Morgunblaðið - 16.08.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.08.1995, Blaðsíða 3
2 C MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1995 C 3 KNATTSPYRNA Arnór Guðjohnsen getur ekki leik- ið með gegn Svisslendingum „Er mjög svekktur“ Arnór Guðjohnsen verður ekki með gegn Syisslendingum vegna meiðsla. „Ég er mjög svekktur að geta ekki leikið með. Ég var bjartsýnn eftir fyrri æfing- una á mánudaginn — hélt að ég væri orðinn góður,“ sagði Amór, sem meiddist í leik með Örebro á dögunum, fékk högg á læri. „Það hefur eitthvað rifnað í lærinu, þannig að það er eins og ég hef fengið hnífsstungu aftan í lærið. Ég hef lent í þessu áður, en var þá orðinn góður eftir stuttan tíma. Á æfingu á mánudagskvöldið tóku meiðslin sig aftur upp, samt ekki eins mikið og áður, en næganlega til að ég get ekki leikið með gegn Svisslendingum.“ „Ég missti einnig af fyrri leikn- um gegn Sviss — í Lausanne, — vegna meiðsla," sagði Arnór, sem telur möguleikana gegn Svisslend- ingum góða. „Ég get ekki séð að Svisslendingar séu komnir hingað til að ríða feitum hesti frá viður- eigninni gegn okkur, ef við náum góðum leik. Svisslendingar eru ekki með neina sérstaka einstakl- inga, en leika vel sem liðsheild. Við eigum góða möguleika gegn þeim,“ sagði Arnór, sem á enn nokkuð í land að verða góður. „Það tekur að minnsta kosti tvær vikur til viðbótar til að fá mig góðan. Leik því ekki með Örebro á næstunni, en það er erfið vika framundan. Örebro leikur gegn IFK Gautaborg í Gautaborg á laugardaginn og síð- an Evrópuleik í Lúxemborg á þriðjudaginn," sagði Arnór, sem verður að bíða eftir sínum sextug- asta landsleik. Svíar liggja á bæn Sænska knattspyrnu- landsliðinu hefur gengið illa það sem af er árinu og möguleikarnir að ná sæti í EM í Englandi að verða litlir. í samantekt sem Svenska Dag- bladet gerði í gær kemur fram að það sem af er ársins 1995 hefur sænska liðið náð slakasta árangri frá upphafi. Liðið hefur aðeins náð að meðaltali 0,57 stigum úr hveijum leik, sem þykir afar lélegt. Mitt í þessari martröð liggja þó sænskir á bæn um að fræðilegur möguleiki þeirra á að komast á EM 1996 verði að veruleika._Því er allt traust lagt á að íslendingar vinni helst bæði Sviss og Tyrkland. í samtali við blaðið gefur Am- ór Guðjohnsen sænskum nokk- uð undir fótinn með að svo geti orðið og segir að hann telji möguleika Svía enn góða og að íslendingar geri allt sem þeir geti til að hjálpa þeim. „Við stefnum að sigri. Það gerum við alltaf," segir Arnór og bendir á að með þremur sigrum eigi íslendingar mögu- leika á að komast til Eng- lands. „Við erum fírnasterkir á heimavelli og getum þar unnið hvern sem er,“ segir Amór. Blaðið íjallar einnig nokkuð um þann draum Arn- órs að fá að spila í landsliði með Eiði syni sínum, en nafn hans hefur í blaðinu misritast á þann skemmtilega hátt, Eit- ur Snari Guðjohnsen. Grétar Eyþórsson skrifar fré Sviþjóð Morgunblaðið/Ámi Sæberg Leynd yfir liði Sviss Stund á milli stríða Roy Hodgson, þjálfari Svisslend- inga, hafði ekki gefíð upp byijunarlið sitt gegn íslendingunum í gærkvöldi og að sögn svissneskra blaðamanna hefur ætíð hvílt mikil leynd yfir vali liðsins. Þeir höfðu það eftir honum að hann vildi láta Íslendinga svitna aðeins í óvissunni. Engu að síður hafa svissneskir fjölmiðlamenn getið sér til um hveijir byiji inná og byggja það á ýmsum upplýsingum innan liðsins og hvernig það hefur verið skipað í síðustu leikjum. Uppstillingin þeirra er eftirfarandi: Markvörður