Morgunblaðið - 09.06.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.06.1995, Blaðsíða 4
/þrúwr wmmmm KNATTSPYRNA Bruce Rioch tekurvið Arsenal BRUCE Rioch skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Arsenal og tekur við starfi George Graham fyrrum fram- kvæmdastjóra, sem var rekinn frá liðinu ífebrúar í kjölfar ásakanna um vafasamar greiðslur vegna umboðslauna. Stew- art Houston, sem var aðstoðarmaður Graham, hefur séð um liðið í millitíðinni og er ætlunin að hann verði áfram aðstoðar- maður. Rioch leiddi Bolton Wanderes upp í úrvalsdeildina á síðasta tímabili en vildi þá ekkert segja til um framtíðarhorfur sínar hjá því félagi, sem aftur ýtti undir vangaveltur um hann væri á förum frá Bolton. „Við erum vissir um að hann verði frábær hjá okkur. Hann er með þriggja ára samning en ég vona að við verðum komnir á sigurbraut löngu fyrir þann tíma,“ sagði Peter Hill-Wood, formaður Arsenal. Forráðamenn Arsenal voru búnir að leita að nýjum fram- kvæmdastjóra um tíma og gerðu TonyAdams æviráðinn hjá Arsenal TONY Adams, miðvörður enska landsliðsins og fyrir- liði Arsenal, hefur verið æviráðinn hjá liðinu. Ad- ams, sem er 28 ára, hóf ungur að leika á Highbury — hann hefur ákveðið að ljúka keppnisferli sínum þar. meðal annars Bobby Robson, þjálf- ara Porto, tilboð en hann var ekki ánægður með það. Rioch segir að ákvörðunin um að fara til Arsenal sé byggð á atvinnu- og fjölskylduástæðum. „Ég er mjög ánægður með að fá tækifæri til að stjórna þessu fé- lagi, sem er eflaust eitt af þeim stærstu í Englandi með miklar hefðir og langa sögu. Þetta er mikil áskorun, hér er ekki slegið slöku við og ég ætla að ná ár- angri eins fljótt og hægt er.“ Ri- och á hús tíu km frá æfíngasvæði Arsenal. Arsenal hefur gefið út að þeir muni leggja verulega fjármuni til að styrkja liðið. Þess má geta að Rioch er mjög sterkur persónuleiki, eins og Gra- ham. Hann vill að leikmenn sínir séu alltaf nýrakaðir þegar þeir mæta á æfingar á morgnana, að þeir mæti í leiki í jökkum, pressuð- um buxum, hvítri skyrtu með bindi og í velpússuðum skóm, eða snyrti- legir til fara. „Mínir leikmenn muna ferðast á fyrsta farrími hvert sem þeir fara, ekkert ann- að,“ sagði Rioch, sem sagði alltaf „The Arsenal" þegar hann ræddi um liðið á fundi með fréttamönn- um í gær. Pele vill ekki lengur Maradona jEkkert verður af samningi knattspyrnusnillingsins Maradona við félagið Santos í Brasilíu eftir að knattspymugoð- ið Pele, sem er íþróttamálaráð- herra Brasilíu og einnig í stjóm Santos, tiikynnti að hann hefði gefíst uppá að semja við kapp- ann. Pele lék í 17 ár fyrir Santos. Maradona er að reyna komast á samning til að geta snúið aftur í fótboltann þegar 15 mánaða banni, sem hann fékk fyrir lyfja- misnotkun á heimsmeistara- keppninni á síðasta ári, verður aflétt í september. Tiikynning Pele kom eftir að féiagið fékk símbréf frá fulltrú- um Maradona þar sem segir að hann vilji 960 milljónír fyrir 28 mánaða samning. Forseti Santos, Samir Adbul Hack, var ekki kát- ur og veifaði bréfínu framan í sjónvarpsvéiar en hann sagðist frekar hafa búist við borga um 256 milljónir. Að auki vildi Mara- dona fá að spila með Boca Junior í þijá mánuði eftir að banninu yrði aflétt en koma síðan til Bras- ilíu. Vitað er að Maradona vill fara til síns gamla félags, Boca Juni- ors í Argentínu þar sem hann hóf feril sinn. Þar vill hann bæði spila og þjálfa en forráðamenn félagsins taka það ekki í mál. Maradona hefur áður reynt fyrir sér sem þjálfari, fyrst hjá Depor- tivo Mandiya og síðan Racing Club, en í hvorugt skiptið gekk það ekkí upp. Bruce Rioch Bruce Rioch er 37 ára Skoti og var fyrirliði skoska lands- liðsins um tíma. Hann fædd- ist 1941 í Aldershot við Lond- on, þar