Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 3
2 C SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1995 C 3 lækka bílinn um 2 sm og þá þyngist stýrið um leið. „Það er ekki til stress að aka bílnum og ferðin var bara í rólegheitum þrátt fyrir hraðann.“ Aksturstölva er í Bensanum og hún sýndi 15,2 lítra meðaleyðslu á hundr- aðið sem telst varla mikið á 400 hest- afla vél þegar ekið er á 200 km hraða þegar best lét. Vélin er V-12 og slag- rýmið 6 lítrar. Kristján er búinn að keyra bílinn, sem er ársgamall, 22 þúsund km og allt á langkeyrslu. Kristján og fjölskylda hans er með lögheimili í Monte Carlo og liggur leið- in því oft þangað. „Ég fer líka oft á bílnum þegar ég er að vinna í Þýska- landi og það er jafnvel þægilegra en að fljúga," sagði Kristján. Kristján sagði að þeir Hauk- ur hefðu heimsótt vin sinn á Ítalíu sem á eina níu Ferrari bíla frá 1930 og upp úr. „Hann er með 348 bílinn sem kom í hitteðfyrra og er hætt að framleiða og er óttalegur gal- lagripur. 355 sem kom í staðinn er víst algjör bomba og það er talað um að þetta sé tímamótabíll frá Ferrari. Þeir hafa verið frægir fyrir lélegt raf- kerfi og háa bilanatíðni en þeir virð- ast hafa komist fyrir það. Ég er mik- ið að spá í að kaupa 355 og kæmi mér ekki á óvart þótt ég yrði á honum á næsta ári. Það þarf að panta hann með IV2 árs fyrirvara.' Ég ætla að hafa hann tiltölulega „rustico". Það er komið vökvastýri í nýja bílinn og fjöðrunarkerfi og er þægilegur í akstri af sportbíl að vera,“ sagði Kristján. Hann ætlar þó ekki að fórna Bens- inum. „Ég hef tekið þá ákvörðun að láta Bensinn eldast með mér og láta hann verða „antík“. Bens hefur aldrei framleitt annan eins bíl þótt þeir hafi gert margt gott. S600 er toppurinn í sögu verksmiðjanna og ég held að það sé samróma álit allra.“ Kristján setur kostnaðinn ekki fyrir sig og segir að Ferrari 355 kosti ekki meira en Bensinn og skríði rétt yfir 200 þúsund þýsk mörk, eða um 9 milljónir ÍSK en Bensinn kostaði 258.000 mörk, eða um 11,6 milljónir ÍSK. Kristján óttast ekki að erfitt verði að njóta þess að keyra Ferrari á veg- um á Ítalíu. „Ég hef reyndar nokkrum sinnum lent í Iöggunni en þá bara á hlægilegum hraða. En ef þú ferð að reyna bílinn kannar þú alla staðhætti mjög vel áður, annað hvort snemma að morgni eða seint að kvöldi í lítilli umferð." Kristján átti áður Mercedes-Benz S500 og segir hann að ótrúlega mik- ill munur sé á þessum tveimur bílum. „Nýi bíllinn er allur mikli mýkri í akstri og hljóðlátari. Vjnnslan og skiptingin er öll mýkri og strokkarnir tólf virðast skipta þar miklu máli. Hann er líka talsvert sprækari og einni sekúndu fyrr upp í hundraðið. Sportfjöðrunin breytir hon- um líka mikið,“ sagði Kristján. einn af þeim sem er ákaflega lítið að eiga það sem aðrir menn Það yrði meiriháttar áfall fyr- ir mig að sjá einhvers staðar á göt- unum bíl eins og ég á enda hef ég aldrei átt bíl eins og aðrir eiga. Þegar Kiddi bróðir keypti sér Bensann sagði ég við hann að þegar hann væri staddur á stóru bíla- stæði sæi hann fleiri slíka bíla. En ef þú kaupir Aston Martin þá geturðu verið öruggur um að vera einn á slíkum grip,“ sagði Konráð og bæt- ir því við að Aston Martin sé sinn draumabíll. „Hann kostar líklega nálægt 30 milljónum kr. og ef ég ætti að kaupa mér nútímabíl þá myndi ég sannarlega kaupa Aston Martin.