Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 4
Skagamenn vígja völl í Bol- ungarvík Ungmennafélagið í Bolungar- vík vígir á laugardaginn nýjan grasvöll á umráðasvæði sínu við Skeið, en það er við rætur fjalls- ins Ernis. Þeir Bolvíkingar ráð- ast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í vígsluleiknum á laugardaginn því þeir fá ís- landsmeistara Skagamanna í heimsókn til kappleiks sem hefst klukkan 13. Staðfest hefur verið að Skagamenn ætla að mæta með sitt sterkasta lið til leiks í Bolungarvík. Völlurinn er í eigu ung- mennafélagsins og hafa félags- menn reist völlinn í sjálfboða- vinnu og án þess að fá fé úr bæjarsjóði. Túnþökur voru fluttar að sunnan í fyrrasumar og þær lagðar og völlurinn gerður klár á tólf dögum í fyr- rasumar. Hann kom síðan vel undan siyónum þegar komið var fram í júní og er að sögn heim- anna mjög í góðu ástandi nú. Bolvíkingar hafa tekið þátt í utandeildarkeppninni en ætla sér að taka þátt í 4. deildinni næsta sumar. Forsala hafin á leikinn við Svisslendinga FORSALA miða er hafin á lands- leik íslendinga og Svisslendinga, í Evrópukeppninni í knattspyrnu á Laugardalsvelli miðvikudaginn 16. ágúst. Miðarnir eru aðeins seldir á bensínstöðvum Esso. Nú eru stúkumiðar í fyrsta sinn í forsölu. 1.200 slíkir hafa þegar verið seldir til Sviss þannig að 1.800 stúkumiðar eru eftir og verða þeir sseldir á 1.700 krónur á Esso-stöðvunum til 13. ágúst en á 2.000 krónur eftir það. Miðar í stæði kosta 800 kr. í forsölu en 1.000 kr. síðar og baran- maður 400 kr. í stað 500. Þjálfaranám- skeið í körfu- knattleik KKÍ gengst fyrir þjálfaranám- skeiði sem hefst í dag og stend- ur fram á sunnudag. Leiðbein- endur verða þeir Ettore Messina landsliðsþjálfari Ítalíu og einn af þekktustu þjálfurum Evrópu en hann mun taka fyrir sóknar- leik einstaklings og liðs, Bob Kloppenburg aðstoðarþjálfari Seattle Supersonics í NBA deild- inni sem mun fjalla um pressu- vörn og að auki mun Hörður Þorgilsson sálfræðingur tala um einbeitingu, spennustig og spennustig fyrir keppni. Einn sigur á Opna Norður- landamótinu ÍSLENSKA landsliðið, skipað stúlkum 16 ára og yngri lauk keppni á Opna Norðurlandamótinu í knattspyrnu í Noregi í vikunni og unnu stelpumar einn leik en töpuðu fjórum. Fyrst var leikið við Norðmenn sem sigruðu 6:0 en síð- an Hollendinga og vannst sá leikur 1:2, þar sem Irís Andrésdóttir og Silja Ágústsdóttir gerðu mörkin. Síðan var leikið við Finna sem unnu 1:0 og Svíar næst 4:0. í fyrra- dag var síðasti leikur mótsins gegn Dönum sem sigruðu 2:0. JH*rgiiní»Iaí>lí> Staða ÍA batnar enn íslandsmeistararnir hafa ellefu stiga forystu og stefna hraðbyri að fjórða meistaratitlinum í röð Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson ÓLAFUR Þórðarson, fyrlrliði íslandsmeistaranna og ión Þor- grímur Stefánsson berjast um knöttinn á Kópavogsvelli. Leikurlnn var ekkl góður en melstararnlr nældu í enn einn þriggja stlga skammtlnn og tróna nú lang efstlr í deildinnl. KNATTSPYRNA / 1. DEILD KARLA SKAGAMENN treystu enn frekar stöðu sína á toppi 1. deiidar karla í knattspyrnu í gærkvöldi, þegar þeir sóttu heim Breiðablik í Kópavogi og sigruðu með einu marki gegn engu. Þeir hafa nú ellefu stiga forskot á toppi deildar- innar og orðið óhætt að f ull- yrða að ekkert lið muni ógna veldi þeirra í deildinni þetta árið. Leikurinn var reyndar lítið fyrir augað