Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 4
Wfitt8ttiM$toib KNATTSPYRNA Vísindamenn kynna niðurstöðu rannsókna með nýrri tækni BRESKIR vísindamenn halda því fram að þeir hafi nú sannað, með nýrri tækni, að umdeilt mark sem Geoff Hurst gerði fyrir England í úrslitaleik heimsmeistarakeppn- innar í knattspyrnu gegn Þjóðverj- um á Wembley árið 1966, hafi alls ekki verið mark. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 2:2, en Hurst náði forystu með markinu umdeilda eftir tíu mínútur af framlengingu. Hann þrumaði af stuttu færi í þverslá, þaðan skaust knötturinn niður á völlinn áður en þýskur varnarmaður kom aðvífandi og skallaði aftur fyrir endamörk. Tugir þúsunda áhorfenda á Wembley biðu með öndina í hálsin- um þegar svissneski dómarinn Gottfried Dienst hljóp að línuverð- inum, Tofik Bakhramov frá Sovét- ríkjunum. Eftir stutta stund benti dómarinn á miðjupunktinn. Nú segja tveir vísindamenn við Oxford háskóla í Englandi að ákvörðun dómarans hafí verið rðng — þeir geti sýnt fram á, með nýrri tölvu- myndbandstækni, að knötturinn hafi aldrei farið yfir marklínuna. Vissir í sinni sök Dr. Andrew Zisserman og Dr. Ian Reid við verkfræðideild há- skólans eyddu klukkustundum við að skoða myndbönd af atvikinu og rannsökuðu feril knattarins með hinni nýju tækni. „Það er enginn vafí í okkar huga. Það er sama hvernig litið er á atvikið, Umdeilt mark Geoffs Hursts var ekki mark knðtturinn fór ekki yfir línuna," sagði Zisserman. Hurst skoraði svo aftur í fram- lengingunni og Englendingar sigr- uðu 4:2. Markmiðið með hinni nýju tækni er m.a að geta sýnt í snatri fram á hið rétta í atvikum sem þessu, í íþróttakappleikjum. Misjöfn viðbrögð Viðbrögð við yfírlýsingu bresku vísindamannanna hafa verið mis- jöfn. Sumir Englendingar hafa harðneitað að þeir geti haft rétt fyrir sér, meðal annars Alan Mull- ery, fyrrum fyrirliði enska lands- liðsins sem tjáði sig um málið á Sky sjónvarpsstöðinni. Þjóðverjar segja niðurstöðuna vitaskuld ekki koma á óvart — þeir hafi vitað þetta síðan 1966! „Ég hef haldið því fram í mörg ár að þetta hafi ekki verið mark," sagði Uwe Seeler, hlæjandi, en hann lék í fremstu víglínu þýska landsliðsins á HM í Englandi. „Ég stóð yst í vítateignum og var viss um að boltinn fór ekki inn." Seeler sagði hins vegar að menn yrðu að sætta sig við úrskurð dóm- ara. „Ög Englendingar, með leik- menn eins og [Gordon] Banks, [Alan] Ball og Charlton-bræðurna [Bobby og Jack], áttu skilið að sigra í heimsmeistarakeppninni," sagði hann. „Wembley-markið" er enn í dag vinsælt umræðuefni. meðal Þjóð- verja, og flestir þeirra eru sagðir fljótir að minnast á það hitti þeir Englending, sem virðist hafa minnsta snefil af knattspyrnuá- huga. Gula pressan í Þýskalandi sló upp niðurstöðu bresku vísindamann- anna í gær. „Wembley. Það var ekki mark," sagði Expressen í Köln á forsíðu og bætti við: „Við vissum það alltaf." Bild, sem er mest selda blað Þýskalands, sagði: „Hingað til hefur þetta verið stærsta leyndar- mál íþróttasögunnar. Nú verður að endurskrifa þá sögu." Jón Otti vítabani JÓN Otti Jónsson, markvörður Fjölnis í 3. deild, hefur fengið viðurnefnið „vítabani" þar sem hann hefur nú varið fjögur víta- skot í röð á íslandsmótinu í knattspyrnu. í upphafi mótsins fékk Jón Otti mark á sig úr víta- spyrnu en skellti svo í lás, varði fyrst í leik gegn Völsungi frá Húsavík, Haukum, BÍ og nú um helgina í leik gegn Hetti frá Egilsstöðum. Guðmundur Hreiðars- son ökkla- brotinn GUÐMUNDUR Hreiðarsson, að- stoðarþjálfari og varamarkvörð- ur Breiðabliks ökklabrotnaði á æfingu síðastliðinn laugardag og verður úr leik næstu sex vikurn- ar. „Við vorum að byrja á æfingu og áður en farið var að hita upp þá var ég einn að leika mér með bolta og missteig mig svo illa að ég heyrði smell frá ökklanum," sagði Guðmundur i samtali við Morgunblaðið. „Brotið var skrúf- að