Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA Sænsku fjölmiðlarnir segja að Svíar hafi verið sjálfum sér verstir Ravelli var varaður við aukaspymum Amars Sænskir fjölmiðlar eru allt annað en ánægðir með frammistöðu Svía í landsleiknum við íslendinga ■■■■■■ í Evrópukeppninni í Frg fyrrakvöld og segja Grétari Þór að þeir hafi verið Eyþórssyni sjálfum sér verstir. i Sviþjóð Þeir hafi átt að sigra en klúðrað tækifærinu. „Hann heKir Amar“ Expressen segir í fyrirsögn að EM-draumurinn sé sprunginn og „hann heitir Amar“ er millifyrir- sögn þar sem fjallað er um Amar Gunnlaugsson sem gerði drauminn að engu. „Bless England“ segir Aftonbladet í risastórri fyrirsögn en þar kemur jafnframt fram að úrslitin gegn íslandi séu bara enn ein staðfesting á því hrani sem hafi átt sér hjá sænska landsliðinu, hrani sem hafí byijað með tapinu gegn Sviss í fyrra. „Með svona leik hefðu Svíar sigrað með þriggja til fjögurra marka mun hefði leikurinn verið fyrir ári, þegar sjálfstraustið og heppnin var með sænska lið- inu.“ Tommy Svensson, landsliðs- þjálfari Svía, tók undir þetta í við- tali í gær þar sem hann fullyrti að liðið hefði sigrað Qögur til fímm núll fyrir ári með eins leik „en nú gengur ekkert upp.“ „PassaðuNg“ Rétt fyrir leikinn fór Svensson til Ravellis, markvarðar, og sagði: „Ég sá að númer níu, Gunnlaugs- son, stóð og æfði aukaspymur í upphituninni. Hann skrúfar boitann með vinstri yfír vamarvegginn. Passaðu þig.“ Þrátt fyrir aðvöran- ina skoraði Amar hjá Ravelli á fyrr- nefndan hátt en „aukaspyrnan var óveijandi," sagði markvörðurinn. Svensson var ekki á sama máli. „Aukaspyrnan kom okkur ekki á óvart. Ravelli vissi hvemig hún yrði. Ég var búinn að segja honum það.“ Lars Eriksson, fyrrverandi vara- markvörður Ravellis, var í útsend- ingu sænska sjónvarpsins og þegar Amar skoraði gagnrýndi hann þjálfarann fyrir að stilla upp svo mörgum mönnum í vamarvegg, „því fyrir vikið er gríðarlega erfítt að sjá boltanrt." Ekkert er fjallað um frammi- stöðu íslenska liðsins nema hvað Birki Kristinssyni er hrósað fyrir markvörsluna. Hins vegar fá Svíar slaka dóma fyrir að nýta ekki fær- in og sérstaklega fá Martin Dahlin og Henrik Larsson skammir fyrir að hafa brennt af dauðafæram. Sagt er að Svíar hefðu sigrað ef Anders Limpar hefði ekki meiðst en hann fékk fimm stjörnur af fimm mögulegum í Aftonbladet sem þýðir frammistaða á heims- mælikvarða. Jonas Them fær þijár stjömur en aðrir eina eða tvær. „3-5-2 leikaðferð íslenska liðsins hentaði mér vel,“ sagði Limpar, „því það var svo mikið autt svæði á köntunum." Tommy Svensson sagði að hann ætlaði ekki að halda áfram með liðið eftir forkeppnina. „Þrek mitt er á þrotum," segir hann í Express- en. „Mér fínnst ég vera útbrunn- inn. Það er gríðarlega mikið álag því samfara að vera landsliðsþjálf- ari og ég vil losna. Hins vegar vil ég ekki gefast upp og það er skylda mín að stappa stálinu í leikmennina svo lengi sem við eigum fræðilega möguleika," er haft eftir honum en jafnframt bendir hann á að vinni Svíþjóð Tyrkland 1:0 og sigri ís- land Tyrkiand verði Svíþjóð í öðru sæti en Svíar eiga líka eftir heima- leik gegn Sviss. Morgunblaðið/Golli Húfan kom of seint RAVELLI, markvörður Svía, hafði sóllna í augun í fyrri hálf- lelk og fékk á slg mark á upphafsmínútunum. Þá var hent tll hans húfu eins og sjá má á myndinn! en hún kom of selnt. Hakeem fór fór illa með Robinson „ÞAÐ hljómar ef til vill