Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 4
4 C LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÁRIÐ 1945 þótti Bretum það óheppilegt að líkja stríðsbandamanni sínum, Stalín, við svín eins og George Orwell gerir í bók sinni Animal Farm sem kom út það ár. Spírall á tónskáldaþingi TÓNLISTARSTJÓRAR yfír þijá- tíu útvarpsstöðva víðs vegar í heiminum kynntu fyrr í sumar sextíu og eitt tónverk jafnmargra tónskálda á hinu árlega tónskáldaþingi Al- þjóðatónlistarráðsins í höfuðstöðvum Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, í París. I upphafi þingsins kom fram, að ís- lensku verkin tvö, sem kynnt voru á tón- skáldaþinginu í fyrra, þ.e. Snjór eftir Áskel Málsson og Calcullus eftir Kjartan Ólafsson, voru flutt nítján sinnum af fimmtán útvarpsstöðvum víða um heim á iiðnu ári. í ár kynnti Guðmundur Emilsson, tón- listarráðunautur Útvarpsins, tónverk eft- ir Hauk Tómasson á tónskáldaþinginu. Áður höfðu Rfkisútvarpið og tónskálda- sjóður þess veitt Hauki Tómassyni verð- laun í tónskáldakeppni, sem efnt var til árið 1993 í tilefni af aldaraf- mæli Páls ísólfssonar. Spírall Verkið, sem kynnt var á tónskáldaþinginu nefnist Spír- all og er samið árið 1992, fyr- ir þrettán hljóðfæraleikara. Caput-hópurinn hljóðritaði það fyrir Ríkisútvarpið, og kom sú hljóðritun siðar út á geisla- plötu á vegum íslenskrar tón- verkamiðstöðvar, í samvinnu við Ríkisútvarpið. Tónverk Hauks, Spírall, verður flutt á Rás 1 í þættinum Mánudagstónleikar í umsjá Atla Heimis Sveinssonar mánu- daginn 14. ágúst klukkan 20. Tvö tónskáld hlutu æðstu viðurkenn- ingu þingsins, japanska tónskáldið Mic- hio Kitazume (f. 1948), fyrir hljómsveit- arverkið EI-SHO, og pólska tónskáldið Pawel Mykietyn (f. 1971), fyrir tónverkið 3 for 13, en það tónverk var kynnt í flokki tónskálda þijátíu ára og yngri. Víst þykir að tónverki Hauks Tómassonar verði út- varpað víðar um heim á næsta ári en dæmi eru til um íslensk tónverk. Þau tíðindi hafa einnig gerst frá því þingstörfum lauk, að Ríkisútvarpið hefur, að undangengnum viðræðum við japanska útvarpið (Nippon Hoso Ky- okai), og tónskáldið Michio Kitazume, tryggt sér rétt til að frumflytja verð- launaverkið EI-SHO utan Japans, og verður það leikið á tónleikum á vegum þess í Reykjavík í haust. Tónleikunum verður væntanlega útvarpað um gervi- tungl til meginlandsins. Haukur Tómasson Animal Farm lifir enn HÁLFRIÖLD eftir að hin um- deilda bók George Orwell, Animal Farm, kom út í fyrsta sinn er hún enn meðal söluhæstu bóka í heim- inum. í The Sunday Times segir að svo virðist sem lok kalda stríðs- ins hafi ekki einu sinni skaðað vinsældir hennar. Árið 1945 sagðist breskur rit- dómari ekki þora að fullyrða um hvort Animal Farm myndi lifa það af þegar umfjöllunarefni hennar yrði ekki lengur efst á baugi. Rit- dómarinn þorði hins vegar ekki heldur að nefna umfjöllunarefnið á nafn. Viku síðar var blaði hans, Herald Tribune, sent bréf af örg- um lesanda þar sem bent var á að ritdómarinn hefði að ósekju mátt nefna að bók Orwells væri ádeila á þá heilögu kú breskra vinstrimanna, Rússland Stalíns. Lesandinn sagði að kannski yrði bókin Iesin sem skemmtilegt ævin- týri eftir hundrað ár en nú skyldi hún lesin sem pólitísk ádeila - og hitti hún reyndar beint í mark sem slík. Of beinskeytt ádeila Þessi orð voru rituð í upphafi kalda stríðsins. Nú, hálfri öld síð- ar, er því lokið en bókin lifir samt góðu lífi og ádeila hennar er enn jafnbeitt. Animal Farm var alltaf meira en bara allegóría. Verkið hefur mjög almenna og víðfeðma siðferðilega skírskotun. Þvi til áréttingar má benda á að hún hefur verið gefin út í 64 þjóðlönd- um og iðulega í fleiri en einu upp- lagi í hveiju þeirra. í Penguin- útgáfunni einni selst hún í 120.000 eintökum á ári. En þrátt fyrir þessar vinsældir nú veittist Orwell erfitt að fá bók- ina útgefna á Bretlandi á miðjum fimmta áratugnum. Stalín var bandamaður Breta i stríðinu og ímynd hans því jákvæð i huga bresks almennings. Hin táknræna uppreisn á búgarði dýranna gekk