Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 2
2 C LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÍÞRÓTTIR Því fylgja skyldur að vera í landsliði VEGNA greinar Bryndísar Ólafsdóttur, sem birtist í Morgun- blaðinu 15. júlí sl., vill stjóm og landsliðs- nefnd Sundsambands íslands (SSÍ) leiðrétta og svara ýmsu sem í greininni kemur fram. Bryndís byrjar á að rifja upp viðtal sem Stöð 2 tók við hana snemma árs 1993. Þáverandi stjórn SSÍ hafði ekkert við skoð- anir Bryndísar að at- huga. Gagnrýni SSÍ beindist að vinnubröð- um fréttamanns Stöðvar 2, j).e. að leyfa ekki sjónar- miðum SSI að komast að. Bryndís er ekki sú fyrsta sem vísað er úr landsliði, af þeim sem ekki hafa uppfyllt kröfur landsliðs- nefndar hvað varðar þátttöku í þeim verkefnum sem fylgja vali í landslið. Það fylgja því einnig skyldur að vera í landsliði í íþótt- um. Flestir gera sér grein fyrir því og eru tilbúnir að axla þá ábyrgð. Deilur Bryndísar við núverandi landsliðsnefnd og stjóm SSÍ eiga sér langan aðdranganda. Bryndís hefur mjög oft átt í erfiðleikum með að hlíta sömu reglum og ann- að sundfólk í landsliðum í sundi á sl. árum. Á Ólympíuárinu 1992 samþykkti þáverandi Iandsliðsnefnd SSÍ að vísa Bryndís úr landsliðinu vegna agabrota í keppnisferð. Ákvörðunin byggðist m.a. á skýrslu þáverandi félagsþjálfara hennar, sem var þjálfari í umræddri ferð. Meirihluti stjómar SSÍ hnekkti úrskurði nefndarinnar og samþykkti að leyfa Bryndísi að keppa aftur með lands- liðinu að uppfylltum ströngum skil- yrðum, sem hún varð að undir- skrifa. Þetta varð til þess að tveir af þremur landsliðnefndarmönnum sögðu sig úr nefndinni þ.á m. for- maðurinn, náfrændi Bryndísar. í æfingabúðum landsliðsins fyrir Smáþjóðaleikana á Möltu 1993, taldi Bryndís sig ekki þurfa að fara eftir sömu reglum og aðrir liðs- menn, varðandi viðvem í æfinga- búðunum. Skjóta þurfti á neyðar- fundi þjálfara, fararstjóra og lands- liðsnefndar til þess að leysa þau mál. Frá því 1992 hefur Bryndís lent upp á kant við þrjár landslið- nefndir. Þann 17. júlí 1994 var verkefna- skrá landsliðsnefndar SSÍ, fyrir yfirstandandi keppnistímabil, ákveðin. Hún var þá send öllum þjálfurum. í september 1994 var skráin kynnt á formannafundi SSI og síðan send út til formanna og þjálfara allra sundfélaga. í skránni kom skýrt fram hvaða verkefni vom skylduverkefni. Þar á meðal vom æfingabúðir í dymbilvikunni. Öllu sundfólki var því ljóst með a.m.k. 7- 8 mánaða fyrirvara að æfingabúðir yrðu á þessum tíma. Vegna kennaraverkfalls þurfti að færa búðimar aftur um þrjá daga. Á Bikarkeppni SSÍ i nóvember 1994 nær Bryndís þeim árangri að synda sig inn í Afrekshóp SSÍ (A- hóp). Formaður landsliðsnefndar ræddi þá við Bryndísi, varðandi þátttöku hennar í verkefnum A- hópsins. Bryndís kvaðst ekki gefa kost á sér í verkefnin, vegna þess að hún væri hætt að æfa sund með keppni í huga. Í viðtali í Morgun- blaðinu 29. nóvember 1994, undir fyrirsögninni „Syndi mér til