hjá- kátlega en mér fannst sem ég hefði góð tök á Oljauwon í vörninni allan tímann,“ sagði David Robinson, liðsmaður San Antonio og leikmaður NBA deiidarinnar 1995 eftir að Hakeem Olajuwon hafði tryggt Houston sigur gegn San Antonio Spurs með stór- leik þar sem hann skoraði m.a. 39 stig. Houston var lakasta liðið MEISTARAR Houston Rock- ets sem nú hafa tryggt sér sæti í úrslitaleikjum NBA deildarinnar var með iakasta útkomu allra liða sem upp úr deildarkeppninni komu og fóru í úrslitakeppnina. Leikmenn San Antonio hittu betur ÞRÁTT fyrir að leikmenn San Antonio Spurs hafi tapað sjötta leiknum gegn Houston þá hittu þeir betur úr lang- skotum sínum. Þijátíu og sex af sjötíu og fjórum langskot- um þeirra rötuðu rétta leið eða 49%, en Houston menn skoruðu úr þrjátiu ogsjö skot- um af áttatíu og einu eða 46%. Eitt frákast skildi liðin að AÐEINS eitt frákast skildi liðin að þegar upp var staðið í sjötta leiknum. Houston menn náðu 43, en leikmenn San Antonio 42. KÖRFUKNATTLEIKUR Reuter SEAN Elllot hefur hér teklst að brjóta sér leló framhjá stjörnum Houston IIAslns, þelm Hakeem Oljauwon og Clyde Drexler. Loks heimasigur hjá meisturum Houston og sæti í úrslitum tryggt MEISTARARNIR í Houston Rockets létu ekki gullið tæki- færi að sigra einvígið við San Antonio sér úr greipum ganga ífyrrinótt. Þeir sigruðu and- stæðinga sína 100:951ryggðu sér sæti Vesturdeildar í úrslita- leikjum NBA. Enn einu sinni var það Hakeem Oljauwon sem fór fyrir liðið sínu með stórleik, hann skoraði 39 stig, tók 16 fráköst, átti 5 stoðsendingar og varði 5 bolta. Leikmenn Houston hófu fjórða leikhluta af miklum krafti og skoruðu átta fyrstu stigin og náðu forystu, 84:77. í framhaldinu bættu þeir um betur og náðu níu stiga forskoti 92:83. Liðsmenn San An- tonio vora ekki tilbúnir af skiljan- legum ástæðum að gefa sinn hlut og komu grimmir til baka og gerðu tíu stig í röð og náðu eins stig for- skoti eftir vítaskot Davids Robin- sons þegar 2,42 mín. vora tii leiks- loka. Clyde Drexler kom Hoston yfir að nýju með tveimur stigum og Robert Horiy bætti um betur með þriggja stiga skoti sem rataði rétta leið. Hoston hafði því fjögurra stiga forystu þegar tvær mínútur vora eftir. Leikmaður ársins í NBA deildinni David Robinsson mistókst að skora úr tveimur vítaskotum þegar 1,06 mín. var eftir og Sam Cassel nýtti sér það með því að bæta við for- skot Hostons með stigi úr vítakasti þegar 37 sek. lifðu af leiknum. Dennis Rodman klóraði í bakkann með tveggja stiga körfu fyrir San Antonio en Robert Horry innsiglaði sigur Houstons með tveimur stigum úr vítaköstum og San Antonio varð að bíta í það súra epli að komast ekki í úrslitaleikina enn eitt árið. Eins og áður sagði var Hakeem Oljauwon stighæstur hjá Hoston með 39 stig, Robert Horry kom honum næstur með 22 stig og Clyde Drexler gerði 16 stig og tók auk þess 10 fráköst. David Robinson og Avery Johnson voru stigahæstir hjá San Antonio með 19 stig hvor, Sean Elliot skoraði 18 og Dennis Rodman gerði 14 stig auk þess að taka 17 fráköst. „Eftirá að hyggja var það sorg- legast að okkur tókst ekki að sigra í leikjunum á heimavelli," sagði Vinny Del Negro, leikmaður San Antonio Spurs vonsvikinn að leiks- lokum. Clyde Drexler var öllu bratt- ari og sagði að hann og félagar hans hefðu komið vel einbeittir til leiks og staðráðnir í að ljúka verk- efninu og það hefði tekist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.