Morgunblaðið - 08.06.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.06.1995, Blaðsíða 4
 — IIIHnBIIHWIPlll■ IMIIia■■■ |lJNIIIil ■■■■■BUHH TENNIS / OPNA FRANSKA MEISTARAMOTIÐ , 1 - ' , * MICHAEL Chang lagAI Adrlan Volnea léttllega að velll í gœr og maetlr Sergi Bruguera frá Spánl f undanúrslltum. Reuter Nær Bruguera þrennu eins og Bjöm Borg? Ferdinand til Newcastle ^ SERGI Bruguera og Michael Chang mætast í undanúrslitum Opna franska meistaramótsins ítennis á morgun en þeir fóru frekar létt í gegnum átta manna úrslitin. Spánverjinn geröi út um leikinn gegn Furlan á tveimur tímum og 11 mínút- um en Chang þurfti ekki nema 103 mínútur til að sigra Rúmen- ann Adrian Voinea 7-5,6-0,6-1. Sergi Bruguera frá Spáni færðist nær því að verða meistari í þriðja sinn á Opna franska meistara- mótinu þegar hann vann italann Renzo Furlan 6-2, 7-5, 6-2, í átta manna úrslitum einliðaleiks karla í gær. Áhorfendur áttu von á einstefnu Spánveijans gegn manninum númer 59 á heimsafrekalistanum og sú yarð raunin en aðeins vegna þess að ítal- inn gekk ekki heill til skógar og háði það honum nánast frá byrjun þó hann vildi ekki viðurkenna það. Þegar staðan var 1-0 í öðru setti varð að stöðva leikinn í fimm mínút- ur meðan hugað var að meiðslum Furlans. „Ég meiddist í leiknum gegn Femando Meligeni frá Brasilíu en þetta hafði ekki mikil áhrif á mig. Það var Bruguera sem sigraði mig - en ekki meiðslin," sagði ítalinn. Hléið virtist trufla Bruguera og átti hann í nokkrum erfiðleikum með að vinna 7-5. „Eftir að ég hafði unn- ið 6-2 og í stöðunni 3-0 hélt ég að hann gæfíst upp en hann náði sér á strik, var hreyfanlegur, lék mikið betur og gerði mér erfitt fyrir,“ sagði Spánverjinn. Bruguera fór í hnéuppskurð í febr- úar og meiddist aftur í síðasta mán- uði en hefur siðan unnið markvisst að því að bæta og laga veikustu hlið- ar sínar. „Ég hef reynt að bæta móttökumar og sendingarnar en hef ekki alveg náð tökum á þeim,“ sagði hann eftir 19. sigurinn í röð á opna franska. Bruguera hefur aðeins tapað einu setti í keppninni að þessu sinni, fyrir Svíanum Magnus Larsson í 16. manna úrslitum, en sagði ekki rétt að líta á sig sem sigurstranglegasta keppandann. „Undirbúningurinn hjá mér var betri 1993 og 1994 en meiðslin hafa sett strik í reikninginn í ár.“ Hann sagði að Austurríkismað- urinn Thomas Muster, sem hefur ekki tapað á leirvelli á tímabilinu, væri líklegasturtil að standa upp sem sigurvegari. Hann sigrar í öllum mótum þegar leikið er á leirvelli. Hann hefur allt í hendi sér og er sigurstranglegastur." Hvorugur hefur verið í náðinni hjá áhorfendum. Bruguera fékk orð í eyra fyrir að mótmæla dómi í við- ureigninni við Larsson og Muster hefur ekki fengið stuðning frá áhorf- endum. „Mér sámar mikið þegar púað er á mig,“ sagði Braguera, „en andrúmsloftið var mun betra að þessu sinni." Svíinn Björn Borg er sá eini sem hefur sigrað á Opna franska þijú ár í röð og Bruguera sagði að mögu- leiki væri á að endurtaka leikinn. „Ég er stöðugt minntur á það og auðvitað hugsa ég um það.“ Chang átti ekki í erfiðleikum með Voinea og Rúmeninn var ekkert að afsaka tapið frekar en Furlan ne afsakanir hafa verið áberandi hjá stjömum sem fallið hafa úr keppni á mótinu. Voinea hafði betur gegn Boris Becker og Andrei Chesnokov frá Rússlandi en játaði sig sigraðan gegn Bandaríkjamanninum. „Fyrsta settið var erfitt," sagði Chang, „en eftir það gekk mér allt í haginn.