Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 3
2 D FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT HM í Gautaborg Kringlukast Undankeppnin — kasta þurfti 62 m til að komast í úrslit, ef það náðist ekki, fóru tólf þeir best áfram (feitletraðir): I. RIÐILL L Dmitry Shevchenko (Rússl.) ....64.80 2. Vasily Kaptyukh (H-Rússl.).....62.80 3. Robert Weir (Bretlandi)........62.50 4. Attila Horvath (Ungverjal.)....62.36 5. John Godina (Bandar.)..........61.70 6. Stefan Fernholm (Svíþjóð)......61.10 7. Michael Mollenbeck (Þýskal.)...59.76 8. Svein Inge Valvik (Noregi).....59.32 9. R. Jimenez-Gaona (Paraguay) ....59.26 10. Diego Fortuna (Ítalíu).........58.74 II. Vésteinn Hafsteinsson..........58.12 ■22 keppendur kepptu í riðlinum. 2. RIÐILL 1. V. Dubrovshchuk (H-Rússl.) ....64.20 2. Lars Riedel (Þýskalandi)...63.64 3. Juergen Schult (Þýskalandi) ...61.92 4. Adewale Olukoju (Nígeríu)..61.44 5. Alexis Elizalde (Kúbu)...........61.38 6. Mike Buncic (Bandar.)............61.08 7. Nick Sweeney (Irlandi)...........60.68 8. Costel Grasu (Rúmeníu)...........60.64 9. Sergei Lyakhov (Rússlandi)......60.50 10. Virgilijus Alekna (Litháen).....59.20 11. Vladimir Zinchenko (Úkraínu)....59.00 12. V. Baraznovskiy (H-Rússlandi) ..58.68 13. Alexander Tammert (Eistlandi) ..58.64 14. Dag Solhaug (Svíþjóð)............58.52 ■21 kastari keppti ! riðlinum. 400 m grindahlaup kvenna: Undanúrslit: Fyrstu fjórar úr hvorum riðli komust áfram. 1. RIÐILL 1. Tonja Buford (Bandar.).........55.30 -2. Tatyana Tereshchuk (Ukraínu)...56.09 3. Natalya Torshina (Kasakstan)...56.62 4. Heike Meissner (Þýskal.).......56.75 5. MonikaWamicka(Póllandi)........56.88 6. Olga Nazarova (Rússl.).........56.89 7. Trevaia Williams (Bandar.)...1:04.84 K.V.mlDer Veen (S.Afríka)..lauk ekki 2. RIÐILL 1. Kim Batten (Bandar.)..........54.15 2. Deon Hemmings (Jamaíka).......54.33 3. Silvia Rieger (Þýskal.).......55.69 4. Ionela Tirlea (Rúmenia).......56.21 5. Lade Akinremi (Nígeríu).......57.07 6. GÚÐRÚN ARNARDÓTTIR............57.29 7. Irina Lenskaya (Úkraínu)......57.33 T. Ledovskaya (Hv.-Rússl.).lauk ekki I. 500 m hlaup kvenna: 1. H. Boulmerka(Alsír).........4:02.42 2. K. Holmes(Bretlandi)........4:03.04 3. C. Sacramento(Portúgal).....4:03.79 4. A. Chalmers(Kanada).........4:04.74 5. L. Borisova(Rússk)..........4:04.78 6. A. Brzezinska(Póllandi).....4:05.65 7. R. Wysocki(Bandar.).........4:07.08 8. Mayte Zuniga(Spáni).........4:07.27 9. L. Rogachova(Rússh).........4:07.83 10. Y. Graham(Jamaíka)..........4:08.01 II. M. Maruseva(Rússh)..........4:11.64 12. M. Rydz(Póllandi)...........4:20.83 400 m hlaup karla 1. Michael Johnson (Bandar.)......43.39 2. Butch Reynolds (Bandar.).....i.44.22 3. GregHaughton (Jamaíka).........44.56 4. Samson Kitur (Kenýja)..........44.71 5. Mark Richardson (Bretlandi)....44.81 6. Damell Hall (Bandar.)..........44.83 7. Roger Black (Bretlandi)........45.28 8. Sunday Bada (Nigería)..........45.50 ISLANB-^ SVISS j dagár/ til landsleiks. FLUCLEIDIR innaniandssími 5050 200 ‘ Sjöþraut kvenna Staðan að loknum fyrri degi 1. Svetlana Moskalets (Rússl.)...3.941 2. Ghada Shouaa (Sýrlandi).......3.850 3. Kym Carter (Bandar.)