Morgunblaðið - 08.06.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.06.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA si.,;-i: ffattgmiibiMbib 1995 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ BLAÐ D KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA Asgeirkallará Gunnar Odds- son og Hlyn Birgisson Gunnar Oddsson, Leiftri og Hlynur Birgisson, Örebro, eru komnir inn í landsliðshópinn í stað Hlyns Stefánssonar og Þorvalds Orlygssonar, sem taka út eins leiks bann í Evrópu- keppni landsliða, þar sem þeir fengu að sjá sitt annað gula spjald gegn Svíum. Landsliðshópurinn er annars skipaður þessum leikmönnum. Markverðir: BirkirKristinsson.Fram....................33 Friðrík Friðriksson, ÍBV....................25 Varnarmenn: Guðni Bergsson, Bolton.....................61 Kristján Jónsson, Fram......................38 Izudin Daði Dervic, KR......................12 Sigusteinn Gíslason, ÍA.....................11 Hlynur Birgisson, Örebro.,................. 9 Ólafur Adolfsson, ÍA.......................... 4 Miðvallarspilarar: ÓlafurÞórðarson, ÍA.........................58 Rúnar Kristinsson, Örgryte...............46 Sigurður Jónsson, ÍA.........................35 Arnar Grétarsson, Breiðabliki............23 Haraldurlngólfsson, ÍA.....................14 Gunnar Oddsson, Leiftri.................... 2 Sóknarleikmenn: Arnór Guðjohnsen, Örebro.................58 Eyjólfur Sverrisson, Besiktas.............21 ArnarGunnlaugsson.Nurnberg........14 Bjarki Gunnlaugsson, Niirnberg........10 Morgunblaðið/Sigmundur Ó. Steinarsson Upp með hendur ISLENSKU leikmennirnlr á œfingu í Svíþjðö — þelr gete hœglega sagt upp með hendur við Ungverja á Laugardalsvellinum. „Ungverjar verða erfiðir" „VIÐ ætlum okkur sigur gegn Ungverj- um og til þess þurfum við að sýna mjög góðan leik. Ungverjar verða okk- ur erf iðir — þeir eru betri en þegar við unnum þá tvisvar í undankeppni heimsmeistarakeppninnar," sagði Ásgeir Elíasson, landsliðsþjálfari. Landsliðið mætir Ungverjum á Laugar- dalsvellinum á sunnudaginn í Evrópu- keppni landsliða. Leikurinn verður fyrsti landsleikur íslands á Laugardalsvellinum síðan Svíar léku hér í fyrra, en þá sáu um 16.000 áhorfendur íslensku leikmennina ná mjög góðum leik. Þeir léku einnig vel gegn Svíum í Stokkhólmi í sl. viku. „Það vill oft verða svo að eftir góðan leik detti leikmenn niður. Það má ekki gerast gegn Ungverjum og því verðum við að leggja okkur alla fram," sagði Ás- geir, sem hefur séð Ungverja leika nokkra leiki að undanförnu. Þeir unnu Svía síðast í Bútapest 1:0. „Ungverjar leika betri varnar- leik en þeir gerðu þegar við lögum þá að velli, þá eru þeir með leikna og fljóta leik- menn. Þeir voru óheppnir að missa leiki sína á heimavelli gegn Tyrkjum og Svisslending- um í jafntefli, tvö tvö, eftir að hafa verið yfir í báðum leikjunum tvö núll," sagði Ásgeir. Islenska liðið, sem hefur leikið tvo lands- leiki á árinu — í Chile, 1:1, og Svíþjóð, 1:1, leikur næstu þrjá leiki sína í Evrópukeppni landsliða á heimavelli. Ungverjum á sunnu- daginn, Svisslendingum 16. ágúst og Tyrkj- um 11. október. Þá á