel en svo hætti hann að fá boltann og sama má segja um Guðjón þegar hann kom inná, hann hætti líka að fá boltann. Við lékum langt undir getu, en við fáum bronsverðlaunin, það er alveg ör- uggt,“ sagði Torfi. Amar Freyr hafði stóra bróður SUNDFÓLKIÐ okkar hélt áfram að raka inn verðlaunapeningunum í gær, hlaut þá 6 gull, 2 silfur og 4 brons og hef ur alls fengið 16 gull, 6 silf ur og 10 brons verðlaun þegar aðeins á eftir að keppa i sex greinum þannig að það er Ijóst að verðlaunapeningarnir verða færri í sundinu núna en á síðustu tveimur leikum. Árangur- inn er samt góður og allflestir hafa verið að bæta sig, sumir verulega. Arnar Freyr Ólafsson og Eydís Konráðsdóttir hafa verið dugleg að raka inn verðlaununum og í gær hlutu bæði sína sjöttu gullverðlaun, íjafn mörgum til- raunum. Arnar Frey vann líka stóra bróður, Magnús Má, í 200 metra skriðsundi. Tö íslandsmet litu dagsins ljós í gær, bæði í boðsundum. Fyrst settu stelpumar met í 4x100 metra fjórsundi er þær syntu á 4 mínútum, 32,15 sekúndum en gamla metið, 4.33,56, var frá því á Möltu. Strákamir fylgdu síðan í kjölfarið og settu met í 4x100 metra fjórsundi á 3.55,82 en Skúli Unnar Sveinsson skrifar frá Lúxemborg gamla metið, sem var einnig frá Möltu, var 3.57,73. Logi Jes Kristjánsson ætlaði að ná lágmarki í 100 metra baki er hann synti fyrsta sprett, en það tókst ekki alveg, hann synti á 58,91 en lágmark- ið er 58,33. „Nei, þetta tókst ekki, ég fór allt of hægt út og það er svekkj- andi þó svo mér hafi gegnið vel á mótinu. Ég sé að ég get betur og nú er bara að stefna að lágmörkunum fyrir Ólympíuleikana. Þangað ætla ég alveg örugglega, það er alveg óhætt að fara að panta farið,“ sagði Logi Jes. Hann byijaði illa í sundinu og milli- tíminn var 29,52 en síðari hlutinn var mjög góður hjá honum. Magnús Konr- áðsson synti bringusundið og gerði það glæsilega, synti á 1.04,99 sem er veru- leg bæting hjá honum og þegar Magn- ús Már stakk sér í flugsundið hafði íslenska sveitin 5 metra forystu. Magn- ús Már flaug áfram og náði 12 metra forskoti fyrir bróður sinn Amar Frey sem var síðastur. Eydís Konráðsdóttir gaf tóninn í gær með því að sigra í 50 m skriðsupdi, synti á 28,39 sekúndum. Elín Sigurðar- dóttir þjófstartaði og því þurftu stúlk- umar að byija aftur og enn þjófstart- aði Elín en synti samt þessa hundrað metra og var fyrst að bakkanum en var dæmd úr leik og þar með fór einn verðlaunapeningur, en á hún ekki alveg nó af þeim?. „Nei, maður á aldrei nóg af þeim,“ sagði Elín sem sagði að tíminn hjá sér hefði ekki verið neitt sérstakur. Tveir íslendingar fóru á pall í 50 metra skriðsundi karla. Logi Jes varð í öðru sæti á 24,52 sekúndum og bætti árangur sinn nokkuð, og Magnús Már Ólafsson varð þriðji á 24,75 sekúndum. Skemmtilegt fyrir Loga Jes að sigra Magnús, en íslandsmet Magnúsar frá því í Aþenu árið 1991 stendur enn, 23,86. Bima Björnsdóttir varð í þriðja sæti í 200 metra bringusundi, synti á 2.50,13 sem er ekki langt frá hennar besta árangri. Birna byijaði best og var 5/100 úr sekúndu á undan heima- stúlku eftir 100 metrana en hún varð að gefa eftir á lokasprettinum og stúlka frá Kýpur skaust einnig fram úr henni. Lára Hrund Bjargardóttir varð í fjórða sæti á 2.50,98. Magnús Konráðsson varð annar í 200 metra bringu, synti á 2.24,78 en sigurvegarinn var frá Mónakó. Keppn- in var jöfn og spennandi framan af en Mónakómaðurinn renndi sér framúr