..........3,842 4. Ritalnancsi (Ungveijal.).....3.838 5. U. Wlodarczyk (Póllandi).....3.828 6. Regla Cardenas (Kúba).........3.776 7. Irina Tyukhay (Rússl.)........3.765 8. Dede Nathan (Bandar.).........3.707 9. A. Atroshchenko (Hv-Rússl.)..3.607 10. Sharon Jaklofsky (Hollandi)...3.603 Kúluvarp 1. John Godina (Bandar.)........21.47 2. MikaHalvari (Finnlandi)......20.93 3. Randy Bames (Bandar.)........20.41 4. Alexander Bagach (Úkraínu)...20.38 5. Brent Noon (Bandar.)..........20.13 6. Oliver-Sven Buder (Þýskal.)..20.11 7. Roman Virastyuk (Úkraínu)....19.66 8. DmitryGonchamk (Hv-Rússl.)...19.38 9. Paolo Dal Soglio (Italíu).....19.38 10. Markus Koistinen (Finnlandi).19.34 11. Bilal Saad Mubarak (Qatar)...18.56 12. Alexander Klimenko (Úkraínu) ..18.26 10.000 m hlaup kvenna 1. FernandaRibeiro (Portúgal)..31:04.99 2. Derartu Tulu (Eþíópíu)....31:08.10 3. TeclaLorupe (Kenýja)......31:17.66 4. Maria Guida (Italíu)......31:27.82 5. Elana Meyer (S.Afríku)....31:31.96 6. Liz McCoIgan (Bretlandi)..31:40.14 7. Alla Zhilyayeva (Rússl.)..31:52.15 8. Heromi Suzuki (Japan).....31:54.01 9. Annemari Sandell (Finnl)..31:54.29 10. Kathrin Wessel (Þýskal.)..31:55.04 11. Lieve Slegers (Belgíu)....32:10.59 12. Lynn Jennings (Bandar.)...32:12.82 13. C. Ferreira (Portúgal)......32:14.69 14. Lauck-Letko (Bandar.).......32:22.54 15. Jill Hunter (Bretlandi)...32:24.93 16. JunkoKataoka(Japan).......32:45.43 17. Marleen Renders (Belgíu)..32:47.46 18. Getenesh Wami (Eþíópíu)...32:56.94 Knattspyrna Frakkland Bastia - Mónakó......................2:1 Drobnjak (52.), Faye (77.) — Anderson (60.). 7.000. Metz - Montpiller....................1:0 Isaias (11.) 12.000. Lille - Guingamp.....................0:3 - Rouxel (62.), Dallet (81.), Barret (85.). 6.000. París St Germain - St. Etienne.......4:0 Djorkaeff 2 (30., 76.), Dely Valdes (32.), Rai (70.) 30.000. Auxerre - Lens.....................0:1 - Laigle (73.). 12.000. Martigues - Cannes.................2:1 Sylla 2 (23., 89.) - Kozniku (48.). 3.000. Rennes - Le Havre..................1:0 Grassi (2. - vítasp.). 6.000. Nice - Gueugnon....................3:1 Collet (15.), Ipoua (88.), Debbah (89.) - Garcia (40.). 5.000. ■Bastia er með 10 stig eins og Metz, en er með betri markatölu eftir 4. umferðir. Mónakó er með 7 stig. 4. deild Léttir - UMFA.................... 5:3 Guðmundur Þórðarson 4, Þórir Öm Ingólfs- son - Gunnlaugur Bjamason 2, Lúðvík Am- arson. Hamar - Ármann.....................0:4 - Amar Sigtryggsson, Lúðvík Steinarsson, Magnús Jónsson, Tosic. Víkingur Ó - TBR...................3:1 Sigurður Henrisson, Guðmundur J. Óttars- son, Gunnar Ragnarsson - Jón Zimsen. Framheijar - GG................frestað í kvöld KNATTSPYRNA 2. deild karla: Þróttarvöllur: Þróttur - ÍR.19 1. deild kvenna: Akranes: ÍA - Stjaman......19 Akureyri: ÍBA - Haukar.....19 Kópavogur: Breiðablik - Valur.19 KR-völlur: KR - ÍBV........19 HM í FRJÁLSÍÞRÓTTUM Vésteinn kastaði aðeins 58 metra og komst ekki í úrslit „Er miklu betri en þetta og því mjög óánægður" VÉSTEINN Hafsteinsson kast- aði lengst 58,12 metra í gær og komst ekki í úrslit í kringlu- kasti á heimsmeistaramótinu. Hann varð i ellefta sæti f sínum riðli og í tuttugasta og öðru sæti samanlagt. Fyrsta kast Vésteins mældist 57,44 m, síð- an kom kast upp á 58,12 og það þriðja gerði