liðið eftir að leika gegn Ungverjum í Bútapest í nóvember. „Það er takmark okkar að bæta okkur og ná betri árangri en í undankeppni heims- meistarakeppninnar. Þá náðum við fimmtíu prósent árangri, fengum átta af sextán mögulegum stigum. Við vorum þá komnir með tvö stig eftir fjóra leiki, en nú höfum við eitt stig eftir fjóra leiki," sagði Ásgeir Elíasson. Torfi hættur með körfuknattleiks- landsliðið TORFI Magnússon landsliðsþjálfarí í körfuknattleik hefur ákveðið að hætta sem slíkur. Samningur hans við Körf uknatt- leikssambandið rann út eftir Smáþjóðaieik- ana og sagði Torfi í samtali við Morgun- blaðð í gær að hann værí ákveðinn í að hætta. „Ég er ekki ánægður með h ver nig okku r gekk f Evrópukeppninni og það hlýtu r einhver að geta betur og það þarf að fúma þann mann," sagði Torfi sem hélt upp á fertugs afmælið sitt á þríðjudaginn. Torfi tók við karlalandsliðinu f desember 1990 og var einnig þjálf- ari kvennalandsliðsins þar t i 1 á síð- asta árí. Hann sagðist ekki vera hættur af skiptum af körfuknatt- leik. „ Nú er ég bara að leita mér að vinnu, það er ekki búið að ráða í allar þjálfarastöður á landinu enn, þannig að maðu r gætí hugsanlega fengið eitthvað að gera," sagði Torfi. Puskas kemur með Ungverjum FERENC Puskas, fymtm knatt- spyrnusnillingur, kemur séstak- lega tíl Kevkjaví kur tíl að sjá landsleik Islánds og Ungverja- lands. Hann var þjál fari ung- verska liðsins, þegar það lék sf ð- ast í Reykjavfk -16. jóní 1998 í unðenkeppni HM. Þá unnu I slend- ingar 2:0, Amór Guðjohnsen ojg Eyjólf nr Sverrísson skoruðu. Önn- ur fyrrum hetía Ungverjalands er nú þjálf ari — Kálmán Mészöly, sem var valinn f úrvalslið Evrðpu- keppni landsliða 1964 og var lykil- maður ungverska liðsins í HM 1966. Ólaf ur tekur við Stjörnustúlkum ÓLAFUR Lárusson hefur verið ráðinn þjálfari 1. deildar liðs kvenna hjá Stiörmmni sem á ís- landsmeistaratítíl að verja. Ólafur var þjálfari meistaraflokks karla hjá KR undanfarin fjSgur ár. Hann var áður með meistaraflokk karla hjá Fram eftir að hafa þjálfað meistaraflokk karla og kvenna hjá Keflavík en byrjaði sem þjálfari y ngri í'iokka hjá KR. ðlafur sagði við Morgunblaðið í gær að sér litist vel á Stjðrnuliðið. „Það er reyndar erfitt að gera betur, þvi stelpurnar sigruðu nánast f öllum leikjum á síðasta tímabili, tðpuðu aðeins einu sinni og gerðu eitt jafntefli en þær eru tíl- búnar að leggja mikið á sig." Magnús Teitsson hefur verið þjálfarí Stiörn- unnar undanfarín ár en hann verður í Englandi næstu misseri ásamt eiginkonu sinni, Erlu Rafns- dóttur, sem lék með liðinu, og vonast Ólafur til að ekki verði fleiri breytingar á hðpnum. Willum Þór Þórsson er eftirmaður Ólafs hjá 1. deildar liðiKR. Þrír leikmenn 1. deildar í leikbann ÞRÍR leikmenn 1. deildar karla voru úrskurðað- ir í eins leiks bann af aganefnd KSÍ á þriðjudag vegna brottvísunar í sí ðustu umferð á mánudags- kvSld. Þeir eru; Ólafur H. Kristjánsson, fyrirliði FH, Grétar Einarsson, Gríndavík og Alexander Högnason, í A. KNATTSPYRNA: NEWCASTLE KAUPIR LES FERDIIMAIMD Á 6 MILU. PUNDA / D4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.