því of nærri pólitískum veruleika samtímans. Sem stóð töldu menn óheppilegt að likja bolsévíkum við svín. Göltur Orwells, Napoleon, átti greinilega að vera Stalín og hugmyndalegur andstæðingur hans, Snowball, Trotský. Auk þess átti helsti talsmaður byltingarinn- ar í sögunni, Old Major, augljós- lega fyrirmynd sína í Marx og Lenín. Einnig þótti mönnum það ótækt að líkja rússneskri alþýðu við sauðfé og asna eins og í pott- inn var búið. Að endingu var bókin þó gefin út í ágúst 1945 af Secker-forlag- inu. Viðtökur voru blendnar. Gagnrýnendur íhaldsblaðanna fóru varlega í umfjölun sinni. Gagurýnandi The Spectator taldi þó bókina ekki nógu beinskeytta í gagnrýni sinni á Stalín. Smáborgaralegur róttæklingur Bókin var gefin út í Bandaríkj- unum ári síðar, 1946, og voru repúblíkanar fljótir til að hampa henni fyrir beitta ádeilu á kom- múnismann. Bókin var hins vegar bönnuð í Sovétríkjunum þar sem Orwell var lýst sem smáborgara- Iegum róttæklingi. Á tímum her- laga í Póllandi var Animal Farm ein vinsælasta bókin á svarta lista valdhafa. í kjölfar innrásar heija Sovétríkjanna í Afganistan 1979 var bókin einnig gefin út á tungu- máli Afgana, Pashto, með mynd af blóðugu svini á kápunni, íklætt járnbrypju og með rússneskan hjálm á höfði. Snemma á dögum glasnost-stefnunnar var bókin svo gefin út í Lettlandi. Til marks um vinsældir þessar- ar sögu hefur t.d. verið gert út- varpsleikrit eftir henni sem Orw- ell sjálfur leikstýrði fyrst árið 1946. Gerð hefur verið teiknimynd eftir sögunni og söngleikur sem ætlaður er börnum en á liðnum vetri var hann settur upp af fjórt- án ára nemendum í Etham College sem er einn virtasti einkaskóli á Bretlandi. Verkið höfðar því ekki síður til þeirrar kynslóðar sem ekki þekkir gjörla til sögunnar á > bak við það. Likast til hefur ekki verið skrifuð bók sem hefur tekist jafnvel og Animal Farm að þjóna bæði sem skemmtileg barnasaga og hvöss háðsádeila í senn síðan Jonathan Swift skrifaði Ferðir Gúllívers. Pílagrímsferð í hraunið llllg PÁLL Guðmundsson með eitt verka sinna. MYNÐLIST Surtshcllir (íshcllir) — Ilall- mundarhrauni HÖGGMYNDIR Páll Guðmundsson Opið alla daga - gestir noti eigin ljósfæri Aðgangur ókeypis Á ÞESSARI öld hafa listamenn í vaxandi mæli leitað með verk sín út fyrir þann ramma sem hefðin hefur markað myndlistinni sem sýningar- vettvang, og í stað sýningarsala leit- að beinna tengsla við náttúruna. Þannig hefur orðið til sérstök grein myndlistarinnar sem héfur verið nefnd landlist eða umhverfíslist, sem oft markast af umbreytingum lands- ins eða sköpun áhersluatriða, sem draga athygli að fegurð náttúrunnar almennt jafnt sem formskyni og framlagi viðkomandi listafólks. Myndhöggvarar hafa ekki síst ver- . ið áhugasamir um tengsl verka sinna við náttúruna og umhverfið. Sem dæmi um slík áhrif nægir að nefna að ein helsta einkennismynd Kaup- mannahafnar, Hafmeyjan, þætti tæplega mikilfengleg ef henni hefði verið fundinn hefðbundnari staður, t.d. í einhveijum hallargarðinum. Henry Moore, einn merkasti mynd- höggvari þessarar aldar, var ekki alls kostar ánægður með staðsetn- ingar verka sinna í sérstökum högg- myndagörðum eða sem skreytingar á almannafæri, heldur lét einnig setja þau niður á heiðum uppi, fjarri alf- araleið, þannig að ferð til að skoða þau yrði að eins konar pílagrímsferð, helguð listinni. Hér á landi hafa nokkrir listamenn leitað á þessi mið undanfarin ár, og er á engan hallað þótt Páll Guð- mundsson sé þar talinn fremstur í hópi. Páll hefur verið dijúgur við sýningarhald síðustu ár og skapað sér nafn fyrir hinar sérstöku ímyndir sínar af tröllum og forynjum jafnt sem sórstæðum persónum landsins. Ymsir minnast þess er hann hélt þijár einkasýningar samtímis á jafn- mörgum stöðum á höfuðborgarsvæð- inu; undanfarin ár hefur hann einnig átt verk á sýningum erlendis, og á liðnum vetri sýndi Páll í hinu nýja listasetri Akurnesinga. í vinnslu sinna höggmynda úr íjöl- breyttu íslensku gijóti hefur Páll í raun ekki verið að sækja efnivið til náttúrunnar, heldur