Morgunblaðið - 08.07.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.07.1995, Blaðsíða 1
J_ BLAÐ ALLRA LANDSMANNA % M^tgmuMmH^ 199b TEN, LAUGARDAGUR 8. JULI BLAÐ D WIMBLEDON TENNISKAPPARNIR Borls Becker, á myndlnnl fyrlr ofan, og Pete Sampras sjást hér fagna sigrum sínum í gær. mætir Boris Becker kom sá, og sigraði á Wimbledon í gær, þegar hann vann óvæntan sigur yfír Andre Agassi, og tryggði sér rétt til að leika sinn sjöunda úrslitaleik á Wimbledon, gegn Pete Sampras, meistara síðustu tveggja ára. Becker, sem tapaði fyrstu hrinunni 2-6, gafst ekki upp og kom sterkur til baka og vann 7-6 6-4 7-6. Becker, sem vann sinn fyrsta Wimbeldon-skjöld, af þremur sem hann á, fyrir tíu árum, mætir Sampras, sem hafði heppnina með sér í leik gegn Króatanum Gor- an Ivanican 7-6 4-6 6-3 4-6 6-3. Sigur Becker gegn Agassi var glæsi- legur, því að hann hafði fyrir leikinn tapað síðustu átta leikjum þeirra, eða frá því 1990, en áður hafði Becker unnið þrjár fyrstu viðureignir þeirra. „Það var sama hvað ég reyndi, ég náði ekki að brjóta Becker á bak aftur — hann varð sterkari og sterk- ari og ég réði ekki við uppgjafir hans," sagði Agassi, sem hefur ekki unnið keppni síðan hann komst yfir Sampras á styrkleikalistanum í mars. Eftir að hafa unnið Agassi í fyrsta skipti í sex ár, sagði Backer: „Þetta var besti leikur sem ég hef leikið í Wimbledonmóti." Becker var síðast meistari 1989, áður 1985 og 1986. Rauða Stjarnan með eftir þriggja ára bann ALÞJÓÐA knattspyrnusambandið hefur ákveðið að tvð félagslið frá Júgóslavíu hafi heúnild til að taka þátt í Evrópukeppninni í knattspyrnu í haust eftir þriggja ára sam- skipta bann á íþróttasviðinu. Þar með fylgir eftir UEF A samþykktum sem gerðar hafa ver- ið hjá Sameinuðuþjóðunum þess efnis að íþróttamenn meiga nú hafa samskipti við íþróttamenn frá Júgóslavíu. Það verða Evróp- meistarar meistaraliða árið 1991, lið Rauðu Stjörnunnar og smáliðið Obilic sem riða á vað- ið. Rauða Stiarnan er tvöfaldur meistari í Júgó- slaviu en Obilic lék gegn þeim í úrslitum bikar- keppninnar og tapaði 4:0. Rauða Stiarnan leikur í Evrópukeppni fé- lagsliða og Obilic í Evrópkeppni bikarhafa. Ástæðan fyrir að liðsmenn Rauðu Stjörnunnar leika ekki i meistarakeppninni er sú að sam- kvæml þeim reglum sem tóku gildi í fyrra leika eru í meistar- keppnini einungis f ulltrúar 23 sterkustu knattspyrnuþjóða Evrópu að viðbættum sigurveg- ara síðustu keppni. Síðast þegar júgóslavnesk lið tóku þátt í Evrópkeppninni sigr- aði Rauða Stiarnan í meistara- keppninni lögðu franska liðið M arseille, 5:3, eftir framleng- ingu og vítaspyrnukeppni, það var vorið 1992. Þá um veturinn höfðu þeir leikið sína heimaleiki í Ungverjalandi og Búlgaríu vegna styrjaldar í heimaland- inu, en léku síðast heima í Belgrad 24. april 1991 og gerðu þá jafntefli 2:2 við Bayern Mucnhen. HM 21 árs liða í Arg- entínu BÚIÐ er að draga í riðla í heúns- meistarakeppni 21 árs landsliða í handknattlei k, sem fer fram í Argentínu 22. ágúst til 3. sept- ember. íslenska liðið komst ekki þangað, eftir fimmtán marka ósigur gegn Portúgal. Riðla- skiptíngin er þannig: A-RIÐÉLL: Portúgal, Rúmenía, Þýskaland, Brasilía og Slóvenía. B-RJBILL: Rússland, Svíþjóð, Frakkland, Qatar og Júgóslavía. C-RIÐILL: Egyptaland, Tékk- land, Spánn, Pólland og Saudi- Arabía. Ð-RIÐILL: Danmörk, Noregur, Argentína, Bahrain og Slóvakía. Eins og menn muna þá hafnaði ísland í þriðja sæti í síðustu HM 21 árs liða — í Egyptalandi, þar sem heimamenn urðu heimsmeist- arar Reuter HANDKNATTLEIKUR Afturelding til Þýskalands 1. DEBLDARLIÐ Afturelding- ar er á f örum til Þýskalands, þar sem liðið mun taka þátt í kunnu átta liða móti í Werni- gerode, sem hefst um miðjan ágúst. Meðal liða í mótínu er bikarmeistarar Lemgo, sem voru sigurvegarar í fyrra, Magdeburg og Dukla Prag frá Tékkóslóvakíu, sem tók sæti Teka frá Spáni. Wernigerode er bær í austurhluta Þýskalands, rétt við gömlu landamærin — um 80 km fyrir vestan Magde- burgi Mótið er þekkt fyrir að vera fyrsta peningamótið í handknattleik í Þýskalandi, þar sem fyrsta sætið gefur hátt i 300 þús. ísl. kr., en önn- ur sæti gefa minna. Þá fá bestu leikmenn, eins og mark- vörður, sóknarleikmaður og markahæstí maður mótsins, einnig peningaverðlaun. Mótið er góð reynsla fyrir leikmenn Aftureldingu, sem taka þátt í Evrópukeppni í fyrsta skipti næsta keppnis- tímabil. Einar Þorvarðarson er þjálfari Aftureldingar, sem hefur fengið góðan liðsstyrk — Bjarki Sigurðsson, landsliðs- maður úr Víkingi, hefur geng- ið til liðs við liðið. TORFÆRA: BIKARMEISTARAMÓT Á EGILSSTODUM / D4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.