Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995 C 3 ITEINÞRYKK eftir Braga Ásgeirsson Ý steinþrykk jasta málverkið steinþrykk. Steinþrykkin vann hann í Kaupmannahöfn á þessu og síðasta ári og hafa þau ekki verið sýnd áður. Hann segist hafa tínt sitthvað af öðru tii sem hann átti og þar á meðal nýjasta málverk- ið. „Ég hef lítið málað undanfarið vegna anna“, sagði Bragi, „og hef auk þess verið að taka vinnu- stofuna í gegn, mála hana hátt og lágt og skipuleggja upp á nýtt.“ Forystuhlutverk ííslenskri grafíklist I Hugleiðingu um grafíklist Braga Ásgeirssonar í bók um hann sem Listasafn Islands gaf út 1993 segir Aðalsteinn Ingólfs- son að með steinþrykkjum frá níunda áratugnum sem eru eink- um myndlýsingar við ljóð hafi Bragi tekist „aftur á hendur það for- ystuhlutverk í íslenskri grafíklist sem hann hafði gegnt á sjötta ára- tugnum". Aðalsteinn bætir við: „I krafti þeirr- ar forystu verður grafíkin, þessi yngsti og alþýðlegasti listmiðill okkar, eflaust færari um að mæta kröfum nýrrar aldar.“ Sýningin, sem er í Deiglunni, stendur til 24. ágúst, er opin virka daga frá 11.00-18.00 og 14.00- 18.00 um helgar. Sýning á verk- um Braga Ás- geirssonar í Deiglunni Danskt útileik- hús sýnir Jóns- messudraum Grönnegárds leikhúsið í miðri Kaupmanna- höfn hefur sérhæft sig í útisýningum klassískra leikrita. Sigrún Davíðsdóttir segir hér frá Draumi á Jónsmessunótt, sem svífur yfír sviðið um þessar mundir. Kaupmannahöfn/Morgunblaðið UM KLUKKAN 18, þegar borgarumferðin er að minnka, má sjá hópa af sumarbúnu fólki streyma eftir Bredgade, hlaðið körfum, tepp- um og jafnvel léttum húsgögnum. Leiðin liggur í garðinn bak við Kunstindustrimuseet, þar sem gest- ir geta fyrst snætt og síðan horft á Draum á Jónsmessunótt eftir Shakespeare í snjallri uppfærslu Grönnegárd leikhússins. Áð venju býður það til sumarsýninga og að venju er klassískt verk á dagskrá. Sýningar standa yfir til 20. ágúst. í fjórtán ár hefur Grönnegárd leikhúsið haldið úti sumarsýningum í Kaupmannahöfn. Pyrst voru gleði- leikir Holbergs á dagskrá, en undan- farin ár hafa það verið aðrir klass- ískir gleðileikir. í ár er haldið upp á að 400 ár eru liðin síðan Jóns- messunæturdraumur var sýndur fyrst, en það mun hafa verið 1595 eða 1596. Eins og í fleiri leikritum Sha- kespeares er í Jónsmessunætur- draumi lífinu brugðið upp sem draumi og veruleika, leik og alvöru. Hugmyndinni um lífið sem draum slær reyndar niður hjá fleiri sam- tímamönnum Shakespeares, til dæmis Spánverjanum Calderón de la Barca, sem 1635 skrifaði leikritið „Lífið er draumur“. Þessa hugmynd notar leikstjórinn Joen Bille í upp- setningunni, meðal annars með því að láta sömu leikarana leika hertog- ann Theseus (Niels Bender) og Hippolytu drottningu (Julie Wieth) og álfakóngshjónin Titaniu og Ober- on og svo Egeus í mannheimum (Anders Hove) og Puck í álfheimum. Uppsetningin er í anda þess að leikrit Shakespeares eru fyrst og fremst leikur og sjónarspil, en ekki eltingarleikur við það sem mörgum öldum síðar var kallað raunsæi. Svið- ið er einfaldur pallur og tröppur nið- ur að sætum áhorfendanna, trén í garðinum mynda. umgjörð og sviðið er lokað af með vængjahurð, sem stendur á „Skógurinn" og „Borgin“, allt eftir því hvað við á. Hirðfólkið er í síðum, svörtum frakkakjólum, fínröndóttum eins og virðulegir fésýslumenn, með mik- ilúðlega svarta hatta, ungu elskend- urnir klæddir í prúðlegum og krakkalegum skoskum stíl, meðan álfarnir sprikla um í skræpóttum fötum, sem bæði