Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
' 't*V wf "."
BLAÐ
Júlíus skoðar að-
stæður hjá þýska
liðinu Rostock
VALSMAÐURINN Júlíus Gunnarsson fer til 2. deild-
ar liðs Rostoek í Þýskalandi á þriðjudag í boði félags-
ins, kannar aðstæður og æfir með liðinu í þrjá daga.
Júlíus, sem er hagfræðingur að mennt, hefur fullan
hug á að fara út í framhaldsnám og leika handknatt-
leik samfara náminu en Rostock vill fá hann í sínar
raðir. Sávehof í Svíþjóð var einnig á eftir honum
en það datt upp fýrir þegar leikmaður frá Eist-
landi, sem ætlaði að fara frá félaginu til Rostock
hætti við í síðustu viku og vildi vera áfram.
. Nokkur íslensk félög hafa haft samband við Júl-
íus vegna hugsanlegra félagaskipta, m.a. Aftureld-
ing, en hann sagði'við Morgunblaðið í gær að nám
erlendis væri sér efst í huga. „Það er kominn tími
til að breyta til og ég ætla út,“ sagði hann en ann-
að sænskt lið er einnig inni í myndinni.
Morgunblaðið/Golli
ÍBIsnrgttttlilgiftfö
1995 ■ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ
Æfingin
skapar
meist-
arann
ARNAR Gunnlaugsson æfði sig í
að taka aukaspyrnur fyrir Evrópu-
leik Svíþjóðar og íslands í fyrra-
kvöld og hann uppskar eins og til
var sáð — með marki úr auka-
spyrnu á upphafsminútum leiksins.
Rétt fyrir leikinn fór Tommy
Svensson, landsliðsþjálfari Svía, til
Ravellis, markvarðar, og sagði:
„Ég sá að númer níu, Gunnlaugs-
son, stóð og æfði aukaspyrnur í
upphituninni. Hann skrúfar bolt-
ann með vinstri yfir varnarvegg-
inn. Passaðu þig.“ Þrátt fyrir að-
vörunina skoraði Amar þjá Ra-
velli á fyrrnefndan hátt en „auka-
spyrnan var óverjandi," sagði
markvörðurinn. A myndinni til
hliðar stillir Arnar boltanum upp
fyrir spymuna. Rúnar Kristinsson
er hjá honum en Sigurður Jónsson
fylgist rólegur með.
■ Viðbrögð Svía/D4
HANDKNATTLEIKUR
KNATTSPYRNA
Morgunblaðið/RAX
ÞORBERQUR Aðalsteinsson er vlrtur handknattlelksþjálfarl.
Kúveit vildi Þor-
bera sem þjáHara
Forsvarsmenn handknattleiks-
mála í Kúveit gerðu Þorbergi
Aðalsteinssyni skriflegt tilboð um að
taka við þjálfun landsliðs þjóðarinnar
fram yfír Heimsmeistarakeppnina í
Japan 1997. Þorbergur var tilbúinn
að slá til en í gær lá endanlega fyr-
ir að samningur Kúveitmanna við
Rússann Anatólíj Evtutsjenko, sem
átti að renna út 31. maí, er í gildi í
eitt ár til viðbótar. Því verður ekki
af samningum við Þorberg að þessu
sinni, en Kúveitmenn vilja taka mál-
ið aftur upp að ári.
íþróttamálaráðuneytið í Kúveit sér
um alla þjálfarasamninga í landinu
og eru þeir með ámóta sniði. Yfír-
leitt er samið til nokkurra ára en
samt gildir samningurinn aðeins í
eitt ár í einu og er síðan endurnýj-
aður árlega þar til samningstíminn
er liðinn. Evtutsjenko sagði í viðtali
við Morgunblaðið fyrir skömmu að
hann yrði laus allra mála 31. maí
og bætti þá við að hann vissi ekki
hvað síðan tæki við. Hann tók við
landsliðinu í águst í fyrra og gerði
samning til vors 1996 sem endumýj-
aðist sjálfkrafa eftir Heimsmeistara-
keppnina á íslandi fyrst ekkert var
að gert í tíma. Þetta lá ekki fyrir
þegar Kúveitmenn gerðu Þorbergi
skriflegt tilboð en eftir að hafa farið
gaumgæfílega yfír alla pappíra vildi
íþróttamálaráðuneytið ekki breyta
áður gerðum samningi og Evtutsj-
enko verður því áfram.
Þorbergur sagði við Morgunblaðið
í gær að umrætt tilboð hefði verið
mjög gott. Hann hefði látið lögfræð-
ing fara yfir samninginn og hefði
ekki verið yfir neinu að kvarta. Nið-
urstaðan breytti hins vegar engu.
Ánægjulegt væri að hafa fengið
þetta tilboð og aðrar fyrirspurnir
en hann sagðist alveg vera rólegur
þó ekkert væri ákveðið með fram-
haldið.
SMÁÞJÓÐALEIKARIMIR: TVÖ ÍSLANDSMET í SUNDI / D2