“ Um Audi S4 Hauks bróður síns segir Konráð að þar sé þota á ferð- inni. „Ég verð að segja eins og er að mér fínnst hann skemmtjlegri en Bensinn hans Kidda. Ekki síst þegar hann er í fjórhjóladrifinu, hann svoleiðis svínliggur,“ segir Konráð. Konráð átti á sínum tíma einn kraftmesta bflinn á landinu, Pontiac GTO árgerð 1965. Hann var 12.96 kvartmfluna og margir reyndu sig við þann bíl. Fleiri vörubílar í Frakklandi 5,4% fleiri vörubílar voru skráðir í Frakklandi í fyrra en árið þar áður en aukning í skráningu fólksbíla varð 2,9%. Fjöldi vörubfla jókst hlutfallslega mjög mikið því á undanförnum árum hefur aukningin aðeins verið á bil- inu 0,8-0,9%. Lítil söluaukning í Evrópu SALA á nýjum bílum á fyrstu fimm mánuðum ársins jókst aðeins um 0,3% í Evrópu. Einn af fáum framleiðendum sem áttu velgengni að fagna var Fiat með 6,5% aukningu, Peugeot/Citroén 5% og Gen- eral Motors með 3,4%. VW hefur mesta markaðshlut- deild í álfunni þrátt fyrir lítils- háttar samdrátt fyrstu fimm mánuðina. Einnig varð sam- dráttur í sölu á BMW, Merce- des-Benz og flestum japönsk- um bílum. Nýr VW Passat NÆSTA kynslóð VW Passat verður með mýkri og ávalari línum en fyrirrennarinn ef marka má njósnamynd sem náðist af bílnum í reynslu- akstri í Þýskalandi. Bíllinn er væntanlegur á markað í árs^ byijun 1997 sem 1998 árgerð og hann er byggður á sama undirvagni og Audi A4. VW Passat væntanlegur. Meira framleitt í Bretlandi FRAMLEIÐSLA nýrra bíla var sú mesta í fyrra í Bret- landi í yfir tvo áratugi. Alls voru framleiddir 1,4 milljón bíla og horfur eru á enn meiri framleiðslu á þessu ári. Bæði Rover og Jaguar hafa aukið framleiðslu sína og verk- smiðjur í eigu japanskra bíla- framleiðenda hafa einnig bætt við sig. drifskerfí Audi. Haukur segir að fyrir vikið steinliggi bíllinn á vegum og það sé óneitanlega skemmtileg tilfínning að gefa honum vel inn. Bíllinn er með aksturstölvu sem gefur m.a. upp meðaleyðslu. Sam- kvæmt henni eyddi bíllinn um 16 lítr- um innanbæjar á hverja 100 km. Einn- ig veitir tölvan upplýsingar um ioft- þrýsting í hjólbörðum, innsog og hve langt bíllinn kemst á því bensíni sem í tanknum er. Þá er úti- og innihita- mælir í bílnum og hitastigið inni í bíln- um velur ökumaður sjálfur og mið- stöðin sér um afganginn. BMW M3 handa eiginkonunnl Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson KRISTJÁN við Bensinn sem nú er reyndar kominn á breiðari felgur. Morgunblaðið/Rúnar Þór HAUKUR við bílinn og Eyjafjörðurinn í bakgrunni. Bræður með bíladellu SYNIR Jóhanns Konráðssonar heitins, söngvara frá Akureyri, eru fimm og þar af eru þrír þeirra, Konráð, Krist- ján og Haukur, með það sem í dag- legu tali kallast bíladella. Þeir leggja meira en flestir aðrir samferðamenn upp úr því að vera á fallegum og kraftmiklum bílum og vilja helst ekki fara troðnar slóðir í þeim efnum. Krist- ján óperusöngvari á mesta eðalvagn- inn þeirra bræðra, svartan Mercedes- Benz S600, og er hann ákveðinn í að kaupa sér Ferrari 355 til að eiga með Bensinum. Haukur, sem er tannsmið- ur á Akureyri, ekur Audi S4, þeim eina þeirrar tegundar á landinu en Konráð, umsjónarmaður í Árnesi, á GMC Sierra Classic pallbíl sem hann tekur ekki út úr bílskúr fyrr en það fer að vora. Líklega er þetta eini pall- bíllinn hér á landi sem hefur verið lækkaður niður eftir kúnstarinnar reglum eins og Kaninn vill helst hafa þá. (Sjá grein hér á síðunni.) Haukur segir að Konráð sé illa við að það sé andað á pallbílinn og hann sé hirðu- samastur þeirra bræðra um bílinn sinn. „Við bræðurnir höfum alltaf verið með bíladellu. Við tölum saman tvisv- ar til þrisvar í viku og talið berst varla nokkurn tíma að söng. Umræðuefnið er bara bílar,“ segir Haukur. 