Morgunblaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 8
8 B MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR KÓRFUKNATTLEIKUR Magic ífyrsta sinní úrslK Shaquille O’Neal skoraði 25 stig og tók átta fráköst fyrir Or- lando Magic í 105:81 sigri gegn Indiana í sjöunda leik liðanna um úrslitasæti í NBA-deildinni, sem fór fram í fyrrinótt. Indinana jafnaði metin, 3-3, aðfaramótt laugardags þegar liðið vann 123:96 en Shaq og félagar vom öryggið uppmálað á heimavelli og tryggðu félaginu úrslitasæti í fyrsta sinn. „Við töpuð- um frekar illa í sjötta leiknum og ég vildi gera allt sem ég gæti til að tryggja okkur sigur að þessu sinni,“ sagði Shaq. Horace Grant, sem var þrisvar meistari með Chicago Bulls, var með 16 stig fyrir Orlando og tók auk þess níu fráköst. Dennis Scott gerði 19 stig og Hardaway 17 stig. Reggie Miller gerði 36 stig í sjöttu viðureign liðanna en aðeins 12 stig í fyrrinótt. Dale Davis var stigahæstur með 15 stig og hann tók 13 fráköst. „Þó við hefðum leik- ið eins vel og við best getum held ég að við hefðum tapað,“ sagði Larry Brown, þjálfari Indiana. „Betra liðið sigraði." Leikurinn var jafn til að byrja með en samt var Orlando yfirleitt með undirtökin. Þegar sjö mínútur og 40 sekúndur voru eftir í þriðja leikhluta var staðan 60:54 en þá komu 13 stig heimamanna gegn einu gestanna og ljóst hvert stefndi. Sá hlær best... Yfirburðir Indinana í sjötta leikn- um voru miklir og undir lokin skor- uðu leikmenn liðsins grimmt úr þriggja stiga skotum en hefð er fyrir því í NBA að reyna ekki þriggja stiga skot á síðustu mínút- unum þegar ljóst er hvert stefnir — að strá ekki salti í sárin. Eftir leik- inn tóku þeir sigurdans á vellinum og þá var Horace Grant nóg boðið. Hann dreif samheija sína hjá Or- lando út á völlinn og sagði: „Horfið á stigatöfluna og hugsið um fram að næsta leik hvernig leikmenn Indiana höguðu sér.“ Eftir sigurinn í sjöunda leiknum sagði Shaq: „Við hugsuðum þeim þegjandi þörfína og komum með réttu hugarfari." „Við vildum sýna þeim að það er vanmat að fagna of snemma," sagði Hardaway. Orlando mætir meisturum Hous- ton Rockets í úrslitakeppninni sem hefst í Orlando í nótt. Reuter ORLAIMDO, sem hefur verlA í NBA í sex ár, hafði ríka ástæðu tll að fagna aðfararnótt mánudags en þá tryggði llðlð sér rétt til að lelka tll úrsllta í delldlnnl í fyrsta slnn. Hér heldur Shaqullle O’Neal á þjálfaranum Brlan Hlll og ánægja framherjans Dennls Scotts leynlr sér ekkl. KNATTSPYRNA THillinn er grunn- ur framtíöarinnar Gífurlegur fögnuður braust út í Madrid á laugardag eftir að Real Madrid hafði unnið Deportivo Coruna 2:1 og tryggt sér þar með 26. meistaratitilinn í knattspyrnu á Spáni. Jorge Valdano, þjálfari liðsins frá Argentínu, hélt mönnum samt við efnið. „Sannir meistar- ar eru aldrei ánægðir með allt, þeir verða allt- af að setja sér ný markmið. Titillinn er grunn- ur framtíðarinnar." Árangur liðsins minnir á gömlu góðu dag- ana þegar Real Madrid varð sex sinnum Evr- ópumeistari en síðan eru liðin nær 30 ár. „Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að öðl- ast þátttökurétt í meistarakeppninni op nú viljum við verða Evrópumeistarar í sjöunda sinn,“ sagði Ramon Mendoza, forseti félags- ins. Þá verður liðið reyndar að gera betur en sl. haust þegar Óðinsvé frá Danmörku sló það út úr Evrópukeppni félagsliða. Erlendu leikmennirnir Michael Laudrup frá Danmörku, Argentínumaðurinnn Fernando Redondo og Ivan Zamorano frá Chile hafa verið lykilmenn á tímabilinu. „Hópurinn er mjög góður með framtíðina í huga,“ sagði Valdano. „Sama lið, meiri árangur." „Þessi meistaraititill er betri en hinir,“ sagði Mendoza. „Hann er fyrir stuðningsmennina en við höfum skuldað þeim þetta í mörg ár.