heilsu- bótar,“ segir Bryndís orðrétt. „Ég er hætt að æfa og núna syndi ég bara mér til heilsubótar"... „ég hef haldið mér við með því 'að synda um það bil þrjá kílómetra á viku frá því í október“. Þegar nálgast tók Innanhúss- meistaramót íslands (IMÍ), sem haldið var um miðjan marz 1995, fór að heyrast orðróm- ur um að Bryndís ætl- aði að reyna að komast í landsliðið sem keppa átti á Smáþjóðaleikun- um. Nokkur kurr var innan sundhreyfingar- innar og töldu margir að hún ætti ekki að fá tækifæri til þess að komast í liðið, vegna þess að hún æfði lítið, mun minna en allir aðrir landsliðsmenn. Landsliðsnefnd sá hinsvegar engan mein- bug á að Bryndís yrði valin í Smá- þjóðaliðið, enda væri valið í liðið eftir árangri á IMÍ. Bryndís var valin til að synda 50, 100, 200m skriðsund og lOOm flugsund, auk boðsunda. A fundi með landsliðinu strax eftir valið var rætt um fyrir- huguð verkefni liðsins. Þá spurði Bryndís hvort skyldumæting væri í æfmgabúðirnar um páskana. Var henni tjáð að svo væri. Sundfólk er ekki valið í landslið eða sett út úr landsliði vegna skoð- ana sinna á stjóm SSÍ. Sú staðhæf- ing Bryndísar að landsliðsnefnd sé í einhveiju „einkastríði“ við hana er röng. Flestir sem til þekkja mundu segja að Bryndís væri í „einkastríði“ við SSÍ og landsliðs- nefnd og hafi verið það lengi, óháð því hverjir sitja í þessum stjórnum. Ástæður fyrir því að Bryndísi var vikið úr landsliðinu voru tvær þ.e. fjarvera hennar frá æfinga- búðunum og sannanlega ófullnægj- andi æfingasókn. Þegar æfingabúðir eru undir- búnar þarf að panta hótel, mat og skipuleggja akstur til og frá æf- ingastað o.m.fl. Einnig þurfa þjálf- arar að undirbúa sig með tilliti til þess hveijir verða í búðunum. Byndís hafði samband við for- mann landsliðsnefndar, minna en 12 klst. áður en þær hófust. Þar var fallist á það að hún þyrfti ekki að mæta á allar æfingar liðsins vegna anna við próflestur. Jafn- framt að hún yrði að mæta á æfíng- ar á laugardegi og sunnudegi þ.e. þijár æfingar af sjö sem liðið æfði saman. Henni var einnig tilkynnt að hún yrði að gera grein fyrir fjar- veru sinni til landsliðsnefndar. Bryndís mætti hins vegar á eina æfíngu á sunnudeginum. Hún sýndi enga viðleitni til þess að samhæfa próflestur og sundæfingar, sem auðveldlega hefði mátt gera t.d. á laugardeginum ef vilji af hennar hálfu hafí verið til staðar. Landslið- nefnd hefði t.d. verið fús að veita Bryndís undanþágu frá því að gista með liðinu eða taka þátt í athöfnum þess á milli æfinga, svo hún mætti nota tímann til próflesturs. Stað- reyndin er hinsvegar sú að Bryndís ætlaði að hafa hlutina eins og henni sjálfri þóknaðist, eins og svo oft áður, sama hvað landsliðsnefnd segði. I grein Bryndísar kemur fram að landsliðsnefnd hafi engan rök- stuðning fyrir því að hún hafi æft illa, heldur sé um að ræða illgirni og öfund í hennar garð. Hún full- yrðir einnig að nefndin hafí ekki leitað upplýsinga hjá þjálfara sínum og aðilum á Laugarvatni