Morgunblaðið - 21.07.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.07.1995, Blaðsíða 1
KNATTSPYRNA FRJÁLSÍÞRÓTTIR: FH OG ÁRMANN SIGURSTRANGLEGUST í BIKARKEPPNIFRÍ / C4 heilablóðfall en er á batavegi Loks sigur hjá Val HEIL umferð fór fram í 1. deild karla á íslandsmótinu í knatt- spyrnu í gærkvöldi. Valsmenn unnu fyrsta leik sinn í rúman mánuð er þeir lögðu Framara að velli 3:1 að Hlíðarenda. Skagamenn héldu áfram sigur- göngu sinni og unnu ÍBV 1:3 í Vestmannaeyjum, KR sigraði Keflavík á útivelli, 0:1, FH og Leiftur gerðu jafntefli, 2:2, í Hafnarfirði og ekkert mark var skorað í leik Breiðabliks og Grindavíkur í Kópavogi. Skagamenn eru sem fyrr með yfirburðastöðu í deildinni nú þegar mótið er hálfnað, en bar- áttan á botninum er hins vegar orðin æsispennandi. Á mynd- inni hér fyrir ofan reynir Valur F. Gíslason, Framari, að stöðva Valsmanninn Kristinn Lárus- son, en Valur fékk síðan að sjá rauða spjaldið á 65. mínútu og léku Framarar einum leik- manni færri eftir það. ■ Nánar / C2, C3 1995 FOSTUDAGUR 21. JÚLÍ BLAD Ragnheiður Runólfsdóttir þjálfar hjá ÓðnS RAGNHEIÐUR Run- ólfsdóttir fyrrum landsliðskona i sundi, hefur sagt upp sem þjálfari hjá sunddeild Aftureldingar í Mos- fellsbæ. Ástæðan er sú að hún er flytjast til . Akureyrar og taka við þjálfun hjá Sundfélag- inu Óðni. Ragnheiður hefúr verið í Mosfells- bænum síðastliðin tvö ár og jafnhliða þjálfun sundfólksins rekið fé- lagsmiðstöðina þar í bæ. Ragnlieiður mun taka við þjálfun hjá Óðni í september. Jóhannes fékk Ragnhelður Morgunblaðið/Golli JÓHANNES Eðvaldsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu sem er búsettu í Skotlandi, fékk- heilablóðfall fyrir rúmri viku, en er á batavegi að sögn Atla Eðvaldssonar, bróður hans. „Það mun taka hann vikur og jafnvel mánuði að ná sér, en það hjálpar að hann er harður af sér,“ sagði Atli. „Jóhannes hringdi fyrir nokkrum dögum og var þá aðeins að ná sér en gerir sér grein fyrir hvað hefur gerst og veit að það gæti tekið vikur eða mánuði að ná sér. Það bendir ekkert til lömunar og minnið er í lagi en þetta er mjög alvarlegt og ég veit ekki hveiju er hægt að treysta. Það tekur á alla hans krafta að ná sér og tíminn verður bara að leiða i ljós hvað gerist,“ sagði Atli. HESTAIÞROTTIR Finnar mótmæla þátttöku Hinriks á HM í Jón Albert Sigurbjörnsson, formaður HÍS, segir þetta mjög alvarlegt mál Hestaíþróttasambandi íslands hefur borist bréf frá finnska hestaíþróttasambandinu þar sem lýst er áhyggjum vegna þátttöku Hinriks Bragasonar, eiganda Gýmis, á heimsmeistaramótinu í Sviss sem hefst í næsta mánuði. Þeir hóta að hætta við þátttöku ef Hinrik verður meðal þátttak- enda í Sviss og eins hafa móts- haldarar í Sviss af þessu miklar áhyggjur. Jón Albert Sigurbjörnsson, for- maður Hestaíþróttasambands ís- lands, staðfesti að bréf hafi borist sambandinu frá Finnunum þar sem þeir hóta að hætta við þátt- töku á HM. Hann segir þetta mjög alvarlegt mál ef þjóðir neita að mæta á mótið vegna þátttöku Hinriks. „Eins og málið stendur í dag er ekki hægt að setja Hinrik í keppnisbann vegna þess að mál hans er fýrir íslenskum dómstól- um og ekki búið að' dæma í því enn. Það.er í raun enginn laga- grundvöllur fyrir keppnisbanni af neinu tagi. Hestaíþróttasamband- ið mun fara fram á það við hann að hann dragi sig sjálfviljugur út úr mótinu vegna þessarra hót- anna, meira getum við ekki gert. Ef hann verður hins vegar ekki við því hefur hann sem fyrr keppn- isrétt sem núverandi heimsmeist- ari,“ sagði Jón Albert. Jón Albert sagði það auðvitað alvarlegt mál ef þátttaka Hinriks skaðar heimsmeistaramótið, „á þeirri forsendu erum við að vinna í því hvort hann fallist ekki á að hvíla sig í þessu móti. Ég fékk upphringingu frá Svisslendingun- um í morgun • [í gær] þar sem þeir segjást hafa miklar áhyggjur af þessu máli. Eins hef ég heyrt að hinar Norðurlandaþjóðirnar mótmæli þátttöku hans, þó svo að við höfum ekki fengið neitt um það skriflegt enn.“ Hinrik hefur lýst því yfir að hann ætli að notfæra sér keppnis- rétt sinn og keppa á Eitli frá Akureyri eins og á síðasta heims- meistaramóti. Stóðust dýralæknisskoðun íslenska landsliðið mun keppa á 13 hestum á heimsmeistárajnót- inu og fara níu þeirra héðan á sunnudag, hinir fjórir hestamir eru erlendis. Hrossin sem fara héðan stóðust öll dýralæknisskoð- un á miðvikudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.