“ Jose Amavisca og Ivan Zamorano gerðu mörk heimamanna en Bebeto jafnaði 1:1 fyrir Deportivo. Sigurmark Zamoranos, sem er markahæstur á Spáni með 28 mörk, kom fjór- um mínútum fyrir leikslok og réðu 105.000 áhorfendur sér ekki fyrir gleði enda fyrsti Spánartitillinn I fimm ár í höfn þó tvær um- ferðir séu eftir. Barcelona var meistari undanfarin fjögur ár en liðið vann Logrones 4:1 og tekur vænt- anlega þátt í UEFA-keppninni í haust. Jordi Cruyff var með tvö mörk en Aitor Beguiristain og Josep Guardiola gerði sitt markið hvor. Barcelona er í 3. sæti þremur stigum á eftir Deportivo Coruna með 44 stig en Real Zaragoza, Rea! Betis og Sevilla eru með 42 stig. Inter í UEFA-keppnina Miðheijinn Marco Ðelyecchio tryggði Inter þátttökurétt í Evrópukeppni félagsliða þegar hann skoraði á síðustu mínútu og innsiglaði 2:1 sigur gegn Padova í ítölsku deildinni á sunnudag. Inter varð því í sjötta sæti en Padova verður að leika við Genúa um áframhald- andi veru í deildinni. Sigurmarkið köm eftir hornspyrnu frá Ruben Sosa; boltinn virtist á leið í netið en miðheijinn ungi stökk upp og skall- aði hann rétta leið. Padova, sem lék í deildinni í fyrsta sinn í 32 ár, sat því eftir með sárt ennið og ekki bætti úr skák að miðheijinn Giuseppe Galderisi fékk að sjá rauða spjaldið. Filippo Maniero skoraði fyrir gestina með skalla um miðjan fyrri hálfleik en Pierluigi Orlandini jafnaði fyrir Inter um miðjan seinni hálfleik. Hollendingarnir Dennis Bergkamp og Wim Jonk léku ekki með Inter vegna landsleiks. Genúa vann Torino 1:0 og skoraði Tékkinn Tomas Shuhravy skömmu fyrir hlé. Napoli vann Parma 1:0 og gerði mið- heijinn Massiomo Agostini eina mark leiksins úr vítaspyrnu um miðjan fyrri hálfleik. Svíinn Tomas Brolin hafði þá varið með hendi á línu og var vikið af velli., Meistarar Juventus unnu Cagliari 3:1 með mörkum frá Alessandro Del Piero, Gianluca Vialli og Fabrizio Ra- vanelli. Lazio vann Brescia 1:0 og skoraði miðjumaðurinn Leonardo Colucci á 85. mínútu en við sigurinn náði Lazio öðru sæti. AC Milan sem var meistari undanfar- in þijú ár vann Fiorentina 2:1 og hafn- aði í fjórða sæti. Gabriel Batistuta skor- aði fyrir Fiorentina og varð markakóng- ur deildarinnar með 26 mörk. Roma vann Cremonese 5:2 og varð í fímmta sæti en Abel Balbo, sem var með þrennu, gerði alls 22 mörk í deild- inni og var næstur Batistuta. Parma og Juve leika tvo úrslitaleiki í bikarkeppninni og hvernig sem fer leikur Parma í Evrópukeppni bikarhafa og Juve í meistarakeppninni. Lazio, AC Milan, Roma og Inter verða hins vegar í UEFA- keppninni. Warren Barton dýrasti varnar- maður Englands WÁRREN Barton undirrítaði fjögurra ára samn- ing við Newcastle á mánudag. Kaupverðið var fjórar miiy. pund (liðlega 400.000 kr.) og er Barton þar með dýrasti varnarmaður Englands en John