af miklum krafti og sigraði örugglega. Óskar Guðbrandsson var í fjórða sæti á 2.26,51. Stúlka frá Kýpur setti nýtt leikja- met í 200 metra skriðsundi, 2.10,80, en Hildur Einarsdóttir varð í þriðja sæti á 2.11,34 og Sigurlín Garðarsdótt- ir sjöunda á 2.16,37. Bræður mættust Það var beðið með nokkurri eftir- væntingu eftir viðureign þeirra Arnars Freys og Magnúsar Más í 200 metra skriðsundi. Magnús á íslandsmetið en Amar Freyr er í miklu formi núna og hann hafði betur og sigraði á 1.53,96, en Magnús Már varð að sætta sig við þriðja sætið því heimamaður skaust upp á milli þeirra bræðra með miklum endapretti. Bræðurnir náðu með þessu sundi B-lágmörkum fyrir Ólympíuleik- ana í Atlanta. „Strákurinn er í góðu formi og ég frekar slappur þannig að maður verður bara að játa sig sigraðan. Ég toppaði aðeins fyrir tveimur vikum og svo hérna en ég ætla að vera á toppnum um næstu helgi í Barcelona,“ sagði Magnús Már og var bara ánægður með árangur litla bróður. LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1995 D Eva fyrst kvenna á borð- tennis- pailinn EVA Jósteinsdóttlr ^va Jósteinsdóttir vann brons- Valur B. Jónatansson skrifar frá Lúxemborg verðlaun í einliðaleik kvenna á Evrópuleikum smáþjóða í Lúxem- borg í gær og varð um leið fyrst ís- lenskra kvenna til að komast á verð- launapall á móti á erlendri grundu. Guðmundur Steph- ensen varð í fjórða sæti í einliðaleik karla og Lilja Rós Jóhannesdóttir og Ingólfur Ingólfsson í 7. sæti. Lúxemborgarar urðu í tveimur efstu sætunum í einliðaleik eins og í tvíliðaleiknum. Eva og Guðmundur komust bæði í undanúrslit, en leikið var í tveimur riðlum og komust tveir efstu kepp- endur í hvorum riðli í undanúrslit. Eva lék gegn Bremer frá Lúxem- borg í undanúrslitum og tapaði 17:21 og 14:21. Síðan mætti hún Monaldini frá San Marínó í leik um þriðja sætið og sigraði 21:19, 19:21 og 21:9. „Ég bjóst ekki við neinu áður en ég kom hingað. Nú stend ég uppi með tvenn bronsverðlaun og það er æðislegt. Þessi árangur í einliða- leiknum hvetur mig enn frekar til dáða. Nú er ég ákveðin í að æfa enn meira en áður,“ sagði Eva sem er 17 ára og er á öðru ári í MS. Gott hjá Guðmundi Guðmundur tapaði fyrir Winter- dorf frá Lúxemborg í undanúrslit- um 21:19, 9:21 og 8:21, en þess má geta að Guðmundur var eini keppandinn sem vann lotu gegn Winterdorf í allri keppninni og verð- ur það að teljast frábær árangur hjá þessum unga og efnilega borð- tennismanni. Winterdorf er 26 ára og spilar í atvinnumannadeildinni í Þýskalandi og er í 80. sæti á heims- listanum. Guðmundur tapaði fyrir Geroudes frá Kýpur í leik um þriðja sætið, 15:21 og 19:21. Peter Nilsson, 1 andsliðsþjálfari, sagðist ánægður með árangur ís- lenska liðsins. Hann sagði að liðið væri ungt og keppnin því mikil og góða reynsla fyrir liðsmenn. „Árangur Evu kemur mjög á óvart og ætti að hvetja enn frekar til dáða. Þessi frammistaða sýnir að með meiri æfingu getur hún náð langt. Bestu borðtennismenn heims eru á aldrinum 25 til 26 ára svo efniviðurinn er góður. Ef heldur áfram sem horfír vinnum við til gullverðlauna á Smáþjóðaleikunum á íslandi eftir tvö ár,“ sagði þjálfar- inn. FOLX ■ GUÐMUNDUR Stephensen keppir fyrir hönd íslands á ólymp- íumóti æskunnar sem fram fer í Dsseldorf í Þýskalandi í ágúst og verður eini fulltrúi íslands í borð- tennis. Keppnin er fyrir 15 ára og yngri og gera forkálfar Borðtennis- sambandsins ráð