Morgunblaðið - 08.07.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.07.1995, Blaðsíða 4
FRJALSIÞROTTIR / UPPBYGGING Sutter Glnola Níu unglingar í „Sydneyhópnum" SJÖ af unglingunum í „Sydneyhópnum" ásamt Þránni Hafsteinssyni, landsiiðsþjálfara. Aftari röð frá vinstri: Hanna Lind Ólafsdóttir, GuArún Sunna Gestsdóttir, Hall- dóra Jónasdóttir, Ólafur Sveinn Traustason. Fremri röð: Slgmar Vil- hjálmsson, Stefán R. Jónsson, Vlgdís GuA- jónsdóttlr og Þráinn. NÍU ungir og efnilegir frjáls- íþróttamenn hafa verið valdið í „Sydneyhóp" hjá Frjáls- íþróttasambandi ísland. Það eru unglingar sem hafa náð lágmörkum sem hefurtryggt þeim rétt til að komast í af- reksáætlun til undirbúnings afreksunglinga fram að Ólympíuleikunum sem fara fram i Syndney í Ástralíu - 2000. Markmiðið hjá FRÍ er að skapa framúrskarandi efnum á aldrinum 17 til 20 ára tækifæri til að þroska hæfileika sína og búa þá þannig undir þátttöku í stór- mótum og ná árangri á alþjóða- mælikvarða með ÓL í Sydney sem loka takmark. Hér er mun lofsam- legt framtak að ræða, þannig að ungu fijálsíþróttamennimir fái "* markvissa uppbyggingu undir eftirliti FRÍ. Unglingarnir fá nauðsynlega sérfræðiaðstoð til undirbúnings, í þjálfun, næringafræði, sálræna ráðgjöf og læknieftirlit. Sex aðrir unglingar eru mjög nærri því að komast í „Sydneyhóp- inn, en val í hópinn er endurskoð- að fjórum sinnum á keppnistíma- bili, þar sem samkeppni er orðin mikil að komast í hópinn. Hver unglingur í hópnum heldur æf- ingadagbók, sem fylgst verður með, þannig að FRÍ getur fylgst með verkefnum unglinganna. Mjög ströng lágmörk eru sett fyr- - ir aldursflokka. Landsliðsþjálfari hefur yfimmsjón með öllu því sem FRÍ býður upp á og frammistöðu Morgunblaðið/Golli og ástundun unglinganna í hópn- um. Það er fjárfrekt að halda út „Sydneyhópnum" — áætlaður kostnaður við hann í sex ár er 18,2 millj. krónur. FRÍ er að kanna möguleika við fjármögnun hópsins og á dögunum veitti Eimskipafé- lag íslands FRÍ 500 þús. kr. styrk, sem framlag skipfélagsins til upp- byggingar á fijálsíþróttum. Eftirtalir einstakhngar hafa venð valdir í „bydneyhop r J 2000“ — nöfn, félög, aldur, grein, árangur: Vigdís Guðjónsdóttir.HSK............20 spjótkast 49,( Guðrún Sunna Gestsdóttir, USAH ..19 200 m hlaup 24,í Magnús A. Hallgrímsson, HSK.........19 tugþraut 6.5r Halldóra Jónasdóttir, UMSB...........18 spjótkast 48.Í Hanna Lind Ólafsdóttir, UMSB........18 kringlukast 40.' Ólafur Sveinn Traustason, FH......18 100 m hlaup 11,: Sigmar Vilhjálmsson, FH..............18 spjótkast 59.( Stefán R. Jónsson, UBK...............18 kringlukast 43.Í ValaR. Flosadóttur, ÍR ..............17 hástökk 1.' AKSTURIÞROTTIR Heimamaðurinn á 800 hestafla ökutæki Sex fara til Englands SEX efnilegir unglingar í fjálsíþróttum haldatil Eng- lands í dag, til að taka þátt í Ólympíudögum æskunnar. Það er Vala Fiosadóttir, ÍR, sem er í „Sydney-hópnum“ — keppir í hástökki, bræðurnir efnilegu Björn og Sveinn Mar- geirssynir úr UMSS — Björn keppir í 1500 m hlaupi og Sveinn í 3.000 m hlaupi, Sveinn Þórarinsson, FH, sem keppir í 110 og 400 m grinda- hlaupi, Reynir Jónsson, UMSB, 800 m hlaup, Erna Dögg Þorvaldsdóttir, HSÞ, 400 og 800 m hlaup, Örvar Ólafsson, HSK, langstökk og hástökk og Guðný Eyþórs- dóttir úr IR, sem er yngsti keppandinn, aðeins 14 ára, keppir í 100 og 200 m hlaupi. Þá fer einnig unglingaiið karla í körfuknattleik, þrír fimleikamenn og sjö júdó- menn til Engiands. Allir bestu torfæruökumenn landsins taka þátt í bikar- meistaramóti á Egilsstöðum í dag, mótið er annað tveggja sem gildir til stiga. Síðara mótið verður í Grindavík í lok ágúst í stað móts, sem síðustu ár hefur gilt til Is- landsmóts. Bikarmótið er haldið á vegum félags íslenskra torfæru- ökumanna, sem stofnuðu eigin samtök í fyrra og akstursíþrótta- lúbbsins Start á Egilsstöðum. Mótum til íslandsmeistaratitils var fækkað í fjögur og síðan gilda tvo til bikarmeistara. „Þetta verð- ur mjög sterkt mót og síðustu ár hefur mótið á Egilsstöðum verið talið það skemmtilegasta meðal ökumanna. Brautinar munu reyna meira á leikni ökumanna en kraft jeppana og bjóða upp á mikil tilþrif og hliðarhalla“, sagði Egilsstaðarbúinn Þórir Schiöth, sem kvaðst ætla að verja heiður heimamanna í mótinu. „Ég er fimmti að stigum til íslandsmeist- ara, en stefni á sigur í bikarmót- inu, þar sem vegleggir bikarar eru í boði.