6,5 sekúndur í hundraðlð Audi S4 árgerð 1993, bíll Hauks, er sá eini sinnar gerðar á íslandi en bílinn keypti Haukur í Þýskalandi og flutti sjálftir inn. Þetta er kraftmikil sportútfærsla af Audi 100 en Audi A4 Morgunblaðið/Rúnar Þór AUDI S4 Hauks er klæddur svörtu leöri og hvítir mælarnir mynda skemmtilega andstæðu í innanrým- inu. VÉLIN er fimm strokka, 2,3 lítra véi og skilar 230 hestöflum en Haukur ætlar að fjölga þeim um 40-50. Með honum er sonurinn Haukur Heiðar, þriggja ára. er mun minni bíll. Til eru tvær útfærsl- ur af Audi S, þ.e. Audi S2 sem er með minna boddíi og minni búnaði en sömu vél og S4. Bíll Hauks er með 2,3 lítra vél, fimm strokka og skilar 230 hestöfl- um en S4 er einnig fáanlegur með 4,2 lítra vél, átta strokka og þá skilar hann 280 hestöflum. Bfll Hauks er með sex gíra handskiptum gírkassa. Uppgefinn hámarkshraði er 250 km á klst og hann er sagður vera 6,5 sekúnd- ur úr kyrrstöðu í 100 km á klst. Kvartmfluna fer hann á 14,7 sekúnd- um. Þegar bfllinn var sóttur til Ham- borgar var honum ekið á hraðbrautun- um þar upp í 270 km hraða á klst. í sjötta gír og gafst þá engum tóm til þess að líta á snúningshraðamælinn. Ruddalegur bíll „Bíllinn hans Hauks er ruddalegur en hann tekur ekki Bensinn þótt hann væri allur af vilja gerður. Hauki fínnst muna talsvert mikið á kraftinum og lygilega mikið miðað við að það er aðeins hálf sekúnda sem skilur þá að,“ segir Kristján. Bensinn er 6 sek- úndur í hundraðið en Audi S4 Hauks 6,5 sekúndur. Haukur segir að það sem honum finnist þó mest um vert við Audi-inn er hvað hann „torkar" vel. Vinnslu- átakið við 1.950 snúninga á míntútu er 350 Nm en til samanburðar má nefna að samkvæmt Auto Motor und Sport er annar þekktur sportbíll, Toy- ota Celica GT-Four 6,7 sekúndur í 100 km á klst og torkið er 302 Nm við 4.000 snúninga á mínútu. Haukur segir að bíllinn taki vel við „tjún- ingu“. Þessi sama vél er til 428 hest- afla með „tjúningu". Til að ná upp slíku afli þarf að skipta um stimpla í vélinni, tölvukubba og ventla og sett er í hann önnur for- þjappa. Einnig verður að setja undir hann nýtt púst- kerfi. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson BÍLL Kristjáns er klæddur hvítú leðri og hann er eins ríkulega búinn og verða má. „Sextíu hestöfl eru minnsta mál í heimi,“ segir Haukur en verður svo þungbrýnni þegar hann bætir við: „En hvert hestafl kostar 10 þúsund krónur þannig að 100 hestöfl aukalega kosta eina milljón kr. En ég á örugglega eftir að setja í hann 40-50 hestöfl ein- hvem tíma vegna þess að það er svo lítið mál og skemmir ekki vélina." Audi S4 liggur lágt á vegi en er engu að síður með Quattro, fjórhjóla- „Það tók mig um átta mánuði að finna bílinn í Hamborg en ég naut aðstoðar frá Kristjáni. Hann prófaði bílinn fyrir mig úti svo ég vissi að hveiju ég gekk. Það kom til greina að kaupa Benz 320, BMW M5 og Opel Omega. Þegar ég var búinn að velta fyrir mér málinu sá ég að bestu kaupin voru í Audi.