Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA Markaregn í Lúxemborg „VIÐ lékum langt undir getu. Eftir að við jöfnuðum, bökkuðum við á fáráðlegan hátt og gáfum þeim gullin tækifæri til að kom- ast tveimur mörkum yfir [3:1]. Nú er að bíta á jaxlinn, seinni hálfleikurinn er eftir heima," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari KR, eftir að KR-ingar höfðu mátt sætta sig við tap, 3:2, fyrir Gravenmacker frá Luxemborg f Evrópukeppni bikarhafa í gær- kvöldi. KR-ingar voru hikandi í leik sínum gegn Lúxemborgar- mönnum, ef frá eru taldir nokkrir góðir sprettir í seinni hálfleik, Leikurinn byijaði rólega og var eins og leikmenn væri að þreifa fyrir sér til að kanna styrkinn. KR- ingar vöknuðu upp Sveinn við vondan draum Gúðjónsson eftir aðeins sjö mín., skrífar frá þegar Gravenmacker Lúxemborg komst yfír með lúmsku skoti frá Gerry Jungblut, er engin hætta virtist á ferðum, 1:0. Fátt markvert gerðist eftir það í fyrri hálfleik, fyrir utan að Daði Dervic var borinn af velli eftir að brotið var á honum — hann kom fljótlega inná aftur. KR-ingar komu ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og Mihajlo Bibercic jafnaði fljótlega með góðu skoti af stuttu færi. Eftir markið gáfu KR- ingar eftir og Lúxemborgarar gengu á lagði og skoruðu tvívegis með stuttu millibili, 3:1. Þá hresstust KR-ingar nokkuð og Þormóður náðu að minnka muninn með góðum skalla eftir talsverða pressu KR-inga. Síð- ustu mín. sóttu KR-ingar grimmt, en náðu ekki að jafna. Lúxemborgar- arar fengu þó tvö hættuleg tækifæri á lokakaflanum, sem þeir nýttu ekki. Jafnræði var með liðunum í leikn- um, en þó má segja að sigur Grev- emacher hafí verið sanngjam, því að sóknir liðsins voru beittari og Gerry Jungblut; besti maður vallar- ins, var stórhættulegur þegar hann fékk knöttinn fyrir framan markið. KR-ingar léku undir getu, það var helst Þórmóður Egilsson sem stóð uppúr meðalmennskunni, eins barð- ist Bibercic vel. Þjálfari mótherja Skagamanna óhress „Leikmenn mínir hræddir" Iblöðunum á írlandi er sagt að ósigur Shelboume, sem Akranes vann 3:0, sé þeirra stærsti í Evrópukeppni og leikurinn á Akra- nesi nánast formsatriði. Þar segir einnig að íslensku liðin séu ekki lengur „stigaþjófar" — það hafí greinilega sést í leiknum. íslensku meistararnir frá Akranesi, lið með stóra og sterka leikmenn og góða tækni, hafí dregið máttinn úr liði Shelbourne sem hafí barist vel en vendipunktur orðið á 62. mínútu þegar Ray Duffy var rekinn útaf fyrir brot sem var klaufalegt, frekar en gróft. Ennfremur er sagt að leikmenn Shelbourne hafí verið byijaðir að fagna mark á 60. mínútu þegar Þórður Þórðarson sýndi bestu markvörslu kvöldsins. Þjálfari Shelboume, Damien Richardson, var æfur út í sína menn fyrir ósigurinn og sagði í blaðaviðtali að þar væri meðal annars um að ræða kolranga stefnu í knattspyrnumálum á írlandi. „Leikmenn mína skorti baráttu, þeir voru hræddir og slakir sálfræðilega. Þeir stigu aftur og létu þeim eftir leikinn," sagði Richardson. „Við sáum hvað þetta íslenska lið getur gert, hvað þeir eru komnir mikið framar en við núna, við erum eftirlegukindur í knattspymunni í Evrópu,“ bætti hann við og benti á forskot Akurnesinga sem frekari sönnum á bilinu á milli landanna. I __Ba M ■ Keuter Gassi og félagar morðu sigur PAUL Cascoigne lék með nýju félögum sínum hjá skoska lið- inu Rangers gegn Famagusta frá Kýpur á Ibrox í gærkvðldi f Evrópkeppni meistaraliða. Rangers marðl 1:0 slgur með marki frá Gordon Durie. Ekki virðist Gassi hafa verið ánægð- ur frammistöðuna, elnn leikmanna Famagusa