Morgunblaðið - 08.07.1995, Síða 2

Morgunblaðið - 08.07.1995, Síða 2
2 C LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Bætt við menningararfinn Morgunblaðið/Sigurður Jónsson STAÐARTÓNSKÁLDIÐ Þorsteinn Hauksson að störfum í Skálholti. Qratórían Psychomac- hia eftir Þorstein Hauksson verður frumflutt á Sumar- tónleikum í Skálholts- kirkju í dag. Orri Páll Ormarsson komst að því að hún er byggð á rómversku -ljóði frá 3. öld þegar hann kom að máli við tónskáldið og Bjarka Sveinbjömsson sem við sama tækifæri mun flytja erindi um tónsköpun Þorsteins. ETTA er ekki mjög nútíma- legt verk þótt tuttugustu aldar áhrifín séu augljós. Það eru mjög lagrænir kaflar í því og ég held að það höfði til almenn- ings,“ segir Þorsteinn Hauksson staðartónskáld í Skálholti en Psyc- homachia, ný óratóría eftir hann, verður frumflutt á Sumartónleik- um í Skálholtskirkju í dag og end- urflutt á morgun. Tónlistin er byggð á ljóðabálkin- um Psychomachia eða Stríðinu um mannssálina eftir Rómveijann Prudentius sem var uppi á 3.-4. öld þegar endalokin blöstu við Rómarveldi. „Prudentius var mað- ur á mörkum tveggja tíma — gömlu rómversku trúarbragðanna og kristninnar," segir Þorsteinn. „Sjálfur var hann nýkristinn en stílbragðið er beggja blands. Lista- menn voru farnir að fást við marga skemmtilega hluti á þessum tíma en listin hefur oft fengið að þróast um það leyti sem heimsveldi liðast í sundur.“ Átök góðs og ills Ljóðið fjallar um átök góðs og ills. Skáldið kynnir til sögunnar fjölmargar gyðjur sem eru í raun persónugervingar dyggða og lasta í fari mannsins. Þær takast á og ýmislegt drífur á daga þeirra en vitanlega fer hið góða með sigur af hólmi. Verkið var upphaflega samið fyrir sópran og selló samkvæmt pöntun Norræna tónlistarhá- skólaráðsins og frumflutt af Signýju Sæmundsdóttur og Ingu Rós Ingólfsdóttur. Kom það síðar út á geislaplötu með Bryndísi Höllu Gylfadóttur og Mörtu Hall- dórsdóttur. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Tónverkið hefur vaxið að umfangi og var síðast flutt sem kórverk af kór Eriks Erikson í Langholtskirkju fyrir tveimur mánuðum. „Textinn er mjög dramatískur og mér fannst hann lengi hæfa óperu,“ segir Þorsteinn, „og eftir að kórverkið var flutt í Langholtskirkju kviknaði sú hugmynd fyrir alvöru að safna í sarpinn fyrir eitt stórt verk.“ Þorsteinn ákvað að næsta skref yrði órat- óría og í því formi verður Psychomachia flutt í Skálholtskirkju í dag. „Síðan ætla ég að stækka verkið eftir tvö til þijú ár og gera það að órat- óríu fyrir stóra hljómsveit, stóran kór, tvo sóprana og tvo bassa- söngvara.