Morgunblaðið - 03.08.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.08.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA D 1995 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST BLAÐ Eyjólfurfór 1 holu í höggi EYJÓLFUR Bergþórsson úr GR varð I gær fyrst- ur til að fara holu í höggi á landsmótimi I golfi á Strandarvelli við Hellu. Eyjólfur, sem knatt- spymuáhugamenn þekkja sem Olla í Fram, náði draumahögginu á 12. holu sem er 145 metra löng, par þrír. Eyjólfur notaði járn númer 8 til verksins, sá að boltinn myndi lenda á flötinni en þegar hann kom að henni og sá ekki boltann gekk hann beint að holunni — alveg viss um að þar væri boltinn, sem reyndist rétt. Þetta er í annað sinn sem hann fer holu i höggi, náði draumahögginu áður á 2. holu í Grafarholtinu. Eyjólfur var ekki hættur þvi hann fékk annan öm, hola leikinn á tveimur undir pari, á 15. brautinni sem er 467 metra par 5 hola. Hann var inná flöt í tveimur höggum og rak niður 6-7 metra langt pútt Tvær holur til að minnast frá þessu landsmóti. FRJALSIÞROTTIR * Jón Arnarfærum 7 milljónirtil undirbúnings fyrir Olympíuleikana Sameinast um stuðn- ing við Jón JÓN Arnar Magnússon einbeitt- ur á svip. Minni myndin var tek- in eftir undirritun samningsins. Jón Arnar og Gísli Sigurðsson, þjálfari hans eru krjúpandi, en standandi em, frá vinstri: Júlíus Hafstein formaður Ólympíu- nefndar íslands, Snorri Bjöm Sigurðsson bæjarstjóri, Knútur Óskarsson framkvæmdasljóri FRÍ, Einar Einarsson fram- kvæmdastjóri Steinullarverk- smiðjunnar, Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri, Gestur Þor- steinsson útibússtjóri Búnaðar- banka íslands, Einar Svansson framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. og Steinunn Hjartardóttir forseti bæj- arsljómar Sauðárkróks. Breytir öllu Níundl á heimsafrekalistanum Glæsilegt íslandsmet Jóns Arnars sem hann setti í Götzis í Austurríki í vor 8.237 stig skilar honum í níunda sæti heimsafrekalistans á þessu ári. Það verður því spennandi að fylgjast með tugþrautarkeppni heimsmeistaramótsins, en hún hefst á sunnudagsmorgunin. FYRIRTÆKI á Sauðárkróki, bæjarsjóður, Ólympíunefnd ís- lands og Fijálsíþróttasambandið hafa tekið höndum saman til þess að gera Jóni Arnari Magnússyni tug- þrautarkappa kleift að æfa og keppa á sama grund- Frá Birni Björnssyni á Sauöárkróki velli og öðrum bestu tugþrautar- mönnum veraldar. Samningur þess- ara aðila var undirritaður í Stjórn- sýsluhúsinu á Sauðárkróki í gær en samningurinn gildir frá 1. mars á þessu ári til 31. ágúst á því næsta. Heildarfjárhæð hans er um það bil 6,7 milljónir. Samhliða þessu var kynnt æfinga- og keppnisáætlun Jóns og þjálfara hans Gísla Sigurðssonar fram til .næstu ólympíuleika. íþróttir mitt starf næsta árið „Þessi styrkur breytir öllu fyrir mig og þjálfara minn. Nú getum við ein- beitt okkur að fullu að verkefninu án þess að hafa fjárhagslegar áhyggjur. íþróttimar verða mitt starf næsta árið,“ sagði Jón Arnar Magnússon í samtali við Morgunblaðið í gær. Aðspurður hvort hann ætlaði að dvelja erlendis við æfingar næsta vetur sagði hann að svo yrði