um æf- ingasókn. Þessu er til að svara að nefndin spurðist fyrir um æfíngar Bryndís- ar hjá þjálfara hennar. Hann tjáði nefndarmönnum að hann gæti ekki staðfest neitt um hvernig hún hefði æft, þar sem hann vissi það ekki. Einnig var leitað eftir upplýsingum hjá aðilum á Laugarvatni um þetta atriði. Þær upplýsingar fullvissuðu nefndina um að Bryndís hafi ekki Ástæður fyrir því að Bryndísi Ólafsdóttur var vikið úr landsliðinu voru tvær, segir Guðfinnur Ólafsson, formaður SSÍ, fjarvera hennar frá æfingabúðunum og sannanlega ófullnægj- andi æfingasókn. verið að undirbúa sig, eins og til er ætlast, til þátttöku í erfiðu al- þjóðlegu sundmóti. í svarbréfi Bryndísar við bréfi SSÍ, dagsettu 25.4.1995, um þetta mál kom ekk- ert fram um æfingasókn hennar, nema hennar eigin fullyrðingar. Hún hafði því tækifæri á því að bera fram sannanir um æfíngasókn sína, en það gerði hún ekki. Bryndís fullyrðir, að tveimur vik- um fyrir brottför landsliðsins til Luxemborgar, hafi hún synt á betri tíma í 50 m skriðsundi en greinin vannst á í Luxemborg. Þetta tekur hún sem dæmi um í hve góðri þjálf- un hún hafi verið. Allir sem þekkja til sundíþróttarinnar vita hins vegar að mun betri tímar nást í 25m Iaug, eins og er á Laugarvatni, heldur en í 50m laugum. Munurinn er allt að 1 sek. Einnig næst alltaf betri tími þegar um hándtímatöku er að ræða. Munur á sjálfvirkri tímatöku og handtímatöku er 2/10 -4/10 úr sek. Tími í einu 50m sundi segir lítið um æfingaástand viðkomandi, þegar þátttaka í fjögra daga alþjóð- legu sundmóti, þar sem syntar eru undarrásir og úrslit, er framundan. Fullyrðing Bryndísar um að hún hafi verið rekin fyrir það sem öðr- um leyfist er algjörlega úr lausu lofti gripin. Staðreyndin er sú að þessir sundmenn, þeir Logi Jes Kristjánsson og bræður Bryndísar, Magnús Már og Arnar Freyr, æfðu við bestu hugsanlegu aðstæður undir handleiðslu góðra þjálfara. Það hefði verið mun óhagstæðara fyrir piltana að koma heim og eyða þar með dýrmætum tíma í ferðalög og það að jafna sig vegna tímamis- munar. Sundmennirnir að norðan áttu að mæta í próf á þriðjudegin- um eftir páska og vegna sam- gönguörðugleika urðu þeir að fara norður á. laugardagskvöldið þegar ein æfing var eftir af æfingabúðun- um. Þessi ákvörðun var tekin af landsliðsnefnd í samvinnu við sund- fólkið með góðum fyrirvara. Þess ber að geta að félag Bryn- dísar, Sundfélagið Ægir, hefur ekki gert neinar athugasemdir við brott- vísun hennar. Ekki hafa borist mótmæli frá öðrum en sunddeild Þórs í Þorlákshöfn. Aðrar ávirðingar í garð einstaka nefndarmanna tel ég ekki svara- verðar, enda vinna nefndin og stjórn SSÍ eftir málefnum, en ekki eftir því hvaða einstaklingur á í hlut. Af framansögðu má það vera ljóst að stjórn SSI og landsliðsnefnd telja sig hafa brugðist rétt við í þessu máli. Það er að sjálfsögðu engum ljúft að þurfa víkja fólki úr landsliði. Landsliðsnefnd og stjórn SSÍ munu ekki tjá sig frekar um þessi mál opinberlega, heldur