hann ógilt. Kasta þurfti 62 metra til að vera öruggur í úrslit en aðeins sex náðu því og sá tólfti og síðasti í úrslitin kastaði 61,08 — en þess má geta að meðal- talslengd kasta Vésteins á stórmótum ársins er um 61 metri, þannig að möguleikar hans á að komast áfram áttu að vera góðir. Vésteinn var að vonum svekktur yfir árangrinum. „Undirbún- ingurinn hefur gengið vel og ég hef verið á uppleið. Þetta hefur verið betra sumar en þau síðustu á stóru mót- unum; ég hef keppt á mörgum Grand-Prix mótum, hef verið að kasta ágætlega og átti satt að segja von á miklu betri ár- angri. Ég er miklu betri en þetta og er því mjög óánægður,“ sagði hann við Morgunblaðið. „Það kom mér á óvart að gera ekki betur, en það er engin ein af- sökun til enda vil ég ekki vera að afsaka mig; ég stóð mig bara illa! Ég get ekki kennt neinu utanað- komandi um, ég var mjög vel upp- lagður og afslappaður en þetta var bara slæmur dagur. Ég hafði undir- búið mig mjög vel, taldi mig tilbú- inn til að standa mig og því er þetta hroðalega svekkjandi." Vésteinn hefur oft átt í erfiðleik- um með að komast áfram á stóru mótunum, en hefur þó tekist það tvívegis — á Evrópumótinu í Split 1980 og á Ólympíuleikunum í Barc- elona 1992, og hann segist eiga heima í hópi þeirra 12 bestu. „Á mótunum í sumar hef ég verið að fínna fullt af mönnum sem ég tap- aði fyrir í dag. En lífið heldur áfram; nú sný ég mér að næsta móti, í Austurríki í næstu viku.“ Vésteinn segir helsta veikleika sinn í gegnum árin vera andlega þáttinn, en hann hafi verið í góðu lagi nú. „Ég fann ekki fyrir meiri spennu en á venjulegu móti, því ég lít á þétta sem hvert annað mót — sem 15. mótið mitt í sumar, en hugsaði ekki mikið um að þetta væri HM. Ég er líka orðinn það gamall og hef keppt svo oft á svona mótum að ég á ekki að vera neitt spenntur." Hann segist hafa leitað ráða vegna andlegu hliðarinnar hjá sálfræðingunum Sæmundi Haf- steinssyni og Jóhanni Inga Gunn- arssyni í fyrrasumar, og í sumar hafi hann ekki í neinum vandræð- um, þvert á móti hafi honum liðið mjög vel. Vésteinn kvað eflaust hægt að finna einhveijar skýringar á því hvers vegna honum gekk ekki betur en raun ber vitni, en sagðist myndu fara yfir máltö í rólegheitum með þjálfurunum. „Ég verð að finna það út með undirbúninginn fyrir Ólymp- íuleikana á næsta ári í huga.“ Það sem honum datt helst í hug strax eftir keppnina var að hann hefði ekki náð nógu miklum hraða í snún- inginn. „Þjálfurunum og Pétri [Guð- mundssyni] fannst ég líka vera of stífur, en ég fann ekkert fyrir því. Fannst ég afslappaður og leið vel.“ Undirbúningur Vésteins fyrir HM var á þann veg að hann hefur keppt á mörgum mótum. „Ég hef lagt áherslu á að keppa mikið. Sum- ir hafa aðallega verið í uppbygg- ingu, æft stíft. Þá tvo sem köstuðu lengst í dag, Dubrovshck [frá Hvíta Rússlandi sem kastaði 64,20] og Shevtsjenko [frá Rússlandi sem kastaði 64,80], hef ég til dæmis ekki séð á mótum frá því í vor þang- að til núna um daginn í Monte Carlo. Ég hef reynt að búa mig svona undir mót en fannst það ekki gott — fannst mig vanta keppnisr- útínuna.