Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 4
4 D MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Systkinin JA, það er fallegt á Akureyri og það sannar okkur myndin, sem Eik Aradóttir, 5 ára frá Akureyri, sendi okkur. Myndin er af þeim systkinunum Eik og Ása. Þau hljóta að vera í sjöunda himni innan um öll blómin og fuglana, sem svífa um loftin blá. Ætli þau séu í Lystigarði Akureyrar eða hafa þau kannski brugðið sér aðeins út fyrir bæinn? Það er svo fal- legt þarna hjá þeim á mynd- inni að ég gæti best trúað að þau væru stödd í sjálfum Vaglaskóginum. Á Norðurlandi er að finna margar náttúruperlur, en ný- lega hefur gróður og dýralíf þar verið í hættu vegna flóða. Við skulum vona að náttúran verði fljót að jafna sig á þessu svo systkinin geti haldið áfram að njóta fegurðarinnar fyrir norðan. Hjartans þakkir fyrir mynd- ina Eik. Dýrasögur EINN rigningardag í miðjum júní- mánuði barst Myndasögunum þykkt umslag. Þetta umslag var ekkert öðruvísi en önnur umslög, en innihaldið var eins og lítill en skær sólargeisli, sem að vonum var kærkomin tilbreyting í rign- ingunni. Þetta voru sögumar hennar Hildar Kristínar Stefáns- dóttur. Hildur Kristín býr í Skaftahlíð 1, 105 Reykjavík, og er 7 ára gömul. Sögumar hennar eru ótrú- lega vel gerðar og skemmtilegar og dytti víst fæstum í hug að hér væri á ferðinni svona ung skáld- kona. Hún sendi okkur nokkrar sögur og hér birtum við tvær þeirra. Fyrri sagan heitir Kattar- klæmar. Gjörið þið svo vel! Einu sinni vora mýs í bíó. Þær ætluðu að sjá Kattarklæmar. Kattarklæmar byrjuðu svona: Músin sat inni í músarholunni sinni og horfði á Bráðavaktina og át ijómatertu. En kötturinn sat inni í ísskáp og horfði á Seinfeld og borðaði poppkom. En allt í einu sá kötturinn músina og þá hvæsti hann og hljóp að holunni og sagði: -Ef þú kemur ekki út þá kasta ég ijómatertu framan í þig. -Ef þú ferð ekki þá kasta ég ostaköku framan í þig, sagði músin. En kötturinn fór ekki burt og músin kom ekki. Og þá'fóra þau ostakökuijómatertukast LENGI...LENGI...LENGI. Og eft- ir þetta lærðu þau að það er skemmtilegra að horfa saman á Bráðavaktina og eftir þetta urðu þau vinir. Önnur sagan heitirÆvintýri íkomans. Einu sinni var íkomi. íkominn hét Diddi. Einn daginn var Diddi að labba, hann labbaði mjög langt, hann labbaði svo langt að hann labbaði í borgina. Þá sá hann hús, það var opinn gluggi og hann labbaði inn um gluggann. Þá datt hann á rúm, á rúminu vora bangsi og íkorni. Hann potaði í þá báða. Bangsinn sagði ekkert, en íkom- inn skrækti og sagði að það sama hefði komið fyrir sig. Þeir töluðu lengi, lengi saman. Og eftir þetta urðu þeir vinir. Já, þær eru skemmtilegar sögum- ar hennar Hildar og hún er dugleg að teikna líka ef marka ber mynd- ina af honum Didda íkoma, sem fylgdi með sögunni. Kærar þakir fyrir skemmtilega sendingu Hildur Kristín. Haltu endilega áfram að skrifa og þið öll krakkar. Gaman væri að fá vita hvort fleiri skáld leynast þama úti á meðal ykkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.