Morgunblaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 7
6 B MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995 B 7 KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA Frískir Blikar slógu Eyjamenn út af laginu Aldrei spuming hjá meisturum IA , Morgunblaðið/Júlíus KARI Stelnn Reynlsson gerir hér annað mark Skagamanna gegn FH á mánudaginn þegar tvö efstu lið deildarinnar fyrir 3. umferð áttust við. FH-ingurinn Steven Toth reynir að komast fyrir skotið. IA vann 3:1 verðskuldað. BREIÐABLIKSMENN komu skipulagðir til leiks gegn Eyja- peyjum í Eyjum á sunnudags- kvöldið staðráðnir í að falia ekki í sömu gryfjuna og Vals- menn féllu í, ífyrstu umferð. Þeir vörðust skipulega og beittu skyndisóknum sem báru árangur og þeir yfirgáfu Eyjar í rjómablíðu með þrjú stig í farteskinu eftir 2:3 sigur. Fyrir utan skalla Tryggva Gunn- arssonar rétt framhjá marki Breiðabliks á 2. mínútu var um stöðubaráttu að jvar ræða fyrsta korterið Benediktsson í leiknum allt þar til skrifar Breiðabliksmenn skoruðu fyrsta mark leiksins í sínu fyrsta alvöru upp- hlaupi á 15. mínútu. Eftir það sóttu Eyjamenn stíft og Rútur Snorrason átti tvö góð færi sem bæði fóru forgörðum og Cardaclija markvörð- ur Breiðabliks var vel á verði þegar Leifur Geir komst einn inn fyrir skömmu síðar. Leikmenn ÍBV héldu uppteknum hætti fram að hálfleik og áttu mýgrút af færum en öll fóru þau forgörðum. En þrátt fyrir að tæki- færin hafi ekki vantað hjá Eyja- mönnum þá vantaði alveg mörkin og óþolinmæði gerði vart við sig sem hjálpaði ekki til. Blikar reyndu að veijast og stóðu sig lengst af vel í því og náðu einni og einni skyndiókn sem sköpuðu ekki teljandi hættu. Vonbrigði Eyja- manna voru nokkur að fara til leik- hlés án þess að skora og þau áttu eftir að segja til sín í upphafi síð- ari hálfleiks. Þá tókst þeim ekki að koma til baka af sama krafti og þeir höfðu leikið á í fyrri hálfleik og Breiðabliksmenn voru fljótir að nýta sér það og skoruðu tvö mörk á fyrstu átján mínútunum. í kjölfar ÞAÐ er fremur ólíklegt að 1. deildarliðin muni reita stig af Skagamönnum á Akranesi í sumar ef marka má frammi- stöðu liðsins gegn FH-ingum á mánudaginn, þegartvö efstu lið deildarinnar mættust. Skagamenn unnu 3:1 og unnu fyrir mörkunum sínum en Hafn- firðingar unnu líka fyrir sínu marki. ÆT Eg er auðvitað svekktur yfir að tapa enda komum við hingað til að vinna,“ sagði Stefán Arnarson ■■■■■ markvörður FH eftir Stefán leikinn. „Við ætluð- Stefánsson um að liggja aftar- skrifar lega í vöminni en þeir eru erfiðir í hornum og innköstum með sína stóru menn. Okkur gekk ekki að sigra núna en það er bjart framund- an.