“ íslands- og afmælismót í kvartmílu við Straumsvík KVARTMÍLUKLÚBBURINN er 20 ára og heldur í dag íslands- mót í kvartmilu á braut klúbbsins við Straumsvík. Um þrjátíu keppendur eru skráðir til keppni og má búast við mörgum öku- tækjum, sem ekki hafa sést á kvartmílubrautinni í háa herrans tíð. Kvartmílubrautin við Straumsvík hefur verið lífæð Kvartmílu- klúbbsins frá stofnun hans, en hún var reist 1978, þremur árum eftir að klúbburinn var stofnaður. „Áhugi á kvartmílu hefur geng- ið í bylgjum, en ég held að þessi akstursíþrótt sé nú á uppleið að nýju“, sagði Ólafur Guðmundson, forseti Landsambands ís- lenskra akstursíþróttafélaga. FOLK ■ ANTONJO Oliveira, fyrrum leik- maður Benfica frá Portúgal og síð- ar þjálfari Bordeaux í Frakklandi, verður næsti þjálfari Sevilla á Spáni. ■ GHEORGHE Craioveanu, rúm- enskur landsliðsmaður sem skoraði 27 mörk i 32 leikjum með liði sínu, Universitatea Craiova á síðasta ári, skrifaði undir tveggja ára samn- ing við spænska liðið Real Sociedad og er samningurinn metinn á 63 milljónir. ■ FORS VARSMENN Notting- ham Forest hafa mikin á huga á að fá svissneska knattspyrnumann- inn Alain Sutter að láni í eitt ár frá Bayern Miinchen. Sutter sér fram á að verma bekkinn næsta vetur vegna þess að Jiirgen Klinsmann hefur gengið til, liðs við þýska stór- veldið. ■ DAVID Ginola sem á dögunum gekk til liðs við Newcastle hafnaði fyrir skömmu tilboði frá skoska lið- inu Celtic á þeim forsendum að hann líkaði ekki veðrið í Skotlandi. Tilboð- ið var mjög gott og hefði tryggt honum rúma eina og hálfa milljón króna í vikulaun. ■ ALAN Ball nýr framkvæmda- stjóri Manchester City er nú á hött- unum á eftir Rod Wallace leikmanni Leeds. Talið er líklegt að Ball verði að reiða fram rúmlega tvö hundruð milljónir verði af kaupunum. ■ FORS VARSMENN West Ham eiga nú í samningaviðræðum við Sheffield Wednesday um kaup á Mark Bright, fyrrum leikmanni Crystal Palace. Ef af kaupunum verður þarf West Ham að leggja út um eitt hundrað milljónir króna. ■ GRAHAM Taylor framkvæmda- stjóri Wolves hefur sektað Brian Laws um sem nemur hálfri milljón króna vegna þess að Laws stal fólks- flutningabifreið frá bænum og eyði- lagði hann í árekstri og til að bæta gráu ofan á svart var Laws drukkinn þegar hann gerði þetta. Ásamt sekt- inni fékk han tilkynningu þess efnis að stað hans hjá liðinu væri í hættu með slíku framferði. ■ IVAILO Yordanov einn leik- manna búlgarska landsliðsins í knattspymu sem nú leikur með Sporting Lissabon í Portúgal, slas- aðist alvarlega í bílslysi í heimalandi sínu í gær. Læknar tejja að lílegra en ekki að hann leiki ekki knatt- spyrnu að gagni framar. Yourdanov stóð sig vel jí úrslitaleik potrúgölsku bikarkeppninnar á dögunum og skor- aði m.a. bæði mörk Sporting í sigri sem tryggði því fyrsta meiriháttar titilinn í Portúgal í 13 ár. ■ CLARENCE Seedorf hinn ungi og efnilegi knattspyrnumaður hjá Ajax leikur með Sampdoria á Italíu næstu þijú keppnistímabil. Frá þessu var gegnið í gær. Þessi breyting á högum Seedorfs hefur staðið til nú um tíma, en fyrir tveimur dögum hljóp snurða á þráðinn og það leit út fyrir að ekkert yrði af samning- um. Nú hefur verið greitt úr því og samningar gerðir um flutning Seed- orfs. Kaupverðið hefur enn ekki ver- ið gefið upp. ■ DANIELA Bartova frá Tékk- landi bætti heimsmetið í stangar- stökki kvenna um einn sentimetra á fimmtudag, stökk 4,15 m. Þetta er i fimmta skipti á sex vikum sem hún bætir heimsmetið í stangarstökki kvenna, en fyrst var byijað að skrá met í þessari íþrótt nú í vor.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.