Scales, fyrrum samherji hans hjá Wimbledon, var sá dýrasti, var seldur til Liver- pool fyrir 3,5 mil(j. pund. Barton, sem er 26 ára, er fjölhæfur leikmaður. „Ég held að ég sé bestur sem hægri bakvörður en ég yrði ánægð- ur með að leika á miðjunni og jafnvel í marki fyrir Newcastle," sagði kappinn og bætti við að hann hefði ekki hikað við að skipta eftir að hafa talað við Kevin Keegan, yfirþjálfara New- castle. „Warren styrkir okkur mikið hjá New- castle," sagði Keegan. „Leikaðferð okkar hentar honum og still hans hentar okkur. Hugarfar hans á eftir að koma honum alla leið á toppinn og það er engin spurning um að hann á heima í enska Iandsliðinu.“ Paul Gascoigne á leið til Glasgow Rangers ENSKI landsliðsmaðurinn Paul Gascoigne staðfesti um helgina að hann væri á förum frá Lazio á Ítalíu til Glasgow Rangers í Skotlandi en umrætt kaup- verð er fímm millj. pund. Hann lék á ný fyrir Eng- land eftir 15 mánaða fjarveru vegna meiðsla — kom inná sem varamaður í 2:1 sigri gegn Japan — en hélt síðan til Glasgow til að hitta Walter Smith, yfírþjálfara Rangers. „Ég hef ekki áhuga á neinu öðru félagi, samkomulag hefur náðst um öll atriði og ég kem til Rangers," sagði Gascoigne og bætti við að hann gerði ráð fyrir að gengið yrði endan- lega frá málum í byijun næsta mánaðar. Giovanni Trapattoni tekur við Cagliari GIOVANNI Trapattoni, þjálfarí Bayem Miinc- hen, sagði í viðtali við ítalska blaðið Corriere dello Sportí fyrradag að hann væri á leiðinni til Ítalíu til að taka við stjórninni hjá Cagliari og engu breytti þó liðið hefði ekki náð að tryggja sér rétt til að leika í Evrópukeppni í haust. „ Auðvitað olli það mér vonbrigðum að Cagliari komst ekki í UEFA-keppnina en það hefur ekki áhrif á ákvörðun mína og ég fer til félagsins." Hann tekur við af Oscar Tabarez frá Uruguay. Launalækkun eða brottför hjá Roberto Baggio ROBERTO Baggio gæti verið á förum frá Ju- ventus. Samningur hans rennur út i lok mánaðar- ins og hefur félagið boðið honum nýjan, sem felur í sér um 30% launalækkun, eða um 80 miljjónir á árí. „Við viljum halda honum en það er undir honum komið hvort hann tekur tilboði okkar,“ sagði Giovanni Agnelli, eigandi félags- ins. Inter hefur sýnt áhuga á að kaupa Baggio en áætlað kaupverð er um 832 millj. kr. Porto mótmælir framkomu Arsenal JORGE Pinto, forseti portúgalska knattspyrnu- félagsins Porto sagði í fyrradag að Bobby Rob- son væri samningsbundinn og samningnum yrði ekki rift en til greina kæmi að mótmæla við knattspyrnuyfirvöld vegna tilrauna Arsenal í Englandi til að ráða þjálfarann. Pinto sagði að Robson værí samningsbundinn næstu tvö árín og ekki hefði verið rætt um að láta hann fara en sér þætti miður að Arsenal, félag með langa hefð, sem vissi að þjálfarinn væri samningsbund- inn, reyndi samt að fá hann til að standa ekki við sitt. „ Við erum að hugsa um að senda inn mótmæli til UEFA og FIFA vegna framkomu Arsenal,“ sagði forsetinn. Porto varð meistari uridir stjórn Robsons en ensk dagblöð hafa sagt að Arsenal hefði boðið honum tvær mil(j. pund (um 130 millj. kr.) fyrir fimm ára samning og jafnframt hefur komið fram að Stewart Hous- ton, sem tók við stjórninni af George Graham, yrði aðstoðarmaður Robsons.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.