“ Heimamenn byijuðu af krafti með skallabolta í stöng FH-marks- ins og þá varð strax ljóst hvort lið- ið hefði alla háu boltana. Nokkrum mínútum síðar kom fyrsta mark Skagamanna, sem setti pressuna á Hafnfirðinga og þeir urðu að koma meira inní leikinn. Það gerðu þeir og áttu ágætis kafla á meðan Skagamenn slökuðu aðeins á en komu síðan tvíefldir til baka og tóku völdina á ný. Þeir fengu ágæt- is færi á 38. mínútu þegar dæmd var óbein aukaspyma á markteig FH. Hafnfirðingarnir röðuðu sér allir á línuna og skot Haraldar Ing- ólfssonar fór í vegginn. Rétt fyrir leikhlé bættu Skagamenn öðm marki sínu við. Skagamenn byijuðu á skora glæsilegt skallamark í síðari hálf- leik en eins og við fyrsta markið slökuðu þeir á í kjölfarið. FH-ingar voru síður en svo hættir, reyndu hvað þeir gátu að koma boltann í gegnum vörn Skagamanna eða há- ar sendingar fyrir en þær strönduðu á Ólafi Adolfssyni eða Zoran Miljkovic. Engu að síður slapp ein sending í gegn og hana afgreiddi Hrafnkell Kristjánsson snyrtilega í markið. Eftir það fór þreytan greinilega að setja mörk sín á leik- menn og talsvert dofnaði yfir leikn- um nema hvað Stefán markvörður þurfti að grípa inní og kom í veg fyrir fleiri mörk ÍA. Undir lokin skipti Logi Ólafson þjálfari ÍA Bjarka Péturssyni og Theodóri Her- varssyni inná fyrir Kára Stein Reynisson og Sigurstein Gíslason til að fríska uppá sóknarleikinn en það gekk ekki eftir. „Við höfðum leikinn alltaf í okk- ar höndum og við spiluðum vel á köflum þó að leikurinn hafi dottið svolítið niður í síðari hálfleik. Eg er ánægður með að við skyldum gera þijú mörk þó við hefðum ætlað að gera fleiri og getum betur,“ sagði Haraldur sem átti ágætan leik fyrir ÍA og virðist vera að koma til. Vömin með Ólaf Adolfsson og Zor- an var eins og akkeri. Ólafur Þórð- arson var út um allt á vellinum og gerði usla hjá gestunum, átti mjög góðan leik. Sigurður Jónsson var ágætur og í fremstu víglínu var Dejan Stojic FH-ingum erfiður. Kári Steinn var frískur til að bytja með en krafturinn fjaraði út. Liðið nær mjög vel saman og oft unun að horfa á samspilið og hreyfanleg- an varnarleikinn að ekki sé minnst á snöggar þversendingar þegar skipt er um kanta. Það munaði ekki síst um hafa mikla yfirburði í alla háa bolta. Hafnfirðingar gáfust aldrei upp og náðu góðum köflum inná milli en það dugði ekki til. Þeir fengu lítinn tíma úti á velli þar sem Skaga- menn pressuðu stíft á þá og aðferð- in að reyna að komast upp miðjuna í gegnum vörn IA, sem þeir reyndu sífellt, er ekki líkleg til að skila árangri. En eins og fyrr segir stóð liðið sig ágætlega en andstæðing- arnir voru of sterkir í þetta sinn. Morgunblaðið/Sigfús G. Guðmundsson EYJAMENN sóttu stíft að marki Breiðabliks síðustu mínútur leiksins og fengu nokkur góð færi. Hér er Eyjamaðurinn Rútur Snorrason í baráttu við Ásgeir Halldórsson (liggur) og Wlllum Þór Þórsson og svo virðist sem þeim félögum hafi teklst að stöðvar Rút í þetta skiptið. þriðja marksins fengu Blikar gott tækifæri til að bæta við fjórða markinu, en Friðrik varði mjög vel í þrígnag af stuttu færi, m.a. tvisv- ar sinnum frá Arnari Grétarssyni. Loks þegar staðan var orðin 0:3 var eins og leikmenn ÍBV fengju vítamínsprautu og þeir áttu leikinn síðustu 25 mínútnar og skoruðu tvö mörk auk þess að eiga góð færi til að jafna, hið minnsta, en án árang- urs. Rútur Snorrason átti besta tækifærið þegar skalli