hvað liti og snið varðar sækja fyrirmyndir í hippa- tískuna. Búningar Bente Lykke Möller undirstrika stífleika mann- lífsins andstætt lausbeisluðu líferni skógarfólksins á hugvitsamlegan og vel útfærðan hátt. Frammistaða leikaranna er hin besta og unun að heyra fallega og skýra dönskuna streyma úr munni þeirra. Þeir eru líkamlega vel á sig komnir, eins og er orðinn hluti af leikaraþjálfun yngri leikara, en fett- ur og brettur eru notaðar í hófi. Fyrir þá sem eiga leið um og vilja bæði njóta sýningar og snæða er hægt að panta matarkörfu, um leið og miða, eða kaupa hressingu í garð- inum. Og svo er að muna að Danir drekka vín eða bjór með, bæði á undan og jafnvel á meðan á sýningu stendur, án þess að það skapi annað en góða stemmningu. ja margra óþægilegra spurninga og minna alræðislist millistríðsáranna einsog semrýn- alskúlu“ myndlistarmönnum í dag því þær minna á list fasismans þar sem ríkið hafði völd yfir listinni og ákvað hvað væri góð myndlist og hvað vond og eins og gefur að skilja er það eitt- hvað sem listamenn geta ekki unað við. Svo má náttúrulega spyija sjálf- an sig hvort til sé ríkisrekin list á Islandi í dag!“ sagði Gunnar þegar Morgunblaðið leit inn á sýningu hans nýlega. Það liggur beint við að spyrja listamanninn hvernig myndirnar leggjast í fólk. „Eg veit ekkert hvað kollegar mínir halda því þeir segja ekkert við mig en ég held að fólk sé almennt slegið yfir að sjá þessar myndir og reyndar er ég sjálfur oft hissa á því sem ég mála. Ég vinn myndirnar þannig að áður en ég byija að skissa er ég búinn að fá fullkomna sýn á það hvernig myndin á að vera í smáatriðum. Heildarmyndin breytist lítið sem ekk- ert, verurnar, táknin og hlutirnir í myndunum eru strax samofin í eina heildarhugsun. Ég er eins og spá- kona sem horfir í kristalskúlu. Þess- ar myndir eru sýnir.“ Það fallega verður ljótt Myndir Gunnars eru ögrandi og ekki síst fyrir þá sök að þær ganga ansi langt í því að sýna yfirgengilega mikið af sætum ávöxtum og dulúð- ugri rómantík. En er hann að daðra meðvitað við það glysgjarna og ós- mekklega sem gjaman er flokkað undir „kitsch“? „Ég er alinn upp á dæmigerðu íslensku alþýðuheimili sem eins og flestir kannast við er yfirfullt af glingurlegu skrauti og minjagripum. Samt vil ég ekki viðurkenna að myndir mínar séu kitsch, en ég nota „kitsch" af ásettu ráði sem stíl- bragð,“ sagði Gunnar. Hann sagði að meiningin hjá sér væri sú að fara pínulítið yfir strikið í sætleikanum. „Listamenn eru gjarnan að draga fram fegurðina í ljótleikanum en ég vildi fara hina leiðina og sýna fram á hvað geti búið undir falskri feg- urð. “ Gunnar segir að þó ekki sé hægt að sjá bein íslensk áhrif í myndunum séu litirnir ótvírætt íslenskir. Hann segist vera undir áhrifum frá hol- lenska málaranum Rubens og af ís- lenskum málurum væri Jón Stefáns- son í uppáhaldi. Þegar litið er yfir verkin sér blaðamaður áberandi líkan munnsvip hjá öllum persónum. „Maður er alltaf að mála sjálfan sig þó það sé ekki meðvitað. Ég nota engin ákveðin módel en ætli þetta séu ekki bara ýmsir ættingjar mínir og gæludýr fjölskyldunnar." I sumum myndanna leynist óhugnaður og er áberandi í mynd- inni Kyrralíf þar sem maður heldur á ýmsum dýrum dauðum og limlest- um. „Þó myndir mínar hafi tíma- laust yfirbragð þá fjalla þær um nútímann. í þessari mynd varð mér m.a. hugsað til þess skepnuskapar sem nú viðgengst í lýðveldum fyrr- verandi Júgóslavíu. “ Gunnar sem er nýfluttur til lands- ins frá New York, þar sem hann hefur búið síðastliðin sex ár, ætlar að halda ótrauður áfram að mála og ætlar hann að koma sér upp vinnuað- stöðu til að vinna myndir af svipaðri stærðargráðu því eins og hann sagði sjálfur getur hann ekki málað litlar myndir. