Morgunblaðið - 09.06.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.06.1995, Blaðsíða 1
LLRA L Af^DSi A N N A jtoottgmúMltíb 199S FÖSTUDAGUR 9. JUNI BLAÐ c KORFUKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Golli JONATHAN Bow er komlnn aftur í radlr KR-inga. Hér stendur hann á mllll Sófusar Guðjónssonar, formanns körfuknattlelksdelldar KR og Axels Nikulássonar, þjálfara. Jonathan Bow aftur í raðir KR-inga Axel Nikulásson endurráðinn þjálfari félagsins Jonathan James Bow hefur skrifað und- ir tveggja ára samning við körfu- knattleiksdeild KR. Hann kom hingað til lands haustið 1989 á vegum KR, en lék það ár með Haukum, en árið eftir með KR. Hann hefur einnig leikið með Kefla- víkurliðinu og síðast með Val sl. vetur og var þá með hæsta meðalskor í leik í deildinni. Axel Nikulásson verður áfram þjálfari meistara- og unglingaflokks KR og einnig mun hann verða ráðgjafi um þjálfun ann- arra flokka. Óskar Kristjánsson mun ann- ast þjálfun meistara- og unglingaflokks kvenna eins og síðasta keppnistímabil. Helstu breytingarnar á leikrhannahópi KR fyrir næsta vetur, eru þær að Lárus Árnason, sem lék með ÍS sl. vetur, hefur gengið til liðs við félagið að nýju eftir eins árs fjarveru, en Falur Harðarson hefur gengið til Hðs við Keflvíkinga. „Ég er mjög ánægður með að hafa fengið Bow í okkar raðir," sagði Axel Nikulásson, þjálfari KR. „Við lékum sam- an með KR 1991 og því þekki ég hann mjög vel. Hann hefur vaxið sem leikmað- ur undanfarin ár og það er betra að hafa hann með sér en á móti. Við verðum með ungt lið í vetur og vonandi jafnara en síðasta tímabil," sagði Axel. Bow, sem er 29 ára, sagðist ánægður með að vera kominn aftur „heim" í KR, en þetta er sjöunda keppnistímabil hans á íslandi. „Það er gaman að vera kominn aftur í KR. Ég þekki vel til hjá félaginu og þá sérstaklega Axel þjálfara. Liðið er ungt og efnilegt. Ég skipti yfir vegna þess að ég hef trú á þessum strákum. Við ættum alveg eins að geta komist alla leið eins og hvert annað lið," sagði Bow, sem hefur þegar sótt um að gerast íslensk- ur ríkisborgari. Þjálfarar Tyrklands og Sviss mæta FATTH Terim, þjálfari Tyrklands, og Ray Hodgson, þjáIFari Sviss, sem eiga eftir að koma með Íið sín til Reykjavfkur, mæta hingað til að sjá leik íslands og Ungverjalands. Þeir voru einnig staddirí Stokkhólmi á dðgunum, ásamt Kálmán Mészöly, þjáifara Ungverja- lands — og voru þeir allir mjög ánægðir með að íslendingar næðu jafntefli. íslendingar geta nálgast TYRKLANDog Sviss o.ra efst í 3. riðli EM, með tiu stig. ísland leikur tvo næstu leiki f riðlinum — gegn Ungverjalandi og síðan gegn Sviss. Með góðum úrslitum í báðum þessum leikjum getur íslenska liðsins nálgast — náð sjð stigum. Þá eru tveir leikir eftir—gegn Tyrklandi i Re vkjavík og Ungverjalandi í Budapest. Ungverjar koma með leiguvél U N GV ERSK A landsliðið kemur ekki tíl Iley kjavíkur fyrr en daginn fyrir leik. Liðið kemur með leiguvél beint frá Búdapest ki. 12 á laugardaginn og æfir kl. 19 á Laugardalsvell- inum. Liðið fer síðan aftur utan strax eftír leikinn á sunnudagskvöldið, sem hefst kl. 20. KR hefur titilvörn- ina í Garðinum KR-ingar hefja vörn sína á bikarmeistaratitlin- um með því að leika gegn Víði í Garði f 32- liða úrslitum. islandsmeistararnir frá Akra- nesi fara tíl Keflavíkur og leika gegn 23 ára liði heimamanna. Öll 1. deildarliðin þurfa að leika á útivðllum og þurfa Eyjamenn að fara til Eskifjarðar og Valsmenn til Fáskrúðsfjarð- ar, en annars var drátturínn þannig: Akranes U23 - Víkingur, K VA - ÍB V, ÍBV U23 - Fram, Valur U23 - Breiðablik, Selfoss - Fylk- ir, KR U23 - Leiftur, Breiðablik U23 - Kefla- vík, Völsungur - FH, GG - Þróttur R., Víðir - KR, Magni - Grindavík, Keflavík U23 - Akra- nes, KBS - Valur, Þór U23 - HK, Sindri - Stiarn- an, Leiknir - Þ6r Akureyri. Leikið verður 18. og 19. jíuií. Dregiðíforkeppn- inni Evrópukeppn- innar 12. júní DREGED verður í forkeppni E vrópukeppni imar í knattspyrnu 12. júní ogfer drátturinnfram í Genf í Sviss. Af islensku liðunum eru í pottínum Skagamenn, sem leika i mcistarakeppninni, KR í Evrópukeppni bikarhafa og FH í Evrðpu- keppni félagsiiða. Fyrstu leikir verða 8. tíl 10. ágúst og næstu 22. tíl 24. sama mánuð. í fyrstu umferð verður sfðan dr egið 25. agust Ólympíufarar Búlgaríu í pen- ingavanda BÚLG ARSKIR Ólympf ufarar gætu lent á ðyfir- stíganlegri hindrun á leið sinni á Ólympí uleik- anna i Atlanta á næsta ári vegna fjárhags- vanda. Liðið hefur þegar fengið rúmar 110 imlijónir tíl undirbúnings en þarf tæpar 100 núujónir til viðbótar og þá bara fyrir yfirstand- andi tf mabil en Búlgarfa sendir 127 keppendur tíl að takaþátt í 18 greinum. Vandinn stafar meðal annars af þ ví að áður fyrr settu stiðrnvöld ómælda peninga og vinnu í íþróttír f áróðursskyni en eftír breytingarnar 1989 hafa þau frekar snúið sér að því að byggja upp markaði sína. VIÐTAL VIÐ JÓIM ARIVIAR MAGNÚSSOIM, TUGÞRAUTARKAPPA / C2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.