Morgunblaðið - 19.08.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.08.1995, Blaðsíða 2
2 C LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Breskur organleik- ari á sumar- tónleikum TÓNLEIKARÖÐIN Sumarkvöld við orgelið heldur áfram sunnudaginn 20. ágúst en þá er það breski organleikar- inn Martin Souter sem leikur á tónleik- um sem hefjast kl. 20.30 í Hallgríms- kirkju. Efnisskrá tón- leikanna er þrí- þætt. Fyrst eru Tokkata og fúga í d-moll BWV 565 og tveir sálmafor- leikir eftir Johann Sebastian Bach, þá tvö stutt verk eftir Gullmant og Debussy og svo frönsk orgeltónlist: Klukknaspil Westminster eftir Louis Vieme og þrír þættir, Allegro Adagio og Tokk- ata, úr 5. orgelsinfóníu Vidors. Martin Souter er fæddur 1961. Hann hóf orgelnám 9 ára gamall og varð yngsti kirkjuorganisti Bretlands 13 ára. Eftir að hafa stundað orgeln- ám og verið aðstoðarorganisti við Magdalen College í Oxford í fjögur ár fór hann 1983 í framhaldsnám til Parísar, í orgelleik hjá Marie-Claire Alain og í semballeik hjá Huguette Dreyfus. Árið 1986 var hann fyrsti Bretinn til að hljóta viðurkenningu í Chartres alþjóðlegu orgeikeppninni auk þess sem hann vann til viðurkenn- inga í Alþjóðlegu orgelkeppnini í Dyflinni bæði 1986 og 1988. Martin Souter kemur fram á tónleikum víðs- vegar um Evrópu og í Bandaríkjunum. Þýska tímaritið Stem kostar hljóðrit- anir hans og hann hefur komið fram á tónleikum á vegum Útvarpsstöðva bæði í Þýskaiandi, írlandi og hjá BBC. Martin Souter er organisti við Magdalen College auk þess að vera listrænn ráðunautur orgel-, píanó- og sembaltónleikaraðar Oxford. Kristbjörg sýnir á Astro KRISTBJÖRG Olsen heldur mál- verkasýningu á veitingastaðnum Astro í Austur- stræti 22 í Reykja- vík frá 18. ágúst til 15. september. Kristbjörg út- skrifaðist úr mál- unardeild Mynd- lista- og handiða- skólans sl. vor. Tii sýnis eru verk máluð með oiíu á krossvið öll unnin í sumar. Sýningin verður á báðum hæðum hússins. •Að lesa í málverk I STÚLKURNAR Á BRÚNNI Edvard Munch VEGNA hinnar miklu sýningar „Ljós úr norðri“, sem leggur undir sig allt Listasafn Islands, og er viðamesta samsafn úrvals- verka frá Norðurlöndum sem hingað hefur ratað, munu ein- staka listamenn kynntir vikulega og verk þeirra sett í stílsögulegt samhengi. - Að málaralistin sé list sjón- arinnar, er vinnur úr skynrænum upplýsingum þess sem augað fangar, frekar en útlínum af- markaðra hluta, skjalfestir pentskúfur Edvards Munchs . flestum betur. Nafnkenndustu verk hans svo sem „Ópið“ og „Stúlkurnar á brúnni" eru líkast- ar yfirskilvitlegu innsæi á mynd- flötinn þar sem himinn, haf og jörð renna saman og menn líkast skynja úthverfuna á augnablik- inu er myndirnar urðu til. Hina djúpu nálægu lifun sem varð að- dragandi að hugsæi listamanns- ins. Báðar myndirnar urðu til við Ásgarðsströnd, litla þorpið þar sem málarinn átti sér draumahús og dvaldi löngum. Svo mjög lifði hann sig inn í umhverfið að hann sagði eitt sinn að hann hefði það á tilfinningunni, að hann væri að ganga í málverkum sínum, er hann ráfaði þar um götur og nágrenni þorpsins. Og í báðum myndunum notar hann brúarhandrið til að þrengja augum skoðandans langt inn í myndflötinn og gera hann á nú- inu að þátttakanda í miklum myndrænum átökum. Handriðið ristir myndflötinn þveran og einkum er það áberandi í Opinu, sem fyrir vikið sker í sjónhimnur skoðandans, er burðarás mynd- byggingarinnar, skiptir mynd- fletinum og jarðtengir hinar óró- legu bogalínur í bakgrunninum. Það er ekki ópið í ásjónu mann- verunnar í forgrunninum sem er meginveigurinn, heldur þessi friðlausa myndbygging, sem er líkust öskri á myndfleti. Á gönguferð