hans á mark- ið á 86. mínútu var varinn af Kjart- ani Antonssyni á marklínu. Þeir sóttu alveg fram á síðustu sekúndu en Blikar vörðust og héldu fengnum hlut. „Það hefur verið styrkleiki Eyja- manna að koma grimmir til leiks og gera andstæðingi sínum skrá- veifu strax í byijun. Þetta höfðum við í huga og ákváðum þvi að ein- beita okkur vel í upphafi. Síðan kom fyrsta markið á mjög heppilegum tíma fyrir okkur,“ sagði Bjarni Jó- hannasson, þjálfari Breiðabliks að leikslokum, en eftir tap í fyrstu umferð hafa haná menn unnið tvo«. síðustu leiki. „Þegar við lenntum undir greip um sig vonleysi en okk- ur tókst að rífa okkur upp úr því og við fengum færi til að jafna og það hefði ekki verið ósanngjarnt hefði það tekist,“ sagði Atli Eð- valdsson, þjálfari ÍBV eftir að Eyja- menn höfðu tapað sínum fyrsta heimaleik í sumar. — Oa ■■ Gunnar Oddsson átti skot að ■ I marki Grindvíkinga á 24. mín- útu. Boltinn hrökk af varnarmanni og út fyrir vítateiginn þar sem Pétur B. Jóns- son tók knöttinn niður á bijóstinu, lét hann hoppa einu sinni og skaut síðan föstu skoti yfir Hauk Bragason markvörð. Fal- legt mark. 1a «fl Óli Stefán Flóventsson fór upp ■ I hægra megin á 37. mínútu og sendi út á vítateigshornið á Zoran Ljubicic sem gaf fasta og fallega sendingu á móts við stöngina ijær á marki gestanna. Þar kom Gunnar M. Gunnarsson á mikilli siglingu og hamraði knöttinn í netið með höfðinu. 1a^Gunnar Oddson sendi boltann ■ £á 55. mínútu af hægri kantin- um á Pál Guðmundsson sem var rétt utan við vítateig. Fáll tók knöttinn við- stöðulaust og sendi hann neðst í vinstra markhomið hjá heimamönnum. 2a *%Á 77. mínútu fengu Grindvík- ■ áCíiingar aukaspyrnu út í hægra hominu. Boltinn var sendur að stönginni nær og virtist lítil hætta á ferðum þvi Leiftursmenn vom nokkuð fjölmennir þama. Gunnar Már Másson hafði bmgð- ið sér aftur til að aðstoða sína menn í vörninni en ekki vildi betur til en svo að hann sendi boltann í eigið mark þegar hann ætlaði að sparka framhjá. 3a Leiftursmenn áttu skot að B iCamarki á 89. mtnútu. Boltinn hrökk rétt út fyrir vítateiginn þar sem Ólafur Ingólfsson náði honum og brunaði upp miðjuna. Hann lék á tvo Leiftursmenn og allt í einu vom heimamenn tveir á móti einum varnarmanni. Ólafur lék áfram og þegar hann náglaðist vítateiginn renndi hann boltanum út til hægri á Zoran Ljubicic sern skoraði af öryggi. Ég elska alla þessa stráka „ÉG elska alla þessa stráka," sagði Luka Lúkas Kostic þjálf- ari Grindvíkinga eftir að lið hans hafði hlotið fyrstu stig sín í 1. deildinni í knattspyrnu á mánudaginn. Grindvíkingar lögðu þá Leiftur 3:2 með marki á síðustu mínútum leiksins. Leikurinn byijaði með miklum látum. Leiftur hefði hæglega getað fengið vítaspyrnu strax á 2. ■■■1 mínútu leiksins en Skúli Unnar ekkert var dæmt Sveinsson þegar Sverrir Sverr- skrifar isson var felldur í teignum. Á næstu mínútu komst Ljubicic einn gegn Þorvaldi markverði Leifturs sem varði skot hans. Ljubicic náði frá- kastinu og skaut úr þröngu færi rétt