Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 2
2 C LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Bíllinn á Internet ÞEIR sem hafa aðgang að veraldarvefnum, Interneti, geta nú kynnt sér efni nýjasta tölublaðs Bflsins með því að tengjast heimasíðu tímarits- ins. Bíllinn hefur komið út reglulega í tólf og hálft ár og sl. 8 ár undir ritstjórn Leós M. Jónssonar vélatæknifræð- ings. Fyrstu árin var Bíllinn gefinn út af Fijálsu framtaki og síðan af Fróða hf. þar til á miðju þessu ári að nýr útgef- andi, Humall hf. í Reykjavík, keypti tímaritið og hefur tekið við útgáfu þess. Leó verður áfram ritstjóri Bílsins. Til að tengjast heimasíðu Bílsins þarf að slá inn slóðina http://www.fire.is/billinn Milliónasfi Mondeo MILUÓNASTI Mondeo var nýlega smíðaður í verksmiðju Ford í Gent í Belgíu. Verk- smiðjan var endurbyggð gagn- gert til þess að framleiða Mondeo og hófst smíði hans þar 1993. Mondeo, sem var kjörinn bíll ársins 1994 í Evr- ópu, er einnig smíðaður í Kansas og í Mexíkó. Hann er seldur í 52 löndum. Kraftmiklir fró PSA CITROEN og Peugeot, sem saman mynda PSA samsteyp- una, ætla að leggja meiri áherslu á kraftmikla bíla í sinni framleiðslu. Peugeot kynnir til sögunnar nýjan Peugeot 605 sem reyndar verður kallaður 706 árið 1998 og Citroén setur á markað 1999 arftaka XM. Báðir verða bílamir með nýjum 6 strokka vélum. Sigurganga Punto FIAT Punto, sem var kjörinn bíll ársins 1995 í Evrópu, held- ur áfram sigurgöngu sinni í Evrópu. Fyrstu fimm mánuði ársins var hann mest seldi inn- flutti bíllinn í Þýskalandi, stærsta einstaka bílamarkaðn- um í Evrópu. í næsta sæti kom Peugeot 306. Þýskir bílar sterkastir AÐ MEÐALTALI endist þýsk- ur fólksbfll í 11,4 ár áður en hann fer í brotajárn. 1960 var samsvarandi tala 8 ár en var komin upp í 10 ár 1990. Sér- fræðingar segja að betri end- ingartími helgist af betri fram- leiðsluaðferðum en þó einkum betri ryðvöm. Enginn bílþjófnadur í Sviss BÍLEIGENDUR í Sviss eru óhultastir fyrir bílaþjófum ef marka má kærumál vegna bíl- þjófnaða. Bflþjófnaðir eru mikið vandamál í Evrópu, ekki síst Austur-Evrópu, en í Sviss var engin kæra lögð fram árið 1993 vegna bflþjófnaðar. ■ Búist við 55% aukningu í bílaútflutningi frá Kóreu FRÁ verksmiðju Hyundai í Ulsan í Suður-Kóreu. BÍLAÚTFLUTNINGUR frá Suð- ur-Kóreu hefur aukist mikið á síð- ustu árum og það er ekki síst sterkri stöðu japanska jensins að þakka. Frá því að gengi jensins byijaði hækka gagnvart banda- ríkjadollara 1990 hefur bílaútflutn- ingur Kóreumanna aukist um 84% og sló hann öll met á síðasta ári þegar fluttir voru út 638.489 bíl- ar. Búist er við að aukningin verði allt að 55% á þessu ári og fluttir verði út nálægt ein milljón bílar. Ástæðan fyrir þessu er afar ein- föld. Því hærra sem gengi japanska jensins er því hærra verður verðið á japansk framleiddum bílum á erlendum mörkuðum og það þarf ekki mikla útsjónarsemi af hálfu keppinautanna til að nýta sér slíka stöðu. Frá 1990 hefur gengi jap- anska jensins gagnvart kóreska gjaldmiðlinum won hækkað um 85%. Hluti af aukningu í bílaútflutn- ingi Kóreumanna er þó talinn stafa af viðleitni þeirra til að vinna nýja markaði í Evrópu, Asíu og Suður- Ameríku en gengisþróunin vegur þó þyngst. Samkvæmt skýrslu efnahagsspádeildar Daewoo fyrir- tækisins í Seoul hefur hver 1% aukning í útflutningsverði japan- skra bíla skilað 2,4% aukningu í útflutningi kóreskra bílaframleið- enda. Sérfræðingar innan kóresks bílaiðnaðar vænta þess að fluttir verði út 1,5-1,8 milljónir samsettra og ósamsettra bíla um næstu alda- mót og útflutningurinn verði á bil- inu 40-42% af heildarframleiðsl- unni. Mestur varð útflutningurinn reyndar 1987, 57,1% af heildar- framleiðslunni, en minnstur á síð- ari árum 26,1% árið 1991 þegar heimamarkaður var 73,9% af heild- arframleiðslunni. 