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST lýjarvalsstadir „Islensk myndlist" til 10. september. Safn Ásgríms Jónssonar „Vormenn í ísl. myndlist“ til 31. ágúst. Ásmundarsafn „Stíllinn í list Ásmundar." Fram á haust. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Gunhild Skovmand til 20. ágúst. Gerðarsafn Tvær málverkasýningar til 27. ágúst. Verk Bjargar Örvar og Gunnars Karlssonar. Verk Gerðar, Fj'ölnotasal- ur. Gallerí Greip Verk Snædísar Úlriksdóttur hús- gagnahönnuðar til 6. ágúst. Hafnarhúsið Sjóminjasýning til áramóta. Byggðasafn Hafnarfjarðar „Hafnarf|'örður frá landnámi til hemáms" tii 17. sept. Þjóðmiujasafnið Sýningin „íslenskir kirkjugripir." Nýlistasafnið Laugardaginn 20. júlí voru opnaðar fjórar sýningar í aðalsal á verkum Frederike Feldman, Frank Reitenspi- ess, Markus Strieder og Gunilla Ban- dolin. Harpa Árnadóttir er er gestur í safni setustofu. Hulduhólar. Sumarsýning Hulduhóla, Mosfellsbæ. Þar sýna Rut Rebekka vatnlitamynd- ir, Sigrún Guðmundsdóttir, skúlptúr. Sýningu lýkur 20. ágúst. Hafnarborg Sýning á listaverkum úr safni hússins. Mokka Kristín Pálmadóttir sýnir 30. júlí. Gallerí Úmbra Pijón-hönnunarsýning finnsku lista- konunnar Sirkku Könönen stendur yfir frá 3.-23. ágúst. Listhúsið Laugardal Þorbjörg Höskuldsdóttir og Guðrún Svava Svavarsdóttir sýna. Gallerí Sævars Karls Sólveig Aðalsteinsdóttir sýnir til 16. ágúst. Gallerí Ríkey Sýning á verkum Ríkeyjar. Gallerí Onnur hæð Richard Long sýnir í júlí og ágúst. Eingöngu opið á miðvikudögum. Listhús 39, Ilafnarfirði. Guðmundur Ármann sýnir grafík til 7. ágúst. Þjóðminjasafnið Mannamyndir íslenskra listamanna í Bogasal. Áttir er plakatsýning Ingu Jónsdótt- ur myndlistarmanns. Sýningin er hengd upp við Gerðuberg, Reykja- vík, á Silfurtorginu Isafirði, í Göngugötunni Akureyri og við brú- arendann Seyðisfirði. Norræna húsið. Georg Guðni með sýningu til 13. ágúst frá kl. 14-19. Eden Sveinbjöm Blöndal sýnir nokkur mál- verk dagana 14.-27. ágúst. TOIMLIST Hallgrímskirkja Laugardagur 12. ágúst kl. 12. Orgelleikur, Karsten Gyldendorf. Sunnudag-ur 13. ágúst kl. 20.30. Orgeltónleikar: Karsten Gyldendorf, organisti Herlufsholm kirkje á Suður- Sjálandi leikur orgelverk eftir D. Buxtehude, C. Nielsen og L. Vieme. Aðgangseyrir 800 kr. Kammertónleikar Kirkjubæjarklaustri 18. ágúst kl. 21, 19. ágúst kl. 17, 20. ágúst kl. 15. Áshildur Haraldsdóttir, Edda Er- lendsdóttir, Guðný Guðmunsdóttir, Gunnar Kvaran, Unnur Sveinbjarn- ardóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Ánna Guðný Guðmunsdóttir. Sama tónlist- arfólk kemur fram á öllum tónleikum. Neskirkja Sunnudagur 13. ágúst kl. 17. Síðustu tónleikar Uraniu Menelau píanóleikara og Hjörleifs Valssonar fiðluleikara. Grindavíkurkirkja Sunnudagur 13. ágúst kl. 18. Tónleikar Hrafnhildar Guðmunsdótt- ur og Guðríðar St. Sigurðardóttur. Ráðhús Reykjavíkur Sunnudagur 13. ágúst kl. 16. Wiffenpoofs „a capella" söngvararnir frá Yale háskóla með tónleika. LEiKLIST Light Nights í Tjamarbíói alla daga nema sunnu- daga. Leikþættir úr Islendingasögum og þjóðsögum. Flutt á ensku. Kaffileikhúsið Miðvikudaginn 16. ágúst verður dag- skráin Spegill undir fjögur augu eftir Jóhönnu Sveinsdóttur endurflutt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.