framhjá. Síðan áttu gestirnir skot í innanverða stöngina áður en þeir komust yfir á 24. mínútu með marki Péturs B. Jónssonar. Gunnar M. Gunnarsson jafnaði fyrir hlé með fallegu skallamarki en hann hafði haft sig mjög lítið í frammi. Fyrri hálfleikur var þokkalega leikinn, oft sáust ágætir kaflar en þess á milli spörkuðu menn mikið og hugsuðu lítið. Grindvíkingar misstu Grétar Einarsson útaf eftir tuttugu mínútna leik í síðari hálf- leik og léku því einum færri og virð- ast vera orðnir vanir því. „Strákarn- ir sýndu mikinn karekter að leika einum færri og vinna samt. Við lékum tveimur færri á móti FH og svo einum færri núna og ég held að strákarnir hafi sýnt hvar íþrótta- hjartað slær. Ég elska þessa stráka," sagði Lúkas Kostic alsæll með stigin þrjú. Sigur á síðustu stundu Það vantaði íjóra leikmenn úr byijunarliði Grindvíkinga í gær. Milan Jancovic og Tómas Ingi Tóm- asson voru í leikbanni, Þórarinn Ólafsson var meiddur og eins Ólaf- ur Ingólfsson sem þó var á bekknum og kom inná í síðari hálfleik og lagði upp sigurmarkið sem kom á síðustu stundu. Hjá Leiftri var einn- ig nokkuð um forföll. Baldur Braga- son var liðsstjóri en ekki leikmaður eins og liann er þó vanari að vera og Jón Þór Andrésson var á vara- mannabekknum. Þegar blaðamaður ætlaði að ræða þessa hluti og aðra við Óskar Ingimundarson þjálfara var svarið stutt og laggott; „No comment!" Það vantaði ekki baráttuna í þennan leik, en bæði lið eiga að geta spilað boltanum betur, þau hafa mannskap til þess. Of mikið var um langar marklausar sending- ar eitthvað í átt að samheija. Þor- steinn jónsson var besti maður vall- arins, Ljubicic var mjög góður í fyrri hálfleik en lét fara minna fyr- ir sér í þeim síðari, Grétar lék vel á meðan hans naut við og Þorsteinn Guðjónsson lék vel í vörninni. Ekki má gleyma Ólafi Ingólfssyni sem lék vel eftir að hann kom inná í síðari hálfleik. Hjá Leiftri var Sigurbjörn Jak- obsson ágætur í vörninni, Ragnar Gíslasson og Páll Guðmundsson börðust af krafti og Gunnar Odds- son var traustur. Einnig átti Pétur B.- Jónsson ágætan leik. FERB sim VOR * LANDSYN . ■ Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvald$son ZORAN Ljubicic skorar af öryggf og tryggir Grindavík sigur. Oa rí| Breiðabliksmaðurinn Gunnlaugur Einarsson tók aukaspyrnu ■ I fimm metrum frá vítateigshomi vinstra megin á 15. mín- útu, sendi yfir vamarvegg ÍBV og á nær stöng þar sem Anthony Karl Gregory kom á ferðinni og nikkaði yfir Friðrik Friðriksson. OU^þÁ 52. mínútu var brotið á Amari Grétarssyni innan vfta- ■ ■Sateigs. Ratislav Lazorik tók vítaspyrnuna og sendi ömgg- lega framhjá Friðriki markverði sem fór f rangt hom. Oa Aftur var brotið á Blika innan vítateigs á 63. mínútu og í ■ ’Wþetta sinn á Jóni Stefánssyni. Ratislav Lazorik tók víta- spyrnuna og skoraði og aftur fór Friðrik í rangt hom. 1aOlngi Sigurðsson gaf lága sendingu utan frá hægi-i á 74. ■ '■Ipmín., inn í markteig Breiðabliks þar sem Sumarlidi Árna- son stóð einn og óvaldaður og skoraði auðveldlega. 