sem faðir hans var foringi í breska hernum. Ri- och var snjall miðvallarspil- ari, sem lék með Luton, Aston Villa, Derby og Everton. Hann snéri sér að þjálfun 1984 og þá hjá Torquay. Þaðan fór hann til Middles- borough og kom liðinu úr 3. deild í 1. deild áður en hann fór til Millwall 1990. Rioch gerðist framkvæmdastjóri Bolton 1992 og undir hans stjóm lék liðið til úrslita í deildarbikarkeppninni á Wembley í vetur — tapaði fyrir Liverpool. Bolton vann sér siðan rétt til að leika í úrvalsdeildinni næsta keppn- istímabil, með því að leggja Reading að velli í sögulegum leik, 4:3, á Wembley. Reuter BRUCE Rioch, hinn nýji framkvæmdastjórl Arsenal spókaðl sig um ð Highbury, heimavelll Arsenal, í gær eftlr að hann skrlfaðl undir þrlggja ára samnlng við félagið. Að sjálfsögðu var hann í hvítri skyrtu með Arsenal-blndl. KORFUKNATTLEIKUR Houston á réttu róli Hakeem Olajuwon gerði sigurkörfuna íframlengdum leik MEISTARARNIR í Houston Roc- kets eru greinilega á réttu róli á réttum tíma ef marka má leik liðsins ífyrsta úrslitaleiknum gegn Orlando Magic í Orlando í fyrra kvöid. Houston sigraði í hörkuleik sem þurfti að fram- lengja 118:120 og gerði Hakeem Olajuwon sigurkörfuna þegar þrjár sekúndur voru eftir. Fyrr í vetur höfðu margir spáð því að Houston næði aldrei að verja titilinn, en þær raddir hafa verið að þagna smátt og smátt eftir því sem liðið hefur á úrslita- keppnina. Clyde Drexlers átti skot frá hægri vængnum yfir Shaquille O’Ne- al þegar þijár sekúndur voru eftir af framlengingunni og hoppaði bolt- inn á körfuhringnum áður en hann féll í hendur Hakeem Olajuwon sem beið við körfuhringinn vinstra megin og þakkaði fyrir sig með því að setja boltann ofan í körfuna og tryggja sigurinn. „Við unnum vel fyrir þess- um sigri og vissum að sá stóri kæmi á réttum tíma,“ sagði Drexler. En Oljauwon sagði aðeins; „ég var á réttum stað á réttum tíma.“ Houston var undir lengst af í leikn- um og_ mest 20 stig í öðrum leik- hluta. í þriðja leikhluta gerðu meist- aramir 37 stig gegn 19 og var Kenny Smith þar fremstur í flokki, gerði 15 stig úr fímm þriggja stiga skotum og hann jafnaði leikinn með þriggja stiga körfu í lok venjulegs leiktíma og tryggði framlengingu. Olajuwon var stigahæstur í liði Houston með 31 stig, Drexler og Smith komu næstir með 23 stig, Robert Horry var með 19 og Mario Elie 18 stig og þar með gerðu allir Reuter ANFERNEE Haraway, lelkmaður Orlando, rennlr sór hér fram- hjá Kenny Smlth, sem átti stóran þátt í slgrl Houston, geröl meöal annars fimm þrlggja stlga körfur í þrlöja lelkhluta. úr byijunarliðinu meira en 18 stig. O’Neal og Anfemee Hardaway gerðu 26 stig hvor og auk þess tók O’Neil 16 fráköst fyrir Orlando. Nick Ander- son gerði 22 stig og Horace Grant 15 stig. Orlando átti alla möguleika á því að vinna leikinn áður en kom til fram- lengingar, en Nick Anderson hitti ekki úr fjórum vítaskotum í röð þeg- ar 10,5 sekúndur og 6,1 sekúnda var eftir af venjulegum leiktíma og Or- lando var yfir 110:107. „Þetta var ekki minn dagur. Ég hef aldrei áður misnotað fíögur vítaskot í röð,“ sagði Anderson. „Við vorum heppnir að vinna þenn- an leik, en það var fyrst og fremst góð liðsheild sem skóp sigurinn. Við gáfumst aldrei upp,“ sagði Rudy Tomjanovich, þjálfari Houston. „I þessum leik gerðum við einfald- lega allt of mörg mistök, sérstaklega á mikilvægum augnablikum í lokin. Þeir hreinlega stálu af okkur sigrin- um. Það er mjög slæmt að tapa leik sem við erum með allt að 20 stiga forskot í,“ sagði Anfernee Hardaway, leikmaður Orlando. Annar leikur liðanna fer fram í Orlando í kvöld. En það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki verður meistari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.