ekki. Enn- Morgunblaðið/Björn Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson fremur sagði Jón að undirbúningur samningsins hefði staðið yfir um tíma. Jón fer utan á morgun til keppni á Heimsmeistaramótinu í Gautaborg. Á fundinum í Stjórnsýsluhúsinu á Sauðárkróki í gær skýrði Júlíus Hafstein, formaður Ólympíunefnd- ar íslands, aðdraganda þess að FRÍ, Óí og heimaaðilar á Sauðár- króki tóku höndum saman til að freista þess að búa svo um hnútana að Jón Arnar ætti þess kost að æfa og keppa við bestu aðstæður fram að Ólympíuleikunum í Atlanta á næsta ári. Hann sagði Jón Arnar hefði náð frábærum árangri í einni erfiðustu íþróttagrein sem til væri, þar sem saman þyrftu að fara snerpa, stökkkraftur, kastgeta, þol, tækni og óbilandi vilji. Alla þessa þætti sæju þeir sem að þessu sam- komulagi standa sameinast í hinum glæsilega afreksmanni Jóni Arnari Magnússyni. Tímamótasamningur Júlíus sagði ennfremur að hér væri um tímamótasamning að ræða og væri sér ekki kunnugt um að staðið hefði verið áður að verki á líkan hátt og nú hefði verið gert. Þá kom fram að fleiri væru farn- ir að vinna að svipuðum eða viðlíka samningum og hér væri á ferðinni og voru Júlíus Hafstein og Knútur Óskarsson, framkvæmdastjóri FRÍ, sammáia um að ef vel tækist til nú myndu fjölmargir samningar á svipuðum nótum líta dagsins ljós. Snorri Björn Sigurðsson, bæjar- stjóri á Sauðárkróki sagði það ánægjulegt að standa að samningi sem þessum. Heimamenn hefðu fylgst af áhuga með afrekum Jóns Árnars fram til þessa og myndu ekki síður nú og í framtíðinni gleðj- ast yfir sigrum hans og glæsilegum afrekum. KNATTSPYRNA Sjónvarpsmyndir frá Keflavík hafa ekki áhrif SPURNINGAR hafa vaknað meðal knattspyrnuáhugamanna hvort atburðirnir í leik Keflavíkur og KR í undanúrslitum bikar- keppni KSÍ á mánudaginn, muni draga dilk á eftir sér þar sem sjónvarpsmyndir sýna meira en dómarinn kom auga á í fyrstu. Er þá átt við að KR-ingurinn Daði Dervic sió í Ólaf Gottskálks- son markvörð Keflvíkinga þegar þeir stukku upp saman, eins og Ólafur hélt fram en Daði neitaði eftir leikinn. Einnig velta menn því fyrir sér hvort Ðaði hafi gert sér upp meiðsli er hann féll, í kjölfar þess að ólafur sló hann. Þá sést greinilega á sjónvarps- upptöku að Helgi Björgvinsson Keflvíkingur skallaði Þormóð Egilsson, KR-ing, meðan Daði lá og menn voru að rökræða hvað hefði gerst. Samkvæmt reglum KSÍ þarf að geta atviks sem þessa á skýrslu dómara eða eftirlitsmanns til að hægt sé að taka það upp hjá aga- nefnd og aðeins er hægt að nota sjónvarpsupptökur til stuðnings ákvörðunum nefndarimiar í fram- haldi af skýrslu fyrrgreindra aðila. Þær skýrslur úr leiknum liggja báðar fyrir og ekkert er í þeim í sambandi við ofangreind atvik og því getur aganefnd ekkert gert í málinu. Einnig hefur verið rætt um hvort gefa hefði átt Ólafi mark- verði rautt spjald eða gult er hann sló Daða í bringuna. Reglur segja skýrt að sé leikmaöur sleginn, eða tilraun gerð til þess, skuli gefa þeim seka rautt spjald. Ákvörðun Eyjólfs Ólafssonar dómara var því hárrétt. HESTAR: SIGURBJÖRN VARÐIMEISTARATITILINN í GÆÐING ASKEIÐI / D4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.