Morgunblaðið - 04.08.1995, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 04.08.1995, Qupperneq 4
3H**£tuiÞIafeft HEIMSMEISTARAMOTIÐ A ISLENSKUM HESTUM Karly Zingsheim sló Islendingum við í fimmgangi Það fór eins og margur átti von á, íslendingum tókst ekki að komast í fyrsta sæti í forkeppni fímmgangs á heimsmeistaramóti á íslenskum hestum í gær, heldur var það Karly Zingsheim frá Þýskalandi íslensku dómaramir mótmæltu ÍSLENSKU kynbótadómaramir Þorkell Bjarnason og Jón Vil- mundarson settu „allt á annan endann", svo notuð orð Þorkels, þegar þeir neituðu að skrifa undir dómskýrslur vegna fram- komu þýska dómarans Horst Hilsenbauer. Upphaf málsins voru dómar á hryssunum Brynju frá Hafsteinsstöðum sem kom fram sem fulltrúi íslands og Hnosslottu frá Wiesenhof sem kom fram sem fulltrúi Þýska- lands. Þótti auðsýnt að þýski dómarinn reyndi að tryggja að þýska hryssan stæði ofar. Varð mikil rekistefna út af neitun ráðunautanna en eftir spennuþrangin fundarhöld skrifuðu þeir undir þegar þeir töldu tryggt að þessi uppákoma þýska dómarans yrði tekin fyrir á vettvangi FEIF. Þorkell sagði í samtali við Morgunblaðið að „svona fíflagangur" gengi ekki lengur, að dómarar stæðu í slíku. „Það er skammarlegt að einn besti þýski dómarinn sem völ er á skuli vera hafður í fóta- skoðun, vegna samviskusemi og heiðarleika." Valdimar Kristinsson skrifar frá Sviss á Feyki frá Ringscheid sem vermir það sæti með gott forskot og 7,0 í einkunn. Næstur kemur Sigurður V. Matthíasson íslandi á Hugin frá Kjart- ansstöðum. Með 6,70. Fæst á hæla hans fylgja Sig- urbjörn Bárðarson á Höfða með 6,67 og Einar Öder Magnússon á Mekki frá Þóreyjarnúpi með 6,53. Öllum á óvart kemur svo lítt þekkt dönsk stúlka, Rikke Jensen, á þeim aldna höfðinga Baldri frá Sandhólum sem nú stendur á tví- tugu. Aðalsteinn Aðalsteinsson varð Evrópumeistari á Baldri á EM í Roderath 1983. Karly Zingsheim sýndi Feyki á snilldarlegan hátt. Sérstaklega vakti útfærsla hans á skeiðinu at- hygli, þar sem hann hægði Feyki alveg niður á fet eftir fyrri sprett- inn og síðan leiftursnöggt upp á stökk og þar eftir á skeið. Verður fróðlegt að sjá hvernig íslendingun- um gengur að fást við þennan snjalla reiðmann og hans ágæta hest. Hulda Gústafsdóttir hafnaði í 6. sæti en skeiðið mistókst hjá henni og ætti hún þá að eiga góða mögu- leika á ‘að vinna sig upp í A-úrslit- in, þ.e.a.s. ef skeiðið mistekst ekki í úrslitunum. I dag hefst dagskráin með 250 metra skeið og fara þá línur að skýrast með samanlagðan sigur- vegara en þar ætti Sigurbjörn að eiga góða möguleika. Sigurður Marínusson á Erli og Hinrik Braga- son á Eitli verða í toppbaráttunni í skeiðinu og glíma þar að öllum líkindum við Lothar Schengel, Þýskalandi og Gamm, en einnig gæti Sigurbjörn komið þar við sögu en hann telur sig eiga eitthvað uppi í erminni í þeim efnum. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson SIGURÐUR Matthíasson og Huginn frá Kjartansstödum í for- keppninni í fimmgangi í gær. Þelr eru í öðru sæti. Vignir og Kolskeggur í A-úrslit fjórgangs Schrenk líkleg til að verja titilinn Núverandi heimsmeistari í fjór- gangi, Jolly Schrenk Þýska- landi á Ófeigi, virðist á góðri leið með að veija titil sinn en þau bára höfuð og herðar yfir keppinautana í forkeppni fjórgangs í gær. Hlutu þau 7,57 í einkunn. Næst komu Unn Kroghen Noregi á Hrana frá Snartarstöðum með 7,17 og Gaby • Fuchtenschnieder Þýskalandi á Mergi frá Wendalinus- hof með 7,03. Vignir Jónasson ís- landi á Kolskeggi frá Ásmundar- stöðum varð jafn Bemd Vith Þýska- landi á Þorra frá Fljótsdal í fjórða og fimmta sæti með 6,80. Gísli Geir Gylfason íslandi á Kappa frá Álftagerði varð í sjötta sæti með 6,70 og á því góða möguleika á að vinna sig upp í A-úrslit með því að sigra í B-úrslitum. Báðir voru þeir með góðar sýningar Gísli og Vignir en líklega hafa smá hnökrar orðið Gísla dýrkeyptir því Kappi kom mjög vel fyrir að öðru leyti. Ef vel tekst til hjá Unn Kroghen á Hruna í úrslitunum gæti hún velgt Jolly undir uggum því þótt Ófeigur væri stórbrotinn í allri framgöngu var sýning hans ekki alveg hnökralaus. En Hruni er mjög erfiður hestur og gerir það árangurinn