2a ^JflEftir nokkur klafs í vítateig Breiðabliks skaut Leifur Geir ■ ■^Hafsteinsson knettinum í Willum Þór Þórsson og af honum barst hann til Sumarliða Árnasonar sem staddur var við markteigs- hornið og skoraði auðveldlega á 77. mínútu. 1a^\Á 10. mínútu gaf Sigurður Jónsson sendingu upp hægri ■ \#kantinn á Kára Stein Reynisson, sem skaust áfram upp kantinn og sendi boltann fyrir markið. Þar tók Haraldur Ingólfsson á móti boltanum með vinstri fæti og sendi hann í markið viðstöðulaust. 2a^\Ólafur Þórðarson tók eitt af sínum löngu innköstum frá ■ \Jvinstri kanti rétt við hornfána á 41. mínútu. Boltinn barst inní markteig en FH-ingum tókst að hreinsa frá út í vítateig. Þar beið Kári Steinn Reynisson, skaut í gegnum hópinn og í markhornið. 3a J%Þriðja mark ÍA kom á 49. mínútu og var einkar glæsilegt. ■ \rSkagamenn voru með boltann á miðjum vallarheimingi FH, þegar Ólafur Þórðarson sendi óvænt uppí vinstra hornið á Harald Ing- ólfsson. Hann kom boltanum fyrir þar sem Dejan Stojic var búinn að koma sér fyrir við markteig og skailaði glæsilega í hornið. 3:1 Þorsteinn Halldórsson sá glufu í vöm IA á 61. mínútu, ■ ■ sendi boltann inní hana frá miðjum vallarhelmingi Skaga- manna og á Hrafnkell Kristjánsson við vítateig, sem rak hann nokkra metra og lyfti síðan framhjá Þórði Þórðarsyni markverði. „Aldrei kynnst öðrum eins óheiðarleika“ - sagði -fyrirliði Fram. Vorum heiðarlegir sagði iyrirliði KR Eg hef aldrei kynnst öðrum eins óheiðarleika. Menn tala hér um „fair play“ og svo er það þverbrotið. Ég er eiginlega orð- Stefán *aus ve‘1; Eiríksson hvað er hægt að skrifar segja um svona framkomu,“ sagði Birkir Kristinsson fyrirliði Fram eftir umdeilt atvik í leik gegn KR í Frosta- skjólinu í fyrrakvöld. Hið umdeilda atvik átti sér stað á 58. mínútu. KR-ingar tóku innkast eftir að Gauti Laxdal spyrnti knettin- um út af þegar KR-ingur meiddist, Framarar bjuggust við því að fá Morgunblaðíð/Golli Markahrókur í góðu færi MIHAJLO Bibercic gerði tvö mörk fyrir KR gegn Fram á mánudagskvöldið, og gerir sig hér líklegan til afreka fyrir framan mark Fram í fyrri hálfleik. Pétur Mar- teinsson reynir að bjarga málunum. Biberclc skoraði ekki í fyrsta leik sínum með KR, gerði eitt í annarri um- ferð og nú tvö mörk og virð- ist vera að finna sig en þeg- ar hann lék með Skaga- mönnum var hann iðinn við að skora. Oa 4| Á 34. mínútu kom sending frá vinstri á Nökkva Sveinsson a | sem var 1 miðjum teig KR. Salih Heimir Porca renndi sér á Nökkva, hann náði skoti sem Kristján varði áður en hann féll við, og dæmdi Guðmundur Stefán Maríasson umsvifalaust vítaspyrnu. Úr henni skoraði Ríkharður Daðason með öruggu skoti í hægra hornið. 1a tM Hilmar Björnsson braust af harðfylgi í gegnum vörn Fram ■ I hægra megin á 51. mínútu og þegar hann var kominn inn í vítateiginn,braut Atli Helgason á honum. Úr vítaspyrnunni skoraði Mihajlo Bibercic með góðu skoti í markið hægra megin. 