reynir hér að hressa upp á kappann með því að klappa honum á kollinum. Fjörugar lokamínútur í Olafsfirði Leiftur og Keflavík mættust á Ólafsfjarðarvelli í kvöldblíðunni í gær. Þetta var frestaður leikur úr fyrri umferðinni og Stefán Þór spilaðist þannig að Sæmundsson Leiftursmenn voru skrífarfrá aðeins, 2-3 mínútum Ölafsfiröi frá því að skjótast upp í þriðja sæti deildarinnar. Kefl- víkingum tókst að jafna í lokin og halda sætinu. Úrslitin urðu 2:2, sem teljast nokkuð sanngjöm þegar allir þættir leiksins eru skoðaðir en heimamenn vildu þó saka gestina um ósvífíð rán. „Auðvitað er maður svekktur að hafa misst þetta niður í jafntefli. Því miður erum við þekktir fyrir að bakka þegar við höfum náð forystu og einnig að fá á okkur mark á síð- ustu mínútunum. Við emm þó enn á góðum stað í deildinni," sagði Gunnar Oddsson, fyrirliði Leifturs, eftir leikinn. Þórir Sigfússon, annar þjálfari ÍBK, kvaðst aldrei ánægður með jafntefli en sagði að þetta hefðu þó verið sanngjöm úrslit miðað við gang leiksins. „Við fengum á okkur ódýr mörk en skoruðum sjálfír mjög glæsileg mörk. Ætli við verðum samt ekki að vera sáttir við þetta jafntefli eins og leikurinn þróaðist," sagði Þórir. Leikurinn hófst stillilega í takt við veðrið. Heimamenn byijuðu mun betur, spiluðu skemmtilega upp kant- ana en vom ekki nægilega ógnandi þegar nær markinu dró. Þó átti Jón Þór Andrésson gott bogaskot úr teignum á 15. mín. en Ólafur Gott- skálksson varði með glæsibrag. Um miðjan hálfleikinn fóra Keflvíkingar aðeins að bíta frá sér eftir dapra byijun og Ragnar Margeirsson var nálægt því að skora á 30. mín. og Kjartan Einarsson átti gott skot mín- útu síðar sem Þorvaldur Jónsson varði vel. Jón Þór skapaði sér aftur færi hinum meginn eftir góða send- ingu Páls Guðmundssonar en skaut fram hjá. Eftir hið frekar óvænta mark IBK pressuðu Leiftursmenn nokkuð stíft síðustu mínútumar og þar var Jón Þór sem fyrr hættuleg- astur. Seinni hálfleikur var líka rólegur framan af en þó jafnari í byijun en sá fyrri. Nokkru eftir að Leifturs- ipenn jöfnuðu leikinn fór að draga til tíðinda. Fyrst er að geta þess að Ólafur varði kollspyrnu Jóns Þórs á 72. mín. og á 75. mín. björguðu Keflvíkingar ævintýralega á línu. Baldur Bragason fékk glæsisendingu frá Páli Guðmundssyrti og vippaði boltanum yfír Ólaf sem kom hlaup- andi út á móti honum. Boltinn var á ömggri leið í markið þegar varnar- maðurinn Ámi Vilhjálmsson þaut á eftir honum og náði einhvem veginn að moka boltanum af marklínunni. Heimamenn vildu meina að boltinn hefði verið kominn inn fyrir línu. Baldur meiddist í samstuði við Ólaf og varð að fara af velli líkt og Kjart- an Einarsson fímm mínútum síðar. Þá hafði hann aftur ógnað marki Leifturs með aukaspymu. Eftir að Leiftur komst yfír hljóp mikil spenna í leikinn. Hafi pressa Keflvíkinga verið mikil fyrir jöfn- unarmarkið þá var pressa Leifturs enn meiri eftir markið. Páll Guð- mundsson átti t.a.m. þijú hættuleg skot á síðustu mínútum leiksins en Leiftursmenn em ekki vanir að vinna leiki sem þeir lenda undir í og bragðu ekki út af venjunni. Páll og Jón Þór vom afar sprækir frammi og þeir Júlíus og Soravic sérlega traustir í vöminni. Hjá ÍBK bar einna mest á Kjartani en Róbert, Georg og Ólafur markvörður áttu líka góðan leik. Það veikti lið ÍBK að Karl Finnbogason og Marco Tanasic vom meiddir en Leiftur var heldur ekki með fullskip- að lið. Milosic er úr leik vegna meiðsla, Sverrir Sverrison var í leik- banni og Gunnar Már Másson ekki með. ÚRSLIT Grevenmacher - KR 3:2 Op Flohr-leikvöllurinn í Luxemborg, Evr- ópukeppni bikarhafa, forkeppni — fyrri leik- ur, miðvikudagur 9. ágúst 1995. Aðstæður: Logn, sól og yfir 20 stiga hiti — völlurinn góður. Mörk Grevenmachen: Jungblut 2 (7. - með lúmsku skoti, 52. - með skalla), Alves Silva (58.