Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 4
4 D MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Afmæli með LEGO og Kjörís Úrslit HVER man ekki eftir mið- vikudeginum 10. maí síðast- liðnum! Þá var á baksíðu Myndasagna gamla góða Moggans hvatning til ykkar að senda hugmyndir að ís- réttum til okkar og ísgerðar- fólks Kjöríss í Hveragerði. 0g hvílíkar undirtektir! Þið voruð alveg rosalega dugleg að senda hugmyndir og margar þeirra skemmti- lega myndskreyttar. Það var ekki auðvelt að velja þijár uppskriftir af mörgum at- hyglisverðum. Allir sem sendu inn hug- mynd að ísrétti fá ávísun á tvo græna Hlunka frá Kjörís. Aðalvinningarnir þrír — Bel- ville-draumahús frá LEGO og Hlunkaveislur frá Kjörís — komu í hlut þeirra sem eru nefndir hér á eftir og óskum við þeim til hamingju. Myndasögur Moggans, LEGO og Kjörís þakka ykkur öllum sem tókuð þátt í leikn- um og líka ykkur hinum fyr- ir að vera til. Hér fylgja nöfn vinnings- hafanna og uppskriftimar. Verði ykkur öllum að góðu. Kjörísréttur Þórarins (fyrir 4-6) 1 lítrí vanillumjúkís frá Kjör- ís 1 stk. Valencia m/krókant og hnetum 10 stk. fersk jarðarber (8 í réttinn og 2 til skreytingar) 6 stk. ískexkökur ísinn tekinn úr ísskápnum og látinn standa aðeins svo að hann verði mjúkur. Þá er súkkulaðið brytjað niður, jarðarberin skoluð og skorin í 2-4 bita hvert. Síðan er öllu blandað sam- an í matvinnsluvél (mixara). Það þarf ekki að hræra lengi. Okkar mixari er ekki mjög stór, svo að við gerum þessa upgskrift í tvennu lagi. Ég set ísinn sjálfur í mat- vinnsluskálina og skola jarð- arberin en mamma eða pabbi skera jarðarberin og súkkul- aðið, svo loka þau vélinni og ég fæ að ýta á start og stopp takkana. Svo setja þau ísréttinn í skálar og ég skreyti með jarðarbeijasneiðum og ís- kexi. Ég ber þennan ísrétt oft fram í fallegum glösum á fæti (mér finnst það flott- ast). Bestu kveðjur. Þórarinn Ólafsson, 6 ára, Hringbraut 70 220 Hafnarfirði Bland í móti Takið eldfast mót og meij- ið kókosbollur í botninn þar til hvergi sést i hann. Setjið svo ferska eða niðursoðna ávexti ofan á. Setjið inn í ofn þar til hef- ur hitnað í gegn. Takið út og setjið í ábætisskálar og setjið svo mjúkís frá Kjörís að eigin vali ofan á. Fjóla Dröfn Guðmunds- dóttir, 10 ára, Skúfsstöðum 551 Sauðárkróki Skjálftinn 1 lítri jarðarbetjamjúkís frá Kjörís 1 lítri vanillumjúkís frá Kjör- ís 1 lítri súkkulaðimjúkís frá Kjörís Smarties kúlur Nóakropp makkarón ukökur Raðið makkarónukökun- um á fat. Notið áhald til þess að móta kúlur úr ísnum og raðið kúlunum í „fjall“ ofan á kökurnar. Stráið síðan Smarties kúlunum og Nóa- kroppinu yfir. Verður skrautlegt og fal- legt og vekur mikla lukku í afmælinu. Setja mætti stjörnuljós efst þegar borið er fram. Verði ykkur að góðu. Herdís og Pétur Geir Ómarsbörn, 4 og 5 ára, Blómahæð 2 210 Garðabæ Blómastúlka ÞESSA sumarlegu mynd sendi Guðný Hrönn Antonsdóttir, Unnarbraut 32, 170 Seltjam- arnesi, okkur. A myndinni sjáum við Guðnýju Hrönn sjálfa með þessi líka litskrúðugu sumar- blóm. Amma hennar Guðnýjar á aldeilis gott því blómin eru einmitt ætluð henni. En hvað þau hljóta að ilma dásamlega. Amma hlýtur að vera glöð að eiga svona góða ömmustelpu sem hugsar svona fallega til hennar og vill leyfa henni að njóta sumarsins, blómanna og ilmsins með sér. Sólin skín glatt í heiði og Guðný, sem er sex ára gömul, getur valsað um túnin í sumarfötunum í leit að blómunum sínum. Við skulum bara vona að sólin skíni líka hjá henni ömmu því það er ég viss um að hún er alveg einstaklega góð amma. Enda þykir henni Guðnýju Hrönn greinilega mjög vænt um hana. Kærar þakkir fyrir mynd- ina, Guðný Hrönn. I Sgsdu mer, GRemc, af hverju eeuallar ÞeSSAR KOMUfe i HBlMlNUM, 06 É6 Sir é(5 ER FREArtUR UNJ6ÚR--EKKJ QAE>í-AÐ AME>| -.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.