268% auknlng hjá Daewoo Mikii aukning varð á bílaútflutn- ingi frá Kóreu á fyrsta ársfjórð- ungi þessa árs. Hyundai flutti á þessu tímabili út 115.334 bíla sem er 17,9% aukning frá fyrsta árs- fjórðungi 1994, Kia flutti út 76.543 bfla, sem er 76,7% aukning og Daewoo flutti út 45.449 bíla sem er 268,3% aukning. Kóreskir bíla- framleiðendur eru sannfærðir um að góðærið haldi áfram og hafa lagt í gífurlega umfangsmiklar fjárfestingar til þess að auka fram- leiðslugetuna og auka hlut sinn á heimsmarkaði. Framleiðslugetan er núna 3,5 milljónir bíla á ári en verður 4,7 milljónir bíla árið 1998 samkvæmt stækkunum verksmiðja sem þegar eru hafnar eða tilkynnt hefur verið um. Þetta er 35% aukn- ing á framleiðslugetu. Efna- hagsspádeild Daewoo áætlar að framleiðslugetan árið 2000 verði orðin 5,4 milljónir bíla þegar Sams- ung, stærsta fyrirtækjasamsteypa Suður-Kóreu, hefur hafið bílafram- leiðslu. Samsung er í þeirri undar- legu stöðu að hafa samið um að Nissan Motor í Japan útvegi fyrir- tækinu tækni og tól í bíl í milli- stærðarflokki og innflutningurinn verður að mestu leyti í jer.um. Uggandl vegna velgengnlnnar Talið er að markaðurinn í Suður- Kóreu taki við 2-2,5 milljónum bíla á ári um aldamótin og ætli bílaiðn- aðurinn að forðast umframfram- leiðslu verða erlendir markaðir að taka við 2,2-2,7 milljónum kóre- skra bíla á ári eftir 1998, sem er 3‘Á sinnum meira en þeir gera nú. Ef spár Daewoo um framleiðslu- aukningu í Suður-Kóreu rætast þyrfti útflutningurinn að aukast um meira en 3 milljónir bíla á ári undir lok þessarar aldar, sem er næstum fimm sinnum meira en hann er um þessar mundir. Flestir óháðir sérfræðingar telja að aukn- ingin í útflutningi verði á bilinu 1,5-1,8 milljónir bíla á ári. Sumir kóreskir sérfræðingar eru uggandi vegna velgengninnar heima fyrir og segja að hátt gengi jensins hafi leitt til þess að jap- anskir bílaframleiðendur hafa skorið niður framleiðslukostnað með því að flytja framleiðsluna til þróunarlanda, einkum í Asíu. Inn- an tíðar þurfi Kóreumenn að keppa við framleiðendur japanskra bíla í Tælandi, Malasíu, Indónesíu og Kína. Á sama tíma séu Japanir að undirbúa framleiðslu á ódýrum gerðum bíla sem þeir ætla að selja á helstu vígstöðvum Kóreumanna, þ.e. í þróunarlöndunum. Toyota er t.d. að hanna bíl, lítinn smábíl, sem verður beint inn á heimsmarkað- inn, þám. til þróunarlandanna. Bíll- inn verður smíðaður í Japan og í þróunarlöndunum þar sem fram- leiðslukostnaðurinn er mun lægri og getur ógnað styrkri stöðu Kóreumanna. Þetta segja sérfræð- ingar að sé hættan við hátt gengi jensins. ■ Byggt á Automobile News Framleiðsla aukin KÓRESKIR bílframleiðendur, sem horfa fram á bjarta tíma vegna hás gengi jensins, hafa lýst yfir áætiunum um að auka framleiðsiugetunaum 2 miHjónir bfla á ári um næstu aldamót. Nokkur af stærri verkefnunum eru þessi: Hyundai Motor Co. Reistar verða tvær verksmiðj- ur með samtals um 800.000 bíla framleiðslugetu á ári og vöru- bílaverksmiðja þar sem unnt verður að smíða 70.000 bíla á ári. Samsung Motor Corp. Samsung ráðgerir að hefja bflaframleiðslu árið 1998, fyrst 60.000 bfla á ári og framleiðslan verði komin upp í 500.000 bíla árið 2003. Kia Motors Corp. Ný verksmiðja þar sem unnt verður að smíða 350.000 bfla á án' Daewoo Motor Co. Ný verksmiðjusamsteypa þar sem framleiðslugetan verður 520.000 bílar á ári. ■ Jöfur afhendir bíla JÖFUR hf., umboðsaðili Peugeot og Skoda á íslandi afhenti nýlega Avis bílaleigunni 24 Peugeot 205 bíla, 5 dyra með llOOcc vél. Avis bílaleigan hefur haft Peugeot bíla í sínum flota undanfarin ár en þetta eru langstærstu kaup þeirri af einstakri Peug- eot gerð hingað til. Þá afhenti Jöfur Gullfossi bílaleig- unni Qóra Skoda Felicia en bílaleigan er sú fyrsta hér á landi sem tekur Skoda Felicia í sína þjónustu. Alls hafa selst rúmlega 100 Skoda Felicia það sem af er og seljast sendingar jafnóðum upp og þær koma til landsins, að sögn Sigurðar Bjömssonar markaðsstjóra hjá Jöfri. Þá festi Gullfoss á sama tíma kaup á ij'órum Peugeot 306 XN og einum 205 Forever 3ja dyra en Gullfoss er nú með alls um 15 Peugeot bíla í sinni þjónustu. ■ Morgunblaðið/Sverrir FRÁ afhendingu Jöfurs á bílum til Gullfoss bílaleigu. F.v. Sigurður Kr. Björnsson markaðsstjóri Jöfurs, Kristþór Gunnarsson forstjóri Jöfurs og Vilhjálmur Sigurðsson framkvæmdastjóri Gullfoss bílaleigu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.