“ Haukur segir að miklu máli hafi skipt að bíllinn var með fjórhjóladrifi og sérstakri sportfjöðrun, McPherson gormum og búið er að lækka hann. „Hann er dálítið lágur og sérstaklega fann ég fyrir því í vetur. Hann fer reyndar allt í fjórhjóladrifinu en mað- ur tímir honum ekki í allt. En það er eitt sem þessi bíll hefur fram yfir alla aðra bíla sem ég hef keyrt - hann hallast aldrei. Ég get farið í vinkil- beygju og hann hallast bara alls ekki og rennur frekar til. En fyrir bragðið er hann dálítið hastur. Bíllinn er með „servotronic" stýri sem er búnaður sem þyngir bílinn í stýri með auknum hraða. Kristján er ekki við eina fjölina felldur í bílamálum. Hann er nýlega búinn að panta nýjan bíl fyrir eigin- konu sína, Siguijónu Sverrisdóttur, BMW M3 blæjubíl sem kemur á mark- að vorið 1997. „Þeir koma með þenn- an bíl eftir IV2 ár og ég fæ bíl úr fyrstu sendingunni. Hann er 180 hest- öfl og alveg rosalegur. Hann er með sömu vél og BMW 325, þ.e. 2,5 lítra vélinni en M-týpurnar eru bara svo svakalega „tjúnaðar“. Siguijóna ekur nú kanarígulum Golf 2000cc, 16 ventla og 150 hestöfl með fjórhjóladrifi. „Ég nota hann stundum innanbæjar en ef ég fer langt tek ég þann svarta. Ég kom frá Monte Carlo í gær og ók 430 km á 3,08 klukkustundum og meðalhraðinn var 132 km á klst. Þetta er eins og sitja inni í stofu,“ sagði Kristján þegar Bflar náðu í hann á heimili hans í smábænum Desensano á Ítalíu. Bensinn er með loftpúðafjöðrun all- an hringinn og þegar Kristján ekur um frönsku Rivieruna um miklar beygjur 0g hlykki hefur hann fjöðrun- ina stífa og sportlega og ekur hann bílnum þá í allar venjulegar beygjur á 140-150 km hraða. Með loftp- úðafjöðruninni er hægt að Aldrei ó lcryddsöltuðum götum Reykjavíkur ÞRIÐJI bróðirinn og sá elsti, Kon- ráð, á einn fallegasta og sprækasta pallbíl landsins, bíl sem hann hefur dekrað við meira en flesta grunar. Konráð lætur sér ekki nægja að stífpússa bílinn einu sinni í viku heldur bónar hann líka vélina af og til sem og innri brettin. GMC Sierra Classic S15 árgerð 1989 í eigu Konráðs er skrýdd krómi hvar sem á hann er litið og smáatriðin skipta miklu máli í heildarsvipnum. Líklega er þetta eini pallbíllinn hér á landi sem hefur verið lækkaður sérstak- lega eftir kúnstarinnar reglum. Og endurbæturnar standa ennþá yfir því nú býður Konráð eftir rétta tækifærinu til þess að setja í bílinn öflugari vél og nýtt sportstýri og mælaborð verður komið á bílinn inn- an tíðar. Konráð tekur bílinn ekki út úr bílskúr nema í góðu veðri og mest- allan veturinn er hann hafður inni. Gemsinn er með V-6, 4,3 lítra vél. Meðal þess sem Konráð hefur sett í bflinn er fjögurra hólfa blöndungur sem gefur 15 hestöfl aukalega og nýr tölvukubbur sem gefur 22 hest- öfl. Vélin var 160 hestöfl en er nú komin upp í rétt um 200. Konráð er búinn að festa kaup á ’95 árgerð af Cyclone-vél, 260 hestafla. Nýi Gemsinn, GMC, 4,3 1 Cyclone með forþjöppu og millikæli er aðeins 3,9 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða á klst. og kvartmíluna fer hann á 12,9 sekúndum. „Þú sérð að bíllinn tekur Corvettuna öflugu," segir Konráð. Það er óhætt að segja að töggur séu í Gemsanum. í