snúa sér að því að vinna að áframhaldandi uppbyggingu sundhreyfíngarinnar á Islandi. Höfundur er formaður Sundsam- bands íslands. Guðfinnur Ólafsson KNATTSPYRNA Morgunblaðið/Jón Stefánsson BLIKASTÚLKUR stóðu slg vel gegn norsku meisturunum á Norður- landamótlnu og gátu fagnað jafntefli, 2:2. Blikastúlkur náðu jöfnu gegn norsku meisturunum Islandsmeistarar Breiðabliks í kvenna- knattspyrnu gerðu jafntefli, 2:2, í fyrsta leik sínum gegn norsku meistur- unum, SK Örn frá Þrándheimi, á Norður- landamóti meistaraliða í Þrándheimi í fyrrakvöld. Þessi árangur íslensku stúlknanna er athyglisverður því í norska liðinu voru sex stúlkur sem léku með landsliði Norðmanna sem varð heims- meistari fyrir nokkrum vikum síðan. Kristrún Daðadóttir skoraði fyrsta mark leiksins eftir skyndisókn á 30. mínútu, en norska liðið jafnaði á loka- mínútu fyrri hálfleiks. Sigrún Óttarsdótt- ir kom Blikum aftur yfir í upphafi síðari hálfleiks með þrumuskoti frá vítateig. Það var síðan Tone Haugen, sem spilar sem atvinnumaður í Japan, sem bjargaði heiðri gestgjafanna er hún jafnaði tíu mínútum síðar og þar við sat. í gær keppti Breiðablik síðan við dönsku meistarana, Fortuna Hjörring, og tapaði 4:1. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og var hann markalaus. Ásthildur Helgadóttir skoraði mark Blika á þriðju mínútu síðari hálfleiks, eftir góðan undirbúning Margrétar Ólafsdótt- ur, en síðan komu fjögur mörk frá þeim dönsku, þar af tvö á síðustu 10 mínútun- um. Vanda Sigurgeirsdóttir, þjálfari Breiðabliks, sagðist ánægð með frammi- stöðu liðsins og sagði að árangurinn gegn Norðmönnum hafi komið öllum mjög á óvart. „Það var sagt frá því hér í norsku blöðunum að það eina sem hægt væri að læra af leiknum, væri það að íslenskar konur væru góðar í fót- bolta, eitthvað sem fáir vissu áður. Við lékum vel gegn Norðmönnum og áttum einnig ágæta möguleika gegn Dönum, sem eru líklega með sterkasta liðið á mótinu, en í því eru sjö landsliðskonur. Við ætlum að að standa okkur gegn sænska og finnska liðinu og halda áfram að koma á óvart,“ sagði Vanda. Fimm lið taka þátt í mótinu; SK Örn frá Þrándheimi, Malmö FF frá Svíþjóð, Malmin Palloseura frá Finnlandi, Fort- una Hjörring frá Danmörku auk Breiða- bliks. Úrslit á mótinu til þessa: Fortuna Hjörring - Malmö FF.................5:0 Malmin Palloseura - Öm......................0:4 Breiðablik - Örn............................2:2 Fortuna Hjörring - Malmin...................7:0 Malmin - Malmö FF...........................0:2 Breiðablik - Hjörring.......................1:4 ■ GUÐMUNDUR Hreiðarsson, markvörður, hefur verið ráðinn að- stoðarþjálfari Bjarna Jóhannsson- ar hjá 1. deildarliði Breiðabliks. Hann tók við sem aðstoðarmaður Bjarna af Magnúsi Jónssyni, sem var ráðinn þjálfari 1. deildarliðs Fram. ■ MARTIN Eyjólfsson, varamað- urinn sem kallaður er bjargvættur- inn í ÍBV, kom inná eftir árs hlé, gegn IA í gærkvöldi. Einhveiju hefur hann gleymt því hann