Marco Pascolo sem leikur með Ser- vette, hægra megin í vörninni er Marc Hottiger frá Newcastle í Eng- landi, og miðjunni eru Alain Geiger frá Grasshopper og Stéphane Henc- hoz frá Hamburger í Þýskalandi, Yvan Quentin úr Sion er vinstra meginn. Á miðjunni Sébastien Fo- urnier úr Sion, Christophe Ohrel frá St. Etienne í Frakklandi, Ciriaco Sforza og Alain Sutter frá Bayern Miichen, í framlínunni Adrian Knup úr Karlsruhe og Kubilay Tuerky- ilmaz frá Galatasaray í Tyrklandi. ARNAR Gunnlaugsson mundar hér kjuð- ann við knattleiksborðið, þegar landsliðs- menn íslands brugðu á leik í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð í gær. Arnór Guðjohnsen horfir á leik Arnars, en það verður hlutverk Arn- órs að horfa á félaga síua gegn Sviss Laug- ardalsvellinum. Arnar og tvíburabróðir hans Bjarki, leika í fyrsta skipti í byijunarl- iði landsliðsins á Islandi, en fyrir rúmu ári léku þeir saman í byijunarliði, vináttuleik gegn Saudi-Arabíu í Frakklandi. „Aukaspymur rétt við teig em hættulegar“ - segir Birkir Kristinsson, markvörður, sem fékk á sig mark beint úr aukaspyrnu í Sviss Morgunblaðið/Kristinn KRISTIÁN Jónsson og Bjarki Gunnlaugsson á æfingu á Laug- ardalsvellinum í gærdag — þeir eru í byrjunarliði íslands. „VIÐ stefnum að sjálfsögðu að því að leika okkar fimmta landsleik í röð án taps og ég vona að það takist — er bjart- sýnn,“ sagði Birkir Kristins- son, markvörður landsliðsins. „Við vitum að hverju við göngum og verðum að hafa vissa hiuti flagi, eins og bar- áttuna og að leika skynsam- lega. Vonandi fáum við nokkr- ar góðar sóknir, sem við náð- um að nýta vel.“ Birkir hefur þurft að hirða knöttinn tíu sinnum úr netinu hjá sér í þremur síðustu deild- arleikjum Fram, en ekki nema þrisvar í fjórum síðustu landsleikj- um íslands. „Það er allt annað að leika með landsiiði en félagsliði, þannig að ég horfi ekki á deildar- leiki í þessu dæmi. Við höfum ekki fengið mörg mörk á okkur í landsleikjum á undanförnum árum, fyrir utan slysið í Tyrk- Iandi.“ Þegar íslenska liðið lék gegn Svisslendingum í Lausanne, mátti liðið þola tap, 1:0, á marki, sem Svisslendingar skoruðu beint úr aukaspymu. „Ég er ekki búinn að gleyma markinu í Sviss og er ákveðinn að láta það ekki endur- taka sig, að fá á sig mark beint úr aukaspyrnu. Við verðum að hafa góðar gætur á aukaspyrnum, því að aukaspyrna rétt fyrir utan vítateig, er stundum það sama og vítaspyrna. Við verðum því að gafa góðar gætur á, að bijóta ekki á Svisslendingunum rétt við vítateig, sem er mjög hættulegt svæði,“ sagði Birkir, sem býður spenntur eftir leiknum gegn Sviss. „Okkur er farið að hlakka til að glíma við Svisslendinga á Laugardalsvellinum. Ég trúi ekki öðru en knattspyrnuáhugamenn fjölmenni á völlinn, þannig að góð stemmning verður á vellinum — stemmning sem mun fleyta okkur í gegn,“ sagði Birkir. „Vitum okkar takmörk" „Þetta verður stemmningsleik- ur. Við vitum að Svisslendingar koma hingað til að ná í stig og tryggja sér farseðilinn til Eng- lands, þar sem lokakeppnin fer fram. Þeir gera sér fyllilega grein fyrir því að leikurinn verður erfið- ur fyrir þá,“ sagði Þorvaldur Örl- ygsson. Þorvaldur sagði að það væri öruggt að Svisslendingar komi mjög vel undirbúnir fyrir leikinn — þeir lentu í strögli í Ungverja- landi, í leik sem fyrirfram var búist við sigri þeirra, og urðu að sætta sig við jafntefli. Heimavöllur okkar hefur styrkst verulega á síðustu árum — það kemur ekkert lið hingað lengur, öruggt með að fagna sigri. Það er