Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 2
2 D MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ + Himingeimur KÁRI Garðarsson, 4 ára, býr að Sólvöllum 3, 800 Selfoss. Hann sendi okkur þessa litskrúðugu mynd og hlýtur þakkir fyrir það. Kári hefur teiknað stór- an og stæðilegan mann sem stendur þarna við húsið sitt. Það er nótt og á himn- inum sjáum við stjörnurn- ar^ær eru aldeilis fallegar á litinn. Hvað ætli maður- inn sé að gera úti um miðja nótt? Sennilega horfir hann til himins á allar björtu stjörnurnar. Kannski hann langi að komast nær þeim. Aðeins fáir útvaldir fá að komast í nálægð við stjörn- urnar í himingeimnum, bara þeir sem gerast geim- farar. Ætli maðurinn á myndinni sé kannski geimfari? En það er aldrei að vita hvað gerist í framtíðinni. Kannski verða auglýstar sumarleyfisferðir til Mars eða Plútó eftir nokkur ár eða áratugi. Við getum víst litlu spáð um það og verðum sennilega að láta okkur nægja að ferðast um jörðina svolítið lengur. En það er þó bót í máli að auðvitað er jörðin stjarna líka. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.