hljóp inná án legghlífa og dómarinn sendi hann strax útaf til að klæða sig í þær og það tók nokkrar mínútur. ■ SIGURJÓN Sigurðsson, vinstrihandar skytta úr Haukum, hefur ákveðið að leika með FH-ing- um næsta vetur. ■ BANDARÍSKA, tennisdrottn- ingin Chris Evert var á dögunum tekin í raðir frægustu tennisleikara sögunar er hún fékk inngöngu í „Tennis Hall of Fame“. Evert sigr- aði 18 sinnum á einhveiju af hinum stóru mótum á nítján ára ferli sínum og var í efsta sæti heimslistans í sex ár. ■ MONICA Seles tennisstjarna verður í fyrsta sæti heimslistans þegar hún snýr til baka til keppni á árinu. Þetta var tilkynnt nú í vik- unni. Áður en Seles varð að draga sig í hlé fyrir tveimur árum í kjöl- far árásar sem hún varð fyrir var hún í efsta sæti heimslistans. ■ SELES mun þó fyrst um sinn deila efsta sætinu með Steffi Graf sem nú er í efsta sæti heimslista tenniskvenna. ■ FRANK Clark framkvæmda- stjóri N’Forest vonast til þess að geta gengið frá samningi við ít- alska knattspyrnumanninn Andrea Silenzi frá Torino í vik- unni. Silenzi er 29 ára gamall og hefur leikið fimm landsleiki fyrir Ítalíu. ■ STEFKA Kostadinova heims- methafi í hástökki kvenna frá Búlg- aríu keppti í vikunni eftir ársleyfi, en hún eignaðist dreng í janúar. Á sínu fyrsta móti stökk hún 1,94 m og lét hafa eftir sér að hún gerðis ér vonir um að keppa á HM í Gauta- borg í næsta mánuði. ■ VASILY Sokov frá Rússlandi og bronshafi í þrístökki á Evrópu- mótinu í fyrra hefur verið settur í 3 mánaða keppnisbann á meðan frekari rannsókn fer fram vegna þess að fannst í sýni frá honum merki um að hann hefði notað örv- andi lyf fyrir Evrópubikarkeppni landsliða í júní sl. Heimsmeistaramir í basli med Bandaríkjamenn Heimsmeistarar Brasilíu í knatt- spyrnu átti í hinu mesta basli með baráttuglaða leikmenn Bandaríkj- ana í úndanúrslitum Ameríkukeppn- innar í fyrrakvöld. Það var vamarmað- urinn Aldair sem gerði eina mark leiks- ins fyrir Brasilíumenn á 12. mínútu leiksins eftir mistök Brads Friedel, markvarðar Bandaríkjamanna. Þetta eru sömu úrslit og í viðureign land- anna í HM í fyrrasumar. Brasilíumenn leika því til úrslita í keppninni við gestgjafa keppinnar, Uruguay, á sunnudaginn, en heimamenn lögðu lið Kolumbíu í hinum undanúrslitaleiknum með tveimur mörkum gegn engu. Bandaríkjamenn og Kolumbíubúar leika um þriðja sætið í dag. Brasilíumenn byijuðu fjörlega í leiknum gegn Bandaríkjamönnum og skoruðu fljótlega mark, en eftir það varðist bandaríska liðið vel, svo vel, að mótherjarnir fengu ekki annað marktækifæri í fyrri hálfleik. Hinn sérstæði varnarmaður bandaríska liðs- ins, Alexei Lalas stjómaði vörninni eins og herforingi auk þess að leika skínandi vel sjálfur. í síðari hálfleik náðu Bandaríkja- menn að setja meiri sóknarþunga í leik sinn og áttu þeir nokkrar hættu- legar fyrirgjafir inn í teig Brasilíu- manna, en án árangurs. Bandaríkjamenn geta vel við árang- ur sinn unað í keppninni því fáir bjugg- ust við að