Morgunblaðið - 16.08.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.08.1995, Blaðsíða 1
1 braimpararI 1""<IM [ÞRAUTIR| HÁTURÍf Heimilisfang: MYNDASÖGUR MOGGANS Morgunblaðinu Kringlunni 1 103 Reykjavík PRENTSMIDJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 16.AGUST 1995 Pennavinir KÆRI Moggi! Ég heiti Sara Elísabet og óska eftir pennavinum á aidrinum 7-9 ára, ég verð 8 ára 23. ágúst Áhugamái mín eru sund, leik-^J fími, tóniist ^ og fleira. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Takk fyrir. Biess. Sara Elísabet Haynes Heiðarholti 6 230 Keflavík Hæ, kæru Myndasögur Moggans og iesendur hans. Ég heiti Fanney og óska eftír pennavmum á aldrin- um 10-13 ára, helst strák- um (sko, ég á meira en nóg af pennavinkonum en enga pennavini). ¦ Ég er sjálf 11 ára. Áhugamái margvísieg. Svara öllum bréfum. Fanney Friðriksdóttir Dvergholti 13 270 Mosfellsbær Hæ, hæ, kæru Myndasögur Moggans. Ég er 11 ára stelpa og vil endilega skrifast á við stráka eða stelpur á aldrin- um 10-12 ára. Áhugamál mín eru handboiti, barna- pössun, góð tónlist, kvik- myndir, lestur, sund, frí- merki og margt fleira. Svara öílum bréf- um nema ur eykjavík. Unnnr Aldís FÖótaseli 20 109 Reykjavík / / í Hæ, hæ Moggi! Við ætlum að þakka fyrir frábært blað. Svo ætlum við að senda kveðjur, þær fá: Krístín Lára, Þórunn, Unnur, Þóra, Dóra Lind, Jenný, Elsa, Eygló, Arnfríður, Kristrún, Sigrún Helga, Ásta Bjarndís, Fanney, Rannveig, Erna og svo fá restína allir sem þekkja okkur. Bjarney Rós og Gyða, Garðabæ. Kæru Myndasögur Mogg- ans. Mig langar til að eignast pennaviní á aidrinum 8-11 ára, ég er sjálf 8 ára. P.S. Sendið mynd með fyrsta bréfi. Lovisa Lára Auðbrekku 29 200 Kópavogur Hjálm og hlífar HVAÐ er það sem krakkana á myndinni vantar? Rétt svar er hjíálmur og hlífar. Eins og sést á myndinni eru tveir krakkanna á hjóla- eða línuskautum. Það er nauðsyn- legt að vera með hjálm, hnéhlíf- ar og olnbogahlíf ar þegar verið er í þessum skemmtilega fóta- búnaði. Hraðinn getur orðið það mikill að ef eitthvað ber út af getið þið dottið og þá er eins gott að vera vel varinn. Hún Lovísa Lára, 8 ára, Auðbrekku 29, 200 Kópavogur, sendi okkur myndina af sér, Gunnari og Svanhildi. Þetta er fín mynd og kærar þakkir fyrir. Skiptimarkaðurinn HÆ, elsku, kæri Skipti- markaður. Ég er að fara að safna bréfsefnum, í staðinn get ég látið servíettur, glans- myndir, frímerki og körfu- boltamyndir. Fanney Friðriksdóttir Dvergholti 13 270 Mosfellsbær Sæll, Skiptimarkaður Moggans. Eg heiti Ebba og hef mjög mikinn áhuga á Be- verly Hills 902102. Ég vil skipta á dýramyndum, ekta rétt teiknaðar dýramyndir og sérstakar, og plastdisk- um með Flintstones, Barbie og Hafmeyjunni, vel litaðir, og alls konar úrklippum. Þið getið spurt mig um alls konar úrklippur og ef ég á skal ég láta ykkur fá þær í staðinn fyrir Beverly Hills myndir. Ebba Unnsteinsdóttir Skarðsá 371 Dalabyggð SÍMI: 434 1491 -;-.-- _/N OiS ¦*. K P\l Hjá Völlu f rænku ÞESSI mynd er af mér í sveit- inni hjá Völlu frænku. Þórunn Jónsdóttir, Ferjubakka 12,1.09 Reykjavík. - Er það kisa eða kannski hundur sem liggur undir borð- inu? Það sést ekki alveg nógu greinilega þrátt fyrir góða lýs- ingu hjá Völlu frænku. Senni- lega ert það þú sem situr við borðið og gæðir þér á ein- hverju gómsætu frá henni frænku þinni. Myndasögurnar þakka þér fyrir fína mynd, kæra Þórunn. Summa odda- talnanna ÞESSI knái drengur, Páll að nafni, fór út í búð fyrir pabba sinn og keypti ýmsar nauðsynjar sem vantaði til heimilisins. Vonandi eruð þið dugleg að verða við beiðni foreldra ykkar um að fara út í búð, krakkar. Það sem þið eigið að gera, er að leggja sam- an allar oddatölur sem sjást á verðmiðum versl- unarinnar. Oddatölur eru heilar tölur sem 2 ganga ekki upp í, til dæmis 3, 5, 7, 9, 11 og svo framvegis. Þetta er góð æfing fyrir skólann, sem hefst eftir tvær til þrjár vikur hjá mörgum ykkar. Svarið er að finna í Lausnum á öðrum stað í Myndasögunum. Góða skemmtun!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.