stuttum kynn- ingarakstri á malbikinu við Árnes reif bfllinn sig upp í góðan hraða og þótt engar vísindalegar mælingar hafí verið viðhafðar var strax ljóst að hér var tryllitæki á ferðinni. Bfll- inn er léttur og nákvæmur í stýri og svona niðurlækkaður steinliggur hann á vegi. Síðasta kynslóð krómaðra Konráð er búinn að eiga bílinn í sex ár og var hann keyrður 17.000 mílur þegar hann fékk hann. Núna er 'búið að aka honum 70 þúsund mílur. „En taktu eftir því að honum hefur aldrei verið ekið á krydd- söltuðum götum Reykjavíkur. „Ég bóna bílinn reglulega fjórum sinnum í mánuði. Ég bóna bílinn kerfisbund- ið og skipti flötunum eftir boddíinu. Ég er um einn klukkutíma að bóna bílinn,“ sagði Konráð. GMC Konráðs er af síðustu kyn- slóð krómaðra pallbíla. Bíllinn var sýningarbíll hjá umboðinu í Massachusetts og hafði staðið þar í eitt ár þegar Konráð eignaðist hann. „Ég var á stórum upphækk- uðum Land Cruiser dísil og nýkom- inn hingað suður og útilokað fyrir mig að nota svoleiðis bíl á malbik- inu Selfoss-Árnes og Ámes- Reykjavík. Ég var því að leita mér að bíl og taldi mig heppinn þegar Morgunblaðið/Gugu GMC Sierra Classic er einn af glæsilegri pallbílum landsins, krómaður í bak og fyrir og vel hirtur. VEL er hugað að minnstu smáatriðum, eins og númeraplötunni sem er girt með krómkaðli. ég datt niður á þennan sérstaka vagn, nýinnfluttan frá Ameríku. Reyndar hafði ég séð hann áður á mynd frá innflytjandanum og sá strax að þetta var mitt tækifæri. 9 Þá átti ég líka Volvo 740 GLE Konráð. Bíllinn vekur mikla athygli á götum, ekki síst vegna gljáandi krómsins. „Þegar Bandaríkjamenn settu viðskiptabann á Suður-Afríku lokað- ist fyrir viðskipti við stærstu króm- og sinknámumar þar. Þá sögðu stóru fram- leiðendumir að nú væri komin svarta línan og krómið úr tísku. En þeir þorðu ekki að gera þetta í „full-size“ lín- unni því Cadillac og Oldsmobile áfram krómaðir. Ári eftir að minn bfll var smíðaður urðu pallbflamir svartir, allir stuðarar, svartir plast- speglar og bílarnir ekki líkt því eins fal- legir.“ Konráð borgaði 1.350 þúsund kr. fyrir bílinn fyrir sex árum. Síðan hefur Konráð m.a. sett í hann diska- hemla að aftan, króma sflsana, setja undir hann krómfelgur, „tjúna“ upp vélina og útbreikkanir á brettum með krómlistum. Svo er eftir að setja í hann veltigrind, sportstýri, mælaborð og nýju vélina. Að fara í öfuga átt Bandaríkjamenn vilja margir hafa sína pallbíla lága, á breiðum felgum og krómaða á alla kanta. Þannig vill Konráð líka hafa sinn bíl. „Ég setti undir hann svokallað „lower- ing-kit“, ég vil það frekar en að hækka hann og fór því í öfuga átt við flesta íslendinga. Maður hefur alltaf verið hálf undarlegur. Ég hef lagt mikið upp úr þessu því ég er Ford Bronco 1997 FERNA dyra Ford Bronco náðist nýlega á mynd án alls dulargerfís sem venja er að setja á bíla sem ekki hafa verið formlega kynntir. Út- litslega þykir hann ekki ólíkur Explorer 1995 árgerð. Nýr Bronco er byggður á nýrri grind og endurhannaðri grind F-línunnar. FORD Bronco 1997. I Morgunblaðið/Sverrir PACKARD Clipper Custom árgerð 1956 sem lék eitt af aðalhlutverk- unum í Bíódögum Friðriks Friðrikssonar. Packord Clipper Custom 1955 ÁRIÐ 1955 var gullaldartími fyrir bandaríska bílaframleiðendur. Þetta ár streymdu einnig nýir bílar