“ Voinea tók í sama streng. „Ég byijaði vel en féll saman í fyrsta settinu. Þetta var erfitt og mér fannst að ég gæti ekki spilað tennis." í dag verður leikið í undanúrslitum kvenna, en þar mætast Arantxa Sanchez Vicario (Spáni) og Kimiko Date (Japan) annars vegar og Conc- hita Martinez (Spáni) og Steffi Graf (Þýskalandi) hins vegar. NEWCASTLE tryggði sér í gær enska landsliðsmiðvörð- inn Les Ferdinand frá QPR á sex millj. punda, þannig að hann er næst dýrasti leikmað- ur Englands — á eftir Andy Cole, sem Man. Utd. keypti frá Newcastle á sjö millj. punda í janúar. Newcastle keypti varnarmanninn Warr- en Barton frá Wimbledon á mánudaginn á fjórar millj. punda. Fögnuður hjá Hayes MIKILLfögnuður var í her- búðum utandeildarliðsins Hayes, þegar Les Ferdinand var seldur til Newcastle, en hann lék með Hayes áður en hann fór til QPR. í samningi liðanna var klásúla um að Hayes fengi tíu prósent af söluverði Ferdinand, ef hann yrði seldur frá QPR innan tíu ára. Áhugamannafélagið fær því 600 þús. pund, sem er mesta peningaupphæð sem hefur komið í kassa félagsins. Paul Incetil Inter Milan MANCHESTER United og Inter Milan hafa náð sam- komulagi um sölu á miðvallar- leikmanninum Paul Ince til Ítalíu. Hins vegar á enn eftir að ganga frá smáatriðum gagnvart leikmanninum sjálf- um, en búist er við að hann skrifí undir samning við Inter í dag eða morgun. Talið er að söluverð Ince frá United sé um 600 milljónir króna, en leikamaðurinn sjálfur fái rúmlega 150 miljjónir króna í sinn hlut fyrir þriggja ára samning. Parreira boðið bandaríska landsliðið HANK Steinbrecher, forseti bandaríska knattspyrnusam- bandsins, hélttil Spánar í gær til viðræðna við brasilíska þjálfarann Carlos Alberto Parreira, sem gerði Brasilíu að heimsmeisturum í fyrra, um að hann taki við banda- ríska landsliðinu. Parreira var þjálfari Valencia en var rekinn frá félaginu í síðustu viku og er því á lausu. Banda- ríska landsliðið hefur ekki verið með þjálfara frá því Bora Milutinovic hætti í upp- hafi þessa árs. JESUS Gil, eigandi Atletico Madrid, sem einnig er bæjarstjóri í ferðamannabænum Marbella, er þekktur fyrir sitt mikla skap og í vikunni lét hann þjálfara liðsins, Argentínumanninn Alfio Basile, heyra það eftir að liðið lenti á fallhættusvæði — tapaði 2:1 fyrir Compostela. Gil var búinn að lofa að þegja þunnu hljóði þar til liðið væri al- veg sloppið við fall, stóðst ekki mátið eftir tapið. „Ég var búinn að lofa að segja ekki neitt þar til við værum hólpnir en nú erum við í fallhættu svo að ég mun tala og segja hvað sem ég vil. Við spil- uðum illa. ! fyrrí hálfleik náðum við ekki skoti á mark.“ Gil ásak- aði Basile einnig um að kúga fé- lagið með því að sýna tilboð sem hann hefur fengið frá öðrum fé- lögum. „Ef hann er að flýta sér, ætti hann að grípa gæsina.“ Þjálfarinn lét ekki kveða sig í kútinn: „Það er til fólk sem talar um knattspyrnu, sem hefur ekki vit á henni, eins Gil. Sjáið hvað hann er gera við samstöðuna í liðinu, gagnrýnir sífellt og segir okkur vera að falla. Hann hefur sett njósnara vlða inní félagið og nú veit ég af hverju svona marg- ir þjálfarar hafa hætt hér,“ sagði Basilt- um Gil, sem hefur rekið 18 þjálfara á 8 ára timabili, suma oftar en einu sinni. Basile er þriðji þjáifarinn sem er rekinn á þessu keppnistímabili. Atletico er í sjöunda neðsta sæti og eitt af fjórum iiðum með 32 stig sem beijast við að lenda ekki í hópi fjögurra neðstu lið- anna sem spila um fall í deild- inni. Næsti leikur þeirra er við Real Zaragoza og þarnæst tekui- við Sevilla, sem á möguleika á Evrópusæti. VÍKINGALOTTO: 2 13 27 28 41 43 / 8 31 47

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.