“ Mikið afrek Flytjendur óratóríunnar á tón- leikunum í dag eru Marta Hall- dórsdóttir sópran, sönghópurinn Hljómeyki og strengjasveit undir stjórn Árna Harðarsonar. Sumartónleikarnir í Skálholts- kirkju leggjast vel í Þorstein sem lýkur lofsorði á Helgu Ingólfsdótt- ur listrænan stjórnanda þeirra. Segir hann að það sé rnikið afrek að halda tónlistarhátíð á íslandi gangandi í tuttugu ár. „Hér á landi er svo til ekkert gert fyrir listir, nema það sem lista- mennirnir sjálfir standa fyrir. Framlög til tónlistar á íslandi eru til dæmis meðal þess lægsta sem þekk- ist á Vesturlöndum. Það er ekki einu sinni til tónleikahús. Þrátt fyrir þetta eru til hátíðir á borð við þessa og Myrka músíkdaga. Framtak Helgu og hennar að- stoðarfólks er því stórkostlegt, ekki síst þar sem hún býður ekki eingöngu upp á eldri tónlist á hátíðinni heldur stuðlar einnig að nýsköpun og bætir þannig við menningararf þjóðarinnar.“ Að mati Þorsteins er mál til komið að einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir vakni til vitundar um þann möguleika að panta tónverk hjá tónskáldum. „Þetta er mikið gert í öðrum löndum en hefur ein- hverra hluta vegna aldrei komist inn í þjóðlífið hér. Með því að panta tónverk er fólk ekki eingöngu að festa menningararfínn á blað held- ur jafnframt sjálft sig, því ef verk- ið slær í gegn mun nafn þess sem pantaði það lifa um aldur og ævi.“ Hlustaði á vatnskranann Bjarki Sveinbjörnsson, sem leggur stund á doktorsnám í tón- yísindum í Danmörku, mun flytja erindi um tónsköpun Þorsteins í tengslum við frumflutning óratór- íunnar. Hann segir að þetta sé kærkomið tækifæri til að kynna Þorstein enda séu verk hans nán- ast óþekkt hér á landi þótt þeim hafi víða verið hampað á erlendri grundu. Bjarki hyggst rekja þróunarferil Þorsteins frá því hann hlustaði á vatnskranann þriggja ára gamall þar til hann var gerður að staðar- tónskáldi í Skálholti. „Milli þessara tveggja póla er ákveðin þróunar- saga sem meðal annars hefur farið fram á stórum tónlistarhátíðum og virtustu rannsóknastofnunum í tónlist í heiminum í dag. Ferill Þorsteins er mjög breiður. Hvert verk er sjálfstæð tónsköpun sem mótast af ákveðnum punkti sem lagt er út frá í hvert skipti. Það er þó hægt að segja að ákveð- in ára liggi yfir sumum tónsmíðum hans, ekki síst þegar raftónlistin er annars vegar. Þorsteinn er hins vegar ekki fastur í neinum lás.“ Göteborgs Konserthus KDHSvrt|)fHgfa«l fot bíUT: <X:Í) UBÍldOiD Rauðhetta í tónum TÓNLEIKAHÚSIÐ í Gautaborg stendur fyrir sérstakri dagskrá fyrir börn og unglinga til að efla tengsl sín við þennan hóp tónlistaráhuga- fólks. Dagskráin stendur frá 7. októ- ber til 30. mars á næsta ári en á efnisskránni er m.a. verk þar sem sagan af Rauðhettu er sögð í tónum. Tónleikahúsið hefur ásamt öðrum menningarmiðstöðvum í Gautaborg einnig staðið fyrir ýmsum námskeið- um þar sem börn og unglingar hafa fengið tækifæri til að vinna að ýmiss konar listsköpun með listamönnum. Á meðal listamanna sem tekið hafa þátt í slíkri samvinnu er Þorkell Sig- urbjörnsson tónskáld. -----♦—».----- Norræna húsið Dagskrá fyrir norræna ferðamenn DAGSKRÁ fyrir norræna ferðamenn verður haldin í Norræna húsinu alla sunnu- og mánudaga í sumar. Á morgun mun Bjarni Sigtryggs- son flytja erindi á norsku um ís- lenskt samfélag og það^ sem efst er á baugi í þjóðmálum á íslandi á líð- andi stundu. Að fyrirlestri loknum gefst fólki tækifæri á að koma með fyrirspurnir. Á mánudag kl. 17.30 mun Torben Rasmussen forstjóri Norræna húss- ins kynna húsið, byggingu Alvars Aaltos, starfsemi þess og norræna samvinnu. íslenskt kvikmyndakvöld verður sama dag á sama tíma eða kl. 17.30, en þá verður myndin „Ingaló" sýnd. Leikstjóri er Ásdís Thoroddsen. Myndin er 98 mín með enskum texta. Allir eru velkomnir á dagskrána og aðgangur er ókeypis. -----».