liðið næði svo langt. Þeir sigruðu Chilemenn í keppninni 2:1 og komu síðan öllum að óvörum með því að leggja Argentínu 3:0. Eftir það sigr- uðu þeir Mexíkó í átta liða úrslitum að lokinni vítaspyrnukeppni. Þessi árangur er mikil framför frá síðu stu keppni sem haldin var fyrir tveimur árum, þá unnu Bandaríkjamenn ekki leik og urðu því að fara heim að lok- inni riðlakeppninni. Landslið Brasilíu hefur hins vegar ekki verið sannfær- andi í keppninni þrátt fyrir að vera komnir svona langt. Vafasamt jöfnun- armark þeirra gegn Argentínu þegar Tulio lagði boltann fyrir sig með hend- inni áður en hann skaut í markið hef- ur orðið til enn neikvæðari umræðu um liðið en áður. Hafa jafnvel fjölmiðl- ar viðurkennt að markið var ólöglegt og kalla þeir ekki allt ömmu sína þeg- ar landsliðið er annarsvegar og ekki síst gegn Argentínu. Brasilía: Taffarel - Jorginho, Aldair, Andre Crúz, Roberto Carlos, Leandro (Beto 29.), Dunga, Juninho, Zinho, Edmundo, Savio (Tulio, 75.). Bandaríkin: Brad Friedel - Mike Burns, Alex- ei Lalas, Paul Caligiuri, Thomas Dooley, Ernie Stewart,' John Harkes, Joe-Max Moore, Tab Ramos, Cobi Jones (Frank Klopas, 68.), Eric Wynalda (Mike Sorber, 78.). LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995 C 3 IÞROTTIR KVARTMILA Staðan að skýrast TVÖ kvartmílumót fóru fram um síðustu helgi ítilefni af tutt- ugu ára afmæli Kvartmílu- klúbbsins. Það síðara gilti til íslandsmeistara, en þrjú mót gilda til meistara á keppnis- tímabilinu. Keppt var í sex flokkum og skýrðist staðan nokkuð í íslandsmótinu en einu móti er ólokið. Gunnlaugur Emilsson vann flokk útbúinna götubíla og lagði rallkappann Steingrím Inga- son að velli í úrslitum, vélin bilaði í bíl Steingríms. Gunnlaugur hefur nú 215 stig til meistara i sínum flokki, næstur er Grétar Jónsson með 152 og Brynjar Gylfason með 134. í flokki götubíla er Jón Geir Eysteinsson efstur að stigum, eftir keppni síðustu helgar. Jón er með 108 stig, Agnar Arnarson 87 og Ríkharður Rúnarsson 66. í flokki með forgjör er Torfi Sigurbjörnsson efstur með 110 stig, Edvard A. Ernstson er með 80 og Halldór Björnsson 70. GOLF URSLIT Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Sá öflugasti GUNNLAUGUR Emilsson ekur öflugasta keppnisbilnum í kvartmílu í dag. Hann hefur forystu í íslandsmótlnu. Mótorhjól hafa verið mörg á kvartmílumótum ársins og um síð- ustu helgi var ekið í þremur flokk- um. Valgeir Pétursson vann Unnar Má Magnússon í 600 cc flokki, en Unnar leiðir meistaramótið með 205 stig á móti 195 stigum Valgeirs. í flokki 750 cc mótorhjóla er Jóhann Jóhannsson með 117 stig, en Arnar Spennandi á St. Andrews Reuter ÞRIR kylflngar eru efstir eftlr fyrstu tvo dagana á opna breska meistaramótinu í golfi sem fram fer á St. Andrews- vellinum í Skotlandi. Bandaríkjamaðurinn John Daly, sem hér tekur kúluna upp eftlr gott pútt á 17. braut í gær, lék á 71 höggi í gær og er á samtals á 138 höggum, eða fimm högg- um undlr parl, ásamt landa