2a ■■ KR-ingar fengu innkast á miðjum vallarhelmingi Framara ■ | hægra megin á 58. mínútu. Þormóður Egilsson kastaði á Mihajlo Bibercic sem lék í átt að vítateignum og gaf fyrir markið, á Einar Þór Daníelsson sem skoraði úr vítateignum vinstra megin. 3a 4| Einar Þór Daníelsson lék meistaralega í gegnum vörn Fram ■ I á vinstri kantinum á 74. mínútu, inn í teig og átti hnitmið- að skot í stöngina fjær. Knötturinn skoppaði út í teig þar sem Mi- hajlo Bibercic var réttur maður á réttum stað og skilaði honum í netið. knöttinn en KR-ingar voru ekki á því, Þormóður Egilsson sendi á Bi- bercic sem gaf fyrir markið á Einar Þór Daníelsson sem skoraði. „Við vorum alveg heiðarlegir. Ég sá ekki betur en þeir hefðu verið að hreinsa út af, og ég var ekkert að hugsa um neitt annað en að koma boltanum í leik aftur,“ sagði Þormóð- ur Egilsson fyrirliði KR, sem tók hið umdeilda innkast. Haukur Pálmason leikmaður Fram fullyrti eftir leikinn að Bibercic hefði sagt að hann fengi boltann. „Komdu, þú færð boltann,“ sagði Bibercic við mig rétt fyrir innk- astið. Eg var því ekkert að hugsa um að dekka þá og þeir spiluðu síðan í gegnum mig,“ sagði Haukur. Bi- bercic sagði eftir leikinn að hann hefði ekkert slíkt sagt. Birkir Kristinsson var á því að markið sem kom upp úr innkastinu umdeilda hafi verið vendipunkturinn í leiknum, en þá komust KR-ingar ’ yfir. Þrátt fyrir það er ekki hægt að segja annað en sigur þeirra hafi ver- ið sanngjarn. Þeir léku þó ekki sann- færandi í fyrri hálfleik, leikurinn var dauflegur til að byija með en um miðjan hálfleikinn fyrri lifnaði ögn yfir leiknum. KR-ingar voru meira með boltann, en samt voru það Fram- arar sem komust yfir á 34. mínútu. Besta færi KR-inga í hálfleiknum átti Ríkharður Daðason, sem átti gullfallegan skalla í eigin slá á 40. mínútu. KR-ingar voru mun ákveðnari í öllum sínum aðgerðum eftir hlé. Þeir náðu að jafna snemma í hálfleiknum með marki úr vítaspyrnu, og á 58. mínútu komust þeir yfir eftir hið umdeilda atvik. Nokkru síðar kom þriðja markið eftir laglegt upphlaup Einars Þórs Daníelssonar. Það var einungis á síðustu tíu mínútum leiks- ins sem Framarar sýndu einhvern lit, fengu þá tvö, þijú góð færi, einu sinni var bjargað á línu og í hin skipt- in sá Kristján Finnbogason við Fröm- urum. KR-ingar gerðu marga góða hluti í leiknum, náðu upp góðri baráttu í síðari hálfleik og áttu allt spil á miðj- unni lengst af. Heimir Guðjónsson sýndi gamalkunna takta, Einar Þór Daníelsson átti feikigóða spretti, Óskar Hrafn var lengst af öruggur í vörninni og fleiri mætti nefna. „Ég er alltaf sáttur ef ég vinn. Við þurf- um að bæta ákveðna hluti og eigum töluvert í land. Það stendur uppúr að við héldum haus og baráttan var góð,“ sagði Guðjón Þórðarson þjálf- ari KR. „Það er augljóslega mikil vinna framundan, við vorum að spila mjög illa,“ sagði Magnús Jónsson nýráðinn þjálfari Fram eftir fyrsta leik sinn með liðinu. Framarar sýndu fátt ann- að en slakan leik, ljósi punkturinn var þó kannski sprækir sóknarmenn, sem reyndar fóru ekki vel með þau færi sem þeir fengu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.