- með skalla). Mörk KR: Mihajlo Bibercic (50.), Þormóður Egilsson (80.). Mörk KR voru þannig: 1:1 KR-ingar fengu homspymu, sem Hilm- ar Bjömsson. Þormóður skallaði fyrir mark Grevenmacher, þar sem Mihajlo Bibercic skoraði ömgglega með föstu skoti af stuttu færi. 3:2 Eftir homspymu, fengu KR-ingar aukaspyrnu Knettinum var spyrnt inn í víta- teig, þar sem Þormóður Egilsson var á réttum stað — skallaði knöttinn aftur fyrir sig á laglegan hátt — í netinu hafnaði knött- urinn. Áhorfendur: 1985. Gul spjöld: Laver, Funck, Petry — Óskar Hrafn Þorvaldsson, allir fyrir brot. Grevenmachen: Koch, Gisser, Wolf, Laver, Petry, Funck, Jungblut (Diaz 80.), Thone, Schneider, Wilbois, Alves Silva. KR: Kristján Finnbogason — Óskar Hrafn Þorvaldsson, Daði Dervic, Þormóður Egils- son, Sigurður Örn Jónsson (Hilmar Bjöms- son 46.), Heimir Posca (Magnús Schram 65.), Brynjar Gunnarsson, Einar Þór Daní- elsson, Mihajlo Bibercic, Heimir Guðjónsson og Guðmundur Benediktsson. Leiftur- Keflavík 2:2 1. deild karla - ÓlafsfjarðarvöIIur miðviku- daginn 9. ágúst 1995. Aðstæður: Logn, háskýjað, 18 stiga hiti, spegilsléttur völlur; frábærar aðstæður. Mörk Leifturs: Páll Guðmundsson (62.), Steinn V. Gunnarsson (78.). Mörk ÍBK: Kjartan Einarsson (36.), Róbert Sigurðsson (89.). Gult spjald: Ragnar Gíslason, Leiftri (80.) og Ragnar Steinarsson (65.) og Óli Þór Magnússon, ÍBK (89.); allir fyrir brot. Rautt spjald: Enginn. Dómari: Gylfi Orrason. Ágætur. Sparsamur á flautuna. Línuverðir: Gísli Guðmundsson og Jón Andrésson. Áhorfendur: 330, eða þar um bil. Leiftur: Þorvaldur Jónsson - Sigurbjöm Jakobsson, Júlíus Tryggvason, Sindri Bjamason, Nebosja Soravic - Gunnar Odds- son, Pétur B. Jónsson, Páll Guðmundsson, Ragnar Gíslason, Baldur Bragason (Steinn V. Gunnarsson 77.) - Jón Þór Andrésson (Matthías Sigvaldason 87.). IBK: Ólafur Gottskálksson - Kristinn Guð- brandsson, Helgi Björgvinsson, Árni Vil- hjálmsson - Jóhann B. Guðmunsson (Sverr- ir Þór Sverrisson 73.), Róbert Sigurðsson, Kjartan Einarsson (Sigurgeir Kristjánsson 80.), Ragnar Steinarsson, Georg Birgisson - Óli Þór Magnússon, Ragnar Margeirsson. Nebojsa Soravic, Júlíus Tryggvason, Jón Þór Ándrésson, Páll Guðmundsson, Leiftri. Ólafur Gottskálksson, Georg Birgisson, Róbert Sigurðsson, Kjartan Einarsson, ÍBK. ■ «■ Brotið var á Kjartani Vf ■ I Einarssyni rétt utan vítateig Leifturs á 36. mínútu. Kjartan skaut eitmðu bogaskoti, boltinn sveigði yfir vamarvegg- inn og skrúfaðist efst í hægra markhomið. 1a afl Á 62. minútu fékk ■ I Páll Gudmundsson knöttinn nokkuð óvænt við víta- teig ÍBK og þrumaði í hægra homið fram hjá Ólafi Gottskálks- syni sem hreyfði sig ekki á lín- unni. 1m ^Pétur Bjöm Jónsson ■ ■Misendi snilldarlega fyr- ir markið frá hægri væng á 78. mínútu og varamaðurinn Steinn V. Gunnarsson skallaði boltann i failegum boga utarlega í teign- um. Boltinn fór í stöngina, síðan í Ólaf markvörð og af honum í netið. Þetta var önnur snerting Steins i leiknum enda aðeins rúm mínúta liðin frá skiptingunni. 2m ■ áml | Pressa Keflvíkinga ■bar árangur þeg Sverrir Þór Sverrisson var ágeng- ur i vitateig Leifturs á 89. mín- útu. Vamarmennimir reyndu að hreinsa frá en boltinn skoppaði út til Róberts Sigurðssonar sem skoraði með viðstöðulausu og fímaföstu skoti í stöng og inn. Glæsilegt jöfnunarmark.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.