hjá Unn ekki minni. Hins vegar fékkst ekki betur séð en Gaby Fuchtenschnieder hafi verið ofdæmd og virðast dómarar ekki taka á skeiðtölti hjá hrossun- um sem skyldi en Mergur virtist vera meira og minna á skeiðtölti bæði á hægu og greiðu tölti. Einn- ig þótti mörgum sá snjalli knapi Bernd Vith vandæmdur en hann var frekar snemma inn í forkeppn- inni sem þykir ekki gott því ein- kunnir hækka gjarnan eftir því sem á líður. GOLF Aftur sigraði Rut í 1. flokki RUT Þorsteinsdóttir úr Golf- klúbbi Suðurnesja sigraði í 1. flokki kvenna, lék á 248 höggum en Erla Þorsteinsdóttir, einnig úr GS, varð í öðru sæti á 249. Þriðja varð Sigríður Mathiesen úr GR á 260 höggum. Keppnin var spennandi því fyrir síðasta hring átti Rut þrjú högg á Erlu en í gær náði Erla að vinna tvö högg og munurinn var því eitt högg er stúlkurnar komu á síðasta teig. Erla lenti í glompu en Rut sló yfir flötina og báðar fengu stúlkurnar skolla og sigur Rutar tryggður. Lilja örugg í 2. flokki LILJA Karlsdóttir úr Keili hafði nokkra yfirburði í 2. flokki kvenna. I gær lék hún á 89 högg- um og alls á 262 höggum, eða 13 höggum betur Halldóra Hall- dórsdóttir úr GF. Þriðja varð Helga Rut Svanbergsdóttir úr GKj á 281 höggi. Lilja var með forystu allt frá fyrsta degi nema hvað Auður Jóhannesdóttir úr Keili lék fyrsta daginn einnig á 90 höggum en hún endaði síðan í fjórða sæti. Davíð hélt forystunni DAVÍÐ Friðriksson úr Grindavík hélt forystunni í 2. flokki karla og sigraði með tveimur höggum, lék á 234 höggum en Ingvi Arna- son úr GB varð annar á 236 högg- um og G. Ágúst Guðmundsson, Keili í þriðja sæti á 239 höggum. Páll á eitt PÁLL Ketilsson úr GS á tvö högg fyrir síðasta hring í 1. flokki karla en efstu menn eru í einum hnapp þannig að kepppin verður hörð í dag. Sveinn K. Ögmunds- son, GR, er annar á 239 höggum, Guðmundur J. Óskarsson, GR er á 240 og Friðbjörn Oddsson úr GK fjórði á 241. Síðan eru fjórir á 243 höggum, fjórir á 245 og svo munar aðeins höggi alveg niður í miðjan flokk þannig að margir koma til greina og keppn- in í dag 'verður hörku spennandi. GOLF / LANDSMOTIÐ Karen Sævarsdóttir hélt sínu striki í gær „Þægileg staða“ Karen Sævarsdóttir íslands- meistari úr Keflavík er svo gott sem búin að tryggja sér sjö- unda Islandsmeist- Skúli Unnar aratitilinn í röð. í Sveinsson gær hélt hún sjö skrifar högga forystunni sem hún hafði náð eftir tvo hringi, lék á 79 höggum eins og Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR sem er í öðra sæti og Her- borg Arnarsdóttir, en hún er í fjórða sæti og nagar sig öragglega í hand- arbökin fyrir lélega spilamennsku fyrsta daginn. Hún gæti hæglega verið framar hefði hún ekki leikið á 86 höggum fyrsta dag mótsins. En það er svo mörg ef í golfínu eins og öðrum íþróttum. „Þetta er óneitanlega óskaplega þægileg staða fyrir mig, að eiga sjö högg fyrir síðasta hring,“ sagði Karen í gær. „En þetta er samt ekki búið og nú er bara spurningin að halda áfram síðasta hringinn eins og síðustu þrjá og þá gæti þetta gengið upp enn eitt skiptið. Ég slæ frekar illa en skora samt ágætlega og ég held það sé mikið til vegna þess að ég held alltaf í vonina um að geta náð pari og mér hefur tekist að redda mér vel þegar í ógöngur er komið. Dagurinn í dag var köflóttur, ég átti nokkrar góðar holur en svo fór allt í bakkgír og nokkrar slæmar komu og svo koll af kolli,“ sagði Karen. Ragnhildur var tvo yfir pari eftir fyrri níu en lék síðan 11. holuna, sem er par fjórir, á sjö höggum. „Kylfan snérist í höndunum á mér í upphafshögginu og boltinn fór rétt fram fyrir teiginn og svo spil- aði ég illa við flötina. Annað .var ég þokkalega ánægð með í dag,“ sagði Ragnhildur. En er þetta ekki vonlaus barátta? „Nei, ég held áfram að berjast og ég neita alfarið að afskrifa neitt fyrr en þetta er búið,“ sagði Ragn- hildur en viðurkenndi að þetta yrði erfiðara og erfiðara eftir því sem holunum fækkaði. Morgunblaðið/Gunnlaugur KAREN Sævarsdóttir, íslandsmeistari, hefur örugga forystu í meistaraflokkl kvenna fyrlr síðasta dag. Hún er hér, tll hægri, ásamt Ragnhildi Sigurðardóttur, sem er í öðru sæti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.