Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Opel Astra 1,7 TDí hnotskurn Dísilvél: 1,7 lítrar, 4 strokkar, 82 hestöfl með forþjöppu. Framdrifinn - ömm manna. Vökvastýri. Samlæsing með þjófa- vöm. Fjórir höfuðpúðar. Útvarp og segulband með 6 hátölurum og þjófavöm. Kiukka með dagatali. Útihitamælir. Tvískipt aftursæti - hægt að fella niður. Stillanleg hæð öku- mannssætis. Lengd: 4,27 m. Breidd: 1,69 m. Hæð: 1,40 m. Hjólhaf: 2,51 m. Þvermál beygjuhrings: 9,8 m. Þyngd: 1.040 kg. Staðgreiðsluverð kr.: 1.570.000. Umboð: Bílheimar hf., Reykjavík. OPEL Astra hefur náð allsæmi- legu„flugi“ hérlendis eftir rólega byijun en hann kom fyrst á markað árið 1992. Það sem af er þessu ári hafa selst vel yfir 100 Astra bílar og nemur heild- arsala Opel bíla á árinu eftir fyrstu sex mánuðina 188 bílum og er Astran þar í miklum meiri- hluta eða með um 120 bíla. Aukna sölu má meðal annars rekja til þess að umboðinu, Bíl- heimum, hefur tekist að ná ágætu verði og hefur Astra nú blandað sér mjög ákveðið í sam- keppnina á þessum stærsta hluta bílamarkaðar á íslandi, á verðbil- inu 12-1400 þúsund krónur. Astra bílamir eru nú fáanlegir með tveimur stærðum af bensín- vélum og dísilvélum og það er einmitt dísil gerðin sem kynnt verður í dag: Astra langbakur með 1,7 lítra dísilvél með for- þjöppu, sem er 82 hestöfl og hefur ágæta vinnslu en þessi gerð kostar kr. 1.570 þúsund. Odýrari dísilútgáfan kostar 1.440 þúsund krónur og er hún með 68 hestafla vél. Astra er nokkuð laglega hann- aður bíll. Langbakurinn er rúm- lega fjögurra metra langur, hefur örlítið rísandi línu aftur eftir bíln- um og hliðarnar eru með skemmtilegum bylgjum eða broti og allur er hann með fremur ávölu sniði. Stuðarar, hliðarlistar og luktir, handföng og speglar, allt er þetta fínlegt og gluggar líka en þeir eru þó vel stórir. Astra virðist því í heildina verklegur og sterklegur . bíll og traustvekjandi og hann samsvarar sér vel. Rúmgóður Að innan er allt einnig smekk- lega sett fram og frágangur með ágætum. Sætin eru sérlega góð. Þau eru mjúk en veita samt góðan stuðning, ekki síst til hliðanna, bæði við bak og læri og fjölstillan- legt ökumannssætið er einn góður kostur við þau. Hraða- og snún- ingshraðamælar eru á sínum stað beint fram af ökumanni undir bogadreginni hlíf, á hliðarbrettinu eru miðstöðvar- og útvarpsrofar, klukka með dagatali og allir rofar eru skýrir og góðir og næstum óþarflega stórir. Þá er ótalinn einn kosturinn við Astra hið innra en það er rýmið. Bæði í fram- og aftursætum fá menn gott fóta- og höfuðrými. Það sama má segja Hljóðlátur Rúmgóður Vel búinn Morgunblaðið/jt OPEL Astra langbakur er laglega hannaður bíll og traustvekjandi. Rúmgóður Astra langbak- ur með duglegri dísilvél TVÆR dísilvélar eru í boði, 68 og 82 hestafla og liggur munurinn í forþjöppunum. FRÁGANGUR á mælaborði og öllu innanstokks er með ágætum. um mælaborð og alla innrétting- una sem um hinn ytri svip bílsins að bogadregnar línur og ávalt snið hér og þar gefa innra útliti mjög skemmtilegan og frísklegan svip. Farangursrýmið er snyrtilegt og yfir það má draga mottu í gluggahæð til að hylja það sem í bílinn er sett. Rýmið má að sjálf- sögðu stækka með því að leggja fram aftursætin, hluta eða allt og verður þá rýmið alls um 900 lítrar. Dísilvélin nýja er skemmtilegur valkostur í Astra bílunum. Þetta er 1,7 lítra og fjögurra strokka vél, 82 hestöfl með forþjöppu eða 68 hestöfl með svokallaðri „mjúkri“ forþjöppu éins og hún er nefnd í upplýsingabæklingi um bílinn. Þetta er sérlega hljóðlát vél og er sú aflmeiri ágætlega rösk í viðbragði. Má ímynda sér að helst verði að taka þessa stærri útgáfu ætli menn sér á annað borð að fá dísilvél en hún er um 130 þúsund krónum dýrari. Sala í báðum gerðum hefur samt verið nokkuð jöfn. Eyðslan er kringum 7 lítrar í bæjarakstri en fer niður í 4,5 lítra á jöfnum 90 km hraða á þjóðvegi. Ágæt vinnsla Astra er lipur og þægilegur bíll í allri umgengni. Þegar vélin er ræst verður þess vitanlega vart að hér er um dísílvél að ræða þar sem hávaði er meiri en í bensín- vél og örlítill titringur einnig en það hverfur nánast um leið og En viðbragð og vinnsla dísilvél- arinnar eru með ágætum og lipur fimm gíra skiptingin og góð fjöðr- un gera Astra að mjög fjölhæfum bíl á hvers konar vegum: Þétt- býli, malbikuðum þjóðvegi eða malarvegi. í þjóðvegaakstri vinn- ur hann vel og á ekki í vandræð- um með að auka sæmilega snögg- lega við ferðahraðann þegar aka þarf framúr. Þá verða menn að vísu bara að skipta svolítið niður en það er bara ánægjulegt með lipurri skiptingunni. Og í borginni er hann merkilega lipur og hljóð- látur eins og áður segir og því ætti enginn að þurfa að fælast dísilvélina. Hér er þó alls staðar átt við hina aflmeiri vél, þ.e. 82 hestöfl. Sæmilegt verð HÆGT er að koma fyrir um 900 I af farangri séu aftursætin Iögð fram. Einnig er hægt að draga hlíf yfir farangursrýmið. ekið er af stað og eftir það verður þessa munar nánast ekki vart. Hér geta menn því valið bensín- eða dísilvél eftir því hver notkunin á að vera og hversu mikill dagleg- ur akstur er. Segja má að dísilvél- in henti auðvitað fremur þeim sem aka mikið og ekki síst úti á vegum og bensínvélin þá frekar í borgar- snattið. Verðið á Opel Astra með dísil- vél með forþjöppu er kr. 1.570.000. Sé minni vélin tekin (68 hestöfl) er verðið 1.440.000 og grunar mig að þótt sparnaður- inn sé talsverður í krónum sé ávinningurinn líka talsverður í ánægjulegri daglegri meðhöndlun bílsins við það að leggja í þennan mun. Hægt er að fá ýmsan auka- búnað, öryggis- og þægindabúnað ef menn kjósa svo. Líknarbelgir fyrir ökumann og farþega kosta kr. 68.000, rafdrifnir og upphitað- ir útispeglar kr. 15.000, heml- alæsivörn kr. 95.000 og rafdrifnar rúður að framan kr. 40.000 svo nokkuð sé nefnt. ■ Jóhannes Tómasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.