“ Vésteinn ætlar á Ólympíuleikana í Atlanta á næsti ári, en segir að eins og staðan sé í dag verði það líklega síðasta stórmótið hans. „Annars streitist ég við meðan ég held ég geti bætt mig. Og ég er sannfærður um að ég get það,“ sagði Vésteinn, en íslandsmet hans er 67,64 m. Enginn fallið á lyfjaprófi Á FYRSTU þremur keppnis- dögunum HM í Gautaborg voru 82 iþróttamenn teknir í lyfjapróf. Enginn þeirra féll eftir því sem forráðamenn alþjóða frjálsíþróttsambands- ins uppiýstu í gær. Kemur Kanadaá óvart? BANDARÍSK sveit hefur sigraði í 4x100 m boðhlaupi karla í öll fimm skiptin keppt hefur verið í heimsmeistara- keppninni í fijálsíþróttum. Það er því talsvert metnaðar- mál bandaríska liðsins að halda áfram sigurgöngu sinni. Talsverður skrekkur er þó í mönnum vegna þess að kanadíska sveitin er mjög sterk um þessar mundir með tvo fljótustu menn ársins 1100 metra hiaupi innanborðs, þá Donovan Bailey og Bruny Surin. Braun hætti eftir tvær greinar SABINE Braun frá Þýska- iandi og Evrópumeistari í sjö- þraut kvenna varð að slaufa á þátttöku sína í sjöþrautar- keppninni í HM í gær eftir meiðsli sem hún hlaut í há- stökkinu. Hún sló lófanum í aðra uppistöðuna sem heldur uppi hástökksránni og meidd- ist á fingri. Braun er 30 ára og hefur verið ein allrabesta sjöþrautarkona heimsins und- anfarin ár og hlaut m.a. silf- urverðiaun í greininni á síð- asta heimsmeistaramóti. Skapti Hallgrímsson skrífar frá Gautaborg ÍSÓL GOLFMÓT Opið golfmót fyrir iðnaðarmenn Haldið sunnudaginn 13. ágúst 1995 að Kiðjabergi Grímsneshreppi. Vegleg verðlaun Skráning í síma: 486-4495 Föstudag eftir kl. 16 og laugardag I örugg- um höndum FERNANDA Ribeiro frá Portúgal er hér í öruggum höndum landa síns Nono Ferna- des stangar- stökkvara eftir aö hún hafði unnlö öruggan slg- ur í 10 km hlaupl á HM í gautaborg í gær. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1995 D 3 HM í FRJÁLSÍÞRÓTTUM Michael Johnson náði í gær fyrra markmiði sínu sem hann setti sér fyrir heims- meistaramótið í Gautaborg þegar hann sigraði í úrslitum 400 metra hlaups- ins. Johnson, sem hljóp frekar rólega á sinn mælikvarða í undanhlaupunum, setti allt á fullt í úrslitahlaupinu í gær og sigraði með miklum yfirburðum. Hann kom í mark á öðrum besta tíma sem náðst hefur á þessari vegalengd, 43,39 sek., og var aðeins 10/100 úr sek., frá heimsmeti félaga síns í bandaríska liðinu, Butch Reynolds, en hann varð annar í hlaupini í gær á 44,22 sek. Þriðji varð Greg Haughton frá Jamaíka á 44,56 og bronsverðalunahafi síðustu'Ólympíuleika, Kenýjumaðurinn Samson Kitur varð fyórði á 44,71 sek. „Mér líður vel núna, en ég mun ekki halda upp á þetta í kvöld því í fyrramálið hefst næsti áfangi hjá mér þegar undanrásirnar í tvö hundruð metra hlaupinu hefj- ast,“ sagði Johnsons við blaðamenn að loknu hlaupinu. „Hlaupið tókst vel hjá mér og eins og ég hafði gert mér vonir um,“ bætti hann við. Heimsmethafinn og heimsmeistarinn frá því í Stuttgart fyrir tveimur árum, Butch Reynold, hélt í við arftaka sinn á þessari vegalengd fyrstu 200 metrana, en þá var eins og Johnsons setti í annan gír og stakk andstæðinga sína af og innsiglaði með glæsibrag 46. sigur sinn í 400 metra hlaupi. Johnsons stefnir einnig að sigri í 200 m hlaupinu, en þar hefjast undanrásir í dag. Takist honum það ætlunarverk sitt verður hann fyrsti maðurinn í sögunni til að vinna gullverðlaun í 200 og 400 m hlaupum á sama heimsmeistaramótinu. Sama