lengst af og fátt mark- vert gerðist. Báðum liðum gekk illa að skapa sér færi, eitt til tvö I færi litu þó dagsins Stefán ljós hjá hvoru liði. Eiríksson Þegar innan við skrífar mínúta var til leik- hlés skoruðu Skagamenn svo markið sem dugði til sigurs. Síðari hálfleikur var álíka dapur og sá fyrri, Skagamenn voru þó heldur sterkari og á 73. mínútu fengu þeir sannkallað dauðafæri, er Hajrudin Cardaklija varði stór- kostlega skot Stefáns Þórðarsonar, sem var einn á móti markmanni. Erfitt „Þetta var erfitt, baráttuleikur, en við komum hingað til að sækja þijú stig. Við vorum sterkari aðil- inn í leiknum þó við næðum ekki að skapa okkur mörg færi,“ sagði Haraldur Ingólfsson leikmaður IA. Aðspurður hvort ekki væri óhætt að bóka íslandsmeistaratitilinn fjórða árið í röð sagði Haraldur að titilinn væri enn ekki í höfn. „Þetta er óneitanlega góð staða en það eru ennþá átta leikir eftir, en við reynum auðvitað eins og við getum að klára mótið sem fyrst,“- sagði Haraldur. „Það var barátta og stemmning í mannskapnum og því er súrt að tapa þessu, okkur veitir ekki af stigum í baráttunni. Þeir voru í sjálfu sér ekkert að skapa en það er allt með Skaganum, heppnin líka,“ sagði Amar Grétarsson fyr- irliði Breiðabliks eftir leikinn. Lítið fyrir augað Leikurinn var eins og áður sagði lítið fyrir augað. Skagamenn voru mun sterkari á miðjunni en sóknar- mennimir virtust hálf ragir við að sækja af krafti í gegnum vöm Breiðabliks, og því var minna um færi en efni stóðu til. Zoran Miljkovic bar af í liði Skagamanna, traustur í vörninni og skilaði knett- inum með eindæmum vel til sam- herja. Blikar sýndu nokkra bar- áttu, einkum fyrirliðinn Arnar og Willum Þór, sem og Jón Þ. Stefáns- son. Það kom því töluvert á óvart er hann var tekinn út af í síðari hálfleik. Rastislav Lasorik meiddist snemma í leiknum og haltraði um það sem eftir var, og mátti sín því eðlilega lítils á móti sterkum varn- armönnum ÍA. Einhverra hluta vegna var hann hins vegar ekki tekinn út af. Sóknarleikur heima- manna var fyrir vikið hálf mátt- laus. ■ 4| Skagamenn tóku m I hornspyrnu á 45. mínútu. Boltinn barst inn í teiginn miðjan þar sem Alexander Högnason skallaðí Iaust í átt að mark- inu, boltinn fór í lærið á Gústaf Ómarssyni, og af honum barst knötturinn S netið. Leggur Guöni fleiri mörk inn á markareikninginn? ísland ■ Sviss á Laugardalsvelli 16. ágúst FRJALSIÞROTTIR Vésteinn tíundi íMónakó: 61,28 VÉSTEINN Hafsteinsson kringlukastari varð tíundi á stigamóti alþjóða frjálsíþróttasam- bandsins í Mónakó í fyrrakvöld. Hann kastaði 61,28 m lengst, en átti annað kast yfir sextíu metra, nánar tiltekið 60,64 m. Eins og kom fram í blaðinu í gær varð Þjóðveij- inn Lars Riedel sigurvegari í keppn- inni, en annar varð Vladimir Dubrovchik frá Hvíta Rússlandi, en hans var ekki getið í úrslitadálki blaðsins í gær, frekar en getið var um árangur Vésteins. Ástæðan er sú að kringlukastkeppnin fór fram í tveimur riðlum og Reuter frétta- stofan sendi einungis úrslit úr seinni riðlinum, en Vésteinn og Hvít Rúss- inn voru meðal annarra keppenda í fyrri riðlinum. Að loknu mótinu er Vésteinn í fjórða sæti í stigakeppni móta al- þjóða sambandsins í kringlukasti. Hann heldur nú til Svíþjóðar og rekur smiðshöggið á undirbúning sinn fyrir HM sem hefst í Gauta borg í ágústbyijun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.