til íslands eftir margra ára inn- flutningshöft. Meðal þeirra var bfll frá hinum virta bílaframleiðanda Packard, en bílar frá því fyrirtæki höfðu um árabil þjónað forseta- embætti Islands. Þorbjörn Jóhann- esson kjötkaupmaður í Borg hafði fest kaup á eðalvagni og var hann hingað kominn tvöfalt dýrari en nýr Chevrolet. Framleiðsla á Packard bílum árið 1899. Á miðju ári 1941 kynnti Packard nýjan bíl með nýtt og rennilegt útlit. Hér var á ferðinni Clipper sem átti eftir að verða ein- kennisbíll Packard fyrstu árin eftir stríð. Árið 1948 var útliti Packard breytt á nýjan leik og síðan aftur árin 1951 og 1955. Lárussynir frá Kirkjubæjarklaustri höfðu allt frá árinu 1932 annast innflutning á Packard bílum til íslands. Lítið var þó flutt inn af þessum eðalvögnum fyrstu árin, en eftir stríð fjölgaði þeim nokkuð og komu þá m.a. nokkrir sérhann- aðir leigubílar til landsins. Eftir 1950 voru það fyrst og fremst æðstu embættismenn þjóð- arinnar og helstu athafnamenn sem að festu kaup á bílum þessar- ar gerðar, en sem dæmi má nefna að árið 1956 voru 68 Packard bílar á götum Reykjavíkur, þar af ein- ungis 7 yngri en árgerð 1950. Einn nýr Packard kom til lands- ins árið 1955 og annar árið 1956, en sá varð embættisbíll Ásgeirs Ásgeirssonar forseta. Bíll sá sem Þorbjöm kaupmaður Þá birtist síðasta við- leitni hins rótgróna bílafyrirtækis í að halda velli á einum mestu og grimmustu samkeppnistímum bandarískrar bíla- framleiðslu. Hestaflastríðið var hafíð fyrir alvöru og hinar nýju V-8 topp- ventlavélar urðu kraft- meiri með hveiju árinu sem leið. Packard lét ekki sitt eftir liggja og markaðssetti nýja V-8 vél sem var sú stærsta sinnar tíð- ar, 352 kúbiktommur og skilaði 275 hestöflum. Árið 1954 hafði Packard fyrir- tækið gert samstarfssamning við Studebaker bílasmiðjurnar og skömmu síðar voru þessi þekktu fyrirtæki sameinuð. Frá árinu 1957 einkenndist framleiðslan af Studebaker útlítandi bílum, enda fengu Packardbílamir fljótt viður- nefnið Packardbaker. Árið 1958 var svo framleiðslu Packardbíla endanlega hætt og merkum kafla í sögu bílaiðnaðarins lokið. Bræðumir Helgi og Bergur 1 Borg keypti ný]an ánð 1955 var af gerðinni Clipper Custom. Er bíllinn tvflitur grænn með samlitri innréttingu úr leðri, lituðu gleri og sjálfskiptingu. Undir vélarhlífinni er stærsta átta strokka vélin frá 1955, 352 kúbika sem skilar 245 hestöflum. Má til sannsvegar færa að þessi bíll hafí verið einn sá kraftmesti í Reykjavík á ung- dómsámm sínum. Núverandi eigandi bflsins er Sig- urbjöm Helgason, en hann fékk bílinn fyrir 14 áram hjá Þorbirni. Hefur bílnum einungis verið ekið 144 þúsund km á þeim 40 áram sem hann hefur dvalið á meðal vor. BÍLLINN er tvílitur, grænn með samlitri inn- réttingu úr leðri, lituðu gleri og sjálfskiptingu. * Loksins þessi frábæri fjölnotabíll til sölu! Hentar vel sem fjölskyldubíll, fólksflutningabíll, sendibíll, ferðabíll o.fl. Gerö: Renault Espace, 4x4, órgerS 1990, ekinn 90.000 km. 7 manna. Snúningsstólar, litað gler, tvær opnanlegar topplúgur, toppgrind, útvarp og segulband, fjarstýrt með rofum við slýri. 6 hátalarar. Fjarstýrðar samlæsingar á hurðum. Rafmagn í rúðum, dráttarkúla o.fl. Góður bíll. Upplýsingar í síma 482-1416 Bílasala Selfoss

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.