♦.♦---- Orgelstund í Kristskirkju ORGELSTUND verður í Krists- kirkju, Landakoti, þriðjpdaginn 11. júlí frá kl. 12-12.30. Úlrik Ólason leikur á orgel kirkjunnar. Aðgangur ókeypis. Bjarki Sveinbjörnsson. Innpakkað þinghús Christos breytir ímynd Þjóðveija AÐ minnsta kosti fimm milljónir manna virtu fyrir sér þinghúsið í Berlín innpakkað að hætti búlgarska listamannsins Christos. Hér hefur skuggamynd eins þeirra verið varpað á dúkinn, sem umlykur húsið. þessi mynd var tekin skömmu fyrir dögun á miðvikudag, en síðasta tækifærið til að skoða listaverkið var á fimmtudag. Byijað var að afhjúpa það í gær og í dag verður það sennilega umbúðalaust. ÞAÐ TÓK Ghristo 20 ár að beijast fyrir því að fá að pakka þinghúsinu í Berlín inn í glansandi dúk. Það tók tvær vikur að lokka að fimm milljónir manna. Klukkan fimm á morgnaná var fólk farið að þyrpast að Reichstag-byggingunni. „Þjóð- verjar sameinaðir" skrifaði Der Spiegel og sagði að útlendingar væru gáttaðir á því að þessj þjóð gæti verið kát og gáskafuli. í gær var ballið búið og eftirleiðis verður aðeins hægt að skoða Reichstag umbúðalaust. í upphafi var gert ráð fyrir því að þijár milljónir manna myndu koma til að skoða listaverk búlgar- ans Christos og konu hans, Jeanne- Claude. Sú tala reyndist fjarri lagi. Lestir til Berlínar hafa verið yfír- fullar, flugvélar yfirbókaðar og stærstu hótelin hafa ekld herbergi aflögu. Flugumferðaröngþveiti Svo vinsælt er að skoða verkið frá sjónarhóli fuglsins fljúgandi að haft er á orði að „flugumferðaröng- þveitið yfir Berlín“ hefi ekki verið jafn mikið frá því að bandamenn reistu loftbrúnna 1948 til að hrinda umsátri Stalíns. Ferðalangar í minjagripaleit hafa verið svo iðnir með skærin að panta hefur þurft aukabirgðir af efni. Kvað svo rammt að þessum „skæra- hemaði“ að gripið var til þess ráðs að útdeila einni milljón efnisbúta svo þinghúsið fengi að vera inn- pakkað í friði. Helmut Kohl kanslari var einn af fáum ferðamönnum í Berlín, sem kvaðst ekki hafa í hyggju að skoða fyrirbærið: „Ég kann að skilja milli listar og auglýsingabragðs," þegar hann kom til Berlínar vegna 50 ára afmælis Kristilega demókrata- flokksins. Margir eru reyndar farnir að hallast að því að það skipti ekki lengur máli hvort hér er á ferðinni list eða ekki. Hér sé um að ræða atburð, sem ógerningur sé að slíta sig frá. Vandfundnir andmælendur Um tíma voru 70 af hundraði Þjóðvetja andvígir uppátæki Christ- os. Þegar sjónvarpsstöðin WDR hugðist gera umræðuþátt um inn- pakkaða þinghúsið fyrir rúmri viku fannst hins vegar enginn, sem þorði að andmæla því opinberlega. „Dem deutschen Volke“ er letrað framan á þinghúsið og mætti út- leggjast „til hinnar þýsku þjóðar".

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.