eitt sólarlags- kvöld skynjaði málarinn eins og óp sem skar í merg og bein, hann málaði skýin eins og raunveru- legt blóð, magnaði upp litina, og myndbyggingin varð sem odd- hvast bitfæri. En um handriðið í Stúlkunum á brúnni gegnir öðru máli, þótt það hafi sama tilgang, þ.e. að skapa dýptarhrif, sem grípa skoðandann og halda hon- um föstum, ef ekki bergnumdum. Nú er handriðið ekki beint og oddhvast heldur eins og blítt faðmlag við innri lífæðar myndfl- atarins og undirstrikar höfgan frið og kyrrð sumarkvöldsins. Á sára einfaldan hátt býr hann til þá eðlilegustu fjarvíddartilfinn- ingu sem hugsast getur, en hand- an við alla rökfræði reglusti- kunnar og almennrar skynsemi, því hvar endar handriðið? Það er einmitt þetta, sem ekki er hægt að kenna í list, er hluti af persónu gerandans, verður ekki yfirfærð á neinn annan, og þessvegna er ekki til nema einn Edvard Munch. Skoðandinn er leiddur inn í ríki skynjunarinnar, hið úthverfa innsæi, sem seinna fékk samheitið „expressjónismi". Hvíta húsið með svarta þakið í bakgrunninum, er eins og af öðr- um heimi og linditréð fyrir fram- an það, sem yfirgnæfir allt í myndbyggingunni fær á sig svip af hvolfþaki á musteri sem spegl- ast í logntæru vatninu og magnar enn frekar kyrrðina allt um kring. Allt þetta undirstrikað af örlitlum bleikfölum mána, eins og á gægjum inn á þetta mikla svið mannlífsins, fjarlægum en eins og nálgun við allífið. Mál- verkið „Stúlkurnar á brúnni“ er ekki skynsamleg lausn né rökræn sundurgreining þess séða, heldur draumur og ímynd skynjunar. Allt sem augað nam í einni andrá. Málverkð á listasafninu mun vera fyrsta útgáfa þessa mynd- efnis, en alls urðu þær 12 auk nokkurra grafíkmynda. Bragi Ásgeirsson Nýr tónn í leikritun VERÐLAUN voru veitt nú í vik- unni, í útvarpsleikritasamkeppni Útvarpsleikhússins RÚV, Leik- skáldaféiags íslands og Rithöf- undasambands íslands sem efnt var til síðast- liðið vor. 44 verk bárust keppnina og veitt voru tvenn verðlaun. Bragi Ólafsson fékk verðlaun fyrir leikrit sitt Sumar- dagurinn fyrsti og An- ton Helgi Jónsson fyrir leikritið Frátekið borð í Louvre. Auk þeirra festi útvarpið kaup á leikritum fimm annarra höfunda sem tóku þátt í samkeppninni. María Kristjánsdóttur for- stöðumaður Útvarpsleikhússins sagði við þetta tilefni að í verki Braga kvæði við nýjan tón í leik- ritun fyrir útvarp og verk Antons bæri vott um rikan skilning hans á list- forminu. Bragi Ólafsson sagði í stuttu spjalli að þetta væri frumraun hans í útvarpsleikhússskrifum. Þegar samkeppnin var auglýst hafi hann átt drög að sögunni í fórum sínum og skrifað leikrit- ið upp úr því. Anton Helgi sagði það hafa verið svipað hjá sér, hann hafi veri með sög- una í kollinum þegar hann frétti af keppninni. Hann sagði að þetta væri annað leikrit hans fyrir út- varp en það fyrsta var flutt fyrir allmörgum árum síðan. Að sögn Maríu var efnt til sam- keppninnar tii að glæða áhuga íslenskra rithöfunda á listforminu sem er það eina sem útvarpið sem miðill hefur getið af sér. Verðlaun- in eru punkturinn yfir iið í sam- vinnu Ríkisútvarpsins við Evrópu- samband útvarpsstöðva, , sem völdu Island sem fyrsta land til kynningar í átaki til vemdar smáum málsvæðum í Evrópu. í tilefni þess voru tuttugu og tvö leikverk þýdd og þeim dreift tii útvarpsstöðva um allan heim til flutnings og hafa mörg þeirra þegar verið flutt eða er á dagskrá að flytja. Verðlaunin eru punktur- inn yfir iið í samvinnu Rík- isútvarpsins við Evrópu- samband út- varpsstöðva Morgunbiaöiö/Uolli ANTON Helgi Jónsson og Bragi Ólafsson. Með á myndinni er Atli sonur Antons Helga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.