ekki þar með sagt að leikir hér séu auðveldir fyrir okkur, því að við þurfum að hafa geysilega mikið fyrir hveijum leik. Við höfum alltaf þurft að gera það, það er engin breyting á því og verður aldrei. Við vitum okkar takmörk," sagði Þorvaldur. BYKO-MÓTIÐ Verður haldið á Kiðjabergsvelli, Grímsnesi, sunnudaginn 20. ágúst. Vegleg verðlaun, bæði með og án forgjafar, auk annarra verðlauna. Skráning á Kiðjabergi í síma 486-4495 kl. 16-20 miðvikudag, fimmtudag og föstudag og frá kl. 10-20 á laugardag. Komið og spilið á hinum stórglæsilega Kiðjabergsvelli. Allir kylfingar velkomnir. BYKO MEIjiTARASAMBAND HUSASMIÐA FRJALSIÞROTTIR Keuter MICHAEL iohnson gæti þénað vel í kvöld meö því að heimsmet. Hann var nálægt því á HM í Gautaborg. Johnson fengi 185 þúsund á sekúndu fyrir heimsmet MICHAEL Johnson, Bandaríkja- maðurinn sem náði þeim ein- stæða árangri að verða heims- meistari i 200 og 400 metra hlaupi á heimsmeistaramótinu í Gautaborg, gæti fengið gott tímakaup á hlaupabrautinni i Zurich í Sviss í dag, þegar ann- að af fjórum svokölluðum gull- mótum fer fram. Ef hann nær að slá heimsmetið í 400 metra hlaupi fær hann sem samsvarar u.þ.b. 185.000 krónum á sek- úndu. Gullmótin eru ár hvert haldin í fjórum stórborgum Evrópu, Osló, Ziirich, Brussel og Berlín og eru meðal stigamóta Alþjóða fijáls- íþróttasambandsins. London og Par- ís hafa iýst áhuga á að vera með í gull-mótaröðinni, en þessi mót draga jafnan að allar stærstu stjörnur fijálsíþróttanna því miklir peningar eru boði, mest í Zurich — allt að 320 milljónir. Michael Johnson fær til dæmis um fjórar milljónir bara fyrir að taka þátt og ef hann nær að slá 43,29 sekúndna 400 metra heimsmet landa síns Butch Reyn- olds, fær hann að auki rúmar 3 milljónir og kíló af gulli, sem saman- lagt gerir um 7,8 milljónir króna — sem þýddi um 185.000 kr. á sek- úndu. Forráðamenn keppninnar í Ziirich hafa alltaf neitað að gefa nákvæm- lega upp hvaða upphæðir eru í boði. Heimildir segja að Johnson dragi flesta áhorfendur að ásamt alsírska millivegalengdahlauparanum Nou- reddine Morceli, hindrunarhlaupar- anum Moses Kiptanui frá Kenýa og heimsmetahafanum í 10.000 metra hlaupi, Haile Gebresilassie, sem allir fá svipaða upphæð fyrir að mæta. Aukalega fær hver sem slær heims- mét 3,2 milljónir og kíló af gulli en opinberlega fær þó sigurvegari um 450 þúsund. Stóri vinningurinn er þó eftir því sá íþróttamaður sem fagnar sigri í grein sinni á öllum fjórum mótunum fær að launum tuttugu gullstangir, sem er kíló hver og samtals metnar á 16 milljónir króna. Grindahlauparinn Colin Jackson, sem missti af HM í Gautaborg.vegna meiðsla, getur aðeins farið fram á eina og hálfa milljón en kvenfólkið er ekki eins hátt skrifað. Þar fær spretthlauparinn frá Jamaíka, Mer- lene Ottey, sem vann 200 metra hlaupið í Gautaborg, 1,7 og Gwen Torrence 1,3 milljónir. En mótið í Sviss snýst ekki bara um peninga. Þar verður hörð keppn- in og margt einvígið, sem skiptir ekki síst máli sálfræðilega fyrir keppendur þar sem þeir búa sig undir Ólympíuleikana á næsta ári. Franski meistarinn í 400 metra hlaupi, Marie-Jose Perec, mun etja kappi við Kim Batten frá Bandaríkj- unum heimsmethafa í 400 metra grindahlaupi en Perec — sem sigraði í 400 m hlaupi í HM — hætti við að keppa í grindahlaupi í Gautaborg vegna meiðsla. Maria Mutola frá Mósambik, sem var dæmd úr leik í 800 metra hlaupinu í Svíþjóð fyrir að hlaupa út fyrir braut, etur kappi við Ana Fidelia Quirot frá Kúbu sem vann