takmark hefur hann sett sér á næstu Ólympíuleikum í Atlanta að ári. Keuter Þeir fljótustu fallast í faðma MICHAEL Johnson frá Bandaríkjunum ,t.h., faömar hér félaga slnn úr bandaríska IfAinu, Butch Reynolds, eftir aA hafa sigraAi meA yfirburA- um í 400 m hlaupi í gær á næstbesta tíma sögunnar 43,39 sek. og var aöelns einum tíunda úr sekúndu frá heimsmetinu. Stórkostlegt sigurhlaup Johnsons Ræsibúnaður í ólagi á HM ÁÐUR EN HM hófst var tekinn í gagnið nýr ræsibúnaður á keppnisvellinum og er hann í fullkomnu lagi. Hafa spretthlaupar verið nyög óánægðir með hversu lengi þeir hafa þurft að bíða í startblokkunum og hefur það m.a. komið til vegna þess að byssuhvellurinn sem ræsir hlaupin hefur átt það tii að standa á sér. Versta atvikið gerðist í gær þegar það tókst ekki að hefja úrslitahlaupið í 1.600 metra hlaupi kvenna fyrr en í þríðju tilraun því start- byssa ræsis stóð á sér. Mjög mikil- vægtaðhafa hlaupið í und- anúrslKum Guðrún Arnardóttirfór 400 m grindahlaup á 57,29 og náði 12. besta tíma Guðrún Arnardóttir hljóp á 57,29 sekúndum í undanúr- slitum 400 metra grindahlaupsins á HM í gær en dag- inn áður hafði hún hlaupið á 58,57. Keppt var í tveimur átta manna riðlum og varð Guðrún sjötta í þeim seinni og með 12 besta heildartímann. Ein var dæmd úr leik í hvorum riðli, þannig að tvær voru með lakari tíma en Guðrún. Hún hljóp aftur á áttundu og ystu braut í gær, eins og riðlakeppninni í fyrradag. „Ég er mjög ánægð. Tíminn er svo sem ekkert sérstakur, en ég fór í þetta hlaup með svakalega minni- máttarkennd og er ánægð með mig nú þegar þetta er búið; ég sagði við sjálfa mig í gær hvað ég væri eiginlega að gera í undanúrslitum! Hugsaði svo með mér að fyrst ég hefði komist þangað, þó það hefði verið algjör grís, þá væri sko eins gott að standa sig — að gera sitt besta,“ sagði Guðrún við Morgun- blaðið. Hún sagðist hafa hugsað mikið um, og verið staðráðin í, að verða ekki „lang síðust í riðlinum. Ég ætlaði mér að þurfa ekki að fara að koma með einhverjar afsakanir og þarf þess ekki. Ég er greinilega bara ekki í betri æfingu en þetta eins og er og því er ég ánægð með það sem náði. Ég á ekki endilega heima í þessum hópi ennþá, en reyni bara að gera mitt besta. Og það er gott að finna, að stelpur sem eiga mun betri tíma en ég — jafn- vel heilli sekúndu betri tíma — geta líka verið mistækar á svona stór- mótum.“ Guðrún brosti breitt eftir hlaupið. Ljómaði af ánægju og sagði að fyrst hún væri kominn yfir þennan erfiða hjalla, að hlaupa í undanúrslitum slíks stórmóts og standa sig þó þetta vel, gæti hún farið „að æfa og einbeitt mér að því að bæta mig.“ En skyldi það ekki skipta hana gífurlegu máli að hafa komist í undanúrslitin? „Jú, það er ólýsan- legt að hafa gert það og skiptir mig miklu máli að hafa komist í undanúrslit og að hafa hlaupið þar. Nú hef ég orðið reynslu af því, sem er mjög mikilvægt, og get ekki kvartað yfir reynsluleysi framar. Nú hlusta menn ekki á svoleiðis lengur." Guðrún sagði að talsverðar kröfur væru gerðar til íslensks fijálsíþróttafólks, en það væri ekki sjálfgefið að það næði að standa sig því fyrirmyndirnar væru svo fáar. „Við verðum samt að vera stolt og trúa þvi að við getum stað- ið okkur vel. Ég segi það ekki til að monta^ heldur er það staðreynd, að við íslendingar áttum betri árangur en Svíar fyrir HM í sumum greinum, og margir voru á svipuðu róli, sem er eiginlega ótrúlegt því Svíar hafa rosalega aðstöðu og mikla peninga.