fyrir að hann eigi þar góða möguleika á sigri. ■ GUNNAR Jóhannsson, fyrr- um formaður BTÍ og Albrecht Ehmann dæmdu úrslitaleikinn í einliðaleik kvenna á leikunum í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem borðtennisdómarar frá íslandi fá að dæma úrslitaleik á mót erlendis. ■ LANDSLIÐIÐ í borðtennis verður á faraldsfæti' næstu vikur. Það heldur til Belgíu á sunnudag til að keppa í alþjóðlegu móti. 25. júní fer liðið í æfíngaferð til Dan- merkur og síðan er HM unglinga í júlí. ■ EGGET Bogason keppti ekki í kúluvarpinu í gær, eins og hann átti að gera, vegna meiðsla. Hann segist hafa snúið sig á ökkla og svo væri hann með brotið handarbak. ■ SIGURÐUR Einarsson hljóp í skarðið fyrir Eggert í kúluvarpinu og endaði í þriðja sæti. „Þetta var meira í gamni gert. Það var ágætt að fá brúður fyrir báðar dætur rnínar," sagði hann. En allir verð- launahafar fá brúður, sem er tákn leikanna. _ ■ JÚLÍUS Hafstein, formaður Ólympíunendar íslands, mun taka við fána leikana við lokaathöfnina á fijálsíþróttavellinum í dag því næstu Smáþjóðaleikar eru á íslandi 1997. Körfuboltaskóli KR og adidas adidas ( sumar mun körfuknattleiksdeild KR og adidas standa fyrir körfuboltanámskeiði sem haldið verður í íþróttahúsi KR við Frostaskjól 2. Námskeiðið er ætlað fyrir krakka á aldrinum 12 ára (fædd ’83) og yngri og verður þátttakendum skipt í hópa eftir aldri. Hvert námskeið stendur yfir í 2 vikur og kennt verður alla virka daga vikunnarfrá klukkan 13 til 17. Eftirfarandi tímabil eru í boði: 6. júní -16. júní 4.500 kr. 19. júnf - 30. júní 4.900 kr. 3. júlí - 14. júlí 4.900 kr. Innifalið í verði er boiti og bolur. Systkinaafsláttur er 1.500 kr. Skráning fer fram á skrifstofu körfuknattleiksdeildar KR f síma 511-5520 alla virka daga milli kl. 10.00 og 16.00 og um helgar milli kl. 12.00 og 14.00 KIMATTSPYRIVIA Fylkismenn einir á toppnum Stefán Stefánsson skrifar Fylkismenn lögðu ÍR-inga 4:2 í Árbænum í gærkvöldi og hafa þá unnið alla þijá leiki 'sína í 2. deildinni. Fylkir hafði undirtökin en Guðjón Þorvarðar- son skoraði fyrir gestina eftir klaufa- skap í vörn Fylkis. Eftir hlé urðu Breiðhyltingar að færa vamarlínu sína enn aftar und- an pressu Árbæinga og hún hélt þar til Ólafi Stígssyni leiddist þófíð og þrumaði í markið af rúmlega 20 metra færi, 1:1. Þremur mínút- um síðar felldi Bogi Petersen, mark- vörður ÍR, sóknarmann Fylkis og Aðalsteinn Víglundsson kom Fylki í 2:1. ÍR-ingar fengu vítaspymu á 75. mín. og Guðjón jafnaði 2:2 með öðru marki, hann skoraði fyrst en þurfti að endurtaka spyrnuna þar sem samheiji var hlaupinn inní teig. Þremur mínútum síðar kom Ingvar Fylki yfír á ný eftir góða fyrirgjöf Aðalsteins og Guðmundur Torfason innsiglaði sigurmn. Borgnesingar betrf Skallagrímur sigraði Þrótt sann- gjarnt 2:3 í annars kaflaskiptum leik á Þróttarvellinum. Þróttarar byijuðu betur, spiluðu markvisst, og uppskára mark á 9. mín., þegar Gunnar Gunnarsson fékk boltann í miðj- um vítateig Skalla- gríms eftir aukaspyrnu, og skaut í slá og inn. Skallgrímsmenn sem fram að þessu virtust ólíklegir til afreka rönkuðu við sér og gerðu næstu þijú mörk, af einfaldri upp- skrift. Boltinn var sendur inn í teig þar sem Hjörtur Hjartason lúrði inni á milli áttavilltra varnarmanna Þróttara og sendi boltann þrisvar í netið. Þróttarar náðu þó að klóra í bakkann, og á 85. mín. skoraði Heiðar Siguijónsson með fallegri „klippu“. „Ég