það. Grindahlauparinn Colin Jackson, sem komst ekki til Svíþjóð- ar vegna meiðsla mun keppa við Allen Johnson, sem vann greinina í Gautaborg og breski Ólympíumeist- arinn Linford Christie mun spreyta sig gegn hinum nýja heimsmeistara Donovan Bailey frá Kanada í 100 metra spretti. FOLX ■ SVISSNESKA blaðið Sport of Ziirich, sem er leiðandi í íþrótta- skrifum í Sviss, kaus Ray Hodgson landsliðsþjálfara „besta landsliðs- þjálfari í svissnesku knattspyrnu- sögunni" eftir að hann kom Sviss í úrslitakeppni HM eftir 28 ára bið. En eftir tap í undanförnum leikjum hefur blaðið ásamt öðrum fjölmiðl- um efast um hæfni Hodgsons. ■ MEÐ sigri á íslendingum, tækju Svisslendingar stórt stökk upp töfluna en tap aftur á móti þýddi erfiðan leik við Svía í næsta mánuði, í Svíþjóð. ■ HODGSON hefur verið gagn- rýndur fyrir að nota eldri og reynd- ari leikmenn í stað þess að gefa þeim ungu tækifæri og fjölmiðlar skamma hann fyrir að veija frammistöðu þeirra í stað þess að segja þeim hreint út að þeir standi sig ekki nógu vel. ■ ÍTALSKA fyrstu deildarliðið Udinese gerði Hodgson tilboð í síðasta mánuði. Hann vildi fá að taka því og þjálfa jafnframt sviss- neska liðið en svissneska knatt- spyrnusambandið var ekki á því og krafðist þessa að hann stæði við samninga. ■ ÞAR sem Hodgson er dulur maður og lítið fyrir að dreifa upplýs- ingum, kom mönnum á óvart að hann kállaði saman fréttamanna- fund til að segja frá tilboði ítalska liðsins. ■ ÞRÁTT fyrir allt er svissneskur almenningur mjög sáttur við Eng- lendinginn og ekki skemmir að M hann talar frönsku og þýsku. Eng- inn annar landsliðsþjálfari í Sviss hefur notið vinsælda sem hann og á síðasta ári var hann kosinn einn að 100 mikilvægustu mönnum landsins af dagblaði einu. ■ ROY Hodgson landsliðsþjálfari fékk harða gagnrýni fyrir tapið gegn Tyrkjum,l:2, á heimavelli í Evrópukeppninni 24. apríl — þá máttu þeir þola sitt fyrsta tap á heimavelli í þijú ár. Það er mikið í húfi fyrir hann, að lið hans nái stigi eða stigum í Reykjavík. ■ SVISSLENDINGAR hafa síðan leikið tvo leiki á heimavelli og tapað þeim báðum. Það var í 100 ára afmælismóti Knattspyrnusambands v Sviss í júní — fyrst töpuðu þeir, 0:1, fyrir Ítalíu og síðan, 1:2, fyrir Þýskalandi. ÚRSLIT 4. deild kvenna Haukar - Valur.....................1:4 Hanna Guðrún Stefánsdóttir - Ásgerður Ingibergsdóttir, Ólöf Helgadóttir, Bergþóra Laxdal, Rósa Steinþórsdóttir. fBy-ÍA.............................0:6 - Áslaug Ákadóttir 3, Laufey Sigurðardótt- ir, Jónína Víglundsdóttir, Guðrún Sigur- steinsdóttir. KR - Breiðablik....................0:3 . - Margrét Sigurðardóttir, Kristrún L. Daðadóttir,_ Stojanka Nikoíic. Stjarnan-ÍBA.......................1:0 Ragna Lóa Stefánsdóttir. 2. deild kvenna Reynir S. - Selfoss................1:1 4. deild Tindastóll - Magni.................2:0 Guðbrandur Guðbrandsson, Helgi Már Þórðarson. KS - Þrymur........................3:0 Hafþór Kolbeinsson, Jónas Birgisson, Al- bert Arason. KVA - Huginn.......................7:1 Einheiji-KBS.......................1:0 Framheijar - GG....................5:3 Ómar Smárason 2, Óðinn Steinsson (v), ' Kári Hrafnkelsson, Einar Gíslason — Páll V. Björnsson, Ingvar Georgsson. Neisti H,- SM......................3:5 Akureyrarmót KA-Þór.............................1:0 Stefán Þórðarson (82.) ■Þetta var seinni leikur liðanna. Jafntefli varð i þeim fyrri i vor, 1:1, þannig að KA-menn fögnuðu Akureyrarmeistaratitli í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.