má fremur líta svo á að hann hafí leitast við að leysa úr læðingi þær myndir, sem hann hefur fundið innra með efninu; í sum- um tilvikum hefur þurft að höggva steininn til, í öðrum aðeins að marka hann fáeinum línum, og loks eru þess dæmi að Páli hafi nægt að snúa grjóti þannig að birtan féll rétt á það - og þá blasti við steinrunnin vera úr íslenskri urð. Þótt höggmyndir hans njóti sín um margt ágætlega í uppsetningum listamannsins í sýningarsölum, eru þær þar í framandi umhverfi. Það verður best ljóst þegar gengið er upp í bæjargilið við Húsafell, á vit högg- mynda hans, en þar hefur um árabil verið hvorutveggja í senn, helsta efn- isnáma Páls og besti sýningarstaður verkanna um leið. Þar fagna púkar og tröllkarlar gestum við hvert fót- mál, og verðlaunahrútar og þjóð- sagnavættir falla þar vel inn í sitt eðlilega umhverfi, svo erfítt er að ímynda sér þá annars staðar. Þjóðsögur hafa gefið mörgum ís- lenskum listamönnum ríkuleg við- fangsefni, og nægir þar að nefna Ásgrím Jónsson og Ásmund Sveins- son sem góð dæmi um á hvern hátt þessar sagnir hafa verið nýttar á ólíkan hátt. Páll hefur einnig sótt mikið í þennan brunn, og nú hefur hann látið gamlan draum rætast; að halda sýningu í Surtshelli i Hall- mundarhrauni, helgaða Hellis- mannasögu, sem er án efa ein eftir- minnilegastá þjóðsaga okkar um úti- legumenn, líf þeirra og ævintýr. Það er mögnuð reynsla að skoða þessa sýningu á þessum stað, þar sem sagan segir að skólapiltarnir átján hafí lagst út. Páll hefur unnið höggmyndir þeirra í fjölbreytta steina, sem og aðrar myndir sem fylgja sögunni eða tengjast staðnum með öðrum hætti — bóndasoninn frá Kalmanstungu, vinnukonurnar og þann fót Eiríks, sem af var höggv- inn. Einnig er hér mynd af höndum Hallmundar og Grettis, sem minnir á eldri tengsl staðarins við sögur þjóðarinnar. Uppsetning sýningarinnar er ein- föld og áhrifamikil - og raunar sú eina sem hefur komið til greina. Lista- maðurinn hefur sett nokkur verk í hraunið fyrir ofan hellinn og fyrir utan hellismunnann, en flesta haus- ana er að fínna á hellisgólfínu sjálfu, beint ofan á ísnum. Þar rísa þeir upp við hellisveggina líkt og vættir úr neðra, og flöktandi kertaljós dregur skarplega fram einstaka andlitsdrætti - augnabrún hér, kinnbein þar, þykk- ar varir á hinum næsta - sem gera heildina afar sterka og lifandi á þess- um stað. Vinnukonumar tvær em fín- legar og fríðar innan um grófa úti- legumennina, sem þær þjónuðu til borðs og sængur, en andspænis þeim er ímynd útburðar, sem minnir á einn harðneskjulegasta þátt sögunnar. Hellirinn er óumdeilanlega virkur hluti sýningarinnar. ísgólfíð er mjög góð undirstaða, og víða um veggina má sjá klakatauma, sem myndajafn- vel fígúmr sem bæta með eðlilegum hætti við myndir Páls; hvelfíngin gefur heildinni síðan þá Iokun, sem hæfír. Þó hið lifandi ljós kerta sé verðug lýsing fyrir þessar mögnuðu myndir, er ekki síðra að skoða þær við geisla vasaljóss; þannig má einn- ig breyta stefnu ljósgjafans og leiða fram mismunandi svip og breytileg blæbrigði, sem eru afar fjölbreytt í öllum þessum verkum listamannsins. Segja má að þessi sýning Páls Guðmundssonar sé fyrst og fremst sett upp fyrir listina og til minningar um þjóðsöguna; til að njóta hennar, þurfa gestir að leggja á sig pílagríms- ferð í hraunið. Hún minnir einnig á að vel heppnuð listsýning er annað og meira en aðeins samansafn þeirra gripa, sem þar getur að líta; heildar- hrifín ráða þar óneitanlega mestu. Okkur er hollt er hafa á stundum nokkuð fyrir listinni í stað þess að bíða þess að hún komi til okkar, og það gerði fólk svo hundruðum skipti fyrstu daga sýningarinnar, janfvel svo bera má saman við stærstu opn- anir í virðulegum sýningarsölum. Áhuginn er því greinilega fyrir hendi, og með það í huga er rétt að hvetja sem flesta til að leggja leið sína upp Borgarfjörðinn á næstu vikum til að njóta þessarar einstæðu sýningar í Surtshelli í Hallmundarhrauni. Eiríkur Þorláksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.