sínum, Brad Faxon og Katsuyos- hl Tomori frá Japan. Island aftur í 14. sæti Aftur varð 14. sætið hlutskipti íslendinga á Evrópumóti unglinga í golfi, sem fram fór í Woodhall á Englandi og aftur voru það Finnar sem unnu íslendingana í leik um 13. sætið og til að kóróna það unnu Finnarnir með sama mun og í fyrra, 2:3. Ómar Halidórsson og Snorri Sigurðsson unnu tvo bestu menn Finna og fengu félagarn- ir samtals 9 fugla en Örn Ævar Hjartarson, sem leikið hafði mjög vel á mótinu, náði sér ekki á strik í síðasta leiknum og tapaði fyrir pilti sem hann vann með 19 höggum í undankeppniimi. Úrslit urðu sem hér segir: Friðbjörn Oddsson og Guðmundur Óskarsson töpuðu 4-3 í fjórmenningi, Þorkell Snorri Sigurðsson vann 2-1, Örn tapaði 3-1, Ómar vann 4-3 og Birgir tapaði 4-3. Arnarson 87. í flokki mótorhjóla upp að 1300 cc vann Hörður Lýðs- son í fsinni fyrstu keppni ársins og setti íslandsmet. Fórnarlamb hans í úrslitum var Karl Gunnlaugsson, sem fékk ekki rönd við reist, en hann leiðir engu að síður íslands- mótið á 195 stigum. Hörður er með 117 og Bjarni Valsson 110. UM HELGINA Knattspyrna Laugardagur: 2. deild kvenna: Djúpivogur: Neisti D - Enheiji.......14 Fáskruðsfjörður: KBS-Sindri..........14 Reyðarfjörður: KVA - Höttur..........14 4. deild karla: Gervigrasið: Víkverji - Vík. Ó.......14 Grýluv.: Hamar - Framheijar..........14 Sindravöllur: Sindri - Einheqi.......14 Sunnudagur: 1. deild karla: Laugard.völlur: Fram - Keflavík......20 2. deild karla: Akureyri: Þór - Þróttur..............20 Borganes: Skallagrímur-Víðir.........20 ÍR-völlur: ÍR-Stjarnan...............20 Kópavogur: HK - Fylkir...............20 2. deild kvenna: Sandgerði: Reynir S. - Fjölnir.......14 Mánudagur: Víkingsvöllur: Víkingur-KA...........20 Frjálsíþróttir Bikarkeppni FRÍ í 1. og 2. deild fer fram í dag á Laugardalsvelli. Keppni í 2; deild hefst kl 13, en í 1. deild kl. 15:30. Áætlað er að keppni ljúki um kl. 18. Torfæra tslandsmótið í torfæruakstri verður haldið við Akrafjall í dag og hefst keppni kl. 14. FELAGSLIF Nýr tennisvöllur Tennisklúbbur Víkings í Traðarlandi opnar um helgina tvo gervigrastennisvelli en klúb- burinn hefur líka yfir að ráða tveimur völl- um með gúmmíefni. Æfingamót Búnað- arbankans fyrir böm og unglinga mun standa yfir alla helgina. Einnig verður skemmtimót fyrir alla sem vilja haldið milli klukkan 11 og 14 í dag. Dagskránni lýkur síðan klukkan 14 með sýningarleik tveggja bestu tennisspilara landsins, Stefáns Páls- sonar og Atla Þorbjörnssonar. Hjólreiðar Frakklandskeppnin 18. áfangi í Frakklandskeppninni var hjól- aður í gær, alls 166 km. Urslit vora sem hér segir: klst. Lance Armstrong (Bandar.) Motorola .............................. 