Morgunblaðið - 09.08.1995, Síða 2

Morgunblaðið - 09.08.1995, Síða 2
2 D MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Er hún ekki falleg? HÚN er glæsileg ásýndum, klædd fagurlitum kjól, ber gull og perlu um háls, er vel skædd (er í góðum skóm), hár hennar brúnt og greitt af færasta hárgreiðslufólki og nemi hattagerðarmeistara Eng- landsdrottningar hlýtur að eiga heiður að höfuðskartinu, gulllit- aðri húfu með rauðum dúski, svo rauðum dúski að ekkert er meira rautt í heiminum. Og allt um kring sveima fiðrildi til áminning- ar um fegurð sköpunarverksins - ó, blómstur blítt með ilm náttúr- unnar í grænum sverðinum. Til þess að enginn haldi að við séum að tala um himnaríki heldur jarðríki eru kaktusar á hægri og vinstri hönd þokkagyðjunnar, sem horfír þessum stóru augum á allt sem horfír á hana - nefnilega okkur. Yfír allt breiðir sólin sig, þó að halda mætti að hún hafí gleymt flestum íslendingum - bara í bili vonandi. Edda Katrín Rögnvaldsdóttir, 8 ára, Sólheimum 43,104 Reykja- vík, hjartans þakkir fyrir glæsi- lega mynd. Úr álögum! MIKIÐ ert þú flink að lita og teikna, Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, 4 ára, Hvassa- leiti 53, 103 Reykjavík, glaða prinsessu og prins. Þegar fólk er glatt er gott að vera nálægt því - stundum fer fólk í fýlu og þá er ekki gott að vera með því, ef einhver er sorgmæddur er best að vera góður við viðkomandi og hugga ef hægt er. En núna gleðjumst við. Eins og áður sagði eru prinsessan og prinsinn yfir sig glöð, kannski yfir því að vera til - það er oft meira en næg ástæða til að vera glaður. En hver veit, kannski eru þau laus úr álögum galdra- karlsins hræðilega, sem auðvit- að er ekki til frekar en aðrir galdrakarlar eða galdranornir. Við vitum, að galdranornir og galdrakarlar eru bara til í ævin- týrum. Halla mín, innilegar þakkir fyrir ævintýramyndina. Brandarabanki Myndasagnanna 'nSÚas! í SEM stystu máli: Myndasögur Moggans minna alla krakka á Brand- arabankann og pottinn með ýmsum spennandi vinningum með merki Morgunblaðsins. Takið þátt, sendið brandara og þið eruð komin í pottinn - suðupottinn! Athugið eitt, þetta er ekki brandarakeppni, allir sem senda inn brandara fara í pottinn og verða fimm vinn- ingar í hveijum drætti. Það ræðst af þátttöku ykkar hversu oft verður dregið úr pottinum. Auðvitað þarf ekki brandara inn í Brandara- að taka það fram - en samt: bankann. Til þess að eiga möguleika á Markmiðið með þessu öllu: vinningi verðið ÞIÐ að leggja AÐ GLEÐJAST! TEPPI FRAMAR AF HVERJU EK É6 APfe&U? HUNPAKGETA BKJq KL/PPAÐ. ( VA / E6 \ HÉLTAPÉ6 MVHDí ALDREI 5Jh IpEtrA ■ VprrAEKK /VIÍH ElGlN SVSTIR’ ( 1 kA57API TFPP/NUMÍNU UPPi'Fi.U6DREKA- . £rú-T(te! y L.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.