“ Hún undirstrikaði að margt væri hægt ef menn tryðu á sjálfa sig. Guðrún kvaðst ætla að reyna að taka það rólega það sem eftir er sumars. „Ég er búin að vera hálf leið og þreytt. Fannst ekkert ganga hjá mér á tímabili og nú ætla ég að æfa létt það sem eftir er sum- ars. En svo kem ég full löngunar til æfinga í haust og ætla að æfa vel í vetur til að bæta mig næsta surnar." Hún er í skóla í Athens í Georgiu í Bandaríkjunum, en borgin er um klukkustundar akstur frá Atlanta. Þar verða Ólympíuleikarnir einmitt haldnir eftir tæpt ár, og þeir verða aðal málið hjá Guðrúnu næsta sumar, eins og flestu öðru íþróttafólki. Hún skipti yfir í 400 m grindahlaup til að standa sig á þeim vettvangi i Atlanta. Marsh hleyp- ur síðasta sprettinn NOKKURT babb kom í bátinn þjá liðsljórum baudaríska fijálsiþróttalandsliðsins þegar þeirra besti 100 m spretthiaup- ari, Dennis Mitchel, meiddist í undanrásum 100 m hlaupsins á laugardaginn. Hann átti að hlaupa síðasta sprettinn í 4x100 m boðhlaupinu um næstu helgi, en af því verður ekki. Miklar vangaveitur hafa verið síðustu dag hver tæki sæti Micthells í sveitinni. Á tímabili stóðu vonir til þess að Micliaei Johnsons tæki sæti Mitcheils eða þá gamla brýnið Carl Lewis. Johusons hefur í nógu að snúast og Lew- is er meiddur og því verða þeir ekki með. Sætið tekur Tony McCalI og á hann að hlaupa þríðja sprett á eftir Mauríce Green og Jon Drummond. Það verður síðan Mike Marsh sem lennti í fimmta sætí 100 m hlaupsins sem hleypur síðasta sprettinn. Opna Setbergsmótið Fyrsta opna golfmót golfklúbbsins Setbergs verður haldið laugardaginn 12. ágúst á hinum nýja ogglœsilega velli klúbbsins á Setbergi í Hafnarfirði. Leikinn verður 18 holu höggleikur með og án forgjafar. Glæsileg verðlaun í boði, m.a.: 1. sæti með og án forgjafar: golfsett + poki. Þrenn aukaverðlaun, golfsett + poki, fyrir að vera næst holu á eftirtöldum brautum: 2. /11. braut, 5./14. braut og 8. braut. Skrárting fer fram i síma 565 5690 og lýkur 11. ágúst kl. 21. Styrktaraðili: Sparisjóður HafnarÖarðar OLÍS - TEXACO golfmótið fer fram í Grafarholti helgina 12.-13. ágúst. Leiknar verða 36 holur. Keppt verður í karia- og kvenna- flokki án forgjafar og einum for- gjafarflokki karla og kvenna. Keppni hefst k I. 9.00 báða dagana. Þátttökugjald er 2.500 kr. Vegleg verðlaun eru í boði: Karlaflokkur: 1. verðlaun að verðmæti 25.000 kr. 2. verðlaun að verðmæti 20.000 kr. 3. verðlaun að verðmæti 15.000 kr. Kvennaflokkur: 1. verðlaun að verðmæti 25.000 kr. 2. verðlaun að verðmæti 20.000 kr. 3. verðlaun að verömæti 15.000 kr. Forgjafarflokkur: 1. verðlaun að verðmæti 20.000 kr. 2. verðlaun að verðmæti 15.000 kr. 3. verðlaun að verðmæti 10.000 kr. Síðastliðin ár hafa færri komist að en vildu. Skráið ykkur tímanlega í Golfversli Grafarholti í síma 587-2215. Glæsileg aukaverðlaun: Næst holu á2„ 6., 11. og 17. holu. Næst holu í öðru höggi á 14. og 18. holu. Atlir keppendur fá glæsilegan gjafapakka. Skapti Hallgrímsson skrífar frá Gautaborg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.