saman og læknirinn sagði við mig að ég gæti farið að hlaupa eftir sex vikur." . Annar Bliki brotnaði í vor, Hákon Sverrisson, hann ristar- brotnaði í fyrstu umferð gegn Skaganum. „Hákon er allur að koma til og var á skýrslu í síð- asta leik. Það má kannski segja það að ég leysi hann af hólmi á hækjiinuni," sagði Guðmundur að lokum. FOLK ¦ ANTHONY Karl Gregory lék ekki með félögum sínum í Breiða- bliki gegn Grindavík í síðustu helgi vegna meiðsla í læri. Óvíst er hvort hann geti verið með gegn ÍA í kvöld ¦ PÉTUR Guðmundsson kúlu- varpari hætti fyrir fáeinum misser- um síðan að kasta með snúningsat- rennu eins og hann hafði gert í nokkur ár og tók upp það sem kalla má hefðbundnari stíl. Nú hefur Pétur aftur tekið upp snúningss- tílinn og gefið hinn upp á bátinn. ¦ SUNNA Gestsdóttir verðureini þátttakandi íslands á Evrópu- meistaramóti unglinga í frjálsum íþróttum sem fram fer í Ungverja- landi 27. - 30. júlí. Sunna keppir í 100 og 200 m hlaupi. í för með Sunnu verður þjálfari hennar, Jón Sævar Þórðarson. ¦ ANDREA Silenzi leikmaður Torino á ítalíu síðustu árin hefur undirritað þriggja ára samning við enska félagið Nottingham Forest. Frá þessu var gengið í ferð fram- kvæmdastjpra Forest, Frank Clark til ítaliu um síðustu helgi. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp en talið að það sé í kringum 160 milljóna króna. Silenzi er fyrsti ítalski landsliðsmaðurinn sem geng- ið langtíma samning við enskt fé- lagslið. Síðari umferð 1. deildar karla íknattspyrnu hefst meðfimnn leikjum l\lá tapliðin að hef na sín? Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson ÓLAFUR Þórðarson, fyrirlioi ÍA, er stlgahæstur í elnkunna- gjðf Morgunblaöslns, og markahæstur í 1. delld ásamt Rast- Islav Lazorlk hjá Breiðablikl. Þelr mætast f kvöld í Kópavogi. SÍÐARI umferð 1. deildar karla í knattspymu hefst í kvöld með fimm leikjum. Breiðablik tekur á móti ÍA í Kópavogi, Vals- menn á móti Eyjamönnum að Hlíðarenda, Leiftur fær Fram í heimsókn, KefIvíkingar mæta nágrönnunum úr Grindavík og KR sækir FH heim í Kaplakrika. Fróðlegt verður að sjá hver framvindan verður í kvöld. Sömu lið mætast nú og í fyrstu umferð og margir hugsa sér örugg- lega að hefna grimmilega. Vals- menn steinlágu til dæmis í Eyjum, 1:8, Framarar töpuðu 0:4 fyrir Leiftri í Laugardalnum og leik- menn Breiðabliks sáu aldrei til sólar gegn ÍA á Akranesi þó svo þeir hafi ekki tapað nema 0:2. Þá töpuðu bikarmeistarar KR 0:1 á heimavelli gegn FH og Grindvík- ingar urðu að sætta sig við tap heima, 1:2 gegn Keflvíkingum. Akurnesingar hafa enn ekki tap- að stigi það sem af er sumri og fátt virðist geta komið í veg fyrir að þeir verji íslandsmeistaratitil- inn. Það þarf þá a.m.k. mikið að breytast, bæði hjá þeim og hinum liðunum. Liðsheild meistaranna er geysilega sterk, með þá Ólaf Þórð- arson og Sigurð Jónssqn í aðalhlut- verkum á miðjunni. Ólafur hefur komið skemmtilega á óvart í sum- ar og er markahæstur sem stendur ásamt Rastislav Lazorik, leikmanni Breiðabliks. Báðir hafa þeir gert sex mörk í leikjunum níu og mæt- ast einmitt í kvöld. Valsmenn hafa verið að rétta úr kútnum og sigruðu í fyrsta sinn í langan tíma er Framarar sóttu þá heim á dögunum. Eyjamenn hafa ekki enn sigrað á f astalandinu í sumar þannig að spennandi viður- eign gæti verið í uppsiglingu að Hlíðarenda í kvöld. " Segja má að Leiftur sé spútník- lið sumarsins og Framarar eiga örugglega erfiða ferð fyrir höndum norður, enda ekki verið sannfær- andi undanfarið. Búast má við spennandi Suðurnesja-slag, eins og jafnan og ljóst er að ekkert verður heldur gefið eftir í Kapla- krika; KR-ingar verða að ná í þrjú stig ætli þeir sér að halda í við eða nálgast Skagamenn og FH-ingar þurfa einnig á stigunum að halda, enda í botnsætinu — ásamt Val — með sjö stig. Allir leikirnir hefjast kl. 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.