er mjög ánægður með sigurinn, en þetta var erfíður leikur. Völlurinn var ósiéttur og við spiluðum ekkert sérlega vel. Mér fínnst við eiga möguleika í 2.deild,“ sagði markaskorari Skallagríms, Hjörtur Hjartarson. Fyrstu stig Þórs Þórsarar sigruðu HK á Akur- eyrarvelli 1:0 og voru þetta fyrstu stig Þórs í deildinni og jafnframt fyrsta markið sem liðið skorar. At- hygli vakti að leikið var á hinum við- kvæma aðalleik- vangi bæjarins sem yfirleitt hefur verið hlíft við öllu raski fram undir miðj- an júní. Sindri Bergmann Eiðsson skrifar Stefán Þór Sæmundsson skrifar frá Akureyri Ekki var annað að sjá en völlur- inn væri ágætlega leikhæfur þótt grængresinu hafi ekki verið fyrir að fara. Þórsarar áttu ein fimm marktækifæri í fyrri hálfleik en HK-menn eitt. Mark Þórs kom 5 sekúndum áður en dómarinn flaut- aði til leikhlés. í seinni hálfleik vom yfírburðir Þórsara miklir og liðið spilaði oft ágæta knattspymu. Páll Gíslason og Dragan Vitorovic voru einráðir á miðjunni og bakverðimir Sveinn Pálsson og Órn Viðar Arnarson tóku virkan þátt í sóknarleiknum. HK náði fáeinum skyndisóknum og liðið fékk hættulegasta færi sitt á 80. mín. þegar Ólafur markvörður Þórs varði skot Valdimars Hilmars- sonar í þverslá. Sanngjarn sigur Þórs og greinilegt að ýmislegt býr í liðinu en HK-menn virðast ekki líklegir til stórafreka. Tilþrifalítið en öruggt Stjaman þurfti lítið að leggja á sig til að sigra slakt lið Vík- ings með þremur mörkum gegn engu. Guðmundur Stefán Steinsson kom Eiríksson Stjörnumönnum á skrifar bragðið á 18. mín- útu er hann skoraði af stuttu færi, og rétt fyrir leikhlé skoraði Baidur Bjarnason eftir stórglæsilegan samieik Stjörnu- manna gegnum götótta Víkings- vömina. Síðari hálfleikur var tíð- indalítill framan af, en þegar Guð- mundur Steinsson skoraði þriðja mark Stjörnumanna á 66. mínútu, af stuttu færi, lifnaði ögn yfír heimamönnum. Að minnsta kosti fjögur vænleg færi litu dagsins ljós en boltinn rataði ekki oftar rétta leið. Stjörnumenn léku vel lengst af, en duttu þó nokkuð niður þess á milli. Víkingar voru slakir og ljóst að sumarið verður þeim erfitt ef þeir taka sig ekki verulega á. Tíðindalaust í Garðinum VÍÐIR og KA leiddu saman hesta sína í Garðinum í gærkvöldi og þrátt fyrir 90 mínútna baráttu urðu liðin að sættast á skiptan hlut án þess að koma knett- inum í annað hvort markið. Fyrri hálf- leikur var opin og skemmtilegur og bæði lið sóttu af nokkmm krafti, en þó hafði KA liðið undirtökin. Heldur dofnaði yfír leiknum í síð- ari hálfleik og virtust menn hafa misst móðinn eftir fjörið í fyrri hálfieik og fátt var um færi. Sér- staklega virtust heimamenn eiga í vandræðum með að skapa hættu á vallarhelmingi gestanna. Bjöm Blöndal skrifar frá Keflavik KNATTSPYRNUSKOLIKR Skráning í knattspyrnuskóla KR stendur nú yfir. Haldin verða 5 námskeið fyrir ban á aldrinum 6-12 ára Námskei&sdagar: 6.-16. júní « 19,-30. júni • 3. -14. júlí« 17. -28. júli » 31. -11, ágúst Hvert námskei& stendur yfir í 2 vikur og er kennt virka daga frá kl. 9-12 Skráning fer fram í síma knattspyrnudeildar: 511 5515 milli kl. 13 og 15 alla virka daga Verð kr 3.500,- Sumarblóma og garbplöntusala við KR-heimilið Laugardaga og sunnudaga kl. 10 - 22. Virka daga kl. 17.30 - 21. til 16. júní Utvegum tré og runna. Verslið ódýrt- sty&jum knattspynudeild KR. Knattspyrnudeild KR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.