3.47,53 Andrea Ferrigato (Ítalíu) Telekom-ZG .........................33 sek. á eftir Vyacheslav Ekimov (Rússl.) Noveli....44 Jean-Cyril Robin (Frakkl.) Festina...44 Maarten Den Bakker (Holl.) TVM........4 Staðan eftir 18 áfanga: Miguel Indurain (Spáni) Banesto....88.07,39 AlexZuelle(Sviss)ONCE...2,46 sek á eftir Riis............................. 5,59 Laurent Jalabert (Frakkl.) ONCE....6,26 Ivan Gotti (Ítalíu) Gewiss Ballan..9,52 Melchor Mauri (Spáni) ONCE........13,02 Fernando Escartin (Spáni) Mapei GB ..14,03 Buenahora (Kolombíu) Kelme........14,07 Claudio Chiappucci Carrera........14,35 Richard Virenque (Frakkl.) Festina.14,54 Golf íslandsmót öldunga Mótið fer fram á Akureyri og að loknum tveimur keppnisdögum er staðan þessi: Konur, án forgjafar Inga Magnúsdóttir, GK...............182 Kristín Pálsdóttir, GK..............186 Ágústa Guðmundsdóttir, GKG..........192 Rósa Gunnarsdóttir, GA..............192 Anna F. Eðvarðsdóttir, GA...........193 Gerða Halldórsdóttir, GS............196 Með forgjöf: Anna F. Eðvarðsdóttir, GA............73 Patricia Ann Jónsdóttir, GA...........7 Karlar, án forgjafar: Sigurður Albertsson, GS.............164 KarlHólm, GK........................165 Guðmundur Valdimarsson, GL..........166 ÓttarYngvason, GR...................167 Þorbjörn Kjærbo, GS.................168 Baldvin Jóhannsson, K...............169 Sigurjón R. Gíslason, GK............170 Pétur Antonsson, NK.................170 Kjartan L. Pálsson, NK..............171 Með forgjöf: ÁsmundurBjarnason, GH................68 Friðrik Andrésson, GR................70 Viktor Sturlaugsson, GR..............70 Árni Bjöm Árnason, GA................72 Eyjólfur Jónsson, GR.................72 Guðmundur Sigurjónsson, GMS..........72 Jens Karlsson, GK....................72 Opna breska meistaramótið Öðrum keppnisdegi á opna breska meistara- mótinu lauk í gær og er staðan þessi: 138 -Brad Faxon (Bandar.) 71 67, Katsuy- oshi Tomori (Japan) 70 68, John Daly (Bandar.) 67 71 139 -Ben Crenshaw (Bandar.) 67 72, Cost- antino Rocca (Italfu) 69 70, John Cook (Bandar.) 69 70, Mark Brooks (Bandar.) 70 69, Emie Els (S-Afríku) 71 68, Corey Pavin (Bandar.) 69 70 140 -Payne Stewart (Bandar.) 72 68, Just- in Leonard (Bandar.) 73 67, Vijay Singh (Fiji) 68 72 141 -Nick Faldo (Bretl.) 74 67, Steve Elk- ington (Ástralíu) 72 69, David Gilford 69 72, Phil Mickleson (Bandar.) 70 71, Frank Nobilo (N-Sjál.) 70 71, Gordon Sherry (Bretl.) 70 71, Sam Torrance (Bretl.) 71 70 142 - Sandy Lyle (Bretl.) 71 71, Ross Drummond (Bretl.) 74 68, Steve Webster (Bretl.) 70 72, Gene Sauers (Bandar.) 69 73, Wayne Riley (Ástral- iu) 70 72, Jose Rivero (Spáni) 70 72, Bill Glasson (Bandar.) 68 74, Bob Estes (Bandar.) 72 70, Steven Bot- tomley (Bretl.) 70 72, Brett Ogle (Ástralíu) 73 69, Michael Campbell (N-Sjál.) 71 71 Leiðrétting ■f frásögn af ÍBV og ÍA í 1. deild karla í blaðinu gær var ranglega farið með föður- nafn varamarkvarðar IÁ sem kom inn á í leiknum og varði m.a. vítaspymu. Hann heiti Ámi Gautur Arason og er beðist vel- virðingar á mistökunum. Leggur Guöni fleiri mörk inn á markareikninginn? Island - Sviss á Laugardalsvelli 16. ágúst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.